Andstæðingar „elítunnar í Evrópu“ í vandræðum

Stuðningur við efasemdaraddirum Evrópusambandið í Evrópu virðist vera á niðurleið, samkvæmt fréttaskýringu Wall Street Journal.

Angela Merkel, kanslari Þýskalands
Angela Merkel, kanslari Þýskalands
Auglýsing

Margir gerðu ráð fyrir að árið 2017 yrði ár and­stæð­inga Evr­ópu­sam­bands­ins og „el­ít­unar í Evr­ópu“ en eftir töp í kosn­ing­um, harða and­stöðu og efa­semdir innan eigin raða, þá standa þeir veikir eft­ir.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í ítar­legri frétta­skýr­ingu í Wall Street Journal um stjórn­mála­á­standið í Evr­ópu um þessa mund­ir. Svo virð­ist sem and­stæð­ingar Evr­ópu­sam­bands­ins séu nú í sárum og sundrað­ir, ekki síst eftir slæma nið­ur­stöðu kosn­inga í Bret­landi, þar sem Ther­esu May, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, tókst ekki að styrkja stöðu sína í kosn­ingum til að fá sterkara umboð frá almenn­ingi inn í við­ræður um útgöngu Breta úr Evr­ópu­sam­band­inu.

Þá er einnig sér­stak­lega rætt um að eftir sigur Macrons í frönsku kosn­ing­un­um, þá standi hægri væng­ur­inn í stjórn­mála­lands­lag­inu, þar sem and­stæð­ingar Evr­ópu­sam­bands­ins hafa náð saman á und­an­förnum árum, veikur og sundr­aður eft­ir. 

Auglýsing

Jafn­vel þó margt bendi til þess að Macron for­seti muni þurfa lengri tíma til að fóta sig í stjórn­mál­um, eftir ævin­týra­legan sigur fyrr á árinu, þá er fylgi við efa­semd­araddir um Evr­ópu­sam­bandið og Evr­ópu­sam­run­ann heldur að minn­ka, að því er fram kemur grein Wall Street Journal.Á und­an­förnum vikum hefur Ang­ela Merkel, kansl­ari Þýska­lands, mælst með meira fylgi heldur en raunin hefur verið á und­an­förnum árum, og bendir margt til þess að hún fari haldi velli sem þjóð­ar­leið­togi Þýska­lands í kosn­ing­unum 24. sept­em­ber.

Merkel hefur verið ötull tals­maður Evr­ópu­sam­bands­ins og meiri sam­vinnu Evr­ópu­ríkja, og ef fram heldur sem horfir þá verður nið­ur­staðan í kosn­ingum mik­ill sigur fyrir hana. Kann­anir hafa að und­an­förnu sýnt að um 64 pró­sent kjós­enda í Þýska­landi telja far­sælasta að Merkel verði áfram kansl­ari. Framundan er þó spenn­andi mán­uður í þýskum stjórn­mál­um, þar sem staðan getur breyst á loka­sprett­in­um.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Milljarða tap Arion banka
Taprekstur hjá Valitor, TravelCo og fall kísilverksmiðjunnar í Helguvík, leiða til milljarðaniðurfærslna í efnahagsreikningi Arion banka.
Kjarninn 14. október 2019
Stjórnvöld nýti tækifærið til að færa heimilum betri vaxtakjör
Samtök atvinnulífsins telja að stjórnvöld eigi að hraða því að lækka sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki, meðal annars til að lækka vexti á lánum til heimila og fyrirtækja.
Kjarninn 14. október 2019
Bankasýslan fagnar lækkun bankaskattsins
Bankasýsla ríkisins heldur á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum.
Kjarninn 14. október 2019
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.
Miðflokksþingmaður vill lækka bankaskattinn hægar
Stefnt er að því að bankaskattur verði lækkaður í skrefum frá árinu 2021. Tekjutap ríkissjóðs vegna þessa er áætlað á nokkurra ára tímabili vel á annan tug milljarða, en vonast er til þess að kjör neytenda batni á móti.
Kjarninn 14. október 2019
Ketill Sigurjónsson
Unaðsstundir við Olíufljótið
Kjarninn 14. október 2019
McDonald's á Íslandi lokaði árið 2009.
Táknræn staða McDonald's á Íslandi kom aftur í ljós í hruninu
Prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands segir að Íslendingar hafi lengi verið mjög upptekið af því hvernig fjallað er um land og þjóð utan landsteinanna og að lokun McDonald's hafi verið enn ein niðurlægingin á alþjóðavettvangi.
Kjarninn 14. október 2019
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Konur í fangelsum
Kjarninn 14. október 2019
Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs sem á í Morgunblaðinu með neikvætt eigið fé upp á 239 milljónir
Félagið sem heldur utan um eignarhald oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í útgáfufélagi Morgunblaðsins skuldar 360,5 milljónir króna en metur einu eign sina á 121,5 milljónir króna.
Kjarninn 14. október 2019
Meira úr sama flokkiErlent