#viðskipti

Skeljungur slítur viðræðum um kaup á 10-11 og tengdum félögum

Viðskiptin gengu ekki upp.

Stjórn Skelj­ungs hf. hefur ákveðið að slíta samn­inga­við­ræðum um kaup Skelj­ungs á öllu hlutafé í Basko, sem meðal ann­ars rekur búðir undir merkjum 10-11.

Hluthafar Skeljungs.Þetta kemur fram í til­kynn­ingu Skelj­ungs til kaup­hallar Íslands. „Líkt og fram kom í til­kynn­ingu Skelj­ungs, dags. 21. maí 2017, voru kaupin háð ýmsum for­sendum og fyr­ir­vörum, sem ekki gengu eft­ir,“ segir í til­kynn­ingu frá Skelj­ung­i. 

Mark­aðsvirði félags­ins er nú 11,9 millj­arðar króna, en heild­ar­eignir nema 19,6 millj­örð­um. Eigið fé félags­ins nemur 7,4 millj­örð­um.

Auglýsing

Viltu styrkja sjálfstæða íslenska fjölmiðlun?
Lesendur Kjarnans geta kosið að greiða fast mánaðarlegt framlag til fjölmiðilsins til að efla starfsemi hans enn frekar. Markmiðið er upplýstari, gagnrýnni og málefnalegri umræða. Hjálpið okkur við að ná því markmiði með því að ganga til liðs við Kjarnasamfélagið.
Meira úr sama flokkiInnlent