Tæpur helmingur andvígur aðild að ESB

Stuðningsmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks skera sig úr miðað við stuðningsmenn annara flokka.

Íslendingar eru andvígir aðild Íslands að ESB, miðað við könnun MMR.
Íslendingar eru andvígir aðild Íslands að ESB, miðað við könnun MMR.
Auglýsing

Fleiri eru and­vígir inn­göngu Íslands í Evr­ópu­sam­bandið en hlynntir því, ef marka má nýlega könnun MMR. 47,9 pró­sent svar­enda sögð­ust vera and­vígir aðild að ESB en 29,0 pró­sent svar­enda könn­un­ar­innar sögð­ust hlynnt inn­göngu.

Flestir þátt­tak­endur í könn­un­inni sögð­ust vera „mjög and­víg(­ur)“ aðild að ESB, eða 31,7 pró­sent. Næst flestir sögð­ust hvorki vera hlynnt eða and­víg aðild.

Niðurstöður könnunar MMR.

MMR greinir frá nið­ur­stöðum könn­un­ar­innar á vefnum MMR.is. Þar segir að litlar breyt­ingar hafi orðið á afstöðu almenn­ings gagn­vart inn­göngu Íslands í ESB á und­an­förnum þremur árum. Þær breyt­ingar hafa hins vegar orðið að þeir sem segj­ast vera and­vígir eru færri en á seinni hluta árs­ins 2012, þegar and­staða við aðild Íslands að sam­band­inu var sem mest. And­vígum hefur fækkað um rúm­lega 10 pró­sentu­stig á tíma­bil­inu 2012-2017. Á sama tíma hefur þeim sem hlynntir eru inn­göngu fjölgað um 5 til 10 pró­sentu­stig.

Auglýsing

Stjórn­mála­flokk­arnir pólaðir

Stuðn­ings­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Fram­sókn­ar­flokks­ins skera sig út ef litið er til afstöðu til aðildar miðað við stuðn­ing við stjórn­mála­flokka. Þeir sem eru hlynntir aðild að ESB eru í meiri­hluta innan allra stjórn­mála­flokka nema í þessum tveimur flokk­um. Þar eru lang flestir and­víg­ir.

Kjós­endur Sam­fylk­ing­ar­innar eru hlynnt­astir aðild að ESB. 77,3 pró­sent þeirra sem styðja Sam­fylk­ing­una vilja ganga í ESB. Stuðn­ings­menn Við­reisnar eru næst­ir; 57,0 pró­sent stuðn­ings­mann­anna vilja aðild að ESB.

Kjós­endur Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Fram­sókn­ar­flokks­ins eru hins vegar alveg hinu megin og vilja lang flestir stuðn­ings­manna þeirra flokka ekki ganga í ESB. 89,2 pró­sent fram­sókn­ar­manna segj­ast vera and­vígir og 78,1 pró­sent sjálf­stæð­is­manna.

Þá eru þau sem styðja ekki rík­is­stjórn­ina lík­legri til þess að vera hlynnt aðild að ESB en þau sem styðja hana.

Könn­unin var gerð á dög­unum 15. til 21. júní síð­ast­lið­inn og svör­uðu 1.017 ein­stak­lingar af spurn­inga­vagni MMR. Úrtakið var valið handa­hófs­kennt úr hópi álits­gjafa MMR.

Nið­ur­stöð­urnar könn­un­ar­innar má lesa hér.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Davíð Oddsson með 5,6 milljónir króna á mánuði – Í sérflokki á meðal fjölmiðlamanna
Alls voru tólf starfsmenn RÚV með yfir milljón á mánuði í fyrra og þann þrettánda vantaði einungis tvö þúsund krónur á mánuði til að slást í hópinn. Ritstjóri Viljans var með tæplega 4,5 milljónir króna á mánuði.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir og Dagur B. Eggertsson.
Dagur ætlar ekki að bjóða sig fram til formanns – Kristrún tilkynnir á föstudag
Línur eru að skýrast í formannsbaráttunni hjá Samfylkingunni, en nýr formaður verður kosinn í október. Borgarstjórinn í Reykjavík er búinn að staðfesta það sem lá í loftinu, hann fer ekki fram. Kristrún Frostadóttir hefur boðað stuðningsmenn á fund.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent