Fjórðungur segist svikinn vegna Brexit

Bretar myndu velja að vera áfram í ESB ef önnur atkvæðagreiðsla færi fram nú, ef marka má nýja skoðanakönnun.

Nigel Farage í Brexit-baráttunni
Auglýsing

Fjórð­ungur þeirra sem kusu með útgöngu Bret­lands úr Evr­ópu­sam­band­inu í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu í fyrra segja Brex­it-tals­menn hafa blekkt sig í aðdrag­anda kosn­ing­anna. Þetta kemur fram í nýrri könnun Opini­um. Frá þessu er greint á vef Business Insider.

Nærri því einn tíundi þeirra sem kusu útgöngu segj­ast myndu kjósa að vera áfram í Evr­ópu­sam­band­inu ef kosið yrði á ný. Helm­ingur allra þeirra sem kusu í þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unni segja að lof­orð Brex­it-tals­manna - sem lof­uðu 350 millj­ónum punda auka­lega á viku í heil­brigð­is­kerfið – hafi verið heldur eða mjög vill­andi. 19 pró­sent kjós­enda segja kosn­inga­bar­átt­una hafa verið sann­orða.

Rík­is­stjórn Íhalds­flokks­ins undir for­sæti Ther­esu May hefur ítrekað neitað því að skuld­binda sig við lof­orðið um auknar fjár­veit­ingar til heil­brigð­is­mála. 26 pró­sent þeirra sem kusu útgöngu segj­ast þess vegna hafa verið blekkt af kosn­inga­bar­átt­unni sem barð­ist fyrir Brex­it.

Auglýsing

Í könn­un­inni koma fram miklar áhyggjur Breta af eigin fjár­hagi vegna Brex­it. 39 pró­sent svar­enda búast við að fjár­hagur þeirra eigi eftir að versna á næstu árum. 23 pró­sent þeirra sem völdu Brexit segj­ast búast við verri fjár­hag á næstu tveimur árum vegna Brex­it. Þegar til lengri tíma er litið segj­ast 31 pró­sent halda að þeim muni vegna betur eftir 10 ár en 30 pró­sent svar­enda segj­ast halda að þau muni hafa það verra.

Bretar virð­ast einnig hafa skipt um skoðun um útgöngu. Ef greidd yrðu atkvæði um það nú myndu 47 pró­sent kjós­enda velja að vera áfram í Evr­ópu­sam­band­inu en 44 pró­sent ganga út. Fimm pró­sent segj­ast ekki vita hvað þau myndu velja, ef marka má nið­ur­stöður Opini­um.

Það er hins vegar ekki þar með sagt að Bretar séu sam­mála um að ný þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla eigi að fara fram. Aðeins 39 pró­sent svar­enda í könn­un­inni segj­ast vilja fá aðra atkvæða­greiðslu, en 49 pró­sent segj­ast ekki vilja það.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Á meðal þeirra sakborninga sem setið hafa á bak við lás og slá í Nambíu frá því undir lok árs 2019 er Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins.
Tvö mál orðin að einu í Namibíu
Í nýju ákæruskjali í sameinuðu sakamáli vegna Fishrot-skandalsins í Namibíu eru engir Íslendingar á meðal sakborninga, en alls eru 10 manns og 18 félög sökuð um margvísleg brot í tengslum við kvótaviðskipti Samherja í landinu.
Kjarninn 26. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Gamla höfnin í Reykjavík, örverur, kombucha og súrdeig
Kjarninn 26. október 2021
Gagnrýnir aðstöðuleysi fyrir ungmenni í Laugardalnum
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að ungmenni í Laugardal þurfi alvöru aðstöðu til íþróttaiðkunar „ekki fleiri vinnuhópa eða góðar hugmyndir á blaði“.
Kjarninn 26. október 2021
Stefán Jón Hafstein sendifulltrúi með orðið á veffundinum í dag.
Ísland lýsir yfir vilja til að halda áfram að styðja við úttekt FAO
Sendifulltrúi Íslands lýsti því yfir á veffundi Alþjóðamatvælastofnunarinnar (FAO) að Ísland vildi halda áfram að styðja við framkvæmd rannsóknarverkefnis sem lýtur að viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 25. október 2021
Rósa Bjarnadóttir
Enn eitt stefnulaust ár
Kjarninn 25. október 2021
Skortur er á steypu í landinu þessa stundina, samkvæmt framkvæmdastjóra Sementsverksmiðjunnar.
Sementsskortur á landinu
Hrávöruskortur í Evrópu hefur leitt til þess að innflutningur á sementi hefur dregist mikið saman á síðustu vikum. Framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar segir að það sé áskorun fyrir fyrirtækið að standa við skuldbindingarnar sínar.
Kjarninn 25. október 2021
Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, og Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis.
Framkvæmdastjóri Gildis neitar að mæta á fund um Init-málið
Framkvæmdastjóri Gildis hafði áður fallist á boð um að koma á fund Eflingar um Init-málið en samkvæmt stéttarfélaginu dró hann það til baka þegar honum var tilkynnt að Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður yrði fundarstjóri.
Kjarninn 25. október 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Staða ungs fólks á Íslandi
Kjarninn 25. október 2021
Meira úr sama flokkiErlent