Vantar um 700 milljónir inn í Pressuna

Endurskipulagning Pressusamstæðunnar er í uppnámi eftir að fjárhagsstaða hennar reyndist mun verri en upphaflega var áætlað. Stefnt er að því að halda starfseminni áfram en hluti þeirra sem kynntir voru sem hluthafar vilja draga sig út.

Einn þeirra miðla sem tilheyrir Pressusamstæðunni er hið rótgróna blað DV.
Einn þeirra miðla sem tilheyrir Pressusamstæðunni er hið rótgróna blað DV.
Auglýsing

Við­mæl­endur Kjarn­ans sem koma að kaupum nýrra hlut­hafa á Press­unni og tengdum fjöl­miðlum segja að þær 300 millj­ónir króna sem til­kynnt hefur verið um að setja ætti inn í sam­stæð­una dugi ekki til. Gatið sem þurfi að brúa til að gera hana rekstr­ar­hæfa sé nálægt 700 millj­ónum króna að þeirra mati.

Innan Pressu­sam­stæð­unnar eru tæp­lega 30 miðlar sem birta efni á vef, á dag­blaða- og tíma­rita­formi og í sjón­varpi. Þeirra þekkt­astir eru DV, DV.is, Eyj­an, Pressan, sjón­varps­stöðin ÍNN og tíma­ritin Vikan, Gest­gjaf­inn, Nýtt líf og Hús og híbýli.

Enn er vilji hjá að minnsta kosti hluta þeirra aðila sem ætl­uðu að setja fé inn í rekst­ur­inn til að fjár­festa í sam­stæð­unni og þegar hafa verið lán­aðir umtals­verðir fjár­munir inn til að gera upp opin­ber gjöld og líf­eyr­is­sjóðs­skuldir sem voru í van­skil­um, sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans.

Eftir að vænt­an­legum hlut­höfum var hleypt að sam­stæð­unni komu hins vegar í ljós allskyns kröfur sem ekki hafði verið greint frá í aðdrag­anda ætl­aðar hluta­fjár­aukn­ingar auk þess sem rekstr­ar­for­sendur hluta þeirra miðla sem heyra undir Press­una hafi verið mun verri en sagt hafi ver­ið. Einn við­mæl­and­inn sagði að það stæði „ekki steinn yfir steini“ í rekstri Pressunnar og annar sagð­ist halda að hluta­fjár­lof­orð yrðu ein­fald­lega dregin til baka í ljós mun verri stöðu sam­stæð­unnar en kynnt hefði ver­ið.

Það er til marks um slæma stöðu fyr­ir­tæk­is­ins að þeir stjórn­ar­menn sem til­kynnt var um að setj­ast ættu í stjórn Pressunnar fyrir tæpum mán­uði síðan hafa enn ekki gert það form­lega. Þeir vilji ekki bera neina laga­lega ábyrgð á sam­stæð­unni eins og hún er í dag.

Ný stjórn ekki tekin við

Til­kynnt var um það 18. apríl að hlutafé útgáfu­fé­lags­ins Pressunnar yrði aukið um 300 millj­ónir króna. Sam­hliða átti Björn Ingi Hrafns­son, stofn­andi Pressunnar og sá sem leitt hefur yfir­tökur hennar á öðrum miðlum und­an­farin ár, að stíga til hlið­ar.

Auglýsing

Hann hefur verið bæði stjórn­ar­for­maður og útgef­andi Pressu­sam­stæð­unnar fram að þessu auk þess sem hann stýrir sjón­varps­þætt­inum Eyj­unni, sem var um nokk­urra ára skeið á Stöð 2 en er nú sýndur á ÍNN. Björn Ingi átti að láta af öllum stjórn­un­ar­störfum fyrir Press­una sam­hliða hluta­fjár­aukn­ing­unni. Hann átti þó áfram stýra sjón­varps­þætt­in­um, en yrði hvorki í stjórn né koma að rit­stjórn miðla sam­stæð­unnar leng­ur.

Ný stjórn var kosin á hlut­hafa­fundi þennan sama dag, 18. apr­íl. Sam­kvæmt til­kynn­ingu yrði Gunn­laugur Árna­son stjórn­ar­for­mað­ur. Aðrir sem setj­­­ast áttu í stjórn eru Þor­varður Gunn­­ar­s­­son, fyrrum for­­stjóri Deloitte á Íslandi, Sess­elja Vil­hjálms­dóttir fram­­kvæmda­­stjóri hug­­bún­­að­­ar­­fyr­ir­tæk­is­ins Tag­Play og Hall­­dór Krist­­manns­­son yfir­­­maður Sam­­skipta- og mark­aðs­sviðs lyfja­­fyr­ir­tæk­is­ins Alvogen. Ekk­ert þeirra hefur sest form­lega í stjórn enn sem komið er.

Félag sem er í eigu Hall­­dórs, Róberts Wessman, Árna Harð­­ar­­son­­ar, Hilm­­­ars Þórs Krist­ins­­sonar og Jóhanns G. Jóhanns­­son­­ar, Fjár­­­fest­inga­­fé­lagið Dal­­ur­inn ehf., ætl­aði að verða stærsti eig­andi Pressunnar og koma inn með 155 millj­­ónir króna.

Björn Ingi Hrafns­­son og við­­skipta­­fé­lagi hans, Arnar Ægis­­son, tóku líka þátt í hluta­fjár­­aukn­ing­unni og sam­­kvæmt til­­kynn­ing­unni átti félag í þeirra eigu að leggja fram 50 millj­­ónir króna. Þeir áttu að eiga 14-16 pró­sent hlut. Félag Hreins Lofts­­son­­ar, Karls Stein­­ars Ósk­­ar­s­­sonar og Matt­h­í­asar Björns­­sonar átti svo líka að eign­ast hlut í Press­unni, en þeir áttu áður Birt­ing. Karl Steinar átti enn fremur að verða fram­­kvæmda­­stjóri félags­­ins og Matt­h­­ías Björns­­son fjár­­­mála­­stjóri þess.

Þarf mun meira en upp var látið

Fljót­lega eftir að þessi til­kynn­ing var send út kom í ljós að staða Pressu­sam­stæð­unnar var verri en kynnt hafði verið fyrir vænt­an­legum hlut­höf­um. Við­mæl­endur Kjarn­ans segja að nýjar kröfur hafi komið í ljós nán­ast dag­lega frá þeim tíma­punkti og mikil óráðsía sé í rekstri sam­stæð­unn­ar. Nýjasta mat geri ráð fyrir að það þurfi að setja nær 700 millj­ónum króna í rekst­ur­inn til að halda honum á floti, en ekki um 300 millj­ónir króna líkt og kynnt var.

Vænt­an­legir hlut­hafar hafa þegar lánað fjár­muni inn í Press­una til að gera upp opin­berar skuldir en ekki er búið að greiða allt það hlutafé sem kynnt var í frétta­til­kynn­ing­unni 18. apr­íl. Allskyns varnaglar hafi verið settir inn í sam­komu­lagið um hluta­fjár­aukn­ing­una og segja við­mæl­endur Kjarn­ans að þeir varnaglar hafi að mestu verið brotnir nú þegar skýr­ari mynd af stöðu rekst­urs­ins blasi við. Enn sé þó vilji til þess að halda sam­stæð­unni gang­andi og unnið er að því að end­ur­skipu­leggja rekst­ur­inn með það að mark­miði. Alls óljóst, og raunar ólík­legt, er hvort allir hlut­haf­arnir sem til­kynnt var um að tækju þátt muni gera það.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent