Verjast falsfréttum með nýju forriti

Stofnandi eBay og fjárfestirinn George Soros hafa fjármagnað þróun á sjálfvirku staðreyndarvaktarforriti, en breskir miðlar munu fá að nota prufuútgáfu þess í haust.

George Soros, annar fjármagnari forritsins.
George Soros, annar fjármagnari forritsins.
Auglýsing

Fjár­festir­inn George Soros og stofn­andi eBayPierre Omidyar,  hafa látið þróa sjálf­virkt for­rit sem sann­reynir stað­hæf­ingar í enskum fjöl­miðl­um. Prufu­út­gáfa for­rits­ins verður gefin út í októ­ber, en for­ritið er hluti af alheims­átaki gegn fals­frétt­um. Þetta kemur fram á vef Guar­dian í gær. 

Í frétt­inni segir að for­ritið sé í þróun hjá ensku Full Fact- sam­tök­unum í sam­starfi við hag­stofu Bret­lands, en Soros og Omidyar hafa styrkt verk­efnið með fjár­fram­lögum að and­virði um 500.000 Banda­ríkja­dala. Útgáfan sem gefin verður út í haust hefur fengið nafnið „Kjaftæð­is­leit­ir“ (Bullshit Det­ector) og byggir á þús­undum hand­virkra stað­reynda­könn­un­um, en seinni útgáfur munu nálg­ast opin­berar tölur með sjálf­virkum hætt­i. 

For­ritið vinnur úr ræðum enskra stjórn­mála­manna með því að sam­rýma þær við gagna­grunn sem inni­heldur frétt­ir, útsend­ingar frá þing­inu og pistla sem birtir hafa verið í frétta­miðl­um. Einnig er unnið að því að bjóða not­end­um Twitter og Face­book upp á stað­reynd­ar­vakt á fréttaflæði þeirra, en sam­kvæmt Guar­dian kemur meiri­hluti fals­frétta það­an.

Auglýsing

„Þetta er svipað og að byggja upp ónæm­is­kerf­i,“ sagði Mevan Babakar, verk­efn­is­stjóri hjá Full Fact, og vildi meina að heim­inn vant­aði tól til þess að verj­ast auknu magni rangra upp­lýs­inga. 

Þróun hug­bún­að­ar­ins hjá Full Fact er hugsuð sem alþjóð­legt svar gegn fals­fréttum (fake news), en ensku sam­tökin eru í sam­starfi við stað­reynda­vakt­irn­ar Chequeado frá Argent­ínu og Africa Check, sem starfar meðal ann­ars í Nígeríu og Suð­ur­-Afr­ík­u. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Faraldurinn í faraldrinum
Ef hægt er að líkja heimsfaraldri COVID-19 við hvirfilbyl má líkja faraldri ópíóðafíknar við loftslagsbreytingar: Þær gerast hægt og bítandi en stundum í stökkum og eru stórhættulegar.
Kjarninn 10. júlí 2020
Ungmenni mótmæla aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum.
„Loftslagsváin fer ekki í sumarfrí“
Ungmenni á Íslandi halda áfram að fara í verkfall fyrir loftslagið þrátt fyrir COVID-19 faraldur og sumarfrí. Greta Thunberg hvetur jafnframt áfram til mótmæla.
Kjarninn 9. júlí 2020
Afkoma ríkissjóðs jákvæð um 42 milljarða í fyrra
Tekjur ríkissjóðs námu samtals 830 milljörðum króna í fyrra en rekstrargjöld voru 809 milljarðar. Fjármagnsgjöld voru neikvæð um 57 milljarða en hlutdeild í afkomu félaga í eigu ríkisins jákvæð um 78 milljarða.
Kjarninn 9. júlí 2020
Guðmundur Hörður Guðmundsson
Menntamálaráðherra gleymdi meðalhófsreglunni
Kjarninn 9. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
„Þetta verður í fínu lagi“
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að starfsfólk fyrirtækisins muni rjúka til og hjálpa við skimun ef Landspítalinn þurfi á því að halda. Spítalinn sé þó „ágætlega í stakk búinn“ til þess að takast á við verkefnið.
Kjarninn 9. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Erum að beita öllum ráðum í bókinni
Sóttvarnalæknir segist ekki áforma að mæla með rýmkuðum reglum um fjöldatakmörk á samkomum á næstunni. Líklega muni núverandi takmarkanir, sem miða við 500 manns, gilda út ágúst.
Kjarninn 9. júlí 2020
Opnað fyrir umsóknir um stuðningslán
Stuðningslán til smærri og meðalstórra fyrirtækja geta að hámarki numið 40 milljónum króna. Þó geta þau ekki orðið hærri en sem nemur tíu prósentum af tekjum fyrirtækis á síðasta rekstrarári.
Kjarninn 9. júlí 2020
Icelandair mun flytja á annað þúsund manns á milli Kaliforníu og Armeníu
Íslenska utanríkisþjónustan aðstoðaði við sérstakt verkefni á vegum Loftleiða Icelandic.
Kjarninn 9. júlí 2020
Meira úr sama flokkiErlent