Lífeyrissjóðir hafa lagt 2,2 milljarða í United Silicon

Þrír lífeyrissjóðir hafa alls fjárfest í kísilmálmverksmiðju í Helguvík fyrir 2,2 milljarða króna. Hún er nú í greiðslustöðvun vegna þess að hún getur ekki staðið við skuldbindingar sínar. Ekki upplýst um eignarhaldið.

Mynd: United Silicon
Auglýsing

Alls hafa þrír íslenskir líf­eyr­is­sjóðir fjár­fest í United Sil­icon fyrir 2.166 millj­ónir króna. Sjóð­irnir sem um ræðir eru Festa líf­eyr­is­­sjóð­ur, Frjálsi líf­eyr­is­­sjóð­ur­­inn og Eft­ir­­launa­­sjóður fé­lags ís­­lenskra at­vinnu­flug­­manna (EFÍA). Þetta kemur fram í Morg­un­blað­inu í dag.

Þar segir að Frjálsi líf­eyr­is­­sjóð­ur­­inn hafi fjár­fest mest, eða fyrir 1.178 millj­ónir króna. Rúmur helm­ingur af fjár­fest­ingu líf­eyr­is­sjóða í verk­smiðj­unni er því frá þeim sjóði kom­in. Allir þrír sjóð­irnir tóku þátt í hluta­fjár­aukn­ingu í apríl og lögðu þá 460 millj­ónir króna til við­bótar í United Sil­icon. Rúmum fjórum mán­uðum síðar var United Sil­icon komið í greiðslu­stöðvun og vinnur nú að gerð nauða­samn­inga við kröfu­hafa sína. Í þeim samn­ingum eru umræddir líf­eyr­is­sjóðir í tví­þættri stöðu, þar sem fjár­fest­ing þeirra í United Sil­icon er bæði í formi hluta­bréfa- og skulda­bréfa­eign­ar.

Arn­ald­ur Lofts­­son, fram­­kvæmda­­stjóri Frjálsa líf­eyr­is­­sjóðs­ins, og Bald­ur­Snorra­­son, sjóð­stjóri Festa líf­eyr­is­­sjóðs, seg­ja við Morg­un­blaðið að við­bót­­ar­hluta­­féð sem lagt var til í apríl hafi verið til að reyna að tryggja fyrri fjár­­­fest­ingu. Þeir hafi fengið ný C-hluta­bréf fyrir sem veiti rétt til for­gangs á arð­greiðslu og tvö­falt atkvæða­vægi. Aðspurðir um hvort að sjóðir þeirra muni leggja meira fé í United Sil­icon segja báðir að það sé ekki tíma­bært að svara þeirri spurn­ingu.

Áhrif á Arion banka opin­beruð í næstu viku

Kjarn­inn greindi frá því í gær að hlutafé í United Sil­icon hefði verið aukið um 752 millj­­ónir króna á nafn­virði í apr­íl, sam­­kvæmt skjölum sem send voru til fyr­ir­tækja­­skrá­­ar. Arion banki tók einnig þátt í aukn­ing­unni og á í dag 16 pró­­sent hlut í United Sil­icon. Það kom fram í svari bank­ans við fyr­ir­­spurn Kjarn­ans á þriðju­dag. Arion banki er líka aðal lán­­ar­drott­inn United Sil­icon. Arion rekur auk þess Frjálsa líf­eyr­is­­sjóð­inn og hann er til húsa í höf­uð­­stöðvum bank­ans í Borg­­ar­­túni.

Auglýsing
Arion banki mun birta hálf­s­ár­s­­upp­­­gjör sitt í næstu viku og þar verður fjallað um stöðu United Sil­icon og áhrif hennar á bank­ann. Við­­búið er að Arion þurfi að færa var­úð­­ar­n­ið­­ur­­færslu vegna vand­ræða fyr­ir­tæk­is­ins. Kjarn­inn leit­aði upp­­lýs­inga hjá United Sil­icon í gær um hvernig eig­enda­hóp­­ur­inn væri sam­an­­settur í dag, eftir áður­­­nefnda hluta­fjár­­aukn­ingu í byrjun apr­íl. Sá hópur mun óhjá­­kvæmi­­lega verða fyrir miklum áhrifum vegna stöð­unnar sem er uppi. Fyrir liggur að rekst­­ur­inn er að mestu í eigu félags sem er skráð í Hollandi en engar upp­­lýs­ingar um hlut­hafa­­skrá er að finna í íslenskri fyr­ir­tækja­­skrá. Krist­­leifur Andr­é­s­­son, tals­­maður United Sil­icon, sagði að upp­­lýs­ingar um eign­­ar­haldið verði ekki gefnar upp að svo stöddu.

Staða United Sil­icon hefur áhrif víðar en bara á þá sem lán­uðu fyr­ir­tæk­inu fé eða keyptu hluti í því. Lands­virkjun selur verk­smiðj­unni t.d. raf­magn og Reykja­­nes­­bær hefur umtals­verðar tekjur af rekstri henn­ar. Þá eiga Íslenskir Aðal­­verk­takar (ÍAV)  kröfu upp á millj­­arð króna á United Sil­icon vegna van­greidds kostn­aðar sem féll til við bygg­ingu verk­smiðj­unn­ar. Þegar hefur verið greint frá því að Reykja­­nes­­bær hafi ekki fengið greitt á annað hund­rað millj­­ónir sem United Sil­icon skuldar sveit­­ar­­fé­lag­inu í gatna­­gerð­­ar­­gjöld.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jair Bolsonaro hefur verið forseti Braslilíu frá árinu 2019.
Bolsonaro ásakaður um glæpi gegn mannkyni vegna viðbragða sinna við COVID-19
Rekja má dauða um 300 þúsund Brasilíumanna til stefnu forsetans í faraldrinum. Ríkisstjórnin hunsaði yfir 100 tölvupósta frá Pfizer, leyfði veirunni að breiðast út meðal frumbyggja og forsetinn hvatti til fjöldasamkoma er sjúkrahúsin voru að fyllast.
Kjarninn 20. október 2021
Heilt yfir myndi stöðugildum presta fækka um 10,7, samkvæmt þeirri tillögu sem liggur fyrir kirkjuþingi.
Lagt til að prestum landsbyggðar verði fækkað í hagræðingaraðgerðum
Í hagræðingartillögum sem liggja fyrir kirkjuþingi er gengið út frá því að prestum á landsbyggðinni fækki um tíu, en að stöðugildum fjölgi hins vegar um 3,5 í prestaköllum á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 20. október 2021
Hrafn Magnússon
Slæmur viðsnúningur í lífeyriskerfinu
Kjarninn 20. október 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Aukin samskipti Íslands við Kína: Skjól eða gildra?
Kjarninn 20. október 2021
Nýtt deiliskipulag fyrir reitinn í Sigtúni var samþykkt árið 2015. Síðan þá hefur ekkert hreyfst á svæðinu.
Vonast til að uppbygging á Blómavalsreit geti hafist snemma á næsta ári
Framkvæmdastjóri Íslandshótela vonast til þess að hægt verði að hefjast handa við uppbyggingu á svokölluðum Blómavalsreit bak við Grand Hótel snemma á næsta ári. Þar stendur til að byggja 109 íbúðir í sex fjölbýlishúsum, auk viðbyggingar við hótelið.
Kjarninn 20. október 2021
Allir stóru bankarnir búnir að hækka íbúðalánavexti og heimilin borga meira
Rúmlega helmingur allra sem eru með íbúðalán á Íslandi eru með óverðtryggð lán. Stór hluti þeirra lána er á breytilegum vöxtum og afborganir þeirra hafa hækkað í takti við stýrivaxtahækkanir Seðlabankans undanfarna mánuði.
Kjarninn 20. október 2021
Myndir af kjörgögnum sem starfsmaður Hótels Borgarness birti á Instagram.
Fólk gekk inn og út úr talningarsal á meðan yfirkjörstjórn „brá sér frá“
Á öryggismyndavélum, sem vakta tvo innganga þar sem kjörgögn Norðvesturkjördæmis voru varðveitt í sal í Hótel Borgarnesi, sést hótelstarfsfólk ganga inn og út frá klukkan 7:30 til 11:46 sunnudagsmorguninn 26. september.
Kjarninn 20. október 2021
Kolbeinn Marteinsson
Af hverju skipulag skiptir máli
Kjarninn 20. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent