Fyrrverandi skólastjóri Hraðbrautar sækir um rektorstöðu í MR

Ólafur Haukur Johnson, sem rak um tíma einkarekna Menntaskólann Hraðbraut, hefur sótt um skólameistarastöðu hjá FÁ og stöðu rektors í MR.

Menntaskólinn í Reykjavík
Auglýsing

Ólafur Haukur John­son, fyrr­ver­andi skóla­stjóri og eig­andi Mennta­skól­ans Hrað­braut­ar, er á meðal umsækj­enda um starf skóla­meist­ara Fjöl­brauta­skól­ans við Ármúla (FÁ) og rek­stors Mennta­skól­ans í Reykja­vík. (MR)  Aðrir sem sækja um stöðu skóla­meist­ara FÁ eru Hulda Birna Bald­urs­dóttir mark­aðs­stjóri, Krist­ján Bjarni Hall­dórs­son áfanga­stjóri og ­Sig­ur­björg Jóhann­es­dóttir fram­halds­skóla­kenn­ari.  Ívið fleiri sóttu um stöðu rekt­ors MR. Auk Ólafs gerði það Birgir Urbancic Ásgeirs­son fram­halds­skóla­kenn­ari, Björn Gunn­laugs­son fram­halds­skóla­kenn­ari, Elísa­bet Siem­sen fram­halds­skóla­kenn­ari, Kol­brún Erla Sig­urð­ar­dóttir fram­halds­skóla­kenn­ari, Krist­ján Bjarni Hall­dórs­son áfanga­stjóri, Mar­grét  Jóns­dóttir Njarð­vík fram­halds­skóla­kenn­ari, Sig­ur­björg Jóhann­es­dóttir fram­halds­skóla­kenn­ari og Sig­ur­jón Bene­dikts­son tann­lækn­ir.  Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­in­u. 

Skipað verður í stöð­unar frá og með 1. októ­ber næst­kom­andi en umsókn­ar­frestur rann út síð­ast­lið­inn þriðju­dag. 

Mennta­skól­inn Hrað­braut hætti starf­semi árið 2012 eftir að þjón­ustu­samn­ingur við stjórn­völd var ekki end­ur­nýj­að­ur. Rík­is­end­ur­skoðun hafði gert marg­hátt­aðar athuga­semdir við rekstur skól­ans. 

Auglýsing

Ólafur skrif­aði grein í Frétta­blaðið í byrjun júlí þar sem hann lýsti sig hlynntan sam­ein­ingu innan mennta­kerf­is­ins. Þar fjall­aði hann meðal ann­ars um kosti sam­ein­ingar FÁ og tækni­skól­ans og um mögu­lega sam­ein­ingu MR og Kvenna­skól­ans í Reykja­vík. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flóttafólk mótmælti í febrúar á síðasta ári.
Flóttafólkið frá Lesbos enn ekki komið til Íslands
Ríkisstjórnin tilkynnti í september að allt að 15 manns, flóttafólk frá Lesbos, myndi bætast í hóp þeirra 85 sem ríkisstjórnin hyggðist taka á móti á þessu ári. Flóttamannanefnd útfærir verkefnið en unnið er að því í samstarfi við m.a. grísk stjórnvöld.
Kjarninn 29. október 2020
Eiríkur Tómasson
Hvers vegna nýja stjórnarskrá?
Kjarninn 29. október 2020
Fjöldi fyrirtækja fór á hlutabótaleið í kjölfar lokana vegna veirufaraldursins í vor.
201 framúrskarandi fyrirtæki á hlutabótaleið
Fyrirtæki sem Creditinfo hefur skilgreint sem framúrskarandi voru líklegri til að hafa farið á hlutabótaleiðina en önnur virk fyrirtæki hér á landi, en tæpur fjórðungur þeirra nýttu sér úrræðið í vor.
Kjarninn 29. október 2020
Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka
Arion banki með of mikið eigið fé
Nýliðinn ársfjórðungur var góður fyrir Arion banka, samkvæmt nýútgefnu ársfjórðungsuppgjöri hans. Bankastjórinn segir bankann vera með of mikið eigið fé.
Kjarninn 28. október 2020
Tilgangur minnisblaðsins „að ýja að því að það séu öryrkjarnir sem frekastir eru á fleti“
Öryrkjabandalag Íslands segir fjármálaráðherra fara með villandi tölur í minnisblaði sínu.
Kjarninn 28. október 2020
Árni Stefán Árnason
Dýravernd – hallærisleg vanþekking lögmanns – talað gegn stjórnarskrá
Kjarninn 28. október 2020
Frá mótmælum á Austurvelli í fyrra.
Meirihluti vill tillögur Stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá
Meirihluti er hlynntur því að tillögur Stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Maskínu. Um það bil 2/3 kjósenda VG segjast hlynnt því, en minnihluti kjósenda hinna ríkisstjórnarflokkanna.
Kjarninn 28. október 2020
Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Sjónvarpstekjur Símans hafa aukist um nær allan hagnað félagsins á árinu 2020
Færri ferðamenn skila minni tekjum af reikiþjónustu. Tekjur vegna sjónvarpsþjónustu hafa hins vegar vaxið um 14 prósent milli ára og starfsmönnum fækkað um 50 frá áramótum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýju uppgjöri Símans.
Kjarninn 28. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent