Ríkisstjórn Svíþjóðar er mögulega fallin

Mögulegt er að ríkisstjórn Svíþjóðar muni stíga til hliðar og boða til nýrra kosninga í fyrramálið samkvæmt SVT.

Ríkisstjórn Stefan Löfven.
Ríkisstjórn Stefan Löfven.
Auglýsing

Sænska rík­is­út­varpið, SVT, segir mögu­legt að Stefan Löf­ven, for­sæt­is­ráð­herra Sví­þjóð­ar, muni segja af sér með rík­is­stjórn sinni í dag í kjöl­far van­traust­s­til­lögu stjórn­ar­and­stöð­unnar gegn þremur ráð­herrum henn­ar. Rík­is­stjórnin hefur nú fundað fyrir luktum dyrum í rúma tvo tíma.

Upp­fært: Rík­is­stjórnin mun halda blaða­manna­fund í fyrra­mál­ið, fimmtu­dag klukkan 10 að stað­ar­tíma í Sví­þjóð. Engar yfir­lýs­ingar verða gefnar fyrr en þá.

Fyrr í dag komu ráð­herrar sænsku rík­is­stjórn­ar­innar saman til fundar í Ros­en­bad-­hús­inu í Stokk­hólmi, en búist er við því að fram­tíð hennar verði ákveðin á næstu and­ar­tök­um. SVT segir for­sæt­is­ráð­herr­ann eiga fáa kosti í stöð­unni, annað hvort verði hann að boða til nýrra kosn­inga eða víkja ráð­herrum sínum úr emb­ætt­i. 

Auglýsing

Stjórn­mála­fræð­ing­ur­inn Jonas Hinn­fors segir fall rík­is­stjórn­ar­innar mögu­lega vera vænsti kostur for­sæt­is­ráð­herr­ans, í ljósi þess að hún sé rúin trausti: „Það er til­tölu­lega lík­legt ef hann (Löf­ven) vill forð­ast að leiða mjög veika rík­is­stjórn sem stjórn­ar­and­stöðu­blokkin getur stöðugt hótað með van­trausts­yf­ir­lýs­ing­u,“ segir Hinn­fors í svar­tíma á SVT. 

Í yfir­lýs­ingu stjórn­ar­and­stöðu Sví­þjóðar (Alli­an­sen) fyrr í dag var lýst yfir van­trausti á Peter Hultqvist varn­ar­mála­ráð­herra, And­ers Ygemann inn­an­rík­is­ráð­herra og Anna Johans­son inn­við­a­ráð­herra. Til­lagan var lögð fram eftir að komið hafði í ljós að Sam­göngu­stofa Sví­þjóð­ar, sem er undir inn­við­a­ráðu­neyt­inu, hafði lekið per­sónu­upp­lýs­ingum og hern­að­ar­leynd­ar­málum til erlendra verk­taka. Við­brögð rík­is­stjórn­ar­innar við lek­anum hafa verið harð­lega gagn­rýnd, en fjöldi ráð­herra vissi af honum án þess að við­haf­ast neitt. 

Mikil spenna ríkir um um fram­hald­ið, en málið er á for­síðu rík­is­fjöl­miðl­anna í Nor­egi, Sví­þjóð og Dan­mörku. Kjarn­inn hefur fjallað ítar­lega um atburð­ar­rás máls­ins í fréttum í gær og í dag. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júní
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júnímánuði, en flutti 553 þúsund farþega í sama mánuði í fyrra. Mun minni samdráttur hefur orðið í fraktflutningum hjá félaginu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín: Ég vonast til þess að við finnum lausn á þessu máli
Forsætisráðherrann hefur tjáð sig um þá ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar að hætta að skima fyrir COVID-19 sjúkdómnum.
Kjarninn 6. júlí 2020
Veirufræðideildin ekki í stakk búin til að taka við fyrr en í lok ágúst
Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, segist vonast til þess að Kára Stefánssyni snúist hugur varðandi aðkomu Íslenskrar erfðagreinar að landamæraskimunum. Deildin sé ekki tilbúin til að taka verkefnið að sér strax.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kári Stefánsson
Íslensk erfðagreining mun hætta öllum samskiptum við sóttvarnalækni og landlækni
„Okkar skoðun er sú að öll framkoma þín og heilbrigðismálaráðherra gagnvart ÍE í þessu máli hafi markast af virðingarleysi fyrir okkur,“ segir í opnu bréfi Kára Stefánssonar til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kjarnafæði og Norðlenska renna saman í eitt eftir tveggja ára viðræður
Norðlenska og Kjarnafæði hafa náð samkomulagi um samruna félaganna tveggja. Hátt í 400 manns vinna hjá þessum fyrirtækjum í dag. Samruninn er háður samþykki Samkeppniseftirlitsins og um 500 bænda, sem eiga Norðlenska í sameiningu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Björn Bjarnason afhendir hér Guðlaugi Þór Þórðarsyni skýrsluna.
Norðurlöndin ættu að móta sameiginlega stefnu gagnvart auknum áhuga Kína
Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra hefur skilað af sér skýrslu um öryggis- og utanríkismál til utanríkisráðherra Norðurlandanna. Þar leggur hann til 14 tillögur um norrænt samstarf til framtíðar.
Kjarninn 6. júlí 2020
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Ferðaþjónustufyrirtæki axli þegar í stað ábyrgð á brotum gegn erlendu starfsfólki
ASÍ kallar eftir því að loforð Lífskjarasamninganna um lagalegar heimildir til refsinga vegna brota á kjarasamningum verði uppfyllt, enda sé ólíðandi að slík brot, sem séu hreinn og klár þjófnaður, viðgangist refsilaust.
Kjarninn 6. júlí 2020
Hundruð vísindamanna segja kórónuveiruna geta borist í lofti
Alþjóða heilbrigðismálastofnunin, WHO, er enn efins um að SARS-CoV-2, veiran sem veldur COVID-19, geti borist í lofti eins og fjölmargir vísindamenn vilja meina. Stofnunin telur rannsóknir sem sýna eiga fram á þetta enn ófullnægjandi.
Kjarninn 6. júlí 2020
Meira úr sama flokkiErlent