Útveggir í Orkuveituhúsi kostuðu hundruð milljóna

Kostnaður vegna slæms ásigkomulags á höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur nemur milljörðum.

Orkuveita
Auglýsing

Orku­veita Reykja­vík­ur­ ­borg­aði ríf­lega 219 millj­ónir króna, meira en 400 millj­ónir að núvirði, fyrir útveggja­kerfið umdeilda sem virð­ist hafa brugð­ist með þeim af­leið­ingum að raka­skemmdir og mygla hafa gert vest­ur­hús höf­uð­stöðva fyr­ir­tæk­is­ins ónot­hæft. Þetta kemur fram í Frétta­blað­inu í dag

Áætlað er að það muni kosta um tvo millj­arða að gera nauð­syn­legar úrbætur á hús­inu, eins og fram hefur kom­ið. 

Vest­­ur­hús höf­uð­­stöðva Orku­veitu Reykja­víkur er illa farið af raka­­semdum og það kostar millj­­arða króna að gera við það. Málið var rætt á stjórn­­­ar­fundi í Orku­veit­unni fyrr í vik­unni en ákvörðun um til hvaða aðgerða verði gripið liggur ekki fyr­­ir. Reykja­vík­­­ur­­borg á 93,5 pró­­sent hlut í Orku­veit­unn­i. 

Auglýsing

Þar segir að sex leiðir hafi verið skoð­aðar til að leysa mál­ið. Áætl­­aður kostn­aður þeirra er á bil­inu 1.500-3.020 millj­­ónir króna. Sá kostn­aður bæt­ist við þegar áfall­inn kostnað vegna skemmd­anna sem er 460 millj­­ónir króna. 

Bygg­ing höf­uð­­stöðva Orku­veit­unnar var umdeild á sínum tíma. Í skýrslu úttekt­­ar­­nefndar um Orku­veit­una, sem birti nið­­ur­­stöður sínar í októ­ber 2012. Bygg­inga­­kostn­aður varð á end­­anum langt umfram áætl­­un. Upp­­runa­­lega átti bygg­ingin að kosta 2,3 millj­­arða króna en hún kost­aði á end­­anum 5,3 millj­­arða króna á verð­lagi hvers fram­­kvæmda­árs, eða 8,5 millj­­arða króna á verð­lagi árs­ins 2010. 

Í úttekt­­ar­­skýrsl­u segir að hluti skýr­ing­anna fyrir auknum bygg­inga­­kostn­aði hafi verið rak­inn til þess að um eitt þús­und fer­­metrar bætt­ust við á bygg­inga­­tím­­anum og að ekki hafi verið gert ráð fyrir ýmsum öðrum stórum liðum í áætl­­un­­um. „Þessi atriði voru ekki borin undir stjórn Orku­veitu Reykja­víkur eða um þau fjallað meðan á bygg­ingu hús­s­ins stóð, og ekki verður séð að athygl­i ­stjórn­­­ar­innar hafi verið vakin sér­­stak­­lega á þessum atriðum á bygg­ing­­ar­­tíma hús­s­ins. Svo virð­ist að auki sem mik­ill hraði hafi ein­­kennt verk­ið, enda var unnið kapp­­sam­­lega að því að koma rekstri fyr­ir­tæk­is­ins undir eitt þak, og má hluta af auknum kostn­að­­ar­út­­­gjöldum meðal ann­­ars rekja til þess[...]Ekki verður heldur fram hjá því litið að Orku­veita Reykja­víkur hefur í dag ekki þörf fyrir svo mik­ið hús­næði, enda stendur nú einn hluti hús­næð­is­ins nær auð­­ur­. Hér er í senn um að ræða veru­­legar fjár­­hæðir og fjár­­­fest­ingu fyr­ir­tækis í op­in­berri eigu, sem ekki nýt­ist nema að hluta til í rekstri þess. Að mat­i út­­tekt­­ar­­nefnd­­ar­innar hefði verið rétt að kynna stjórn fram­vindu bygg­ing­­ar­inn­ar og áfallandi kostn­að, og jafn­­framt hvort rétt væri að draga úr ­bygg­ing­­ar­­magni eða minnka kostnað á meðan á bygg­ingu stóð, til þess að upp­­haf­­legar áætl­­­anir stæð­ust. Svo var ekki gert, og vekur það sér­­staka ­at­hygli að end­an­­legur kostn­aður vegna hús­s­ins virð­ist ekki hafa legið fyr­ir­ ­fyrr en í lok árs 2005, og að á tím­­anum hafi komið upp liðir sem gleymst hafi að gera ráð fyrir í hönnun verks­ins.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni segir kökumyndband Öryrkjabandalagsins vera misheppnað
Fjármála- og efnahagsráðherra segir það rangt að öryrkjar fái sífellt minni sneið af efnahagskökunni sem íslenskt samfélag baki. ÖBÍ segir ríkisstjórnina hafa ákveðið að auka fátækt sinna skjólstæðinga.
Kjarninn 28. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Útlit fyrir að sóttvarnalæknir leggi til hertar aðgerðir
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er ekki ánægður með stöðu faraldursins og ætlar að skila minnisblaði með tillögum að breyttum sóttvarnaraðgerðum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra fljótlega.
Kjarninn 28. október 2020
Alls segjast um 40 prósent kjósenda að þeir myndu kjósa stjórnarflokkanna þrjá.
Samfylking stækkar, Sjálfstæðisflokkur tapar og Vinstri græn ekki verið minni frá 2016
Fylgi Vinstri grænna heldur áfram að dala og mælist nú tæplega helmingur af því sem flokkurinn fékk í síðustu kosningum. Flokkur forsætisráðherra yrði minnsti flokkurinn á þingi ef kosið yrði í dag.
Kjarninn 28. október 2020
Neytendastofa er með aðsetur í Borgartúni.
Unnið að því að leggja niður Neytendastofu
Stjórnvöld sjá fyrir sér að hugsanlega verði hægt að færa öll verkefni frá Neytendastofu á næsta ári og leggja stofnunina niður, með mögulegum sparnaði fyrir ríkissjóð. Stofnunin tók til starfa árið 2005 og fær tæpar 240 milljónir úr ríkissjóði í ár.
Kjarninn 28. október 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er ráðherra ferðamála.
Tekjufallsstyrkir til ferðaþjónustunnar áætlaðir 3,5 milljarðar króna
Leiðsögumenn og aðrir litlir rekstraraðilar eiga rétt á að fá allt að 400 þúsund krónur á mánuði í tekjufallsstyrki fyrir hvert stöðugildi í allt að 18 mánuði. Kostnaður vegna styrka til ferðaþjónustu hefur nú verið áætlaður.
Kjarninn 28. október 2020
Ráðhús Reykjavíkur
„Hagstjórnarmistök“ að styðja ekki betur við sveitarfélög
Reykjavíkurborg varar ríkisstjórnina við að veita sveitarfélögunum ekki meiri stuðning í nýju fjárlagafrumvarpi og segir niðurskurð í fjárfestingum vinna gegn viðbótarfjárfestingu ríkisins.
Kjarninn 28. október 2020
Óskað eftir því að Vilji Björns Inga verði tekinn til gjaldþrotaskipta
Sýslumaðurinn á Vesturlandi hefur lagð fram beiðni um að Útgáfufélag Viljans verði tekið til gjaldþrotaskipta. Björn Ingi Hrafnsson segist fyrst hafa heyrt um málið í gærkvöldi. Hann missti stjórn á umsvifamiklu fjölmiðlaveldi árið 2017.
Kjarninn 28. október 2020
Fjölmargir erlendir ríkisborgarar starfa  við mannvirkjagerð á Íslandi.
Erlendum ríkisborgurum heldur áfram að fjölga þrátt fyrir samdrátt og atvinnuleysi
Á málþingi fyrir ári sagði ráðuneytisstjóri í félagsmálaráðuneytinu að það væri einfalt fyrir Ísland að „losa sig“ erlent vinnuafl þegar samdráttur yrði í efnahagslífinu. Erlendum ríkisborgurum hefur fjölgað það sem af er ári þrátt fyrir metsamdrátt.
Kjarninn 27. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent