Milljónamæringaskattur til að laga samgöngukerfið

Borgarstjóri New York-borgar ætlar að hækka skatta á ríkustu íbúa borgarinnar til að greiða fyrir endurbætur á almenningssamgöngukerfi hennar og niðurgreiðslu fyrir fátækustu íbúa borgarinnar. Skatturinn leggst á tæplega eitt prósent íbúa.

Bill De Blasio, borgarstjóri New York-borgar, sést hér í gleðigöngu hinsegin samfélagins í borginni fyrr í sumar.
Bill De Blasio, borgarstjóri New York-borgar, sést hér í gleðigöngu hinsegin samfélagins í borginni fyrr í sumar.
Auglýsing

Bill De Blasio, borgarstjóri New York-borgar, ætlar að leggja fram tillögu sem felur í sér að hækka skatta á ríkustu íbúa borgarinnar til að borga fyrir endurbætur á almenningssamgöngukerfi hennar. Auk þess eiga viðbótartekjurnar að greiða fyrir því að fátækari borgarbúum bjóðist betri kjör á almenningssamgöngum. Þetta var tilkynnt í gær. The New York Times greinir frá.

Íbúar New York borgar greiða sérstakan tekjuskatt til borgaryfirvalda til viðbótar við þá skatta sem þeir greiða til alríkisins og ríkisins. Sá skattur er þrepaskiptur og því hærri sem laun viðkomandi eru, því meira greiðir hann í skatta. Í frétt blaðsins segir að De Blasio muni kynna nýja skattinn, sem í felst hækkun á hæsta tekjuskattsþrepi borgarinnar úr 3,9 prósent í 4,4 prósent, í dag mánudag. Hinn svokallaði milljónamæringaskattur á að skila á bilinu 700 til 800 milljónum dala – 73 til 84 milljörðum íslenskra króna – á ári í viðbótartekjur fyrir borgina. Skatturinn á að greiðast af öllum einstaklingum með meira en 500 þúsund dali í árstekjur (rúmlega 52 milljónir króna) og af hjónum með yfir eina milljón dali í árstekjur (rúmlega 104 milljónir króna). Embættismenn New York-borgar áætla að um 32 þúsund íbúar borgarinnar muni þurfa að greiða viðbótarskattinn, eða tæplega eitt prósent þeirra einstaklinga sem greiða skatta í borginni.

Peninganna á að mestu að nota í að laga neðanjarðarlestarkerfið í New York, sem er eitt elsta almenningssamgöngukerfi í heimi. Það er líka eitt það mest notaðasta. Kerfið er farið að láta verulega á sjá og nauðsynlegt er að fjárfesta umtalsvert í viðhaldi og endurbótum á því, sem er afar kostnaðarsamt. Á undanförnum árum hafa rekstraraðilar þess, opinber stofnun sem leigir kerfið af New York-borg, þurft að hækka miðaverð umtalsvert til að standa straum af kostnaði vegna þessa. Auk þess stendur til að bæta strætisvagnakerfi borgarinnar.

Auglýsing

En peningarnir sem milljónamæringaskattur De Blasio á að skaffa munu ekki einungis renna beint í slíkar betrumbætur. Um 250 milljónir dala (um 26 milljarðar króna) eiga að fara í að niðurgreiða almenningssamgöngukort fyrir láglaunafólk sem býr í borginni. Þeir sem áætlunin nær yfir munu fá kortin á hálfvirði. Miðað er við þá íbúa sem eru við eða undir skilgreindum fátæktarmörkum, en það eru fjölskyldur sem eru með 24,5 þúsund dali, rúmlega 2,5 milljónir króna, í árstekjur eða minna. Talið er að um 800 þúsund íbúar New York-borgar muni geta fengið niðurgreidd lestarkort samkvæmt áætluninni. Samkvæmt tölfræði sem borgin tekur saman eru konur líklegri til þess að búa við fátækt í henni en karlar og hlutfall fátækra er mun hærra hjá svörtum, spænskumælandi og íbúum af asískum uppruna en hvítum íbúum New York.

De Blasio, sem sækist eftir endurkjöri sem borgarstjóri í kosningum sem fara fram í nóvember næstkomandi, segir í yfirlýsingu að það þurfi að færa almenningssamgöngukerfi borgarinnar inn í 21. öldina. „Frekar en að senda reikninginn til vinnandi fjölskyldna og notenda lesta og strætisvagna sem þegar finna fyrir hærri fargjöldum og verri þjónustu, þá erum við að biðja ríkasta fólkið í borginni til að leggja aðeins meira til og hjálpa okkur að færa almenningssamgöngukerfið okkar inn í 21. öldina.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var bólusett í Laugardalshöllinni í gær. Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Páll Magnússon er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Nefnd búin að afgreiða fjölmiðlastyrki og umsóknarfrestur verður til loka maímánaðar
Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar hefur skilað áliti um stuðningskerfi til fjölmiðla. Þar er lagt til að þrengja skilyrði fyrir stuðningi úr ríkissjóði og gildistími laganna er færður í eitt ár.
Kjarninn 7. maí 2021
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, og verk Libiu og Ólafs áður en það var tekið niður af gafli Hafnarborgar.
Bæjarstjóri hafnar því að hafa gerst sek um ritskoðun þegar listaverk var fjarlægt
Fulltrúar minnihlutans í Hafnarfirðii segja fjarlægingu listaverks Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar af gafli Hafnarborgar síðastliðinn sunnudag „alvarlega aðför að tjáningarfrelsi“ og vilja að bæjaryfirvöld biðji tvíeykið afsökunar.
Kjarninn 7. maí 2021
Svæðið fyrir og eftir að Rio Tinto hafði farið yfir það með stórvirkum vinnuvélum.
Hluthafar Rio Tinto hafna starfskjarastefnu sem ofurlaun forstjórans fyrrverandi byggðu á
Fyrstu viðbrögð Rio Tinto og forstjóra þess, þegar upp komst að fyrirtækið hefði eyðilagt 46 þúsund ára gamla steinhella, voru að segjast ekki hafa vitað að þeir væru heilagir í hugum frumbyggjanna. Þessar afsakanir voru hluthöfum ekki að skapi.
Kjarninn 6. maí 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Telur ásakanir um meint brot Samherja ekki hafa skaðað orðspor íslenskra fyrirtækja
Fjármála- og efnahagsráðherra segist aldrei hafa fengið símtal, ábendingu eða umkvörtun frá nokkrum einasta aðila sem heldur því fram að ásakanir um lögbrot Samherja séu að valda einhverjum verulegum vandræðum fyrir íslenskan útflutning.
Kjarninn 6. maí 2021
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.
Landsbankinn hagnaðist um 7,6 milljarða króna á þremur mánuðum
Hlutdeild Landsbanka Íslands á íbúðalánamarkaði hefur stóraukist milli ára og er nú 26,8 prósent. Hún hefur aldrei verið hærri. Eigið fé bankans er nú 261,4 milljarðar króna.
Kjarninn 6. maí 2021
Meira úr sama flokkiErlent