Verðmiðinn á móðurfélaga Snapchat, Snap Inc., lækkaði mikið í gær og er verðið nú komið niður fyrir skráningargengi félagsins. Lækkunin í gær nam tæplega níu prósentum og er gengið nú 15,6 á hvern hlut.
Markaðsvirði félagsins er nú 18,2 milljarðar Bandaríkjadala og hefur lækkað hratt og mikið.
Einn þeirra sem hefur efasemdir um að Snapchat sé á réttri leið er greinandi hjá Morgan Stanley bankanum, Brian Nowak. Hann segir að auglýsingarnar hjá Snapchat séu ekki að virka nægilega vel, og tekjurnar séu ekki að aukast eins og við var búist í upphafi.
Með öðrum orðum, þá gengur illa hjá Snapchat að finna tekjumódel sem virkar vel og fjárfestar hafa trú á.
Helsti keppinautur Snapchat er Facebook, og dótturfyrirtæki þessi, Instagram. Svipaðar auglýsingar hjá þeim miðli hafa gengið betur en hjá Snapchat og þá hefur notendum einnig fjölgað hraðar.
Verðmiðinn á Facebook er nú 450 milljarðar Bandaríkjadala, og hefur hann hækkað nokkuð að undanförnu. Virkir notendur nálgast óðfluga 1,5 milljarð.