Önnur afkomuviðvörunin frá Högum eftir innkomu Costco

Hagar segja ljóst að breytt staða á markaði „hafi mikil áhrif á félagið“. Sú breytta staða er innkoma Costco, sem opnaði verslun hérlendis í maí. Markaðsvirði Haga hefur dregist saman um 18,5 milljarða frá því að Costco opnaði.

Hagar reka meðal annars verslanir Bónus, sem hafa orðið fyrir áhrifum vegna innkomu Costco.
Hagar reka meðal annars verslanir Bónus, sem hafa orðið fyrir áhrifum vegna innkomu Costco.
Auglýsing

Hagar sendur á föstu­dags­kvöld frá sér afkomu­við­vörun í kjöl­far þess að bráða­birgða­upp­gjör fyrir júlí­mánuð lá fyr­ir. Upp­gjörið sýnir að sölu­sam­dráttur í magni og krónum átti sér áfram stað í júlí líkt og í júní­mán­uði. Í til­kynn­ingu til Kaup­hallar segir að ljóst sé „að breytt staða á mark­aði hefur mikil áhrif á félag­ið.“ Gera má ráð fyrir að EBITDA Haga, sem er skráð félag á mark­aði, verði um 20 pró­sent lægri fyrir tíma­bilið mars til ágúst 2017 en á sama tíma­bili í fyrra.

Þó það sé ekki sagt berum orðum í til­kynn­ing­unni er þar átt við inn­komu Costco á íslenskan mark­að. Alþjóð­lega keðjan opn­aði verslun í Garðabæ í maí og hefur þegar náð umtals­verðri mark­aðs­hlut­deild bæði í sölu á dag­vöru og í sölu á elds­neyti, þar sem Costco selur um sjötta hvern elds­neytis­lítra sem seldur er á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Í afkomu­við­vörun Haga segir að félagið vinni „áfram að hag­ræð­ingu og að bæta versl­anir félags­ins og þjón­ustu við við­skipta­vin­i,­með það að mark­miði að takast á við breytt sam­keppn­isum­hverfi. Auk þess er lögð áhersla á að nýta þau tæki­færi sem sér­staða versl­ana félags­ins gefur til sókn­ar.“

Mark­aðs­verð Haga hefur einnig hríð­fallið síðan að Costco opn­aði. Alls hefur mark­aðsvirði Haga lækkað úr 64,6 millj­­arði króna dag­inn áður en að Costco opn­aði, í 46,1 millj­­arða króna, eða um 18,5 millj­­arða króna.

Auglýsing

Þetta er í annað sinn sem Hagar senda frá sér afkomu­við­vörun á tveimur mán­uð­um. Sú fyrri var send út í byrjun júlí og var vegna þess að upp­gjör fyrir júní­mánuð sýndi umtals­verðan sam­drátt milli ára.

Helstu eig­endur Haga eru íslenskir líf­eyr­is­sjóð­ir. Félagið varð fyrir áfalli í síð­asta mán­uði þegar Sam­keppn­is­eft­ir­litið hafn­aði sam­runa þess við Lyfju. Hagar til­kynntu um það í lok apríl 2017 að félagið ætl­aði að kaupa Olís á 9,1 millj­arða króna. Þau kaup bíða einnig sam­þykkis Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Faraldurinn í faraldrinum
Ef hægt er að líkja heimsfaraldri COVID-19 við hvirfilbyl má líkja faraldri ópíóðafíknar við loftslagsbreytingar: Þær gerast hægt og bítandi en stundum í stökkum og eru stórhættulegar.
Kjarninn 10. júlí 2020
Ungmenni mótmæla aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum.
„Loftslagsváin fer ekki í sumarfrí“
Ungmenni á Íslandi halda áfram að fara í verkfall fyrir loftslagið þrátt fyrir COVID-19 faraldur og sumarfrí. Greta Thunberg hvetur jafnframt áfram til mótmæla.
Kjarninn 9. júlí 2020
Afkoma ríkissjóðs jákvæð um 42 milljarða í fyrra
Tekjur ríkissjóðs námu samtals 830 milljörðum króna í fyrra en rekstrargjöld voru 809 milljarðar. Fjármagnsgjöld voru neikvæð um 57 milljarða en hlutdeild í afkomu félaga í eigu ríkisins jákvæð um 78 milljarða.
Kjarninn 9. júlí 2020
Guðmundur Hörður Guðmundsson
Menntamálaráðherra gleymdi meðalhófsreglunni
Kjarninn 9. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
„Þetta verður í fínu lagi“
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að starfsfólk fyrirtækisins muni rjúka til og hjálpa við skimun ef Landspítalinn þurfi á því að halda. Spítalinn sé þó „ágætlega í stakk búinn“ til þess að takast á við verkefnið.
Kjarninn 9. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Erum að beita öllum ráðum í bókinni
Sóttvarnalæknir segist ekki áforma að mæla með rýmkuðum reglum um fjöldatakmörk á samkomum á næstunni. Líklega muni núverandi takmarkanir, sem miða við 500 manns, gilda út ágúst.
Kjarninn 9. júlí 2020
Opnað fyrir umsóknir um stuðningslán
Stuðningslán til smærri og meðalstórra fyrirtækja geta að hámarki numið 40 milljónum króna. Þó geta þau ekki orðið hærri en sem nemur tíu prósentum af tekjum fyrirtækis á síðasta rekstrarári.
Kjarninn 9. júlí 2020
Icelandair mun flytja á annað þúsund manns á milli Kaliforníu og Armeníu
Íslenska utanríkisþjónustan aðstoðaði við sérstakt verkefni á vegum Loftleiða Icelandic.
Kjarninn 9. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent