Sjóðir Eaton Vance orðnir næst stærstu eigendur VÍS

Félagið Grandier seldi hlut sinn í VÍS rúmu ári eftir að það keypti hann mestan hluta hans. Félagið, sem er skráð í Lúxemborg en er m.a. í íslenskri eigu, hagnast mjög á viðskiptunum.

Höfuðstöðvar Vátryggingarfélags Íslands í Ármúla.
Höfuðstöðvar Vátryggingarfélags Íslands í Ármúla.
Auglýsing

Sjóðir á vegum banda­ríska eigna­stýr­ing­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Eaton Vance Mana­gement keyptu þorra þeirra bréfa í Vátrygg­inga­fé­lagi Íslands (VÍS) sem Grandier ehf., félag í eigu Sig­urðar Bolla­son­ar, Þor­steins Gunn­ars Ólafs­sonar og Don McCarthy, seldu á fimmtu­dag í síð­ustu viku.

Um var að ræða sam­tals 8,01 pró­sent hlut í félag­inu, en Grandier var næst stærsti eig­andi VÍS áður en eig­endur félags­ins ákváðu að selja allan hlut sinn. Sjóðir í stýr­ingu Eaton Vance eru nú sam­tals næst stærstu hlut­hafar VÍS með 8,76 pró­sent hlut. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans hafa aðrir hlut­hafar fengið þær skýr­ingar á ákvörð­un­inni að Don McCharthy sé að losa um eignir á Íslandi vegna veik­inda.

Grandier hagn­ast vel á við­skipt­unum

Tveir sjóðir í stýr­ingu hjá Eaton Vance, Global Macro Port­folio og Global Macro Absolute Return Advantage, hafa verið að kaupa upp hluti í VÍS af miklum móð á und­an­förnum miss­er­um. Þeir komu inn á lista yfir 20 stærstu hlut­hafa trygg­inga­fé­lags­ins í mars síð­ast­liðnum og voru skráðir með sam­tals 3,53 pró­sent hlut í félag­inu fyrir við­skiptin á fimmtu­dag. Gera má ráð fyrir því að sjóðir í stýr­ingu Eaton Vance séu því orðnir á meðal allra stærstu eig­enda VÍS eftir við­skiptin í vik­unni, en Líf­eyr­i­s­jóður versl­un­ar­manna er stærsti eig­and­inn með 9,67 pró­sent. Heim­ild­ar­menn Kjarn­ans segja þó að Eaton Vance-­sjóð­irnir hafi ekki keypt allan hlut Grandier, en verið langstærstir í þeim kaup­um.

Auglýsing

Miðað við gengi bréfa í VÍS í lok dags á mið­viku­dag þá hefur Grandier fengið um tvo millj­arða króna fyrir bréf sín. Grandier keypti bréfin sín í mars í fyrra, þegar gengið í VÍS var á bil­inu átta til níu krónur á hlut. Virði hlut­ar­ins var því á þeim tíma frá rúm­lega 1,4 millj­arði króna til 1,6 millj­arðs króna. Grandier er í eigu sam­nefnds félags í Lúx­em­borg. Því má ætla að fjár­mun­irnir sem feng­ust fyrir sölu bréf­anna muni fara til þess félags. frá því að Grandier keypti upp­haf­lega í VÍS hefur íslenska krónan styrkst um rúm­lega 20 pró­sent gagn­vart evru. Því fást mun fleiri evrur fyrir krón­urnar nú en þá. Gera má ráð fyrir að geng­is­hagn­aður Grandier sé um 400 millj­ónir króna. Því hafa fjár­fest­arnir hagn­ast ansi vel á fjár­fest­ingu sinni á því rúma ári sem þeir voru stórir eig­endur í VÍS.

Umfangs­miklir á Íslandi

Sam­kvæmt til­kynn­ingu sem barst Kaup­höll í síð­ustu viku eiga fjár­­fest­inga­­sjóðir á veg­um Eaton Vance Mana­gement nú 8,76 pró­sent  hlut í VÍS. um er að ræða sjö mis­mun­andi sjóði.

Þeir eru Global Opportunities Port­folio, Global Macro Port­folio, Global Macro Absolute Return Advantage Port­folio, Global Macro Capi­tal Opportunities Port­folio, JNL/​Eaton Vance Global Macro Absolute Return Advantage Fund, Pacific: IGPAC­SEL/​Pacific Sel­ect Fund Global Absolute Return Fund og PF Global Absolute Return Fund.

Sjóðir í stýr­ingu Eaton Vance hafa verið að kaupa íslensk hluta­bréf frá því seint á árinu 2015. Þeir eiga hluti í Sím­an­um, Reit­um, Eim­skip­um, Reg­inn, HB Granda, Sjó­vá, Ni, Hög­um, Eim­skip, Icelandair og Mar­el. Mark­aðsvirði þeirra hluta er vel á annað tug millj­arða króna. Eaton Vance sjóð­irnir hafa hagn­ast  vel á þessu, bæði vegna þess að flest bréfin hafa hækkað umtals­vert í verði og vegna þess að íslenska krónan hefur styrkst um vel yfir 20 pró­sent gagn­vart Banda­ríkja­dal frá því að fjár­fest­ing þeirra hér­lendis hófst.

Sjóðir Eaton Vance eru líka á meðal stærstu aflandskrónu­eig­enda sem eftir eru hér­lend­is. Fyrir um ári áttu þeir, ásamt sjóðum fyr­ir­tæk­is­ins Autonomy Capi­tal LP, um 30 pró­sent af eft­ir­stand­andi aflandskrónu­hengju, sem hefur minnkað umtals­vert síð­an. Eaton Vance var einnig mjög umfangs­mikið í vaxta­muna­við­skiptum hér­lendis á und­an­förnum árum.Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes Stefánsson.
Segir eina leið til að þakka Jóhannesi að gefa í baukinn hjá sjóðnum sem styður hann
Óskað eftir fjárhagslegum stuðningi almennings við uppljóstrara eins og Jóhannes Stefánsson. Hann hafi þegar orðið fyrir „heiftarlegum persónuárásum og níði“ og kostnaður við lögfræðikostnað hans sé þegar byrjaður að hrannast upp.
Kjarninn 27. janúar 2020
Fallinn risi mætir örlögum sínum
„Verst geymda leyndarmál Hollywood“ var afhjúpað haustið 2017 og hrinti af byltingu kenndri við metoo. Reynsla yfir hundrað kvenna er sú sama: Harvey Weinstein nýtti sér yfirburðastöðu sína til að áreita þær og beita ofbeldi. Réttarhöldin eru nú hafin.
Kjarninn 27. janúar 2020
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Hugmyndafræðin að baki auðsöfnuninni
Kjarninn 27. janúar 2020
Tilboð Eflingar kostar tæpa fjóra bragga á ári
Fram kom á kynningu Eflingar á kostnaðarmati vegna tilboðs stéttarfélagsins til Reykjavíkurborgar að kostnaðarauki vegna hækkun launa næmi tæpum fjórum bröggum árið 2023.
Kjarninn 27. janúar 2020
Lýsa yfir óvissustigi á Íslandi vegna kórónaveirunnar
Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna kórónaveiru.
Kjarninn 27. janúar 2020
Guðmundur hættur sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar
Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar hefur látið af störfum. Ástæðan er ólík sýn hans og meirihluta bæjarstjórnar á verkefni á vettvangi sveitarstjórnarstigsins.
Kjarninn 27. janúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Lélegir kapítalistar hampa braski sem snilld
Kjarninn 27. janúar 2020
„Stöðvum tanngreiningar“ – Vilja fella þjónustusamning úr gildi
Nú stendur yfir undirskriftasöfnun þar sem skorað er á háskólaráð að standa vörð um mannréttindi flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd með því að fella þjónustusamning HÍ við Útlendingastofnun úr gildi.
Kjarninn 27. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent