Hvernig fáum við kýrnar til að prumpa minna? Gefum þeim þara

Ein tillagan í baráttunni við loftslagsvandann er að láta kýr freta og ropa minna.

Mikið metan verður til í maga kúa.
Mikið metan verður til í maga kúa.
Auglýsing

Vísindamenn um allan heim freista þess nú að finna lausn á loftslagsvandanum sem steðjar að mannkyninu. Engin töfralausn mun leysa öll þau vandamál sem munu fylgja hlýnun loftslags eða koma í veg fyrir frekari hlýnun. Vígstöðvarnar eru þess vegna fjölmargar.

Einn þeirra geira sem talið er mögulegt að minnka útblástur gróðurhúsalofttegunda frá er landbúnaður. Áhrif landbúnaðar á loftslagið eru margþætt; Allt frá breyttri landnotkun til útblásturs hættulegra lofttegunda.

Lausnirnar sem lagðar hafa verið til eru margþættar, og sumar eru róttækari en flestir kæra sig um. Ein tillagan er að láta kýr prumpa og ropa minna.

Auglýsing

Í nýlegri rannsókn sem gerð var við James Cook-háskóla í Ástralíu fjallar einmitt um þetta: Ef sjávarþangi er blandað við fóður nautgripa í smáum skömmtum – aðeins tvö prósent fóðursins – er hægt að minnka metanprump og -rop dýranna um 90 prósent. Þörungarnir sem prófaðir hafa verið heita Asparagopsis taxiformis og falla í fylkingu rauðþörunga, eins og söl sem er einn þeirra þörunga sem notaður hefur verið til manneldis. Þetta hefur einnig verið prófað á sauðfénaði með svipað jákvæðum niðurstöðum.

Kýr eru falla í flokk jórturdýra og þær hafa fjóra maga sem gerir dýrunum kleift að borða illmeltanlega fæðu eins og gras. Þetta hefur hins vegar þær aukaverkanir að mikið magn metangass verður til í maga dýranna sem þau losa sig við og út í andrúmsloftið.

Metan er talið vera ein skaðlegasta gróðurhúsalofttegundin. Til samanburðar við koldíoxíð, sem er algengasta gróðurhúsalofttegundin, þá hefur metan 84 sinnum áhrifaríkari hlýnunaráhrif á fyrstu tveimur áratugunum sem það er í andrúmsloftinu. Áhrifin eru svo allt að 25 sinnum meiri en af koldíoxíði yfir 100 ára tímabil.

Meðalkú getur losað um það bil 70 til 120 kíló af metangasi á hverju ári. Það er mikið metan, svona miðað við að fjöldi kúa í heiminum sé um 1,5 milljarðar.

Hingað til hefur lausnin við þessu sérstaka vandamáli falist í því að hvetja fólk til að borða minna af nautakjöti og neyta minna af afurðum kúa. Þannig væri hægt að minnka fjölda kúa og um leið metanmengun andrúmsloftsins. Hér er hins vegar komin leið sem gæti fært landbúnað nær sjálfbærni – í það minnsta tímabundið þar til mannkynið fer að byggja fæðu sína meira á grænmeti og ávöxtum.

Nú er verið að rannsaka hver áhrif þessarar aðferðar við að breyta fæðu nautgripa eru í stærra samhengi. Niðurstöður þeirrar rannsóknar ættu að liggja fyrir á næstu vikum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Anna Dóra Antonsdóttir
Útskýring – leikrit í einum þætti
Kjarninn 14. maí 2021
Byggingar ratsjárstöðvarinnar á Heiðarfjalli hafa að mestu leyti verið jafnaðar við jörðu. Þó er enn mikið magn spilliefna á svæðinu.
Ríkið ráðist í hreinsun spilliefna við ratsjárstöð Bandaríkjahers á Heiðarfjalli
Á Heiðarfjalli er að finna í jörðu úrgangs- og spilliefni frá þeim tíma sem eftirlitsstöð Bandaríkjahers var í rekstri á fjallinu. Landeigendur hafa um áratuga skeið reynt að leita réttar síns vegna mengunarinnar.
Kjarninn 14. maí 2021
DV hefur ráðið nýjan ritstjóra til starfa.
Björn Þorfinnsson ráðinn ritstjóri DV
Blaðamaðurinn Björn Þorfinnson hefur tekið við starfi ritstjóra DV. Tobba Marinós lét nýverið af störfum sem ritstjóri miðilsins, sem er hættur að koma út á pappír.
Kjarninn 14. maí 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
„Af nógu að taka áður en höggvið er í sama knérunn um að laun séu of há“
Forseti ASÍ leggur til nokkrar lausnir áður en ráðamenn og fyrirtækjaeigendur hér á landi fara að gagnrýna slagorð verkalýðshreyfingarinnar „það er nóg til“.
Kjarninn 14. maí 2021
Ráðherrarnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Bjarni Benediktsson eru stundum sagðir standa í stafni fyrir þær ólíku fylkingar sem rúmast innan Sjálfstæðisflokks og bítast þar um völd og áhrif.
Sjálfstæðismenn á höfuðborgarsvæðinu komnir í prófkjörsham
Tekist hefur verið á um grundvallaráherslur Sjálfstæðisflokksins á óvenjulega opinberum vettvangi að undanförnu. Fulltrúar ólíkra sjónarmiða innan flokksins keppast nú um að koma þeim að í aðdraganda prófkjöra á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 14. maí 2021
Innviðir á leiðinni út
Sýn og Nova hefur nýlega hafið sölu á fjarskiptainnviðum sínum auk þess sem Síminn hefur íhugað að gera slíkt hið sama. Aðskilnaður á innviðum og þjónustu þótti hins vegar ekki ráðlegur þegar einkavæða átti Landssímann fyrir 20 árum síðan.
Kjarninn 14. maí 2021
Auglýsingin sem birt var í Morgunblaðinu í gær var nafnlaus, en hafði yfirbragð þess að hún væri á vegum Lyfjastofnunar. Það var hún ekki.
Morgunblaðið biðst velvirðingar á birtingu auglýsingar þar sem efast er um bólusetningar
Konan sem keypti heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu þar sem varað var við aukaverkunum vegna bólusetningar gegn COVID-19 segist ekki skammast sín. Lyfjastofnun segir auglýsinguna villandi hræðsluáróður.
Kjarninn 14. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Aur lumar á góðri lífslausn
Kjarninn 14. maí 2021
Meira úr sama flokkiErlent