Stórveldið í norðri – Samherji hagnast um 86 milljarða á 6 árum

Útgerðarfyrirtækið Samherji er alþjóðlegur risi í sjávarútvegi. Á aðalfundi var tekin ákvörðun um að greiða ekki út arð vegna ársins í fyrra, vegna mikilla fjárfestinga sem framundan eru hjá fyrirtækinu.

Auglýsing
Þorsteinn Már Baldvinsson
Þorsteinn Már Baldvinsson

Stærsta útgerð­ar­fyri­tæki lands­ins, Sam­herji, hefur átt góðu gengi að fagna á und­an­förnum árum, en á árunum 2011 til og með 2016 hefur fyr­ir­tækið hagn­ast um 86 millj­arða króna. Hagnaðurinn í fyrra var 14,3 milljarðar króna. 

Tekj­ur Sam­herja, sem er sam­stæða fé­laga sem flest starfa á sviði sjáv­ar­út­vegs, hér­lend­is sem er­lend­is, námu þá um 85 millj­örðum króna og var hagnaður fyr­ir af­skrift­ir og fjár­magnsliði um 17 millj­arðar króna, að því er segir í tilkynningu frá félaginu

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri, fagnar rekstrarafkomunni og segir hana ánægjulega. Framundan séu miklar fjárfestingar. „Það má segja að á síðasta ári hafi nýjar fjárfestingar byrjað að skila sér. Miklar endurbætur á landvinnslu ÚA á árinu 2015 tókust vel og sex ný skip voru í smíðum á vegum félagsins á árinu 2016. Þetta eru fjárfestingar sem munu leggja grunn að bættri afkomu og sveigjanleika í rekstri á komandi árum. Tvö skipanna, Kaldbakur og Björgúlfur, eru þegar komin til landsins og Cuxhaven hefur haldið til veiða í Þýskalandi. Þá munu verulegar fjárfestingar í Íslandsbleikju treysta fiskeldið," segir Þorsteinn Már í tilkynningu.

Auglýsing

Hagn­aður Samherja árið 2011 var 8,8 millj­arð­ar, árið 2012 16 millj­arð­ar, árið 2013 22 millj­arð­ar, árið 2014 11 millj­arðar og árið 2015 var hagn­að­ur­inn 13,9 millj­arðar króna. Eins og áður segir var hagnaðurinn í fyrra 14,3 milljarðar króna. 

Þetta er lang­sam­lega besta rekstr­ar­tíma­bil í sögu fyr­ir­tæk­is­ins og má segja að fyr­ir­tækið hafi stungið önnur sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki af, þegar kemur að stærð og fjár­hags­legum styrk. Hjartað í starfseminni er á Eyjafjarðarsvæðinu, bæði á Akureyri og Dalvík.

Eiginfjárhlutfall þess var 75,7 prósent og nam eigið féð 701,9 milljónum evra, eða sem nemur 89 milljörðum króna, miðað við núverandi gengi krónu gagnvart evru. 

Heildartekjur fyrirtækisins í fyrra námu um 85 milljörðum króna, en greiddur tekjuskattur og veiðigjöld námu 3,1 milljarði króna. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
AGS býst ekki við að jafnmargir muni ferðast á næstu árum og á árunum fyrir faraldurinn.
Segir hátt vægi ferðaþjónustu og stífa kjarasamningagerð vera áhyggjuefni
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að aukinn sveigjanleiki á vinnumarkaði, til dæmis með því að láta laun fylgja framleiðniþróun í meira mæli, gæti komið í veg fyrir að faraldurinn valdi langtímaskaða í hagkerfinu.
Kjarninn 12. júní 2021
Jón Gnarr
Hugmyndin um Ísland og menn sem giftast náfrænkum sínum
Kjarninn 12. júní 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærslur hjá Apple á öllum stýrikerfum
Kjarninn 12. júní 2021
Ekkert komið fram sem kalli á breytingu á stefnu um hágæða Borgarlínu
Framkvæmdastjóri Betri samgangna svaraði á dögunum erindi sem þrýstihópur sem vill ódýrari Borgarlínu sendi á ýmsa aðila í vor. Í umfjöllun Betri samgangna er meðal annars bent á að það væri dýrast fyrir samfélagið að verja langmestu fé í stofnvegi.
Kjarninn 12. júní 2021
Stefán Ólafsson
Lágtekjuvandi lífeyrisþega
Kjarninn 12. júní 2021
Mona Lisa frímerkjaheimsins og frægasta frímerki Bandaríkjanna saman á uppboði
Á dögunum var mesta fágæti frímerkjaheimsins boðið upp, 165 ára gamalt einstakt frímerki frá Bresku Gvæjana sem seldist á milljarð króna. Á uppboðinu mátti einnig finna þekktasta prentgalla bandarískrar frímerkjasögu – flugvélina Jenny á hvolfi.
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent