Hlutabréfasjóðir aflandskrónueigenda bættu við sig um 244 milljóna króna hlut í Símanum í vikunni. Eignastýringafyrirtæki umræddra sjóða, Eaton Vance, er meðal stærstu aflandskrónueigenda á Íslandi, en það er nú þegar orðið meðal stærstu eigenda Símans.
Auglýsing
Sjóðirnir Global Macro Portfolio og Global Macro Absolute Return Advantage keyptu hvorir í sínu lagi eignarhluti í Símanum fyrir 131 og 112 milljónir í vikunni, samkvæmt heimildum Kjarnans.
Sjóðirnir eru báðir í eigu bandaríska eignastýringafyrirtækisins Eaton Vance, en fyrirtækið sér um eignastýringu stórs hluta þeirra aflandskróna sem festust á Íslandi í kjölfar setningu gjaldeyrishaftanna.
Á undanförnum misserum hafa sjóðirnir verið umsvifamiklir á íslenskum hlutabréfamarkaði, en þeir eru nú orðnir meðal stærstu eigenda meirihluta skráðra félaga hjá Kauphöllinni. Stærstur er hlutur sjóðanna í Vís, en hann er 8,7%.