Stjórnarandstöðublokkin Alliansen á sænska þinginu lögðu í dag fram vantrausttillögu á þrjá ráðherra í ríkisstjórninni. Þetta kom fyrst fram á vef RÚV.
Tillagan er lögð fram vegna misferlis Samgöngustofu Svíþjóðar á persónuupplýsingum og aðgerðarleysi ráðherra gagnvart því misferli. Kjarninn fjallaði ítarlega um málið í gær, en atburðarrás þess spannar yfir tvö ár.
Kröfðust leiðtogar innan Alliansen afsagnar Peter Hultqvist varnarmálaráðherra, Anders Ygemann innanríkisráðherra og Anna Johansson innviðaráðherra, á blaðamannafundi í dag.
Málið snýst um útboð Samgöngustofu Svíþjóðar á umsjón á tölvukerfi þess. Með útboðinu fengu erlendir verktakar aðgang að persónugreinanlegum upplýsingum, eins og öll sænsk útgefin ökuskírteini og skráningarnúmer farartækja innan sænska hersins.
Öryggisdeild ríkislögreglu Svíþjóðar, Säpo, mat það svo að upplýsingalekinn sé það alvarlegur að hann varði þjóðaröryggi.
Jimmie Åkesson, formaður popúlistaflokksins Svíþjóðardemókratarnir, hafði áður hótað að leggja fram vantrausttillögu vegna málsins. Eftir að fulltrúar hinna stjórnmálaflokkanna fagnaði hann ákvörðun þeirra á Twitter í morgun: