Papco segir upp heilli vakt vegna Costo-áhrifa á klósettpappírssölu

Eini pappírsframleiðandi Íslands selur mun minni klósettpappír en hann gerði áður en að Costco opnaði. Samdrátturinn er 20-30 prósent.

klósettpappír
Auglýsing

Eini pappírsframleiðandi Íslands, Papco, hefur sagt upp sex manns, eða heilli vakt, vegna samdráttar sem orðið hefur í sölu, sérstaklega á klósettpappír. Samdrátturinn bein afleiðing af opnun verslunar Costco í Kauptúni í Garðabæ í maí, en síðan þá nemur samdráttur í sölu á vörum Papco 20-30 prósent. Papco er eini framleiðandi klósettpappírs hérlendis. Sú framleiðsla er seld bæði undir vörumerki Papco en einnig undir vörumerkjum stærstu smásala landsins, t.d. Krónunnar og Bónus. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag.

Þar er rætt við Alexander Kárason, sölustjóra neytendasviðs Papco. Hann segir Papco hafa reynt að komast í samstarf við Costco en beiðnum þess efnis hafi ekki verið svarað. Samkvæmt athugunum fyrirtækisins sé Costco að selja sinn eigin klósettpappír, sem framleiddur er undir merkjum Kirkland, á lægra verði hérlendis en fyrirtækið selur hann í Bretlandi. „Verðið sem fyrirtækið býður hér á landi er undir kostnaðarverði. Það er heimsmarkaðsverð á pappír, og því er auðvelt að sjá hvernig í þessu liggur. Ef við ætluðum að keppa við þetta verð eða framleiða pappír fyrir þá á þessu verði værum við að borga með vörunum.“

Hann segir að ódýr klósettpappír sé oft notaður til að „lokka fólk inn í verslanir“. Það gæti verið á ferðinni í tilfelli Costco sem selji vöruna undir markaðsvirði. Þessi staða komi hart niður á unglinga- og barnastarfi íþróttafélaga sem selji klósettpappír í fjáröflunarskyni.

Auglýsing

Málið er einnig til umfjöllunar í Fréttablaðinu. Þar er rætt við Richard Kristinsson, framkvæmdastjóraMjallar Friggjar, sem framleiðir uppþvottalög, þvottaefni og aðrar hreinlætisvörur. Hann segist ekki óttast að koma Costco hafi langvarandi áhrif á rekstur fyrirtækisins. Það sé lítið á neytendamarkaði.

Áhrif opnunar Costco á Íslandi hafa verið gríðarleg. Stærsti smásali landsins, Hagar, hefur tvívegis sent frá sér afkomuviðvörun frá því að Costco opnaði og hlutabréfaverð í félaginu hefur hrunið, og lækkað alls um 36 prósent. Í gær lækkaði það aftur skarpt, um 4,2 prósent, og hefur nú ekki verið lægra í fjögur ár. Sú lækkun var, samkvæmt Fréttablaðinu, rakin til fréttaflutnings um að þýska verslunarkeðjan Aldi hafi áhuga á að opna verslun hérlendis.

Þá selur Costco sjötta hvern bensínlítra sem seldur er á höfuðborgarsvæðinu, en fyrirtækið býður umtalsvert lægra verð en skráð verð samkeppnisaðila þess eru. Skráðu olíufélögin, N1 og Skeljungur, birta hálfsársuppgjör sín á næstu vikum og mun þá koma í ljós hver skammtímaáhrif opnunar Costco voru á rekstur félaganna.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir
Er vegan börnum mismunað í skólum á Íslandi?
Kjarninn 17. maí 2021
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu
RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.
Kjarninn 17. maí 2021
ÁTVR undirbýr nú lögbannsbeiðni á starfsemi vefverslana með áfengi.
ÁTVR ætlar að fara fram á lögbann á vefverslanir og undirbýr lögreglukæru
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins telur nauðsynlegt að fá úr því skorið hjá dómstólum hvort innlendar vefverslanir sem selja áfengi milliliðalaust til neytenda séu að starfa löglega, eins og rekstraraðilar þeirra vilja meina.
Kjarninn 17. maí 2021
Jónas Þór Þorvaldsson er framkvæmdastjóri Kaldalóns.
Kaldalón ætlar að skrá sig á aðallista Kauphallar Íslands árið 2022
Kaldalón hefur selt fasteignaþróunarverkefni í Vogabyggð og keypt tekjuberandi eignir í staðinn. Arion banki ætlar að sölutryggja fimm milljarða króna í nýtt hlutafé í tengslum við skráningu Kaldalóns á markað.
Kjarninn 17. maí 2021
Tækifæri í rafmyntaiðnaði til staðar meðan rafmyntir halda velli að mati ráðherra
Líklega mun hið opinbera nýta sér bálkakeðjutækni þegar fram líða stundir samkvæmt svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn um rafmyntir. Ekki er þó enn útlit fyrir að rafmyntir taki við af hefðbundinni greiðslumiðlun í bráð.
Kjarninn 17. maí 2021
Viðar Hjartarson
Glæpur og refsing – Hugleiðingar vegna nýfallins dóms
Kjarninn 17. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent