Þungamiðja fjármálaviðskipta í Evrópu er byrjuð að færast frá London yfir á evrusvæðið í kjölfar fyrirhugaðrar útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, en óttast er að þúsundir starfa muni hverfa úr borginni með rekstrarbreytingu 24 banka á næstu misserum.
Fréttastofan Reuters tók saman upplýsingar um þær bankastofnanir sem staðsettar eru nú í London en íhuga breytingar á starfsemi í kjölfar Brexit. Samkvæmt upplýsingunum er líklegt að um 10-20 þúsund störf í fjármálageiranum í London muni hverfa, en flest þeirra fara annað hvort til Dyflinnar eða Frankfurt.
Stærstar eru fyrirhugaðar hreyfingar hjá Deutsche Bank, en bankinn íhugar að færa 4.000 störf frá London til evrusvæðisins. Einnig hefur formaður sambands þýskra banka erlendis (Der Verband der Auslandsbanken) búist við að 3-5.000 störf muni færast til Þýskalands á næstu tveimur árum. Hér að neðan sést listi allra þeirra banka sem ætla mögulega að minnka við sig í London:
Bankastofnanir sem íhuga að minnka við sig í London
Bankastofnun | Ný staðsetning | Bresk störf í hættu |
---|---|---|
Der Verband der Auslandsbanken | Frankfurt | um 4.000 |
Bank of America Corporation | Dyflinni | óvíst |
Barclays | Dyflinni | óvíst, fá störf |
BNP Paribas | Frakkland | 300 |
Credit Agricole | Frakkland | 100-1.000 |
Citigroup | Madríd og Frankfurt | Nokkur hundruð |
Credit Suisse | Dyflinni | óvíst |
Daiwa Securities | Frankfurt | óvíst |
Deutsche Bank | Frankfurt og annað | 4.000 |
Euroclear | Dyflinni eða Brussel | óvíst |
Fédération Bancaire Française | París | 1.000 |
Goldman Sachs | Frankfurt | 1.000 |
HSBC | París | 1.000 |
Investec | Dyflinni | óvíst |
JPMorgan Chase | Frankfurt | 1.000 |
Lloyds Banking Group | Frankfurt | 1.000 |
Morgan Stanley | Frankfurt | 300 |
Mizuho | Frankfurt | 300 |
Nomura | Frankfurt | óvíst |
Northern Trust | Lúxemborg | óvíst |
Societe Generale | París | 400 |
Standard Chartered | Frankfurt | óvíst |
Sumitomo Mitsui Financial | Frankfurt | óvíst |
UBS | Frankfurt, Madríd eða Amsterdam | 1.500 |