Björn Ingi missir tökin á Pressusamstæðunni

Róbert Wessmann og viðskiptafélagar hans hafa eignast tæplega 90 prósent hlut í þriðja stærsta einkarekna fjölmiðlafyrirtæki landsins.

Björn Ingi Hrafnsson.
Björn Ingi Hrafnsson.
Auglýsing

Róbert Wess­mann og við­skipta­fé­lagar hafa eign­ast 88,38 pró­sent í fjöl­miðla­sam­steyp­unni Press­unni. Félagið á og rekur m.a. DV, DV.is, Press­una, Bleikt.is og Eyj­una. Félög í eigu Björns Inga Hrafns­sonar og Arn­ars Ægis­sonar munu áfram eiga um ell­efu pró­sent í félag­inu. Frá þessu er greint í Mark­aðn­um, fylgi­riti Frétta­blaðs­ins um efna­hags­mál og við­skipti, í dag.

­Eig­endur Dals­ins eru Róbert Wess­mann, Árni Harð­ar­son, Hall­dór Krist­manns­son, Hilmar Þór Krist­ins­son og Jóhann G. Jóhanns­son. Hver þeirra á um sig á tutt­ugu pró­senta hlut í félag­inu. Dal­ur­inn á einnig allt hlutafé í Birt­ingi, sem gefur út þrjú tíma­rit: Gest­gjafann, Hús og híbýli og Vik­una.

Í Mark­aðnum er haft eftir Hall­dóri Krist­manns­syni að staða Pressunnar sé þung og að fyrri stjórn­endur hafi óskað eftir svig­rúmi til að finna nýja hlut­hafa í sum­ar. Það hafi ekki gengið eft­ir. Dal­ur­inn hafi lagt tölu­verða pen­inga inn í Vef­press­una þegar til stóð að félagið tæki þátt í hluta­fjár­hækkun í vor. Þeir fjár­munir hafi nýst til að greiða opin­ber gjöld og van­skil á líf­eyr­is­sjóðs- og stétt­ar­fé­lags­greiðslum starfs­manna. Þess vegna hafi hann átt kröfu á félagið sem hægt var að breyta í hluta­fé.

Kjarn­inn greindi frá því í maí að skuldir Pressunnar og tengdra félaga væru yfir 700 millj­ónir króna. Þar af eru van­skil vegna van­greiddra opin­bera gjalda og vegna greiðslna í líf­eyr­is­sjóði, stétt­ar­fé­lög og vegna með­lags­greiðslna yfir 400 millj­ónir króna.

Auglýsing


Í síð­ustu viku sagði Kjarn­inn frá því að félagið Útvörður ehf., sem er í eigu Þor­­steins Guðn­a­­son­­ar, hefði stefnt Press­unni. Málið verður tekið fyrir í hér­­aðs­­dómi Reykja­víkur 6. sept­­em­ber næst­kom­andi. Þor­­steinn vildi ekki tjá sig um málið þegar Kjarn­inn leit­aði eftir upp­­lýs­ingum um það en í árs­­reikn­ingi Útvarðar sést að Pressan skuld­aði Útverði 91 milljón króna í lok árs 2015.

Krafan er eina verð­­mæta eign Útvarð­­ar. Hún á rætur sínar að rekja til þess að félagið veitti Press­unni selj­enda­lán til að kaupa DV og DV.is á árinu 2014. Miðað við umfang kröf­unnar hefur lítið eða ekk­ert verið greitt af henni síðan að til hennar var stofn­að.

Í Stund­inni í síð­ustu viku kom fram að Pressan skuldi auk þess Toll­­stjóra um 300 millj­­ónir króna vegna van­­gold­inna opin­berra gjalda. Gjald­­þrota­beiðni hafi verið send inn í vor á hendur DV ehf., einu þeirra félaga sem til­­heyra Pressu­­sam­­stæð­unni, og að sú beiðni verði brátt tekin fyrir í Hér­­aðs­­dómi Reykja­vík­­­ur.

Tveir framkvæmdastjórar láta af störfum hjá Íslandspósti
Mikil hagræðing og kostnaðaraðhald er framundan hjá Íslandspósti. Framkvæmdastjórum fyrirtækisins hefur verið fækkað úr fimm í þrjá.
Kjarninn 25. júní 2019
Þóra Kristín Þórsdóttir
Frá #konurtala til #konurþagna?
Kjarninn 25. júní 2019
Rúmlega þúsund kröfur vegna Gaman ferða
Alls bárust Ferðamálastofu 1.038 kröfur vegna Gaman ferða sem hættu starfsemi fyrr á árinu í kjölfar gjaldþrots WOW air. Ferðaskrifstofan var í 49 prósent eigu WOW air.
Kjarninn 25. júní 2019
Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent