Grundvallarkrafa BHM og aðildarfélaga er sú að menntun verði metin til fjár, í komandi kjaraviðræðum. Þetta er meðal þess sem kemur minnisblaði BHM sem sent var til Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, 22. júní síðastliðinn, en það er birt hér með fréttinni.
Í minnisblaðinu er rakin staðan sem nú blasir við í kjaramálum. Í kjölfar setningar laga nr. 31/2015 um kjaramál tiltekinna stéttarfélaga innan BHM var sérstökum gerðardómi falið að ákvarða um kaup og kjör félagsmanna um leið og bundinn var endi á verkfallsaðgerðir átján aðildarfélaga BHM.
Ákvarðanir gerðardóms eru bindandi sem kjarasamningur á milli þessara félaga og ríkisins þann tíma sem gerðardómurinn kvað á um en hann gildir til 31. ágúst næstkomandi. Þá verða lausir kjarasamningar 17 aðildarfélaga BHM við ríkið, að því er segir í minnisblaðinu.
Í minnisblaðinu er fjallað um komandi kjaraviðræður, og helstu áherslumál BHM í viðræðunum.
Innan BHM undirbúa aðildarfélögin 17 komandi kjarasamningaviðræður nú af kappi. Kröfugerð liggur ekki fyrir, en í minnisblaðinu eru samt rakin lágmarksmarkmið sem þurfi að tryggja til að ná ásættanlegri niðurstöðu.
Fyrir utan kjarasamningsbundnar hækkanir blasir við að í viðræðunum þarf að tryggja að lágmarki eftirfarandi:
- Að allir félagsmenn BHM-17 sem rétt eiga á launahækkun samkvæmt menntunarákvæði
gerðardómsfái hana.
- Að sérkröfur aðildarfélaganna komist á dagskrá.
- Að launasetning félagsmanna aðildarfélaga BHM hjá fjölmörgum ríkisstofnunum, ekki síst
í heilbrigðis- og menntunargeiranum, verði endurskoðuð. Sérstaklega þarf að huga að
launasetningu félagsmanna aðildarfélaga BHM á Landspítalanum.
- Eftirmál samkomulags um jöfnun lífeyrisréttinda á milli markaða eru mörg og mikilvæg.
Staða nýrra opinberra starfsmanna í nýju lífeyriskerfi er þar forgangsmál.
- Samkomulaga Bandalags háskólamanna, BSRB og Kennarasambands Íslands, annars vegar,
og fjármála- og efnahagsráðherra, f.h. ríkissjóðs, og Sambands íslenskra sveitarfélaga, hins
vegar, um breytingar á skipan lífeyrismála opinberra starfsmanna, frá 19. september, þarf að virða.
„Starf nefndar um launajöfnun á milli markaða, sbr. 7. gr. samkomulagsins,
þarf að vera í samræmi við texta greinarinnar en þar segir: Samráðshópurinn skal setja
fram tillögur að áætlun um hvernig markmiðum um jöfnun launa skuli náð með útfærslu í
kjarasamningum á 6-10 árum. Hópurinn skal einnig fylgja eftir framkvæmdinni. Innan
samráðshópsins eru aðilar ekki á einu máli um hvert hlutverk hans sé og það þarf að skýra,“ segir í minnisblaðinu.
Þá segir í minnisblaðinu, að tæpum tveimur árum eftir úrskurð gerðardóms og rúmu einu ári eftir að menntunarákvæði
hans tók gildi sé staða aðildarfélaganna 17 innan BHM sú, að þorri félagsmanna þeirra hafi enn ekki fengið launahækkun byggða á menntunarákvæðinu en stéttir utan BHM og þær sem
kjararáð úrskurðar um hafa allar notið þess án tillits til menntunar.