Skeljungur slítur viðræðum um kaup á 10-11 og tengdum félögum

Viðskiptin gengu ekki upp.

bensin_olia_eldsneyti-2.jpg
Auglýsing

Stjórn Skelj­ungs hf. hefur ákveðið að slíta samn­inga­við­ræðum um kaup Skelj­ungs á öllu hlutafé í Basko, sem meðal ann­ars rekur búðir undir merkjum 10-11.

Hluthafar Skeljungs.Þetta kemur fram í til­kynn­ingu Skelj­ungs til kaup­hallar Íslands. „Líkt og fram kom í til­kynn­ingu Skelj­ungs, dags. 21. maí 2017, voru kaupin háð ýmsum for­sendum og fyr­ir­vörum, sem ekki gengu eft­ir,“ segir í til­kynn­ingu frá Skelj­ung­i. 

Mark­aðsvirði félags­ins er nú 11,9 millj­arðar króna, en heild­ar­eignir nema 19,6 millj­örð­um. Eigið fé félags­ins nemur 7,4 millj­örð­um.

Auglýsing

Meira úr sama flokkiInnlent