Velta dagvöruverslana hefur dregist saman um 3,6% milli júnímánaða 2016 og 2017, samkvæmt mælingum Rannsóknaseturs verslunarinnar. Mælingin náði ekki til Costco og er því líklegt að samdráttur veltu sé vegna komu verslunarrisans. Þetta kemur fram í tilkynningu Rannsóknasetursins.
Fjarvera Costco í könnuninni útskýrist af forsvarsmönnum verslunarinnar, en þeir kusu að veita RSV ekki ekki upplýsingar um veltu sína. Lækkun þessa mánaðar sker sig úr miðað við þróun síðustu ára, en velta dagvöruverslanna hefur aukist jafnt og þétt undanfarin misseri. Því telur Rannsóknarsetrið líklegt að Costco hafi „klipið af“ markaðshlutdeild þeirra verslana sem fyrir voru á markaði og að það skýri samdráttinn.
Í tilkynningunni er einnig vísað í verðlagsmælingar Hagstofu, en verð á dagvöru lækkaði hraðari í júní en sést hefur um allangt skeið. Verð á dagvöru var 3,9% lægra í júní í ár en í júní í fyrra. Verðmælingin nær þó ekki til verðlags í Costco.