Björn Ingi missir tökin á Pressusamstæðunni

Róbert Wessmann og viðskiptafélagar hans hafa eignast tæplega 90 prósent hlut í þriðja stærsta einkarekna fjölmiðlafyrirtæki landsins.

Björn Ingi Hrafnsson.
Björn Ingi Hrafnsson.
Auglýsing

Róbert Wess­mann og við­skipta­fé­lagar hafa eign­ast 88,38 pró­sent í fjöl­miðla­sam­steyp­unni Press­unni. Félagið á og rekur m.a. DV, DV.is, Press­una, Bleikt.is og Eyj­una. Félög í eigu Björns Inga Hrafns­sonar og Arn­ars Ægis­sonar munu áfram eiga um ell­efu pró­sent í félag­inu. Frá þessu er greint í Mark­aðn­um, fylgi­riti Frétta­blaðs­ins um efna­hags­mál og við­skipti, í dag.

­Eig­endur Dals­ins eru Róbert Wess­mann, Árni Harð­ar­son, Hall­dór Krist­manns­son, Hilmar Þór Krist­ins­son og Jóhann G. Jóhanns­son. Hver þeirra á um sig á tutt­ugu pró­senta hlut í félag­inu. Dal­ur­inn á einnig allt hlutafé í Birt­ingi, sem gefur út þrjú tíma­rit: Gest­gjafann, Hús og híbýli og Vik­una.

Í Mark­aðnum er haft eftir Hall­dóri Krist­manns­syni að staða Pressunnar sé þung og að fyrri stjórn­endur hafi óskað eftir svig­rúmi til að finna nýja hlut­hafa í sum­ar. Það hafi ekki gengið eft­ir. Dal­ur­inn hafi lagt tölu­verða pen­inga inn í Vef­press­una þegar til stóð að félagið tæki þátt í hluta­fjár­hækkun í vor. Þeir fjár­munir hafi nýst til að greiða opin­ber gjöld og van­skil á líf­eyr­is­sjóðs- og stétt­ar­fé­lags­greiðslum starfs­manna. Þess vegna hafi hann átt kröfu á félagið sem hægt var að breyta í hluta­fé.

Kjarn­inn greindi frá því í maí að skuldir Pressunnar og tengdra félaga væru yfir 700 millj­ónir króna. Þar af eru van­skil vegna van­greiddra opin­bera gjalda og vegna greiðslna í líf­eyr­is­sjóði, stétt­ar­fé­lög og vegna með­lags­greiðslna yfir 400 millj­ónir króna.

Auglýsing


Í síð­ustu viku sagði Kjarn­inn frá því að félagið Útvörður ehf., sem er í eigu Þor­­steins Guðn­a­­son­­ar, hefði stefnt Press­unni. Málið verður tekið fyrir í hér­­aðs­­dómi Reykja­víkur 6. sept­­em­ber næst­kom­andi. Þor­­steinn vildi ekki tjá sig um málið þegar Kjarn­inn leit­aði eftir upp­­lýs­ingum um það en í árs­­reikn­ingi Útvarðar sést að Pressan skuld­aði Útverði 91 milljón króna í lok árs 2015.

Krafan er eina verð­­mæta eign Útvarð­­ar. Hún á rætur sínar að rekja til þess að félagið veitti Press­unni selj­enda­lán til að kaupa DV og DV.is á árinu 2014. Miðað við umfang kröf­unnar hefur lítið eða ekk­ert verið greitt af henni síðan að til hennar var stofn­að.

Í Stund­inni í síð­ustu viku kom fram að Pressan skuldi auk þess Toll­­stjóra um 300 millj­­ónir króna vegna van­­gold­inna opin­berra gjalda. Gjald­­þrota­beiðni hafi verið send inn í vor á hendur DV ehf., einu þeirra félaga sem til­­heyra Pressu­­sam­­stæð­unni, og að sú beiðni verði brátt tekin fyrir í Hér­­aðs­­dómi Reykja­vík­­­ur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB.
ESB þrýstir á Biden til að setja tæknifyrirtækjunum þröngar skorður
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fagnaði í gær innsetningu Joe Biden í embætti Bandaríkjaforseta, en hvatti til aukins samstarfs milli ríkjanna við að takmarka vald stóru tæknifyrirtækjanna.
Kjarninn 21. janúar 2021
ESA hefur verið með augun á íslensku leigubílalöggjöfinni allt frá árinu 2017.
ESA boðar samningsbrotamál út af íslensku leigubílalöggjöfinni
Þrátt fyrir að frumvarp um breytingar á lögum liggi fyrir Alþingi sendi Eftirlitsstofnun EFTA íslenskum stjórnvöldum bréf í dag og boðar að mögulega verði farið í mál út af núgildandi lögum, sem brjóti gegn EES-samningnum.
Kjarninn 20. janúar 2021
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sór embættiseið sinn fyrr í dag.
Biden: „Það verður enginn friður án samheldni“
Joe Biden var svarinn í embætti forseta Bandaríkjanna fyrr í dag. Í innsetningarræðu sinni kallaði hann eftir aukinni samheldni meðal Bandaríkjamanna svo að hægt yrði að takast á við þau erfiðu verkefni sem biðu þjóðarinnar.
Kjarninn 20. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson
Mikið fagnaðarefni að „nýfasistinn og hrottinn Donald Trump“ láti af embætti
Þingflokksformaður Pírata fagnar brotthvarfi Donalds Trump úr embætti Bandaríkjaforseta og bendir á að uppgangur nýfasisma geti átt sér stað ef við gleymum því að það sé mögulegt.
Kjarninn 20. janúar 2021
Frá miðstjórnarfundi hjá Alþýðusambandi Íslands í febrúar árið 2019.
Segja skorta á röksemdir fyrir sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Miðstjórn ASÍ mótmælir harðlega áformum um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, segir flýti einkenna ferlið og telur að ekki hafi verið færðar fram fullnægjandi röksemdir fyrir sölunni.
Kjarninn 20. janúar 2021
Gosi – ævintýri spýtustráks
Öll viljum við vera alvöru!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um sýninguna Gosi – ævintýri spýtustráks sem sýnd er í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 20. janúar 2021
Á nýrri tölfræðisíðu sem sett var í loftið í dag má fylgjast með framgangi bólusetningar gegn COVID-19 hér á landi.
Tæplega 500 manns hafa þegar fengið tvær sprautur
Búið er að gefa rúmlega 40 prósent af Íslendingum yfir 90 ára aldri a.m.k. einn skammt af bóluefni og tæp 13 prósent þeirra sem eru 80-89 ára. Ný tölfræðisíða um bólusetningu hefur verið sett í loftið á vefnum covid.is.
Kjarninn 20. janúar 2021
Ágúst Ólafur Ágústsson.
Ágúst Ólafur verður ekki í framboði fyrir Samfylkinguna í næstu kosningum
Annar oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkur verður ekki á lista hennar í komandi þingkosningum. Hann bauðst til að taka annað sætið á lista en meirihluti uppstillingarnefndar hafnaði því.
Kjarninn 20. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent