Sjóðir Eaton Vance orðnir næst stærstu eigendur VÍS

Félagið Grandier seldi hlut sinn í VÍS rúmu ári eftir að það keypti hann mestan hluta hans. Félagið, sem er skráð í Lúxemborg en er m.a. í íslenskri eigu, hagnast mjög á viðskiptunum.

Höfuðstöðvar Vátryggingarfélags Íslands í Ármúla.
Höfuðstöðvar Vátryggingarfélags Íslands í Ármúla.
Auglýsing

Sjóðir á vegum banda­ríska eigna­stýr­ing­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Eaton Vance Mana­gement keyptu þorra þeirra bréfa í Vátrygg­inga­fé­lagi Íslands (VÍS) sem Grandier ehf., félag í eigu Sig­urðar Bolla­son­ar, Þor­steins Gunn­ars Ólafs­sonar og Don McCarthy, seldu á fimmtu­dag í síð­ustu viku.

Um var að ræða sam­tals 8,01 pró­sent hlut í félag­inu, en Grandier var næst stærsti eig­andi VÍS áður en eig­endur félags­ins ákváðu að selja allan hlut sinn. Sjóðir í stýr­ingu Eaton Vance eru nú sam­tals næst stærstu hlut­hafar VÍS með 8,76 pró­sent hlut. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans hafa aðrir hlut­hafar fengið þær skýr­ingar á ákvörð­un­inni að Don McCharthy sé að losa um eignir á Íslandi vegna veik­inda.

Grandier hagn­ast vel á við­skipt­unum

Tveir sjóðir í stýr­ingu hjá Eaton Vance, Global Macro Port­folio og Global Macro Absolute Return Advantage, hafa verið að kaupa upp hluti í VÍS af miklum móð á und­an­förnum miss­er­um. Þeir komu inn á lista yfir 20 stærstu hlut­hafa trygg­inga­fé­lags­ins í mars síð­ast­liðnum og voru skráðir með sam­tals 3,53 pró­sent hlut í félag­inu fyrir við­skiptin á fimmtu­dag. Gera má ráð fyrir því að sjóðir í stýr­ingu Eaton Vance séu því orðnir á meðal allra stærstu eig­enda VÍS eftir við­skiptin í vik­unni, en Líf­eyr­i­s­jóður versl­un­ar­manna er stærsti eig­and­inn með 9,67 pró­sent. Heim­ild­ar­menn Kjarn­ans segja þó að Eaton Vance-­sjóð­irnir hafi ekki keypt allan hlut Grandier, en verið langstærstir í þeim kaup­um.

Auglýsing

Miðað við gengi bréfa í VÍS í lok dags á mið­viku­dag þá hefur Grandier fengið um tvo millj­arða króna fyrir bréf sín. Grandier keypti bréfin sín í mars í fyrra, þegar gengið í VÍS var á bil­inu átta til níu krónur á hlut. Virði hlut­ar­ins var því á þeim tíma frá rúm­lega 1,4 millj­arði króna til 1,6 millj­arðs króna. Grandier er í eigu sam­nefnds félags í Lúx­em­borg. Því má ætla að fjár­mun­irnir sem feng­ust fyrir sölu bréf­anna muni fara til þess félags. frá því að Grandier keypti upp­haf­lega í VÍS hefur íslenska krónan styrkst um rúm­lega 20 pró­sent gagn­vart evru. Því fást mun fleiri evrur fyrir krón­urnar nú en þá. Gera má ráð fyrir að geng­is­hagn­aður Grandier sé um 400 millj­ónir króna. Því hafa fjár­fest­arnir hagn­ast ansi vel á fjár­fest­ingu sinni á því rúma ári sem þeir voru stórir eig­endur í VÍS.

Umfangs­miklir á Íslandi

Sam­kvæmt til­kynn­ingu sem barst Kaup­höll í síð­ustu viku eiga fjár­­fest­inga­­sjóðir á veg­um Eaton Vance Mana­gement nú 8,76 pró­sent  hlut í VÍS. um er að ræða sjö mis­mun­andi sjóði.

Þeir eru Global Opportunities Port­folio, Global Macro Port­folio, Global Macro Absolute Return Advantage Port­folio, Global Macro Capi­tal Opportunities Port­folio, JNL/​Eaton Vance Global Macro Absolute Return Advantage Fund, Pacific: IGPAC­SEL/​Pacific Sel­ect Fund Global Absolute Return Fund og PF Global Absolute Return Fund.

Sjóðir í stýr­ingu Eaton Vance hafa verið að kaupa íslensk hluta­bréf frá því seint á árinu 2015. Þeir eiga hluti í Sím­an­um, Reit­um, Eim­skip­um, Reg­inn, HB Granda, Sjó­vá, Ni, Hög­um, Eim­skip, Icelandair og Mar­el. Mark­aðsvirði þeirra hluta er vel á annað tug millj­arða króna. Eaton Vance sjóð­irnir hafa hagn­ast  vel á þessu, bæði vegna þess að flest bréfin hafa hækkað umtals­vert í verði og vegna þess að íslenska krónan hefur styrkst um vel yfir 20 pró­sent gagn­vart Banda­ríkja­dal frá því að fjár­fest­ing þeirra hér­lendis hófst.

Sjóðir Eaton Vance eru líka á meðal stærstu aflandskrónu­eig­enda sem eftir eru hér­lend­is. Fyrir um ári áttu þeir, ásamt sjóðum fyr­ir­tæk­is­ins Autonomy Capi­tal LP, um 30 pró­sent af eft­ir­stand­andi aflandskrónu­hengju, sem hefur minnkað umtals­vert síð­an. Eaton Vance var einnig mjög umfangs­mikið í vaxta­muna­við­skiptum hér­lendis á und­an­förnum árum.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rannsóknir eru þegar hafnar á virkni og öryggi bóluefnis AstraZeneca fyrir börn og segir Jóhanna það mikið fagnaðarefni.
Ef börn verði ekki bólusett gæti faraldur brotist út á meðal þeirra
Þegar faraldur fær að ganga óáreittur um ákveðna næma hópa fara sjaldgæfir atburðir að eiga sér stað. „Sjaldgæfir alvarlegir atburðir sem við viljum ekki sjá,“ segir Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Samherji Holding hefur enn ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2019
Hálfu ári eftir að lögboðinn frestur til að skila inn ársreikningum rann út þá hefur félagið sem heldur utan um erlenda starfsemi Samherja, meðal annars allt sem snýr að Namibíuumsvifum þess, ekki skilað inn sínum fyrir árið 2019.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Langflest hagsmunagæslusamtök landsins, sem reyna að hafa áhrif á hvernig löggjöf og aðrar ákvarðanir innan stjórnmála og stjórnsýslu þróast, eru til heimilis í Hús atvinnulífsins við Borgartún 35.
Búið að skrá 27 hagsmunaverði og birta vefsvæði með upplýsingum um þá
Tilkynningum á hagsmunaverði sem reyna að hafa áhrif á stjórnmál og stjórnsýslu í starfi sínu, og áttu samkvæmt lögum að berast um áramót, hefur rignt inn síðustu daga eftir að forsætisráðuneytið sendi ítrekun.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, er ein þeirra sem skráð voru sem hagsmunaverðir á vegum samtakanna.
Hagsmunasamtök heimilanna þau einu sem hafa tilkynnt hagsmunaverði
Ekkert stóru hagsmunasamtakanna í landinu hefur tilkynnt starfsmenn sína sem vinna við að hafa áhrif á ákvarðanir stjórnvalda sem hagsmunaverði, þrátt fyrir að lög sem krefjist þess hafi tekið gildi fyrir tveimur mánuðum.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Þorsteinn Vilhjálmsson
Sprautur, siður og réttur
Kjarninn 26. febrúar 2021
Símon Sigvaldason
Dómsmálaráðherra gerir tillögu um að skipa Símon Sigvaldason í Landsrétt
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vill að Símon Sigvaldason verði skipaður í eina lausa stöðu við Landsrétt. Það þýðir að Jón Finnbjörnsson, sem er í leyfi og sótti um endurskipun, fær hana ekki.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum.
Býst við að Viaplay hækki verðið þegar íþróttapakkinn stækkar
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum býst við því að Viaplay hækki verðið á áskriftum sínum þegar íþróttapakkinn þeirra stækkar. „Annað væri bara skaðleg undirverðlagning,“ sagði Magnús í nýjum þætti af Tæknivarpinu.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Sambærilegum smáhýsum hefur þegar verið komið upp í Gufunesi.
Smáhýsi fyrir heimilislausa í Laugardalnum þokast nær
Áform um smáhýsi fyrir heimilislausa á borgarlandi milli Suðurlandsbrautar og Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafa verið samþykkt í skipulags- og samgönguráði. Íþróttafélög, fasteignafélagið Reitir og fleiri lögðust gegn þessari staðsetningu smáhýsanna.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent