Lífeyrissjóðir hafa lagt 2,2 milljarða í United Silicon

Þrír lífeyrissjóðir hafa alls fjárfest í kísilmálmverksmiðju í Helguvík fyrir 2,2 milljarða króna. Hún er nú í greiðslustöðvun vegna þess að hún getur ekki staðið við skuldbindingar sínar. Ekki upplýst um eignarhaldið.

Mynd: United Silicon
Auglýsing

Alls hafa þrír íslenskir líf­eyr­is­sjóðir fjár­fest í United Sil­icon fyrir 2.166 millj­ónir króna. Sjóð­irnir sem um ræðir eru Festa líf­eyr­is­­sjóð­ur, Frjálsi líf­eyr­is­­sjóð­ur­­inn og Eft­ir­­launa­­sjóður fé­lags ís­­lenskra at­vinnu­flug­­manna (EFÍA). Þetta kemur fram í Morg­un­blað­inu í dag.

Þar segir að Frjálsi líf­eyr­is­­sjóð­ur­­inn hafi fjár­fest mest, eða fyrir 1.178 millj­ónir króna. Rúmur helm­ingur af fjár­fest­ingu líf­eyr­is­sjóða í verk­smiðj­unni er því frá þeim sjóði kom­in. Allir þrír sjóð­irnir tóku þátt í hluta­fjár­aukn­ingu í apríl og lögðu þá 460 millj­ónir króna til við­bótar í United Sil­icon. Rúmum fjórum mán­uðum síðar var United Sil­icon komið í greiðslu­stöðvun og vinnur nú að gerð nauða­samn­inga við kröfu­hafa sína. Í þeim samn­ingum eru umræddir líf­eyr­is­sjóðir í tví­þættri stöðu, þar sem fjár­fest­ing þeirra í United Sil­icon er bæði í formi hluta­bréfa- og skulda­bréfa­eign­ar.

Arn­ald­ur Lofts­­son, fram­­kvæmda­­stjóri Frjálsa líf­eyr­is­­sjóðs­ins, og Bald­ur­Snorra­­son, sjóð­stjóri Festa líf­eyr­is­­sjóðs, seg­ja við Morg­un­blaðið að við­bót­­ar­hluta­­féð sem lagt var til í apríl hafi verið til að reyna að tryggja fyrri fjár­­­fest­ingu. Þeir hafi fengið ný C-hluta­bréf fyrir sem veiti rétt til for­gangs á arð­greiðslu og tvö­falt atkvæða­vægi. Aðspurðir um hvort að sjóðir þeirra muni leggja meira fé í United Sil­icon segja báðir að það sé ekki tíma­bært að svara þeirri spurn­ingu.

Áhrif á Arion banka opin­beruð í næstu viku

Kjarn­inn greindi frá því í gær að hlutafé í United Sil­icon hefði verið aukið um 752 millj­­ónir króna á nafn­virði í apr­íl, sam­­kvæmt skjölum sem send voru til fyr­ir­tækja­­skrá­­ar. Arion banki tók einnig þátt í aukn­ing­unni og á í dag 16 pró­­sent hlut í United Sil­icon. Það kom fram í svari bank­ans við fyr­ir­­spurn Kjarn­ans á þriðju­dag. Arion banki er líka aðal lán­­ar­drott­inn United Sil­icon. Arion rekur auk þess Frjálsa líf­eyr­is­­sjóð­inn og hann er til húsa í höf­uð­­stöðvum bank­ans í Borg­­ar­­túni.

Auglýsing
Arion banki mun birta hálf­s­ár­s­­upp­­­gjör sitt í næstu viku og þar verður fjallað um stöðu United Sil­icon og áhrif hennar á bank­ann. Við­­búið er að Arion þurfi að færa var­úð­­ar­n­ið­­ur­­færslu vegna vand­ræða fyr­ir­tæk­is­ins. Kjarn­inn leit­aði upp­­lýs­inga hjá United Sil­icon í gær um hvernig eig­enda­hóp­­ur­inn væri sam­an­­settur í dag, eftir áður­­­nefnda hluta­fjár­­aukn­ingu í byrjun apr­íl. Sá hópur mun óhjá­­kvæmi­­lega verða fyrir miklum áhrifum vegna stöð­unnar sem er uppi. Fyrir liggur að rekst­­ur­inn er að mestu í eigu félags sem er skráð í Hollandi en engar upp­­lýs­ingar um hlut­hafa­­skrá er að finna í íslenskri fyr­ir­tækja­­skrá. Krist­­leifur Andr­é­s­­son, tals­­maður United Sil­icon, sagði að upp­­lýs­ingar um eign­­ar­haldið verði ekki gefnar upp að svo stöddu.

Staða United Sil­icon hefur áhrif víðar en bara á þá sem lán­uðu fyr­ir­tæk­inu fé eða keyptu hluti í því. Lands­virkjun selur verk­smiðj­unni t.d. raf­magn og Reykja­­nes­­bær hefur umtals­verðar tekjur af rekstri henn­ar. Þá eiga Íslenskir Aðal­­verk­takar (ÍAV)  kröfu upp á millj­­arð króna á United Sil­icon vegna van­greidds kostn­aðar sem féll til við bygg­ingu verk­smiðj­unn­ar. Þegar hefur verið greint frá því að Reykja­­nes­­bær hafi ekki fengið greitt á annað hund­rað millj­­ónir sem United Sil­icon skuldar sveit­­ar­­fé­lag­inu í gatna­­gerð­­ar­­gjöld.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
„Firra“ að lausnin á kreppunni sé að skerða kjör láglaunafólks
Efling mótmælir orðum framkvæmdastjóra SA harðlega og segir að honum sé nær að biðla til stéttbræðra sinna um að fjárfesta meira í atvinnuþróun eða auka neyslu í stað þess „að vega að verkafólki með laun undir opinberum framfærsluviðmiðum“.
Kjarninn 1. desember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Eitt smit á Austurlandi í 3. bylgju – til álita kemur að slaka á aðgerðum á landsbyggðinni
„Í ljósi þess að mjög fá smit eru nú að greinast utan höfuðborgarsvæðisins þá kæmi til álita að mínu mati að beita minna takmarkandi aðgerðum á þeim svæðum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Aðeins eitt smit greindist á Austurlandi í 3. bylgju.
Kjarninn 1. desember 2020
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra.
Þeir sem brjóta niður traust á dómstólum ættu ekki að gegna trúnaðarstörfum fyrir hönd almennings
Gagnsæi, samtök gegn spillingu, telja að þeir sem bera ábyrgð á því að brjóta niður traust á dómstólum ættu ekki að koma að frekari trúnaðarstörfum fyrir hönd almennings.
Kjarninn 1. desember 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Dómsmálaráðherra: „Þessi niðurstaða veldur vissulega vonbrigðum“
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi niðurstöðu Landsréttarmálsins á ríkisstjórnarfundi og sagði hana í kjölfarið valda sér vonbrigðum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir bent á mjög alvarlega annmarka.
Kjarninn 1. desember 2020
Kjartan Briem nýr framkvæmdastjóri Isavia ANS
Isavia ANS ehf. er dótturfélag Isaiva ohf. og annast rekstur og uppbygginu flugleiðsöguþjónustu.
Kjarninn 1. desember 2020
Áfram munu fjöldamörk miðast við tíu manns - að minnsta kosti í viku í viðbót.
Óbreyttar sóttvarnaaðgerðir í viku í viðbót
Ákveðið hefur verið að framlengja gildandi sóttvarnaráðstafanir til 9. desember. Til stóð að gera tilslakanir en vegna þróunar faraldursins síðustu daga var ákveðið að halda gildandi aðgerðum áfram.
Kjarninn 1. desember 2020
„Í þrjú ár hafa þau þrjóskast við og tekið flokkshollustu og valdastóla fram yfir hagsmuni þjóðarinnar“
Píratar hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna niðurstöðu yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu.
Kjarninn 1. desember 2020
Yfirdeild MDE kvað upp niðurstöðu í málinu í morgun.
Íslenska ríkið tapaði málinu fyrir yfirdeildinni
Yfirdeild Mannréttindadómstól Evrópu staðfesti í dag fyrri dóm réttarins í Landsréttarmálinu.
Kjarninn 1. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent