Á 91 milljóna króna kröfu á Pressuna og hefur stefnt henni fyrir dóm

Félag sem á tugmilljóna króna kröfu á fjölmiðlafyrirtækið Pressuna hefur stefnt því fyrir dómstóla. Krafan á rætur sínar að rekja til seljendaláns sem veitt var til að kaupa DV árið 2014. Málið verður tekið fyrir í september.

Pressan fékk seljendalán þegar hún keypti DV árið 2014. Það lán hefur ekki verið greitt.
Pressan fékk seljendalán þegar hún keypti DV árið 2014. Það lán hefur ekki verið greitt.
Auglýsing

Félagið Útvörður ehf., sem er í eigu Þor­steins Guðna­son­ar, hefur stefnt Press­unni ehf., sem rekur meðal ann­ars fjöl­miðl­anna DV, DV.is, Eyj­una, Bleikt.is og Press­una.  Málið verður tekið fyrir í hér­aðs­dómi Reykja­víkur 6. sept­em­ber næst­kom­andi. Þor­steinn vildi ekki tjá sig um málið þegar Kjarn­inn leit­aði eftir upp­lýs­ingum um það en í árs­reikn­ingi Útvarðar sést að Pressan skuld­aði Útverði 91 milljón króna í lok árs 2015.

Krafan er eina verð­mæta eign Útvarð­ar. Hún á rætur sínar að rekja til þess að félagið veitti Press­unni selj­enda­lán til að kaupa DV og DV.is á árinu 2014. Miðað við umfang kröf­unnar hefur lítið eða ekk­ert verið greitt af henni síðan að til hennar var stofn­að.

Í Stund­inni sem kom út í dag kemur fram að Pressan skuldi auk þess Toll­stjóra um 300 millj­ónir króna vegna van­gold­inna opin­berra gjalda. Gjald­þrota­beiðni hafi verið send inn í vor á hendur DV ehf., einu þeirra félaga sem til­heyra Pressu­sam­stæð­unni, og að sú beiðni verði brátt tekin fyrir í Hér­aðs­dómi Reykja­vík­ur.

Veittu selj­enda­lán

Haustið 2014 áttu sér stað mikil átök um yfir­­ráð yfir DV. ­Feðgarnir Reynir Trausta­­son og Jón Trausti Reyn­is­­son, ásamt sam­­starfs­­mönn­um sín­um, höfðu þá átt og stýrt DV um nokk­­urt skeið en fengið fjár­­hags­­lega ­fyr­ir­greiðslu víða til að standa undir þeim rekstri, meðal ann­­ars hjá Gísla Guð­­munds­­syni, fyrrum eig­anda B&L. Þeim kröfum var síðan breytt í hluta­fé ­sem dugði til að taka yfir DV. Í átök­unum kom maður að nafni Þor­­steinn Guðn­a­­son fram fyrir hönd þeirra krafna.

Auglýsing
Ólafur M. Magn­ús­­son, fyrr­ver­andi stjórn­­­ar­­maður í DV, sagði í sam­tali við Kjarn­ann í októ­ber 2014 að menn tengdir Fram­­sókn­­ar­­flokknum hefðu viljað kaupa DV í þessum átök­um. Þáver­andi fram­­kvæmda­­stjóri flokks­ins hafn­aði því í kjöl­farið í yfir­­lýs­ingu.

DV var skömmu síðar selt til hóps undir for­yst­u ­Björns Inga Hrafns­­son­­ar. Kaupin voru gerð í nafni félags sem heitir Pressan ehf. Kaup­verðið var ekki gert opin­bert en Björn Ingi, sem er aðal­eig­andi Pressunnar og helsti stjórn­andi fjöl­miðla­sam­steypu félags­ins, greindi frá því að stór hluti þess hefði verið fjár­magnað með láni frá selj­endum hlut­ar­ins.

Kröfur Útvarðar á hendur Press­unni eru til­komnar vegna þess selj­enda­láns. Í árs­reikn­ingi félags­ins segir að und­ir­liggj­andi hluta­bréf séu til trygg­ingar end­ur­greiðslu. Það þýðir að Útvörður á veð í hluta­bréfum Pressunn­ar.

Kjarn­inn greindi frá því í maí að skuldir Pressu­sam­stæð­unnar séu yfir 700 millj­ónir króna og að mat fjár­festa sem ætl­uðu að koma að henni, en hættu svo við, væri að það sé upp­hæðin sem þyrfti að leggja henni til svo að hún yrði rekstr­ar­hæf.

Toll­stjóri farið fram á gjald­þrota­skipti

Í Stund­inni sem kom út í dag kemur fram að skuldir Pressu­sam­stæð­unnar við Toll­stjóra séu um 300 millj­ónir króna vegna van­gold­inna opin­berra gjalda.

Í blað­inu kemur fram að þar fyrir utan séu skuldir við líf­eyr­is­sjóði sem nemi um hund­rað millj­ónum króna. Ekki sé verið að þjón­usta þessar skuld­bind­ing­ar.

Stundin greinir einnig frá því að Toll­stjóri hafi sent inn gjald­þrota­beiðni á hendur DV ehf. í vor. Sú beiðni hafi ekki verið aft­ur­kölluð og verður brátt tekin fyrir í Hér­aðs­dómi Reykja­vík­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent