8 milljarða hagnaður hjá Íslandsbanka

Íslandsbanki hefur hagnast um 8 milljarða á fyrstu sex mánuði ársins. Horfur eru stöðugar hjá bankanum, en útlán hafa aukist og vanskil minnkað.

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka.
Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka.
Auglýsing

Íslands­banki hagn­að­ist um 8 millj­arða á fyrri árs­helm­ingi 2017. Sam­hliða því hefur útlána­starf­semi auk­ist tölu­vert og van­skila­hlut­fall minnkað á síð­ustu miss­er­um. Þetta kemur fram í árs­helm­ings­upp­gjöri bank­ans sem birt var í morg­un.

Af 8 millj­arða hagn­aði bank­ans voru 3 þeirra á fyrsta árs­fjórð­ungi og um 5 þeirra á öðrum árs­fjórð­ungi. Til sam­an­burðar hagn­að­ist bank­inn í fyrra um 3,5 millj­arða á fyrsta árs­fjórð­ungi og 9,5 millj­arða á öðrum árs­fjórð­ungi. Mik­ill hagn­aður á öðrum árs­fjórð­ungi í fyrra var að miklu leyti vegna ein­skipt­is­hagn­aðar af sölu Borg­un­ar.

Hagnaður Íslandsbanka eftir skatt síðustur ársfjórðunga.

Hagn­að­ar­mis­ræmi vegna sölu Borg­unar skil­aði sér einnig í arð­semi eigin fjár, en hún lækk­aði  lít­il­lega úr 12,9% á fyrri árs­helm­ingi í fyrra niður í 9,2% í ár. 

Þrátt fyrir minni hagnað og arð­semi eigin fjár má sjá jákvæða þróun innan bank­ans í hálfs­árs­upp­gjöri bank­ans, stjórn­un­ar­kostn­aður lækk­aði um 6% og vaxta­munur lækk­aði niður í 2,9%. Einnig juk­ust útlán til við­skipta­vina um 4,9%, þótt hreinar vaxta­tekjur hafi lækkað um 4% milli tíma­bila. 

Auglýsing

Mesta breyt­ingin milli tíma­bila hefur þó lík­lega verið hlut­fall van­skila, en það fór ört lækk­andi á síð­ustu árs­fjórð­ung­um. Hlut­fallið var 1,2% á öðrum árs­fjórð­ungi í ár, sam­an­borið við 2,5% á sama tíma­bili í fyrra.

Vanskilahlutfall viðskiptavina Íslandsbanka eftir ársfjórðungum

Í til­kynn­ingu fyr­ir­tæk­is­ins fylgdi yfir­lýs­ing frá Birnu Ein­ars­dótt­ur, banka­stjóra Íslands­banka, en þar segir hún fyrstu sex mán­uði árs­ins hafa verið við­burða­ríka. Góður gangur sé í fjár­fest­inga­banka­starf­semi og í fyr­ir­tækja­ráð­gjöf. Einnig bætir hún við að flutn­ingar í nýjar höf­uð­stöðvar muni klár­ast í sept­em­ber, en bank­inn þurfti að flytja úr Kirkju­sandi nýlega sökum myglu­svepps. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
75 ný smit innanlands – Von er á hertum aðgerðum
Ríkisstjórnin stefnir á að halda blaðamannafund í dag þar sem hertar aðgerðir verða kynntar.
Kjarninn 30. október 2020
Pawel Bartoszek
Fargjaldatekjur sannarlega mælikvarði á hagkvæmni
Kjarninn 30. október 2020
Icelandair hefur ekki mikið upp úr því að fljúga með nær tómar flugvélar yfir hafið og aflýsa því stundum flugi með skömmum fyrirvara. Samgöngustofa segir slíkt gera félagið bótaskylt.
Landamærin ekki lokuð og Icelandair því bótaskylt
Samgöngustofa segir að þær sóttvarnaráðstafanir sem fylgja ferðalögum á milli landa í dag séu ekki tilefni til að losa Icelandair undan bótaskyldu samkvæmt Evrópureglugerðum ef flugi er aflýst með skömmum fyrirvara. Neytendasamtökin fagna niðurstöðunni.
Kjarninn 30. október 2020
Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna, klippir á borða við nýtt sendiráð Bandaríkjanna hérlendis fyrr í þessum mánuði.
Bandaríska sendiráðið ásakar Fréttablaðið um að flytja falsfréttir
Sendiráð Bandaríkjanna birti stöðuuppfærslu á Facebook í nótt þar sem það segir Fréttablaðið flytja falsfréttir og sýna virðingarleysi „með því að nota COVID-19 í pólitískum tilgangi“. Ástæðan er frétt um meint smit á meðal starfsmanna sendiráðsins.
Kjarninn 30. október 2020
Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands.
Hjálmar ætlar að hætta sem formaður Blaðamannafélags Íslands
„Tímabært að ný kynslóð taki við,“ sagði Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, á aðalfundi hans í kvöld. Hann mun ekki vera í framboði á næsta aðalfundi sem fram fer á næsta ári.
Kjarninn 29. október 2020
Mikill hagnaður hjá ríkisbönkunum
Bæði Landsbankinn og Íslandsbanki skiluðu yfir þriggja milljarða króna hagnaði á síðasta ársfjórðungi. Í báðum bönkunum hefur rekstrarkostnaður minnkað og húsnæðislánum fjölgað.
Kjarninn 29. október 2020
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins.
Segir fullyrðingar Bjarna rangar
„Það er ánægjulegt að fá loks að ræða þessi mál við þig, og við erum tilbúin til þess hvenær sem er, eins og ósvaraðir tölvupóstar síðustu þriggja ára í innhólfi tölvu þinnar bera vott um,“ segir í bréfi formanns ÖBÍ til fjármálaráðherra.
Kjarninn 29. október 2020
Jeremy Corbyn, fyrrverandi leiðtogi breska Verkamannaflokksins.
Jeremy Corbyn vikið úr Verkamannaflokknum
Fyrrverandi formanni breska Verkamannaflokksins var í dag vikið tímabundið úr flokknum vegna viðbragða sinna við nýrri skýrslu um gyðingaandúð innan flokksins. Corbyn sagði þau mál öll hafa verið blásin upp í pólitískum tilgangi.
Kjarninn 29. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent