Stjórn Skeljungs hf. hefur ákveðið að slíta samningaviðræðum um kaup Skeljungs á öllu hlutafé í Basko, sem meðal annars rekur búðir undir merkjum 10-11.
Þetta kemur fram í tilkynningu Skeljungs til kauphallar Íslands. „Líkt og fram kom í tilkynningu Skeljungs, dags. 21. maí 2017, voru kaupin háð ýmsum forsendum og fyrirvörum, sem ekki gengu eftir,“ segir í tilkynningu frá Skeljungi.
Markaðsvirði félagsins er nú 11,9 milljarðar króna, en heildareignir nema 19,6 milljörðum. Eigið fé félagsins nemur 7,4 milljörðum.
Auglýsing