Vantar um 700 milljónir inn í Pressuna

Endurskipulagning Pressusamstæðunnar er í uppnámi eftir að fjárhagsstaða hennar reyndist mun verri en upphaflega var áætlað. Stefnt er að því að halda starfseminni áfram en hluti þeirra sem kynntir voru sem hluthafar vilja draga sig út.

Einn þeirra miðla sem tilheyrir Pressusamstæðunni er hið rótgróna blað DV.
Einn þeirra miðla sem tilheyrir Pressusamstæðunni er hið rótgróna blað DV.
Auglýsing

Við­mæl­endur Kjarn­ans sem koma að kaupum nýrra hlut­hafa á Press­unni og tengdum fjöl­miðlum segja að þær 300 millj­ónir króna sem til­kynnt hefur verið um að setja ætti inn í sam­stæð­una dugi ekki til. Gatið sem þurfi að brúa til að gera hana rekstr­ar­hæfa sé nálægt 700 millj­ónum króna að þeirra mati.

Innan Pressu­sam­stæð­unnar eru tæp­lega 30 miðlar sem birta efni á vef, á dag­blaða- og tíma­rita­formi og í sjón­varpi. Þeirra þekkt­astir eru DV, DV.is, Eyj­an, Pressan, sjón­varps­stöðin ÍNN og tíma­ritin Vikan, Gest­gjaf­inn, Nýtt líf og Hús og híbýli.

Enn er vilji hjá að minnsta kosti hluta þeirra aðila sem ætl­uðu að setja fé inn í rekst­ur­inn til að fjár­festa í sam­stæð­unni og þegar hafa verið lán­aðir umtals­verðir fjár­munir inn til að gera upp opin­ber gjöld og líf­eyr­is­sjóðs­skuldir sem voru í van­skil­um, sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans.

Eftir að vænt­an­legum hlut­höfum var hleypt að sam­stæð­unni komu hins vegar í ljós allskyns kröfur sem ekki hafði verið greint frá í aðdrag­anda ætl­aðar hluta­fjár­aukn­ingar auk þess sem rekstr­ar­for­sendur hluta þeirra miðla sem heyra undir Press­una hafi verið mun verri en sagt hafi ver­ið. Einn við­mæl­and­inn sagði að það stæði „ekki steinn yfir steini“ í rekstri Pressunnar og annar sagð­ist halda að hluta­fjár­lof­orð yrðu ein­fald­lega dregin til baka í ljós mun verri stöðu sam­stæð­unnar en kynnt hefði ver­ið.

Það er til marks um slæma stöðu fyr­ir­tæk­is­ins að þeir stjórn­ar­menn sem til­kynnt var um að setj­ast ættu í stjórn Pressunnar fyrir tæpum mán­uði síðan hafa enn ekki gert það form­lega. Þeir vilji ekki bera neina laga­lega ábyrgð á sam­stæð­unni eins og hún er í dag.

Ný stjórn ekki tekin við

Til­kynnt var um það 18. apríl að hlutafé útgáfu­fé­lags­ins Pressunnar yrði aukið um 300 millj­ónir króna. Sam­hliða átti Björn Ingi Hrafns­son, stofn­andi Pressunnar og sá sem leitt hefur yfir­tökur hennar á öðrum miðlum und­an­farin ár, að stíga til hlið­ar.

Auglýsing

Hann hefur verið bæði stjórn­ar­for­maður og útgef­andi Pressu­sam­stæð­unnar fram að þessu auk þess sem hann stýrir sjón­varps­þætt­inum Eyj­unni, sem var um nokk­urra ára skeið á Stöð 2 en er nú sýndur á ÍNN. Björn Ingi átti að láta af öllum stjórn­un­ar­störfum fyrir Press­una sam­hliða hluta­fjár­aukn­ing­unni. Hann átti þó áfram stýra sjón­varps­þætt­in­um, en yrði hvorki í stjórn né koma að rit­stjórn miðla sam­stæð­unnar leng­ur.

Ný stjórn var kosin á hlut­hafa­fundi þennan sama dag, 18. apr­íl. Sam­kvæmt til­kynn­ingu yrði Gunn­laugur Árna­son stjórn­ar­for­mað­ur. Aðrir sem setj­­­ast áttu í stjórn eru Þor­varður Gunn­­ar­s­­son, fyrrum for­­stjóri Deloitte á Íslandi, Sess­elja Vil­hjálms­dóttir fram­­kvæmda­­stjóri hug­­bún­­að­­ar­­fyr­ir­tæk­is­ins Tag­Play og Hall­­dór Krist­­manns­­son yfir­­­maður Sam­­skipta- og mark­aðs­sviðs lyfja­­fyr­ir­tæk­is­ins Alvogen. Ekk­ert þeirra hefur sest form­lega í stjórn enn sem komið er.

Félag sem er í eigu Hall­­dórs, Róberts Wessman, Árna Harð­­ar­­son­­ar, Hilm­­­ars Þórs Krist­ins­­sonar og Jóhanns G. Jóhanns­­son­­ar, Fjár­­­fest­inga­­fé­lagið Dal­­ur­inn ehf., ætl­aði að verða stærsti eig­andi Pressunnar og koma inn með 155 millj­­ónir króna.

Björn Ingi Hrafns­­son og við­­skipta­­fé­lagi hans, Arnar Ægis­­son, tóku líka þátt í hluta­fjár­­aukn­ing­unni og sam­­kvæmt til­­kynn­ing­unni átti félag í þeirra eigu að leggja fram 50 millj­­ónir króna. Þeir áttu að eiga 14-16 pró­sent hlut. Félag Hreins Lofts­­son­­ar, Karls Stein­­ars Ósk­­ar­s­­sonar og Matt­h­í­asar Björns­­sonar átti svo líka að eign­ast hlut í Press­unni, en þeir áttu áður Birt­ing. Karl Steinar átti enn fremur að verða fram­­kvæmda­­stjóri félags­­ins og Matt­h­­ías Björns­­son fjár­­­mála­­stjóri þess.

Þarf mun meira en upp var látið

Fljót­lega eftir að þessi til­kynn­ing var send út kom í ljós að staða Pressu­sam­stæð­unnar var verri en kynnt hafði verið fyrir vænt­an­legum hlut­höf­um. Við­mæl­endur Kjarn­ans segja að nýjar kröfur hafi komið í ljós nán­ast dag­lega frá þeim tíma­punkti og mikil óráðsía sé í rekstri sam­stæð­unn­ar. Nýjasta mat geri ráð fyrir að það þurfi að setja nær 700 millj­ónum króna í rekst­ur­inn til að halda honum á floti, en ekki um 300 millj­ónir króna líkt og kynnt var.

Vænt­an­legir hlut­hafar hafa þegar lánað fjár­muni inn í Press­una til að gera upp opin­berar skuldir en ekki er búið að greiða allt það hlutafé sem kynnt var í frétta­til­kynn­ing­unni 18. apr­íl. Allskyns varnaglar hafi verið settir inn í sam­komu­lagið um hluta­fjár­aukn­ing­una og segja við­mæl­endur Kjarn­ans að þeir varnaglar hafi að mestu verið brotnir nú þegar skýr­ari mynd af stöðu rekst­urs­ins blasi við. Enn sé þó vilji til þess að halda sam­stæð­unni gang­andi og unnið er að því að end­ur­skipu­leggja rekst­ur­inn með það að mark­miði. Alls óljóst, og raunar ólík­legt, er hvort allir hlut­haf­arnir sem til­kynnt var um að tækju þátt muni gera það.

Dýrasta málverk í heimi fundið
Hver er rétti staðurinn fyrir dýrasta málverk sem selt hefur verið á uppboði? Flestir myndu kannski svara: safn. Kaupandinn, sem borgaði jafngildi 56 milljarða íslenskra króna fyrir verkið, valdi annan stað fyrir þetta verðmæta skilirí.
Kjarninn 16. júní 2019
Höskuldur H. Ólafsson hringir bjöllunni frægu við upphaf viðskipta með bréf í Arion banka fyrir einu ári.
Fyrir einu ári síðan: Arion banki skráður á markað
Á þessum degi fyrir einu ári síðan, þann 15. júní 2018, voru bréf í Arion banka tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Hann varð þar með fyrsti íslenski bankinn til að verða skráður á markað eftir bankahrunið í október 2008.
Kjarninn 15. júní 2019
Sigurður Hlöðversson
Makríll á leið í kvóta – Eftir höfðinu dansa limirnir
Kjarninn 15. júní 2019
Margrét Tryggvadóttir
Hver skapaði skrímslið?
Leslistinn 15. júní 2019
Tíðavörur loks viðurkenndar sem nauðsyn
Alþingi samþykkti á dögunum að lækka virðisaukaskatt á tíðavörum úr efra skattþrepi í neðra. Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að konur hafa á síðustu árum vakið athygli á því að það skjóti skökku við að skattleggja ekki tíðavörur sem nauðsynjavörur.
Kjarninn 15. júní 2019
Órói í stjórnmálum haggar varla fylgi stjórnmálablokka
Meirihluti stjórnarandstöðunnar mælist nú með meira fylgi en stjórnarflokkarnir þrír, frjálslyndu miðjuflokkarnir hafa sýnt mikinn stöðugleika í könnunum um langt skeið og fylgi Miðflokksins haggast varla þrátt fyrir mikla fyrirferð.
Kjarninn 15. júní 2019
Wikileaks: Blaðamennska í almannaþágu eða glæpur?
Julian Assange, stofnandi Wikileaks, á í hættu á að vera framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann gæti átt yfir höfði sér 175 ár í fangelsi verði hann fundinn sekur.
Kjarninn 15. júní 2019
Segir forystu Sjálfstæðisflokksins vera sama um vilja flokksmanna
Stríð Davíðs Oddssonar og Morgunblaðsins sem hann stýrir við Sjálfstæðisflokkinn heldur áfram á síðum blaðsins í dag. Þar gagnrýnir hann forystu flokksins harkalega og bætir í gagnrýni sína vegna þriðja orkupakkans.
Kjarninn 15. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent