Útveggir í Orkuveituhúsi kostuðu hundruð milljóna

Kostnaður vegna slæms ásigkomulags á höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur nemur milljörðum.

Orkuveita
Auglýsing

Orku­veita Reykja­vík­ur­ ­borg­aði ríf­lega 219 millj­ónir króna, meira en 400 millj­ónir að núvirði, fyrir útveggja­kerfið umdeilda sem virð­ist hafa brugð­ist með þeim af­leið­ingum að raka­skemmdir og mygla hafa gert vest­ur­hús höf­uð­stöðva fyr­ir­tæk­is­ins ónot­hæft. Þetta kemur fram í Frétta­blað­inu í dag

Áætlað er að það muni kosta um tvo millj­arða að gera nauð­syn­legar úrbætur á hús­inu, eins og fram hefur kom­ið. 

Vest­­ur­hús höf­uð­­stöðva Orku­veitu Reykja­víkur er illa farið af raka­­semdum og það kostar millj­­arða króna að gera við það. Málið var rætt á stjórn­­­ar­fundi í Orku­veit­unni fyrr í vik­unni en ákvörðun um til hvaða aðgerða verði gripið liggur ekki fyr­­ir. Reykja­vík­­­ur­­borg á 93,5 pró­­sent hlut í Orku­veit­unn­i. 

Auglýsing

Þar segir að sex leiðir hafi verið skoð­aðar til að leysa mál­ið. Áætl­­aður kostn­aður þeirra er á bil­inu 1.500-3.020 millj­­ónir króna. Sá kostn­aður bæt­ist við þegar áfall­inn kostnað vegna skemmd­anna sem er 460 millj­­ónir króna. 

Bygg­ing höf­uð­­stöðva Orku­veit­unnar var umdeild á sínum tíma. Í skýrslu úttekt­­ar­­nefndar um Orku­veit­una, sem birti nið­­ur­­stöður sínar í októ­ber 2012. Bygg­inga­­kostn­aður varð á end­­anum langt umfram áætl­­un. Upp­­runa­­lega átti bygg­ingin að kosta 2,3 millj­­arða króna en hún kost­aði á end­­anum 5,3 millj­­arða króna á verð­lagi hvers fram­­kvæmda­árs, eða 8,5 millj­­arða króna á verð­lagi árs­ins 2010. 

Í úttekt­­ar­­skýrsl­u segir að hluti skýr­ing­anna fyrir auknum bygg­inga­­kostn­aði hafi verið rak­inn til þess að um eitt þús­und fer­­metrar bætt­ust við á bygg­inga­­tím­­anum og að ekki hafi verið gert ráð fyrir ýmsum öðrum stórum liðum í áætl­­un­­um. „Þessi atriði voru ekki borin undir stjórn Orku­veitu Reykja­víkur eða um þau fjallað meðan á bygg­ingu hús­s­ins stóð, og ekki verður séð að athygl­i ­stjórn­­­ar­innar hafi verið vakin sér­­stak­­lega á þessum atriðum á bygg­ing­­ar­­tíma hús­s­ins. Svo virð­ist að auki sem mik­ill hraði hafi ein­­kennt verk­ið, enda var unnið kapp­­sam­­lega að því að koma rekstri fyr­ir­tæk­is­ins undir eitt þak, og má hluta af auknum kostn­að­­ar­út­­­gjöldum meðal ann­­ars rekja til þess[...]Ekki verður heldur fram hjá því litið að Orku­veita Reykja­víkur hefur í dag ekki þörf fyrir svo mik­ið hús­næði, enda stendur nú einn hluti hús­næð­is­ins nær auð­­ur­. Hér er í senn um að ræða veru­­legar fjár­­hæðir og fjár­­­fest­ingu fyr­ir­tækis í op­in­berri eigu, sem ekki nýt­ist nema að hluta til í rekstri þess. Að mat­i út­­tekt­­ar­­nefnd­­ar­innar hefði verið rétt að kynna stjórn fram­vindu bygg­ing­­ar­inn­ar og áfallandi kostn­að, og jafn­­framt hvort rétt væri að draga úr ­bygg­ing­­ar­­magni eða minnka kostnað á meðan á bygg­ingu stóð, til þess að upp­­haf­­legar áætl­­­anir stæð­ust. Svo var ekki gert, og vekur það sér­­staka ­at­hygli að end­an­­legur kostn­aður vegna hús­s­ins virð­ist ekki hafa legið fyr­ir­ ­fyrr en í lok árs 2005, og að á tím­­anum hafi komið upp liðir sem gleymst hafi að gera ráð fyrir í hönnun verks­ins.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Við erum hérna á haus, algjörlega að drukkna“
„Þessi hjúkrun er það erfiðasta sem þú getur lent í,“ segir hjúkrunardeildarstjóri gjörgæslunnar í Fossvogi í samtali við Kjarnann. Að veikjast af nýjum sjúkdómi, lenda á gjörgæslu og jafnvel í öndunarvél er ógnvekjandi. „Já, fólk er hrætt.“
Kjarninn 2. apríl 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ný streymiveita opnar á Íslandi
Kjarninn 2. apríl 2020
Guðjón Sigurbjartsson
Landbúnaður og lopapeysur
Kjarninn 2. apríl 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Það verður að leysa þessa deilu
Landlæknir lýsir yfir áhyggjum sínum af stöðu kjarasamninga hjúkrunarfræðinga og biðlar til samninganefnda ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að setjast að samningaborðinu.
Kjarninn 2. apríl 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
„Ef þið eruð pirruð þarna úti, ekki láta það bitna á starfsfólki verslana“
Fjölmargar ábendingar hafa borist yfirlögregluþjóni þess efnis að viðskiptavinir verslana komi illa fram við starfsfólkið.
Kjarninn 2. apríl 2020
Stefán Ólafsson
Lækkun tryggingagjalds vegi á móti launahækkun
Kjarninn 2. apríl 2020
Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Nærri tíu milljónir hafa sótt um atvinnuleysisbætur í Bandaríkjunum
Um 6,6 milljónir Bandaríkjamanna hafa sótt um atvinnuleysisbætur undanfarna viku, sem er gjörsamlega án fordæma. Í hruninu fyrir röskum áratug fór fjöldinn hæst í 665 þúsund bótaumsóknir á einni viku.
Kjarninn 2. apríl 2020
Níutíu og níu smit greind í gær
Staðfest smit af kórónuveirunni eru orðin rúmlega 1.300 talsins.
Kjarninn 2. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent