Lífeyrissjóðurinn Festa sett 875 milljónir króna í United Silicon

Alls hafa þrír lífeyrissjóðir sett 2,2 milljarða króna í kísilmálmverksmiðjuna í Helguvík. Þegar hafa verið færðar varúðarniðurfærslur vegna taps á fjárfestingunni. Tveir sjóðanna eru í stýringu hjá Arion banka, stærsta lánadrottni United Silicon.

Úr kísilveri United Silicon.
Úr kísilveri United Silicon.
Auglýsing

Líf­eyr­is­sjóð­ur­inn Festa hefur alls fjár­fest 875 millj­ónum króna í verk­smiðju United Sil­icon í Helgu­vík. Þar af eru 251 millj­ónir króna hlutafé en hitt er skulda­bréfa­lán. Fram­kvæmd hefur verið var­úð­ar­nið­ur­færsla vegna United Sil­icon í bókum sjóðs­ins en ekki liggur enn ljóst fyrir hvert end­an­legt fjár­hagstjón hans vegna fjár­fest­ing­anna verð­ur. Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu sem birt er á heima­síðu Festu.

Í síð­ustu viku var greint frá því að þrír íslenskir líf­eyr­is­sjóðir hefðu fjár­fest fyrir sam­tals 2,2 millj­arða króna í verk­efn­inu. Sjóð­irnir sem um ræðir eru Festa líf­eyr­is­­­sjóð­­ur, Frjálsi líf­eyr­is­­­sjóð­­ur­­inn og Eft­ir­­­launa­­­sjóður fé­lags ís­­­lenskra at­vinn­u­flug­­­manna (EFÍA). Frjálsi líf­eyr­is­sjóð­ur­inn hefur fjár­fest mest, eða fyrir 1.178 millj­ónir króna. Allir þrír sjóð­irnir tóku þátt í hluta­fjár­­aukn­ingu í apríl og lögðu þá 460 millj­­ónir króna til við­­bótar í United Sil­icon.

Rúmum fjórum mán­uðum síðar var United Sil­icon komið í greiðslu­­stöðvun og vinnur nú að gerð nauða­­samn­inga við kröf­u­hafa sína. Í þeim samn­ingum eru umræddir líf­eyr­is­­sjóðir í tví­­þættri stöðu, þar sem fjár­­­fest­ing þeirra í United Sil­icon er bæði í formi hluta­bréfa- og skulda­bréfa­­eign­­ar.

Arion banki tók einnig þátt í aukn­ing­unni í apríl og á nú 16 pró­sent hlut í United Sil­icon. Bank­inn er auk þess helsti lán­veit­andi félags­ins. Arion rekur auk þess Frjálsa líf­eyr­is­­­sjóð­inn og hann er til húsa í höf­uð­­­stöðvum bank­ans í Borg­­­ar­­­túni. Bank­inn skipar þrjá af sjö stjórn­ar­mönnum Frjálsa líf­eyr­is­sjóðs­ins sam­kvæmt sam­þykktum hans.

Grein­ing Arion banka til grund­vallar fjár­fest­ing­unni

EFÍA er líka rek­inn af Arion banka. Í yfir­lýs­ingu sem sjóð­ur­inn birti á heima­síðu sinni fyrir helgi kom fram að heild­ar­fjár­fest­ing hans í verk­efn­inu væri 112,9 millj­ónir króna. Líkt og með aðrar sér­hæfðar fjár­fest­ingar hafi það verið stjórn sjóðs­ins sem tók ákvörðun um hana „að und­an­geng­inni ítar­legri grein­ingu sér­fræð­inga eigna­stýr­ingu Arion Banka.“ Fram­kvæmda­stjóri sjóðs­ins er starfs­maður Arion banka.

Auglýsing
Í yfir­lýs­ing­unni segir að ekki liggi enn fyrir hversu mikið fjár­hags­stjórn EFÍA verði vegna fjár­fest­ingar í United Sil­icon en mögu­legt hámarks­tap sé 0,34 pró­sent af heild­ar­eignum sjóðs­ins miðað við núver­andi stöðu. „Stjórn EFÍA þykir sú staða sem upp er komin mjög miður en von­ast eftir að félag­inu tak­ist að ljúka fjár­hags­legri end­ur­skipu­lagn­ingu og fjár­fest­ing sjóðs­ins skili ásætt­an­legri nið­ur­stöðu. Sjóð­ur­inn hefur verið þátt­tak­andi í mörgum sér­hæfðum fjár­fest­ing­ar­ar­verk­efnum sem skilað hafa sjóð­fé­lögum hag­stæðri ávöxt­un. Þess er ávallt gætt að lágu hlut­falli af eignum sé fjár­fest í hverju og einu verk­efni til að draga úr áhættu sjóðs­ins.“

Komið á óvart hversu illa hafi gengið

Í til­kynn­ingu Festu segir að sjóð­ur­inn hafi ákveðið að taka þátt í fjár­mögnun United Sil­icon síðla árs 2014. Þá var það gert í formi skulda­bréfs. „Á þeim tíma var verk­efnið langt kom­ið, öll til­hlýði­leg leyfi lágu fyrir (um­hverf­is­mat, starfs­leyfi, o.s.frv.) ásamt orku­samn­ing­um, samn­ingum um bygg­ingu verk­smiðju og sölu­samn­ingum vegna afurða félags­ins. Arð­semi fjár­fest­ing­ar­innar var metin góð að teknu til­liti til áhættu og það í gjald­eyr­is­skap­andi starf­semi á tímum gjald­eyr­is­hafta. Við ákvarð­ana­töku lágu jafn­framt fyrir verk­fræði­legar og lög­fræði­legar kost­gæfn­is­at­hug­anir óháðra ráð­gjafa­fyr­ir­tækja. Auk þess var óskað álits þriðja aðila (verk­fræði­stofu) á verk­fræði­legri kost­gæfn­is­at­hugun. Síðar kom í ljós að bygg­ing­ar­kostn­aður fór fram úr áætlun og síend­ur­tekin ófyr­ir­séð vanda­mál hafa komið upp eftir að verk­smiðjan var gang­sett. Félagið fór þá í hluta­fjár­aukn­ingar og tók sjóð­ur­inn þátt í þeim til að koma verk­smiðj­unni í starf­hæft ástand. Við ákvörð­un­ina studd­ist stjórn sjóðs­ins við nýja úttekt verk­fræði­stofu á kostn­að­ar­á­ætlun félags­ins. Þátt­taka í hluta­fjár­aukn­ingu árið 2016 nam 215 millj­ónum króna, þátt­taka í hluta­fjár­aukn­ingu árið 2017 nam 36 millj­ónum króna. Við síð­ustu hluta­fjár­aukn­ingu settu líf­eyr­is­sjóðir ströng skil­yrði til að tryggja sem best hags­muni sína. T.d. að líf­eyr­is­sjóðir fengju for­gang á arð og tvö­faldan atkvæð­is­rétt. Lagt var upp með að hluta­féð yrði m.a. nýtt til að bæta meng­un­ar­varnir og öryggi starfs­fólks..­Sjóð­ur­inn brýndi einnig fyrir stjórn United Sil­icon að eitt af for­gangs­verk­efnum hennar ætti að vera að reka verk­smiðj­una í sem bestri sátt við nærum­hverfi sitt.“

Það hafi hins vegar komið á óvart hversu illa hafi gengið að koma starf­sem­inni í eðli­legt horf. Ástæður í rekstri megi rekja til síend­ur­tek­inna bil­ana í bún­aði sem valdið hefðu félag­inu miklu tjóni. Þá hafi nýfallin gerð­ar­dómur í deilu félags­ins við ÍAV, þar sem United Sil­icon var gert að greiða um millj­arð króna, aukið enn á óvissu í rekstri félags­ins.„­Festa líf­eyr­is­sjóður harmar þá stöðu sem upp er komin hjá félag­inu en von­ast eftir að í nauða­samn­ings­ferl­inu tak­ist félag­inu að ljúka fjár­hags­legri end­ur­skipu­lagn­ingu og halda áfram rekstri.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Tækifærið er núna
Hópsýkingar munu halda áfram að koma upp hér á landi. „Við verðum að vera undir það búin að horfa upp á þetta næstu mánuði alla vega,“ segir sóttvarnalæknir. Landlæknir sagði að núna væri tækifærið til að kveða niður það smit sem hér er í gangi.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason og Alma Möller.
„Þannig mun okkur takast að koma okkur út úr þessu COVID-fári“
Sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað þar sem hann leggur til að landamæraskimun verði haldið áfram með sama hætti og verið hefur. Hann ítrekar mikilvægi persónulegra sóttvarna, skimunar og að beita einangrun og sóttkví.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Fordæma aðgerðir Icelandair í kjaraviðræðum
Norræna flutningamannasambandið sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem það fordæmir aðgerðir Icelandair í nýlegum kjarasamningaviðræðum. Samtökin segja þrýsting á stéttarfélög í formi hótana ekki leysa rekstrarvandann sem upp er kominn vegna COVID-19.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Rannsóknir hafa sýnt, án nokkurs vafa, að andlitsgrímur geta komið í veg fyrir COVID-19-smit á milli einstaklinga. Grímurnar gera þó mest gagn við ákveðnar aðstæður og þær þarf að nota á réttan hátt.
„Stutta svarið er já“ – grímur geta komið í veg fyrir smit
Rannsóknir hafa sýnt, án nokkurs vafa, að andlitsgrímur geta komið í veg fyrir COVID-19-smit á milli einstaklinga. Þetta skrifar Jón Magnús Jóhannesson, deildarlæknir á Landspítala, í nýju svari á Vísindavefnum.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Smitum fjölgar enn – 97 í einangrun
Fjögur ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og 97 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórður Snær Júlíusson
Það er komið að pólitíkinni
Kjarninn 6. ágúst 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – Naratímabilið 2: Keisaraynjan ósigrandi
Kjarninn 6. ágúst 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra lagði fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni.
Óljóst hvernig sveitarfélög eigi að bera sig að við uppsetningu neyslurýma
Samband íslenskra sveitarfélaga skilaði nýlega inn umsögn við reglugerð um neyslurými. Sambandið segir sveitarfélög „hafa ekki góða reynslu af því að verkefni með fremur óskýrri sameiginlegri ábyrgð séu fjármögnuð með skúffupeningum“
Kjarninn 6. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent