Fjórðungur segist svikinn vegna Brexit

Bretar myndu velja að vera áfram í ESB ef önnur atkvæðagreiðsla færi fram nú, ef marka má nýja skoðanakönnun.

Nigel Farage í Brexit-baráttunni
Auglýsing

Fjórð­ungur þeirra sem kusu með útgöngu Bret­lands úr Evr­ópu­sam­band­inu í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu í fyrra segja Brex­it-tals­menn hafa blekkt sig í aðdrag­anda kosn­ing­anna. Þetta kemur fram í nýrri könnun Opini­um. Frá þessu er greint á vef Business Insider.

Nærri því einn tíundi þeirra sem kusu útgöngu segj­ast myndu kjósa að vera áfram í Evr­ópu­sam­band­inu ef kosið yrði á ný. Helm­ingur allra þeirra sem kusu í þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unni segja að lof­orð Brex­it-tals­manna - sem lof­uðu 350 millj­ónum punda auka­lega á viku í heil­brigð­is­kerfið – hafi verið heldur eða mjög vill­andi. 19 pró­sent kjós­enda segja kosn­inga­bar­átt­una hafa verið sann­orða.

Rík­is­stjórn Íhalds­flokks­ins undir for­sæti Ther­esu May hefur ítrekað neitað því að skuld­binda sig við lof­orðið um auknar fjár­veit­ingar til heil­brigð­is­mála. 26 pró­sent þeirra sem kusu útgöngu segj­ast þess vegna hafa verið blekkt af kosn­inga­bar­átt­unni sem barð­ist fyrir Brex­it.

Auglýsing

Í könn­un­inni koma fram miklar áhyggjur Breta af eigin fjár­hagi vegna Brex­it. 39 pró­sent svar­enda búast við að fjár­hagur þeirra eigi eftir að versna á næstu árum. 23 pró­sent þeirra sem völdu Brexit segj­ast búast við verri fjár­hag á næstu tveimur árum vegna Brex­it. Þegar til lengri tíma er litið segj­ast 31 pró­sent halda að þeim muni vegna betur eftir 10 ár en 30 pró­sent svar­enda segj­ast halda að þau muni hafa það verra.

Bretar virð­ast einnig hafa skipt um skoðun um útgöngu. Ef greidd yrðu atkvæði um það nú myndu 47 pró­sent kjós­enda velja að vera áfram í Evr­ópu­sam­band­inu en 44 pró­sent ganga út. Fimm pró­sent segj­ast ekki vita hvað þau myndu velja, ef marka má nið­ur­stöður Opini­um.

Það er hins vegar ekki þar með sagt að Bretar séu sam­mála um að ný þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla eigi að fara fram. Aðeins 39 pró­sent svar­enda í könn­un­inni segj­ast vilja fá aðra atkvæða­greiðslu, en 49 pró­sent segj­ast ekki vilja það.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.
Höfuðborgarsvæðið á viðkvæmum tíma í faraldrinum
Íþróttakennsla í skólum á höfuðborgarsvæðinu verður utandyra og verða íþróttahús, sundlaugar og söfn lokuð. Ákvörðunin verður endurskoðuð að viku liðinni.
Kjarninn 20. október 2020
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar og skrifar undir umsögn þeirra.
Segja forsendur fjárlaga að óbreyttu þegar brostnar vegna landamæraskimunar
Hagsmunasamtök aðila í ferðaþjónustu segja að ef núverandi reglur um tvöfalda skimun á landamærum verði áfram í gildi muni fjöldi erlendra ferðamanna sem heimsæki Ísland árið 2021 aldrei ná að verða 900 þúsund, líkt og forsendur fjárlaga geri ráð fyrir.
Kjarninn 20. október 2020
Sighvatur Björgvinsson
Stjórnarskrárgjafinn – og þú sjálfur
Kjarninn 20. október 2020
Spáir 8,5 prósenta samdrætti í ár
Landsbankinn spáir meiri samdrætti í ár heldur en Seðlabankinn og Hagstofan en býst þó við að viðspyrnan verði meiri á næstu árum.
Kjarninn 20. október 2020
Nichole Leigh Mosty
Hvað er COVID skömm og er það til á Íslandi?
Leslistinn 20. október 2020
Forseti Kína, Xi Jinping.
Hvers vegna gengur svona vel í Kína?
Nýjustu efnahagstölur sýna fram á mikinn hagvöxt í Kína og búist er við að hann muni aukast á næstunni. Hvernig má það vera að svona vel gangi í upprunalandi kórónuveirunnar á meðan flest önnur ríki heimsins eru í djúpri kreppu vegna hennar?
Kjarninn 19. október 2020
Karna Sigurðardóttir
BRAS – ÞORA! VERA! GERA!
Kjarninn 19. október 2020
Rósa Bjarnadóttir
#HvarerOAstefnan?
Kjarninn 19. október 2020
Meira úr sama flokkiErlent