Útveggir í Orkuveituhúsi kostuðu hundruð milljóna

Kostnaður vegna slæms ásigkomulags á höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur nemur milljörðum.

Orkuveita
Auglýsing

Orkuveita Reykjavíkur borgaði ríflega 219 milljónir króna, meira en 400 milljónir að núvirði, fyrir útveggjakerfið umdeilda sem virðist hafa brugðist með þeim afleiðingum að rakaskemmdir og mygla hafa gert vesturhús höfuðstöðva fyrirtækisins ónothæft. 

Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag

Áætlað er að það muni kosta um tvo milljarða að gera nauðsynlegar úrbætur á húsinu, eins og fram hefur komið. 

Vest­ur­hús höf­uð­stöðva Orku­veitu Reykja­víkur er illa farið af raka­semdum og það kostar millj­arða króna að gera við það. Málið var rætt á stjórn­ar­fundi í Orku­veit­unni fyrr í vikunni en ákvörðun um til hvaða aðgerða verði gripið liggur ekki fyr­ir. Reykja­vík­ur­borg á 93,5 pró­sent hlut í Orku­veit­unn­i. 

Auglýsing

Þar segir að sex leiðir hafi verið skoð­aðar til að leysa mál­ið. Áætl­aður kostn­aður þeirra er á bil­inu 1.500-3.020 millj­ónir króna. Sá kostn­aður bæt­ist við þegar áfall­inn kostnað vegna skemmd­anna sem er 460 millj­ónir króna. 

Bygg­ing höf­uð­stöðva Orku­veit­unnar var umdeild á sínum tíma. Í skýrslu úttekt­ar­nefndar um Orku­veit­una, sem birti nið­ur­stöður sínar í októ­ber 2012. Bygg­inga­kostn­aður varð á end­anum langt umfram áætl­un. Upp­runa­lega átti bygg­ingin að kosta 2,3 millj­arða króna en hún kost­aði á end­anum 5,3 millj­arða króna á verð­lagi hvers fram­kvæmda­árs, eða 8,5 millj­arða króna á verð­lagi árs­ins 2010. 

Í úttekt­ar­skýrsl­u segir að hluti skýr­ing­anna fyrir auknum bygg­inga­kostn­aði hafi verið rak­inn til þess að um eitt þús­und fer­metrar bætt­ust við á bygg­inga­tím­anum og að ekki hafi verið gert ráð fyrir ýmsum öðrum stórum liðum í áætl­un­um. „Þessi atriði voru ekki borin undir stjórn Orku­veitu Reykja­víkur eða um þau fjallað meðan á bygg­ingu húss­ins stóð, og ekki verður séð að athygl­i ­stjórn­ar­innar hafi verið vakin sér­stak­lega á þessum atriðum á bygg­ing­ar­tíma húss­ins. Svo virð­ist að auki sem mik­ill hraði hafi ein­kennt verk­ið, enda var unnið kapp­sam­lega að því að koma rekstri fyr­ir­tæk­is­ins undir eitt þak, og má hluta af auknum kostn­að­ar­út­gjöldum meðal ann­ars rekja til þess[...]Ekki verður heldur fram hjá því litið að Orku­veita Reykja­víkur hefur í dag ekki þörf fyrir svo mik­ið hús­næði, enda stendur nú einn hluti hús­næð­is­ins nær auð­ur­. Hér er í senn um að ræða veru­legar fjár­hæðir og fjár­fest­ingu fyr­ir­tækis í op­in­berri eigu, sem ekki nýt­ist nema að hluta til í rekstri þess. Að mat­i út­tekt­ar­nefnd­ar­innar hefði verið rétt að kynna stjórn fram­vindu bygg­ing­ar­inn­ar og áfallandi kostn­að, og jafn­framt hvort rétt væri að draga úr ­bygg­ing­ar­magni eða minnka kostnað á meðan á bygg­ingu stóð, til þess að upp­haf­legar áætl­anir stæð­ust. Svo var ekki gert, og vekur það sér­staka ­at­hygli að end­an­legur kostn­aður vegna húss­ins virð­ist ekki hafa legið fyr­ir­ ­fyrr en í lok árs 2005, og að á tím­anum hafi komið upp liðir sem gleymst hafi að gera ráð fyrir í hönnun verks­ins.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá undirritun lífskjarasamningsins í apríl árið 2019.
Forsendur brostnar og örlög lífskjarasamningsins ráðist 30. september
Forsendunefnd ASÍ og SA hefur komist að þeirri niðurstöðu að forsendur lífskjarasamningsins frá 2019 séu brostnar, hvað aðgerðir stjórnvalda varðar. Formaður VR segir að örlög samninganna muni ráðast á fundi samninganefnda ASÍ og SA 30. september.
Kjarninn 20. september 2021
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu er engin töfralausn
Kjarninn 20. september 2021
Þorvarður Bergmann Kjartansson
Þegar sumir hafa vald yfir öðrum
Kjarninn 20. september 2021
Hildur Gunnarsdóttir
Húsnæðispólitík og arkitektúr
Kjarninn 20. september 2021
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins
Gæti kostað 50-60 milljarða að gera 350 þúsund króna laun skatt- og skerðingalaus
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Ingu Sæland um að færsla á persónuafslætti frá „þeim ríku“ til hinna efnaminni geti fjármagnað 350 þúsund króna skattfrjálsa framfærslu.
Kjarninn 20. september 2021
Segja mikilvægt að undirbúa innviði og regluverk fyrir græna orkuframleiðslu
Íslendingar ættu að nýta þau tækifæri sem felast í orkuskiptum hérlendis og undirbúa innviði og regluverk fyrir samkeppnishæfa framleiðslu á kolefnislausum orkugjöfum, að mati tveggja verkfræðinga hjá EFLU.
Kjarninn 20. september 2021
Jóhann Friðrik Friðriksson
Heilbrigðiskerfi ekki óheilbrigðiskerfi
Kjarninn 20. september 2021
Vikurnáman yrði austan við Hafursey á Mýrdalssandi.
Vörubílar myndu aka 120 ferðir á dag með Kötluvikur
„Þetta er ekkert smáræði og ég held að menn átti sig engan veginn á því hvað þetta er mikið umfang,“ segir Guðmundur Oddgeirsson, bæjarfulltrúi í Ölfusi, um fyrirhugaða vikurnámu á Mýrdalssandi og flutninga á efninu til Þorlákshafnar.
Kjarninn 20. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent