Lífeyrissjóðurinn Festa sett 875 milljónir króna í United Silicon

Alls hafa þrír lífeyrissjóðir sett 2,2 milljarða króna í kísilmálmverksmiðjuna í Helguvík. Þegar hafa verið færðar varúðarniðurfærslur vegna taps á fjárfestingunni. Tveir sjóðanna eru í stýringu hjá Arion banka, stærsta lánadrottni United Silicon.

Úr kísilveri United Silicon.
Úr kísilveri United Silicon.
Auglýsing

Líf­eyr­is­sjóð­ur­inn Festa hefur alls fjár­fest 875 millj­ónum króna í verk­smiðju United Sil­icon í Helgu­vík. Þar af eru 251 millj­ónir króna hlutafé en hitt er skulda­bréfa­lán. Fram­kvæmd hefur verið var­úð­ar­nið­ur­færsla vegna United Sil­icon í bókum sjóðs­ins en ekki liggur enn ljóst fyrir hvert end­an­legt fjár­hagstjón hans vegna fjár­fest­ing­anna verð­ur. Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu sem birt er á heima­síðu Festu.

Í síð­ustu viku var greint frá því að þrír íslenskir líf­eyr­is­sjóðir hefðu fjár­fest fyrir sam­tals 2,2 millj­arða króna í verk­efn­inu. Sjóð­irnir sem um ræðir eru Festa líf­eyr­is­­­sjóð­­ur, Frjálsi líf­eyr­is­­­sjóð­­ur­­inn og Eft­ir­­­launa­­­sjóður fé­lags ís­­­lenskra at­vinn­u­flug­­­manna (EFÍA). Frjálsi líf­eyr­is­sjóð­ur­inn hefur fjár­fest mest, eða fyrir 1.178 millj­ónir króna. Allir þrír sjóð­irnir tóku þátt í hluta­fjár­­aukn­ingu í apríl og lögðu þá 460 millj­­ónir króna til við­­bótar í United Sil­icon.

Rúmum fjórum mán­uðum síðar var United Sil­icon komið í greiðslu­­stöðvun og vinnur nú að gerð nauða­­samn­inga við kröf­u­hafa sína. Í þeim samn­ingum eru umræddir líf­eyr­is­­sjóðir í tví­­þættri stöðu, þar sem fjár­­­fest­ing þeirra í United Sil­icon er bæði í formi hluta­bréfa- og skulda­bréfa­­eign­­ar.

Arion banki tók einnig þátt í aukn­ing­unni í apríl og á nú 16 pró­sent hlut í United Sil­icon. Bank­inn er auk þess helsti lán­veit­andi félags­ins. Arion rekur auk þess Frjálsa líf­eyr­is­­­sjóð­inn og hann er til húsa í höf­uð­­­stöðvum bank­ans í Borg­­­ar­­­túni. Bank­inn skipar þrjá af sjö stjórn­ar­mönnum Frjálsa líf­eyr­is­sjóðs­ins sam­kvæmt sam­þykktum hans.

Grein­ing Arion banka til grund­vallar fjár­fest­ing­unni

EFÍA er líka rek­inn af Arion banka. Í yfir­lýs­ingu sem sjóð­ur­inn birti á heima­síðu sinni fyrir helgi kom fram að heild­ar­fjár­fest­ing hans í verk­efn­inu væri 112,9 millj­ónir króna. Líkt og með aðrar sér­hæfðar fjár­fest­ingar hafi það verið stjórn sjóðs­ins sem tók ákvörðun um hana „að und­an­geng­inni ítar­legri grein­ingu sér­fræð­inga eigna­stýr­ingu Arion Banka.“ Fram­kvæmda­stjóri sjóðs­ins er starfs­maður Arion banka.

Auglýsing
Í yfir­lýs­ing­unni segir að ekki liggi enn fyrir hversu mikið fjár­hags­stjórn EFÍA verði vegna fjár­fest­ingar í United Sil­icon en mögu­legt hámarks­tap sé 0,34 pró­sent af heild­ar­eignum sjóðs­ins miðað við núver­andi stöðu. „Stjórn EFÍA þykir sú staða sem upp er komin mjög miður en von­ast eftir að félag­inu tak­ist að ljúka fjár­hags­legri end­ur­skipu­lagn­ingu og fjár­fest­ing sjóðs­ins skili ásætt­an­legri nið­ur­stöðu. Sjóð­ur­inn hefur verið þátt­tak­andi í mörgum sér­hæfðum fjár­fest­ing­ar­ar­verk­efnum sem skilað hafa sjóð­fé­lögum hag­stæðri ávöxt­un. Þess er ávallt gætt að lágu hlut­falli af eignum sé fjár­fest í hverju og einu verk­efni til að draga úr áhættu sjóðs­ins.“

Komið á óvart hversu illa hafi gengið

Í til­kynn­ingu Festu segir að sjóð­ur­inn hafi ákveðið að taka þátt í fjár­mögnun United Sil­icon síðla árs 2014. Þá var það gert í formi skulda­bréfs. „Á þeim tíma var verk­efnið langt kom­ið, öll til­hlýði­leg leyfi lágu fyrir (um­hverf­is­mat, starfs­leyfi, o.s.frv.) ásamt orku­samn­ing­um, samn­ingum um bygg­ingu verk­smiðju og sölu­samn­ingum vegna afurða félags­ins. Arð­semi fjár­fest­ing­ar­innar var metin góð að teknu til­liti til áhættu og það í gjald­eyr­is­skap­andi starf­semi á tímum gjald­eyr­is­hafta. Við ákvarð­ana­töku lágu jafn­framt fyrir verk­fræði­legar og lög­fræði­legar kost­gæfn­is­at­hug­anir óháðra ráð­gjafa­fyr­ir­tækja. Auk þess var óskað álits þriðja aðila (verk­fræði­stofu) á verk­fræði­legri kost­gæfn­is­at­hugun. Síðar kom í ljós að bygg­ing­ar­kostn­aður fór fram úr áætlun og síend­ur­tekin ófyr­ir­séð vanda­mál hafa komið upp eftir að verk­smiðjan var gang­sett. Félagið fór þá í hluta­fjár­aukn­ingar og tók sjóð­ur­inn þátt í þeim til að koma verk­smiðj­unni í starf­hæft ástand. Við ákvörð­un­ina studd­ist stjórn sjóðs­ins við nýja úttekt verk­fræði­stofu á kostn­að­ar­á­ætlun félags­ins. Þátt­taka í hluta­fjár­aukn­ingu árið 2016 nam 215 millj­ónum króna, þátt­taka í hluta­fjár­aukn­ingu árið 2017 nam 36 millj­ónum króna. Við síð­ustu hluta­fjár­aukn­ingu settu líf­eyr­is­sjóðir ströng skil­yrði til að tryggja sem best hags­muni sína. T.d. að líf­eyr­is­sjóðir fengju for­gang á arð og tvö­faldan atkvæð­is­rétt. Lagt var upp með að hluta­féð yrði m.a. nýtt til að bæta meng­un­ar­varnir og öryggi starfs­fólks..­Sjóð­ur­inn brýndi einnig fyrir stjórn United Sil­icon að eitt af for­gangs­verk­efnum hennar ætti að vera að reka verk­smiðj­una í sem bestri sátt við nærum­hverfi sitt.“

Það hafi hins vegar komið á óvart hversu illa hafi gengið að koma starf­sem­inni í eðli­legt horf. Ástæður í rekstri megi rekja til síend­ur­tek­inna bil­ana í bún­aði sem valdið hefðu félag­inu miklu tjóni. Þá hafi nýfallin gerð­ar­dómur í deilu félags­ins við ÍAV, þar sem United Sil­icon var gert að greiða um millj­arð króna, aukið enn á óvissu í rekstri félags­ins.„­Festa líf­eyr­is­sjóður harmar þá stöðu sem upp er komin hjá félag­inu en von­ast eftir að í nauða­samn­ings­ferl­inu tak­ist félag­inu að ljúka fjár­hags­legri end­ur­skipu­lagn­ingu og halda áfram rekstri.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Aukning í byggingu dýrra íbúða átti sinn þátt í aukinni fjármunamyndun.
Fjármunamyndun í húsnæði ekki hærri síðan árið 2007
Alls jókst fjármunamyndun í íbúðarhúsnæði um 167 milljarða króna á árinu 2019 þrátt fyrir að dregið hafi verulega úr hækkun húsnæðisverðs. Nýjar íbúðir á markaði, margar hverjar í dýrari kantinum, og hagstæðari skilyrði til niðurgreiðslu lána skiptu máli.
Kjarninn 29. febrúar 2020
Eigið fé Landsvirkjunar aukist um 34 milljarða á þremur árum
Samanlagt eigið fé þriggja stærstu ríkisfyrirtækjanna nemur nú um 700,7 milljörðum króna.
Kjarninn 28. febrúar 2020
EVE Fanfest frestað vegna COVID-19 veirunnar
Hátíðin hefur verið lykilatburður í markaðsstarfi CCP undanfarin ár.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Stefán Jón Hafstein
Elliðaárdalur: Góð tillaga
Kjarninn 28. febrúar 2020
Þórður Snær og Magnús Halldórsson
Þórður Snær og Magnús tilnefndir til Blaðamannaverðlauna Íslands
Dómnefnd Blaðamannaverðlauna hefur ákveðið tilnefningar sínar í öllum fjórum flokkum verðlaunanna en þau verða afhent eftir viku.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Fyrsta tilfelli COVID-19 kórónuveiru greinist á Íslandi
Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýju kórónuveirunni, COVID-19.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Skipa sérstakan stýrihóp um samfélagsleg og hagræn viðbrögð við Covid-19 veirunni
Stýrihópurinn mun leggja mat á stöðuna og nauðsynleg samfélagsleg og efnahagsleg viðbrögð á hverjum tíma.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Landsvirkjun hagnaðist um 13,6 milljarða króna í fyrra
Lágt álverð á heimsmarkaði, sem tryggir minni tekjur af raforkusölu til stærsta viðskiptavinar Landsvirkjunar, og stöðvum á kerskála Rio Tinto í Straumsvík, drógu úr hagnaði Landsvirkjunar í fyrra. Eigið fé ríkisfyrirtækisins er um 271 milljarður króna.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent