Framkvæmdstjóri Kadeco segir starfi sínu lausu

Kjartan Þór Eiríksson hefur þegar látið af störfum sem framkvæmdastjóri Kadeco. Starfsemi félagsins, sem er í eigu íslenska ríkisins, verður aflögð í núverandi mynd í nánustu framtíð.

Kjartan Þór Einarsson.
Kjartan Þór Einarsson.
Auglýsing

Kjartan Þór Eiríks­son, sem gegnt hefur starfi fram­kvæmda­stjóra Kadeco, þró­un­­ar­­fé­lag Kefla­vík­­­ur­flug­vall­­ar, frá stofnun félags­ins árið 2006, hefur sagt starfi sínu lausu. Hann lætur sam­stundis að störf­um. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá félag­inu, sem er að öllu leyti í eigu rík­is­ins.

Kjart­ani Þór var gert að gera munn­legar skýr­ingar á við­­skiptum sínum á Ásbrú og tengslum sínum við kaup­endur eigna sem Kadeco hefur selt á síð­­­ustu árum á svæð­inu á stjórn­­­ar­fundi sem fram fór í lok júní. Stjórn félags­­ins ákvað í kjöl­farið að óska eftir því að Kjartan geri stjórn­­inni skrif­­lega grein fyrir við­­skiptum sínum á svæð­inu. Kjarn­inn hefur óskað eftir upp­lýs­ingum frá fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu um hvort það hafi verið gert en ekki fengið svör við þeirri fyr­ir­spurn. 

Málið snýst um tengsl Kjart­ans Þórs við Sverri Sverr­is­son. Félög tengd Sverri keyptu þrjár fast­­eignir af Kadeco á und­an­­förnum árum á sam­tals 150 millj­­ónir króna. Síð­­asta eignin sem félög tengd honum keyptu var seld í febr­­úar á þessu ári, nokkrum mán­uðum eftir að Kjart­an Þór og Sverrir hófu við­­skipta­­sam­­band. Þeir eiga saman félagið Air­port City á Ásbrú sem stundar fast­­eigna­við­­skipti, þó ekki við Kadeco.

Auglýsing

Í til­kynn­ingu frá Kadeco í dag kemur fram að við hlut­verki Kjart­ans Þór  taki Marta Jóns­dótt­ir, sem verið hefur lög­fræð­ingur félags­ins. Kjartan Þór segir í til­kynn­ing­unni að hann sé þakk­látur fyrir þau tíu ár sem hann hafi farið fyrir Kadeco og þann árangur sem náðst hafi. „Við höfum nú selt nær allar þær eignir sem félagið fékk til umsýslu með góðum hagn­aði fyrir rík­ið. Á sama tíma hefur byggst upp líf­leg íbúa­byggð og fjöl­breytt atvinnu­starf­semi á Ásbrú sem hefur styrkt sam­fé­lagið hér á Suð­ur­nesjum mik­ið. Það liggur því fyrir að félagið stendur nú á tíma­mótum og fyr­ir­sjá­an­legt er að breyt­ingar muni verða á hlut­verki þess og starf­semi. Því tel ég að núna sé rétti tím­inn fyrir mig til að láta af störfum hjá félag­in­u.“

Lagt niður í núver­andi mynd

Kjarn­inn greindi frá því í lok júní að til standi að leggja starf­­semi Kadeco niður í núver­andi mynd. Skipt var um stjórn í félag­inu fyrir um mán­uði síðan og upp­­runa­­legu hlut­verki þess, að selja fast­­eignir á Ásbrú, er nú lok­ið.  vilji taka upp við­ræður við heima­­menn um hvernig sé hægt end­­ur­­skoða starf­­sem­ina með það í huga.

Bene­dikt Jóhann­es­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, sagði við Kjarn­ann að hann hafi lýst þess­­ari skoðun sinni á fundum með starfs­­fólki Kadeco í lok júní­mán­að­ar. Nokkrum dögum áður var hald­inn aðal­­fundur Kadeco og þar var kosin ný þriggja manna stjórn. Sig­­urður Kári Krist­jáns­­son, lög­­­maður og fyrr­ver­andi þing­­maður Sjálf­­stæð­is­­flokks, hafði verið for­­maður stjórn­­­ar­innar en vék ásamt tveimur öðrum stjórn­­­ar­­mönn­­um.  Í stað Sig­­urðar Kára var Georg Brynjar­s­­son, hag­fræð­ingur og stjórn­­­ar­­maður í Við­reisn, kjör­inn stjórn­­­ar­­for­­mað­­ur. Auk hans komu tveir starfs­­menn fjár­­­mála- og efna­hags­ráðu­­neyt­is­ins inn í stjórn Kadeco. Bene­dikt stað­­festi við Kjarn­ann að þessar breyt­ingar væru liður í því að leggja starf­­semi Kadeco niður í núver­andi mynd.

Georg, stjórn­ar­for­maður Kadeco, segir í til­kynn­ing­unni sem send var út í dag að stjórn félags­ins muni á næstu vikum „end­ur­skoða starf­semi og stefnu félags­ins í sam­starfi við hlut­að­eig­andi aðila á svæð­inu. Þrátt fyrir minnk­andi fast­eigna­um­svif er mik­ill fjöldi verk­efna í gangi hjá félag­inu og mark­mið end­ur­skipu­lagn­ing­ar­innar er að varð­veita upp­safn­aða þekk­ingu innan Kadeco og tryggja við­fangs­efnum félags­ins var­an­legan far­veg.“

Einar Óli – „Mind like a maze“
Húsvíkingur safnar fyrir sinni fyrstu plötu.
Kjarninn 21. júlí 2019
Eigið fé Síldarvinnslunnar 42 milljarðar króna
Hagnaður Síldarvinnslunnar jókst í fyrra frá árinu á undan, um 21 prósent. Hagnaðurinn var 4,1 milljarður króna.
Kjarninn 21. júlí 2019
Bókasafn framtíðarinnar
Hundrað handrit eftir hundrað af þekkustu rithöfundum samtímans verða geymd í Bókasafni framtíðarinnar í hundrað ár.
Kjarninn 21. júlí 2019
Umdeild græn skírteini skila 850 milljónum í hagnað á ári
Upprunaábyrgð raforku, eða svokölluð græn skírteini, hefur verið hampað sem ein af lykilstoðunum í baráttunni við loftslagsbreytingar og lastað sem aflátsbréf í loftslagsmálum.
Kjarninn 21. júlí 2019
Hundruð milljarða til að verjast sjónum
Vegna hækkandi sjávarborðs þurfa Danir að eyða milljörðum til að koma í veg fyrir að sjórinn leggi undir sig stórt landsvæði.
Kjarninn 21. júlí 2019
Kristbjörn Árnason
Peningaelítan á í heiftugri baráttu um völdin á fjármálakerfinu
Kjarninn 20. júlí 2019
Rafbílasala heldur áfram að aukast
Hreinir rafmagnsbílar, tengiltvinnbílar og hybrid bílar voru 22 prósent af heildar fólksbílasölu fyrstu sex mánuði ársins. Ríkisstjórnin hefur sett sér það markmið að árið 2030 verði 100.000 skráðir rafbílar og önnur vistvæn ökutæki hér á landi.
Kjarninn 20. júlí 2019
Össur kaupir fyrirtæki í Detroit
Markaðsvirði Össurnar hefur aukist mikið að undanförnu en félagið er skráð á markað í Kaupmannahöfn.
Kjarninn 20. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent