Hætta ekki fyrr en stóriðja í Helguvík stöðvast

Mikill áhugi var á fundi í Reykjanesbæ um stóriðju í Helguvík.

United Silicon ágúst 2017
Auglýsing

Þungt hljóð var í fund­ar­gestum í Stap­anum í gær þar sem rætt var um mál­efni United Sil­icon og kís­il­verk­smiðju þess í Helgu­vík. Á þriðja hund­rað manns mættu á fund­inn en Andri Snær Magna­son rit­höf­undur var einn þeirra sem hélt tölu á fund­in­um. 

Í við­tali við Frétta­blaðið segir hann að þriðj­ungur gesta á fund­inum hefði staðið upp, þegar borin var upp spurn­ing um hverjir fyndu fyrir veik­indum eftir að verk­smiðjan hóf starf­sem­i. Á fund­inum var sam­þykkt ályktun um að biðla til almanna­varna að grípa til aðgerða vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í bæn­um. „Fólki var mikið niðri fyr­ir. Margir lýstu auknum veik­indum eftir að verk­smiðjan kom og aðrir bentu á að ekki væri óhætt lengur að hleypa börnum út að leika,“ segir Andri Snær í við­tali við Frétta­blað­ið.

„Næsta skref er að hrinda af stað alþjóð­legri söfnun fyrir Félag and­stæð­inga stór­iðju í Helgu­vík,“ segir Einar Már Atla­son, for­maður félags­ins, en það stóð fyrir fund­in­um.

Auglýsing

United Sil­icon óskaði eftir greiðslu­stöðvun 14. ágúst síð­ast­lið­inn, en áform eru uppi um að stöðva rektur kís­­il­­málm­­verk­smiðju United Sil­icon í Helg­u­vík 10. sept­­em­ber næst­kom­andi til að gera umbætur á bún­­aði henn­­ar.

Alls hafa þrír íslenskir líf­eyr­is­­sjóðir fjár­­­fest í United Sil­icon fyrir 2.166 millj­­ónir króna. Sjóð­irnir sem um ræðir eru Festa líf­eyr­is­­­sjóð­­ur, Frjálsi líf­eyr­is­­­sjóð­­ur­­inn og Eft­ir­­­launa­­­sjóður fé­lags ís­­­lenskra at­vinn­u­flug­­­manna (EFÍA).

Þá hefur Arion banki hefur fært niður 16,3 pró­­sent eign­­ar­hlut sinn í United Sil­icon að fullu í bókum sín­­um. Bank­inn er auk þess með átta millj­­arða króna útistand­andi við félag­ið, þar með talið lánslof­orð og ábyrgð­­ir. Nið­­ur­­færslu­þörf á þeim lánum er enn óljós og háð fjár­­hags­­legri end­­ur­­skipu­lagn­ingu United Sil­icon.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Ummyndanir
Kjarninn 18. janúar 2021
Svavar Gestsson er látinn, 76 ára að aldri.
Svavar Gestsson látinn
Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra er látinn, 76 ára að aldri.
Kjarninn 18. janúar 2021
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
„Lítur út fyrir að vera eins ógegnsætt og ófaglegt og hægt er að ímynda sér“
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hvaða forsendur lægju að baki fyrirætlaðri sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 18. janúar 2021
Aksturskostnaður Guðjóns leiðréttur af Alþingi – Ásmundur keyrði mest
Guðjón S. Brjánsson var ekki sá þingmaður sem keyrði mest allra á síðasta ári. Alþingi gerði mistök í útreikningi á aksturskostnaði hans og bókfærði hluta kostnaðar vegna áranna 2018 og 2019 á árinu 2020.
Kjarninn 18. janúar 2021
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Samkeppniseftirlitið varar við því að selja banka til skuldsettra eignarhaldsfélaga
Í umsögn Samkeppniseftirlitsins vegna fyrirhugaðrar sölu á hlut í Íslandsbanka eru viðraðar margháttaðar samkeppnislegar áhyggjur af því að lífeyrissjóðir eigi í öllum íslensku viðskiptabönkunum. Þeir séu bæði viðskiptavinir og samkeppnisaðilar banka.
Kjarninn 18. janúar 2021
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir sá þingmaður sem flaug mest innanlands árið 2020
Kostnaður vegna innanlandsflugs þingmanna dróst saman um þriðjung á árinu 2020. Einungis þrír þingmenn flugu fyrir meira en milljón króna. Einn þingmaður var með annan kostnað en laun og fastan kostnað upp á 347 þúsund krónur að meðaltali á mánuði.
Kjarninn 18. janúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Breytt skipulag bólusetninga: Allir skammtar notaðir strax
Íslendingar eru að lenda í verulegum vandræðum á landamærum annarra ríkja vegna hertra reglna. Sóttvarnalæknir, landlæknir og aðstoðaryfirlögregluþjónn hvetja fólk til að fara ekki til útlanda að nauðsynjalausu.
Kjarninn 18. janúar 2021
Líneik Anna Sævarsdóttir alþingismaður.
Líneik Anna vill leiða Framsókn í Norðausturkjördæmi
Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður býður sig fram til þess að leiða lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Þórunn Egilsdóttir sem hefur leitt Framsókn í kjördæminu tilkynnti í síðustu viku að hún myndi hætta á þingi.
Kjarninn 18. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent