Neita að birt gögn úr dómsmáli Landsbankans gegn Borgun

Frávísunarkröfu Borgunar í máli Landsbankans gegn fyrirtækinu og eigendum minnihluta hlutafjár, var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Kredit kort Borgun
Auglýsing

Hvorki Lands­bank­inn né Borgun eru til­búin að afhenda gögn, s.s grein­ar­gerðir eða stefn­ur, vegna máls­höfð­unar Lands­bank­ans gegn Borg­un.

Óskum Kjarn­ans um að fá gögnin afhent hefur verið hafn­að, en dóm­ar­inn í mál­inu, Símon Sig­valda­son, segir ein­ungis þá sem hafa lögvarða hags­muni í þess­ari teg­und máls (E-­mál), geta fengið gögnin afhent frá Hér­aðs­dómi Reykja­vík­ur, og telj­ast blaða­menn ekki til þeirra.

Hinn 30. júní síð­ast­lið­inn var frá­vís­un­ar­kröfu Borg­unar hafn­að, og mun málið því fá efn­is­með­ferð í takt við upp­legg máls­ins. 

Auglýsing

Lands­­bank­inn til­kynnti um það í des­em­ber að búið væri að stefna Borgun hf., for­­stjóra Borg­unar hf., BPS ehf. og Eign­­ar­halds­­­fé­lag­inu Borgun slf. „Málið er höfðað til við­­ur­­kenn­ingar á skaða­­bóta­­skyldu stefndu. Það er mat bank­ans að hann hafi orðið af sölu­hagn­aði við sölu á 31,2% hlut sínum í Borgun hf. árið 2014. Bank­inn fékk ekki upp­­lýs­ingar sem stefndu bjuggu yfir um að Borgun hf. ætti hlut í Visa Europe Ltd. og rétt­indi sem fylgdu hlutn­um, þ. á m. mög­u­­lega hlut­­deild í sölu­hagn­aði Visa Europe Ltd. við nýt­ingu sölu­réttar í val­rétt­­ar­­samn­ingi Visa Inc. og Visa Europe Ltd,“ segir í til­­kynn­ing­unn­i sem birt var á vef bank­ans.

Banka­ráð Lands­­­bank­ans til­­kynnti í ágúst að ákveðið hefði verið að höfða mál fyrir dóm­stólum vegna söl­unnar á 31,2 pró­­­sent eign­­­ar­hlut bank­ans í Borgun hf. á árinu 2014.

Lands­­­­banki Íslands, sem íslenska ríkið á, sendi frá sér frétta­til­kynn­ingu í nóv­­­em­ber 2014 þar sem fram kom að Stein­þór Páls­­­­son, þáver­andi banka­­­­stjóri, hefði und­ir­­­­ritað samn­ing um sölu á 31,2 pró­­­­sent eign­­­­ar­hlut í Borg­un. Kaup­verðið á hlutnum var tæp­­­­lega 2,2 millj­­­­arðar króna og var kaup­andi hlut­­­­ar­ins Eign­­­­ar­halds­­­­­­­fé­lag Borg­unar Slf. þar sem stjórn­­­endur Borg­unar voru meðal hlut­hafa.

Landsbankinn stefndi Borgun.

Ekk­ert for­m­­­­legt sölu­­­­ferli fór fram áður en félagið var selt, en Magnús Magn­ús­­­­son, for­svar­s­­­­maður félags­­­­ins, var sá sem setti sig í sam­­­­band við Lands­­­­banka Íslands og sýndi áhuga á kaupum á hlut Lands­­­­bank­ans. Kaupin fóru því fram bak við luktar dyr, þar sem eng­inn annar en hóp­­­­ur­inn sem sýndi áhuga á kaup­unum fékk að reyna að kaupa hlut­inn.

Máls­höfð­unin byggir á því að Lands­­­bank­inn hafi verið hlunn­far­inn þar sem ekki voru lagðar fram upp­­­lýs­ingar um mög­u­­­legt aukið virði Borg­un­­­ar, vegna kaupa VISA Inc. á VISA Europe.

Sam­­­kvæmt frétt Kjarn­ans frá því 9. febr­­­úar á í fyrra, reikn­aði Borgun með því að fá 33,9 millj­­­­ónir evra, um 4,8 millj­­­­arða króna, í pen­ingum þeg­ar Visa Inc. greiðir fyrir Visa Europe. Auk þess fær Borg­un, líkt og aðr­ir ­leyf­­­­is­hafar innan Visa Europe, afhent for­­­­gangs­hluta­bréf í Visa Inc. að verð­­­­mæt­i 11,6 millj­­­­ónir evra, eða um 1,7 millj­­­­arðar króna. Auk þess mun Visa Inc. greiða ­leyf­­­­is­höfum afkomu­tengda greiðslu árið 2020 sem mun taka mið af afkomu ­starf­­­­semi Visa í Evr­­­­ópu á næstu fjórum árum, en hlut­­­­deild ­Borg­unar af þeirri fjár­­­­hæð mun ráð­­­­ast af við­­­­skiptaum­­­­svifum Borg­unar sem hlut­­­­fall af heild­­­­ar­við­­­­skiptaum­­­­svifum allra selj­enda hluta­bréf­anna á þessum 4 árum.

Því er ljóst að Borgun fengi um 6,5 millj­­­­arða króna auk afkomu­tengdar greiðslu árið 2020 vegna sölu Visa Europe.

Borgun er 63,5 pró­sent í eigu rík­is­ins, í gegnum Íslands­banka. 

Borg­un­ar­málið hefur valdið miklum titr­ingi, og leiddi meðal ann­ars til kröfu frá Banka­sýslu rík­is­ins, sem fer með ríf­lega 98 pró­sent hlut rík­is­ins í Lands­bank­an­um, um að þáver­andi banka­ráð bank­ans, með Tryggva Páls­son sem for­mann, myndi víkja og raunar Stein­þór Páls­son banka­stjóri einnig. 

Í til­kynn­ingu frá banka­ráð­inu, á þessum tíma, seg­ir: „Við und­ir­rituð banka­ráðs­menn til­kynnum hér með að við gefum ekki kost á okkur til end­ur­kjörs í banka­ráð Lands­bank­ans. Við gerum ráð fyrir að skila af okkur störfum á aðal­fundi bank­ans 14. apríl nk. með hefð­bundnum hætt­i.“ Undir þetta skrif­uðu Tryggvi Páls­son, Eva Sóley Guð­björns­dótt­ir, Jón Sig­urðs­son, Krist­ján Dav­íðs­son og Jóhann Hjart­ar­son, fimm af sjö banka­ráðs­mönnum á þeim tíma.

Grund­völl­ur­inn að baki mál­sókn­inni er að end­ur­heimta þá fjár­muni sem bank­inn fór á mis við í við­skipt­un­um. 

Í yfir­lýs­ing­unni, sem banka­ráðið sendi frá sér á sínum tíma, segir að Borg­un­ar­málið hafi reynst bank­anum erfitt. Í yfir­lýs­ing­unni seg­ir: Kjarni máls­ins eins og hann horfir við okkur er í raun ein­fald­ur. Hags­munir bank­ans voru í fyr­ir­rúmi, eins og banka­ráð mat þá besta á sínum tíma. Engar aðrar hvatir lágu þar að baki. Ásak­anir um annað eru meið­andi og við höfnum þeim alfarið [...] Banka­sýslan sem fer með eign­ar­hluti rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækjum hefur nú sent banka­ráð­inu bréf þar sem að engu eru höfð mál­efna­leg rök bank­ans fyrir því hvernig und­ir­bún­ingi og fram­kvæmd á sölu á hlutum í Borgun var hátt­að. Þrátt fyrir að for­maður banka­ráðs hafi á aðal­fundi bank­ans í mars 2015 sagt að bank­inn hefði betur selt hlut­inn í Borgun í opnu ferli og ljóst sé að fleira hefði mátt betur fara, teljum við engu að síður að það sé langur vegur frá því að í bréf­inu sé gætt jafn­vægis og hlut­lægni. Í raun veit­ist Banka­sýslan harka­lega að bank­anum af óbil­girni sem er síst til þess að fallið að auka traust.“Alþingi
Leggja til að launatekjur undir 300 þúsund verði skattfrjálsar
Flokkur fólksins og Miðflokkurinn leggja fram þingsályktunartillögu um 54 milljarða tilfærslu á skattbyrði, af láglaunafólki og yfir á annars vegar hærri launaða og eignafólk og hins vegar ríkið.
Kjarninn 25. september 2018
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.
Kostnaðaráætlun hátíðarfundarins á Þingvöllum sagður misskilningur
Skrifstofa Alþingis hefur sent Steingrími J. Sigfússyni forseta Alþingis bréf, vegna umræðu í fjölmiðlum síðustu daga um undirbúning og kostnað við hátíðarþingfund Alþingis á Þingvöllum 18. júlí.
Kjarninn 25. september 2018
Leiguverð hæst í Reykjavík borið saman við hin Norðurlöndin
Hvergi á Norðurlöndunum er að finna jafn hátt leiguverð í höfuðborginni og hér á landi.
Kjarninn 25. september 2018
Alvarleg gagnrýni sett fram á Samgöngustofu
Starfshópur sem fjallaði um starfsemi Samgöngustofu fann ýmislegt að því hvernig unnið var að málum þar.
Kjarninn 25. september 2018
Olíuverðið hækkar og hækkar
Olíuverð hefur hækkað mikið að undanförnu. Það eru ekki góð tíðindi fyrir íslenska hagkerfið.
Kjarninn 25. september 2018
Rosenstein og Trump funda á fimmtudaginn
Aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna er sagður valtur í sessi.
Kjarninn 24. september 2018
Icelandair heldur áfram að lækka í verði
Markaðsvirði Icelandair hefur hríðfallið að undanförnu. Það er erfitt rekstrarumhverfi flugfélaga þessi misserin.
Kjarninn 24. september 2018
1. maí kröfuganga 2018.
Mótmæla harðlega aðgerðum Icelandair gegn flugfreyjum og flugþjónum
Forystumenn stærstu stéttarfélaga landsins mótmæla harðlega þeim aðgerðum sem stjórn Icelandair hyggst ráðast í gegn flugfreyjum og flugþjónum sem starfa hjá fyrirtækinu.
Kjarninn 24. september 2018
Meira úr sama flokkiInnlent