Sjóðir Eaton Vance orðnir næst stærstu eigendur VÍS

Félagið Grandier seldi hlut sinn í VÍS rúmu ári eftir að það keypti hann mestan hluta hans. Félagið, sem er skráð í Lúxemborg en er m.a. í íslenskri eigu, hagnast mjög á viðskiptunum.

Höfuðstöðvar Vátryggingarfélags Íslands í Ármúla.
Höfuðstöðvar Vátryggingarfélags Íslands í Ármúla.
Auglýsing

Sjóðir á vegum banda­ríska eigna­stýr­ing­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Eaton Vance Mana­gement keyptu þorra þeirra bréfa í Vátrygg­inga­fé­lagi Íslands (VÍS) sem Grandier ehf., félag í eigu Sig­urðar Bolla­son­ar, Þor­steins Gunn­ars Ólafs­sonar og Don McCarthy, seldu á fimmtu­dag í síð­ustu viku.

Um var að ræða sam­tals 8,01 pró­sent hlut í félag­inu, en Grandier var næst stærsti eig­andi VÍS áður en eig­endur félags­ins ákváðu að selja allan hlut sinn. Sjóðir í stýr­ingu Eaton Vance eru nú sam­tals næst stærstu hlut­hafar VÍS með 8,76 pró­sent hlut. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans hafa aðrir hlut­hafar fengið þær skýr­ingar á ákvörð­un­inni að Don McCharthy sé að losa um eignir á Íslandi vegna veik­inda.

Grandier hagn­ast vel á við­skipt­unum

Tveir sjóðir í stýr­ingu hjá Eaton Vance, Global Macro Port­folio og Global Macro Absolute Return Advantage, hafa verið að kaupa upp hluti í VÍS af miklum móð á und­an­förnum miss­er­um. Þeir komu inn á lista yfir 20 stærstu hlut­hafa trygg­inga­fé­lags­ins í mars síð­ast­liðnum og voru skráðir með sam­tals 3,53 pró­sent hlut í félag­inu fyrir við­skiptin á fimmtu­dag. Gera má ráð fyrir því að sjóðir í stýr­ingu Eaton Vance séu því orðnir á meðal allra stærstu eig­enda VÍS eftir við­skiptin í vik­unni, en Líf­eyr­i­s­jóður versl­un­ar­manna er stærsti eig­and­inn með 9,67 pró­sent. Heim­ild­ar­menn Kjarn­ans segja þó að Eaton Vance-­sjóð­irnir hafi ekki keypt allan hlut Grandier, en verið langstærstir í þeim kaup­um.

Auglýsing

Miðað við gengi bréfa í VÍS í lok dags á mið­viku­dag þá hefur Grandier fengið um tvo millj­arða króna fyrir bréf sín. Grandier keypti bréfin sín í mars í fyrra, þegar gengið í VÍS var á bil­inu átta til níu krónur á hlut. Virði hlut­ar­ins var því á þeim tíma frá rúm­lega 1,4 millj­arði króna til 1,6 millj­arðs króna. Grandier er í eigu sam­nefnds félags í Lúx­em­borg. Því má ætla að fjár­mun­irnir sem feng­ust fyrir sölu bréf­anna muni fara til þess félags. frá því að Grandier keypti upp­haf­lega í VÍS hefur íslenska krónan styrkst um rúm­lega 20 pró­sent gagn­vart evru. Því fást mun fleiri evrur fyrir krón­urnar nú en þá. Gera má ráð fyrir að geng­is­hagn­aður Grandier sé um 400 millj­ónir króna. Því hafa fjár­fest­arnir hagn­ast ansi vel á fjár­fest­ingu sinni á því rúma ári sem þeir voru stórir eig­endur í VÍS.

Umfangs­miklir á Íslandi

Sam­kvæmt til­kynn­ingu sem barst Kaup­höll í síð­ustu viku eiga fjár­­fest­inga­­sjóðir á veg­um Eaton Vance Mana­gement nú 8,76 pró­sent  hlut í VÍS. um er að ræða sjö mis­mun­andi sjóði.

Þeir eru Global Opportunities Port­folio, Global Macro Port­folio, Global Macro Absolute Return Advantage Port­folio, Global Macro Capi­tal Opportunities Port­folio, JNL/​Eaton Vance Global Macro Absolute Return Advantage Fund, Pacific: IGPAC­SEL/​Pacific Sel­ect Fund Global Absolute Return Fund og PF Global Absolute Return Fund.

Sjóðir í stýr­ingu Eaton Vance hafa verið að kaupa íslensk hluta­bréf frá því seint á árinu 2015. Þeir eiga hluti í Sím­an­um, Reit­um, Eim­skip­um, Reg­inn, HB Granda, Sjó­vá, Ni, Hög­um, Eim­skip, Icelandair og Mar­el. Mark­aðsvirði þeirra hluta er vel á annað tug millj­arða króna. Eaton Vance sjóð­irnir hafa hagn­ast  vel á þessu, bæði vegna þess að flest bréfin hafa hækkað umtals­vert í verði og vegna þess að íslenska krónan hefur styrkst um vel yfir 20 pró­sent gagn­vart Banda­ríkja­dal frá því að fjár­fest­ing þeirra hér­lendis hófst.

Sjóðir Eaton Vance eru líka á meðal stærstu aflandskrónu­eig­enda sem eftir eru hér­lend­is. Fyrir um ári áttu þeir, ásamt sjóðum fyr­ir­tæk­is­ins Autonomy Capi­tal LP, um 30 pró­sent af eft­ir­stand­andi aflandskrónu­hengju, sem hefur minnkað umtals­vert síð­an. Eaton Vance var einnig mjög umfangs­mikið í vaxta­muna­við­skiptum hér­lendis á und­an­förnum árum.Lars Larsen
„Go´daw, jeg hedder Lars Larsen, jeg har et godt tilbud“
Danski milljónamæringurinn Lars Lar­sen lést á heim­ili sínu í síðustu viku, 71 árs að aldri. Hann var á meðal auðugustu manna í Danmörku og jafnframt þeirra þekktustu. Kjarninn rifjar hér upp sögu hans.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Árni Már Jensson
Að lesa milli línanna
Kjarninn 25. ágúst 2019
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir
„Að hanna er eins og að anda með heilanum“
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir safnar nú fyrir nýrri hönnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Matthildur Björnsdóttir
Af hverju eru goðsagnir takmarkandi?
Kjarninn 25. ágúst 2019
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, spurði um innstæðutryggingar.
Um 83 prósent innstæðna í íslenskum bönkum voru tryggðar um áramót
Tryggingasjóður innstæðueigenda tryggir um 83 prósent af þeim 1.707 milljörðum króna sem geymdir voru á íslenskum bankareikningum í lok síðasta árs. Samt voru bara 38 milljarðar króna í sjóðnum.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Benedikt Jóhannesson
Styrmir gegn Styrmi – Frumkvöðull í einkavæðingu orkufyrirtækja
Kjarninn 25. ágúst 2019
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Trump um Trump frá Trump til Trump
Bandarískir ráðamenn reyna nú hvað þeir geta að bæta fyrir geðvonskutíst og eftiráskýringar Bandaríkjaforseta um aflýsingu Danmerkurferðar sinnar. Ástæðuna sagði forsetinn þá að danski forsætisráðherrann vildi ekki ræða hugmynd hans um kaup á Grænlandi.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Listi yfir þjónustugjöld bankanna skólabókardæmi um fákeppni
Gylfi Zoega segir að það sé ekki hægt að nota ódýrt kort í innanlandsviðskiptum hérlendis vegna þess að það myndi minnka hagnað bankanna.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent