Miðstjórn ASÍ segir viðbrögð Ragnars „órökrétt“

Fulltrúar í miðstjórn ASÍ sendu frá sér yfirlýsingu vegna viðbragða formanns VR á Facebook.

gylfiarnbjorns.jpg
Auglýsing

Full­trúar í mið­stjórn ASÍ sendu frá sér sér­staka til­kynn­ingu vegna stöðu­upp­færslu Ragn­ars Ing­ólfs­son­ar, for­manns VR, á Face­book en í henni sagði Ragnar meðal ann­ars að Alþýðu­sam­bandið bæri höf­uð­á­byrgð á því að skatt­byrði lág­tekju­fólks hafi hækkað á und­an­förnum árum og ára­tug­um. 

Í til­kynn­ing­unni er þessu alfarið hafn­að. „Mið­stjórn ASÍ lýsir furðu sinni yfir þess­ari yfir­lýs­ingu for­manns VR við nið­ur­stöðum rann­sóknar hag­deildar ASÍ um þróun skatt­byrði og vísar þessum ásök­unum alger­lega á bug. Alþýðu­sam­bandið og aðild­ar­sam­tök þess hafa háð langa og erf­iða bar­áttu við stjórn­völd um þróun skatt­kerf­is­ins, með skýrum kröfum um hækkun per­sónu­af­sláttar til sam­ræmis við þróun verð­lags og launa, sem og þróun bæði barna­bóta og hús­næð­is­bóta. Hefur verið um þetta fjallað á fjöl­mörgum þingum ASÍ sem og þingum lands­sam­banda og stétt­ar­fé­laga innan ASÍ.“

Þá segir enn­fremur í til­kynn­ing­unni að það sé í höndum ein­staka aðild­ar­fé­laga ASÍ að semja en í sumum til­fellum hafi félögin falið ASÍ umboð til þess að semja við stjórn­völd um skatta­mál og ýmis vel­ferð­ar­mál. „Með sam­starfi við stétt­ar­fé­lögin innan ASÍ hefur ýmis­legt áunn­ist í glímunni við stjórn­völd. Í seinni tíð hefur þetta m.a. skilað sér með þeim hætti að per­sónu­af­sláttur var verð­tryggður um mitt ár 2006 og við­bót­ar­hækkun per­sónu­af­sláttar náð­ist með kjara­samn­ing­unum 2008. Sam­komu­lag náð­ist einnig um veru­lega hækkun húsa­leigu­bóta í maí 2008 og hækkun eign­ar­skerð­ing­ar­marka vaxta­bóta í sept­em­ber það ár. Í samn­ing­unum í maí 2015 náð­ist sam­komu­lag um hækkun hús­næð­is­bóta sem kom til fram­kvæmda um síð­ustu ára­mót, sem og sam­komu­lag um 30% nið­ur­greiðslu á stofn­kostn­aði á leigu­í­búðum fyrir tekju­lágar fjöl­skyld­ur.“Þá er enn­fremur minnst á það, að stjórn­mála­menn hafi því miður ekki staðið við sitt. „
Því miður er það svo, að þrátt fyrir þennan árangur hafa stjórn­mála­menn oftar en ekki látið hjá líða að hækka þær við­mið­un­ar­fjár­hæðir sem gilda í skatta- og til­færslu­kerf­inu, þrátt fyrir ítrek­aðar ábend­ingar ASÍ og aðild­ar­fé­lag­anna, sem iðu­lega hefur leitt til hækk­andi skatt­byrði lág­tekju­fólks. Afleið­ingin er að þrátt fyrir að stétt­ar­fé­lögin hafi náð miklum árangri í hækkun lægstu launa umfram almenn laun, hafa stjórn­völd skert ráð­stöf­un­ar­tekjur þeirra með þessu fram­ferð­i. Það er lang­sótt og full­kom­lega órök­rétt að gera ASÍ ábyrgt fyrir auk­inni skatt­byrði lág­tekju­fólks. Þessi ábyrgð hvílir ein­göngu hjá rík­is­stjórn og Alþingi – og bera flestir stjórn­mála­flokkar sam­eig­in­lega ábyrgð á þess­ari stöðu mála. Mið­stjórn ASÍ telur fram­lag hag­deildar ASÍ  til umræðu um skatta­mál og þróun ráð­stöf­un­ar­tekna launa­fólks, einkum þeirra tekju­lægstu, afar mik­il­vægt inn­legg sem gagn­ast mun félags­mönnum og aðild­ar­fé­lög­unum við und­ir­bún­ing kjara­við­ræðna. Mið­stjórnin hvetur jafn­framt til þess að Ragnar Þór, sem og aðrir for­ystu­menn aðild­ar­fé­laga innan raða ASÍ, snúi bökum saman og beini kröfum sínum og kröftum að við­semj­endum okkar og stjórn­völd­um. Saman getum við meira!“ segir í til­kynn­ing­unni.

Auglýsing

Undir hana rita Gylfi Arn­björns­son, for­seti ASÍ,  Sig­urður Bessa­son, 1. vara­for­seti ASÍ, Efl­ing-­stétt­ar­fé­lag, Ingi­björg Ósk Birg­is­dótt­ir, 2. vara­for­seti ASÍ, VR, Ben­óný Valur Jak­obs­son, VR, Bjarni Þór Sig­urðs­son, VR, Björn Snæ­björns­son, Ein­ing-Iðja, Eiður Stef­áns­son, Félag versl­unar og skrif­stofu­fólks á Akur­eyr­i, Guð­brandur Ein­ars­son, Versl­un­ar­manna­fé­lag Suð­ur­nesja, Guð­mundur Ragn­ars­son, Félag vél­stjóra og málm­tækni­manna, bein aðild, Hilmar Harð­ar­son, FIT – Félag iðn- og tækni­greina, Krist­ján Þórður Snæ­bjarn­ar­son, Félag raf­einda­virkja, Signý Jóhann­es­dótt­ir, Stétt­ar­fé­lag Vest­ur­lands, Sig­ur­rós Krist­ins­dótt­ir, Efl­ing,Sverrir Mar Alberts­son, Afl starfs­greina­fé­lag, og Val­mundur Val­munds­son, Sjó­manna­sam­bandi Íslands.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Ummyndanir
Kjarninn 18. janúar 2021
Svavar Gestsson er látinn, 76 ára að aldri.
Svavar Gestsson látinn
Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra er látinn, 76 ára að aldri.
Kjarninn 18. janúar 2021
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
„Lítur út fyrir að vera eins ógegnsætt og ófaglegt og hægt er að ímynda sér“
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hvaða forsendur lægju að baki fyrirætlaðri sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 18. janúar 2021
Aksturskostnaður Guðjóns leiðréttur af Alþingi – Ásmundur keyrði mest
Guðjón S. Brjánsson var ekki sá þingmaður sem keyrði mest allra á síðasta ári. Alþingi gerði mistök í útreikningi á aksturskostnaði hans og bókfærði hluta kostnaðar vegna áranna 2018 og 2019 á árinu 2020.
Kjarninn 18. janúar 2021
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Samkeppniseftirlitið varar við því að selja banka til skuldsettra eignarhaldsfélaga
Í umsögn Samkeppniseftirlitsins vegna fyrirhugaðrar sölu á hlut í Íslandsbanka eru viðraðar margháttaðar samkeppnislegar áhyggjur af því að lífeyrissjóðir eigi í öllum íslensku viðskiptabönkunum. Þeir séu bæði viðskiptavinir og samkeppnisaðilar banka.
Kjarninn 18. janúar 2021
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir sá þingmaður sem flaug mest innanlands árið 2020
Kostnaður vegna innanlandsflugs þingmanna dróst saman um þriðjung á árinu 2020. Einungis þrír þingmenn flugu fyrir meira en milljón króna. Einn þingmaður var með annan kostnað en laun og fastan kostnað upp á 347 þúsund krónur að meðaltali á mánuði.
Kjarninn 18. janúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Breytt skipulag bólusetninga: Allir skammtar notaðir strax
Íslendingar eru að lenda í verulegum vandræðum á landamærum annarra ríkja vegna hertra reglna. Sóttvarnalæknir, landlæknir og aðstoðaryfirlögregluþjónn hvetja fólk til að fara ekki til útlanda að nauðsynjalausu.
Kjarninn 18. janúar 2021
Líneik Anna Sævarsdóttir alþingismaður.
Líneik Anna vill leiða Framsókn í Norðausturkjördæmi
Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður býður sig fram til þess að leiða lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Þórunn Egilsdóttir sem hefur leitt Framsókn í kjördæminu tilkynnti í síðustu viku að hún myndi hætta á þingi.
Kjarninn 18. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent