Andstæðingar „elítunnar í Evrópu“ í vandræðum

Stuðningur við efasemdaraddirum Evrópusambandið í Evrópu virðist vera á niðurleið, samkvæmt fréttaskýringu Wall Street Journal.

Angela Merkel, kanslari Þýskalands
Angela Merkel, kanslari Þýskalands
Auglýsing

Margir gerðu ráð fyrir að árið 2017 yrði ár and­stæð­inga Evr­ópu­sam­bands­ins og „el­ít­unar í Evr­ópu“ en eftir töp í kosn­ing­um, harða and­stöðu og efa­semdir innan eigin raða, þá standa þeir veikir eft­ir.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í ítar­legri frétta­skýr­ingu í Wall Street Journal um stjórn­mála­á­standið í Evr­ópu um þessa mund­ir. Svo virð­ist sem and­stæð­ingar Evr­ópu­sam­bands­ins séu nú í sárum og sundrað­ir, ekki síst eftir slæma nið­ur­stöðu kosn­inga í Bret­landi, þar sem Ther­esu May, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, tókst ekki að styrkja stöðu sína í kosn­ingum til að fá sterkara umboð frá almenn­ingi inn í við­ræður um útgöngu Breta úr Evr­ópu­sam­band­inu.

Þá er einnig sér­stak­lega rætt um að eftir sigur Macrons í frönsku kosn­ing­un­um, þá standi hægri væng­ur­inn í stjórn­mála­lands­lag­inu, þar sem and­stæð­ingar Evr­ópu­sam­bands­ins hafa náð saman á und­an­förnum árum, veikur og sundr­aður eft­ir. 

Auglýsing

Jafn­vel þó margt bendi til þess að Macron for­seti muni þurfa lengri tíma til að fóta sig í stjórn­mál­um, eftir ævin­týra­legan sigur fyrr á árinu, þá er fylgi við efa­semd­araddir um Evr­ópu­sam­bandið og Evr­ópu­sam­run­ann heldur að minn­ka, að því er fram kemur grein Wall Street Journal.Á und­an­förnum vikum hefur Ang­ela Merkel, kansl­ari Þýska­lands, mælst með meira fylgi heldur en raunin hefur verið á und­an­förnum árum, og bendir margt til þess að hún fari haldi velli sem þjóð­ar­leið­togi Þýska­lands í kosn­ing­unum 24. sept­em­ber.

Merkel hefur verið ötull tals­maður Evr­ópu­sam­bands­ins og meiri sam­vinnu Evr­ópu­ríkja, og ef fram heldur sem horfir þá verður nið­ur­staðan í kosn­ingum mik­ill sigur fyrir hana. Kann­anir hafa að und­an­förnu sýnt að um 64 pró­sent kjós­enda í Þýska­landi telja far­sælasta að Merkel verði áfram kansl­ari. Framundan er þó spenn­andi mán­uður í þýskum stjórn­mál­um, þar sem staðan getur breyst á loka­sprett­in­um.

Íslendingar eyddu minna erlendis
Í júlí var mesti samdráttur í kortaveltu Íslendinga erlendis síðan í október 2009, alls dróst veltan saman um 5,3 prósent. Færri brottfarir Íslendinga í kjölfar falls WOW air skýra að hluta til samdráttinn.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Stefán Ólafsson
Verðbólguskot gengur yfir
Kjarninn 22. ágúst 2019
Pólverjar rjúfa 20 þúsund íbúa múrinn á Íslandi
Pólskum ríkisborgurum fjölgaði hér á landi um 5 prósent á átta mánuðum.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hörður Arnarson
Hið rétta um raforkuverð til stórnotenda
Kjarninn 22. ágúst 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hreiðar Már Sigurðsson við meðferð CLN-málsins í héraði í sumar. Þar voru allir sakborningar sýknaðir.
CLN-málinu áfrýjað til Landsréttar
Hinu svokallaða CLN-máli gegn æðstu stjórnendum Kaupþings hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Málið hefur flækst fram og til baka í dómskerfinu árum saman og búið er að greiða til baka hluta þeirra fjármuna sem taldir voru tapaðir.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiErlent