Ólafur Haukur Johnson, fyrrverandi skólastjóri og eigandi Menntaskólans Hraðbrautar, er á meðal umsækjenda um starf skólameistara Fjölbrautaskólans við Ármúla (FÁ) og rekstors Menntaskólans í Reykjavík. (MR) Aðrir sem sækja um stöðu skólameistara FÁ eru Hulda Birna Baldursdóttir markaðsstjóri, Kristján Bjarni Halldórsson áfangastjóri og Sigurbjörg Jóhannesdóttir framhaldsskólakennari. Ívið fleiri sóttu um stöðu rektors MR. Auk Ólafs gerði það Birgir Urbancic Ásgeirsson framhaldsskólakennari, Björn Gunnlaugsson framhaldsskólakennari, Elísabet Siemsen framhaldsskólakennari, Kolbrún Erla Sigurðardóttir framhaldsskólakennari, Kristján Bjarni Halldórsson áfangastjóri, Margrét Jónsdóttir Njarðvík framhaldsskólakennari, Sigurbjörg Jóhannesdóttir framhaldsskólakennari og Sigurjón Benediktsson tannlæknir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu.
Skipað verður í stöðunar frá og með 1. október næstkomandi en umsóknarfrestur rann út síðastliðinn þriðjudag.
Menntaskólinn Hraðbraut hætti starfsemi árið 2012 eftir að þjónustusamningur við stjórnvöld var ekki endurnýjaður. Ríkisendurskoðun hafði gert margháttaðar athugasemdir við rekstur skólans.
Ólafur skrifaði grein í Fréttablaðið í byrjun júlí þar sem hann lýsti sig hlynntan sameiningu innan menntakerfisins. Þar fjallaði hann meðal annars um kosti sameiningar FÁ og tækniskólans og um mögulega sameiningu MR og Kvennaskólans í Reykjavík.