Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, fagnar kjarnaorkuvopnatilraun landsins í nótt, að því er fram kemur á vef BBC. Öryggisráð Suður-Kóreu hefur verið kallað saman, og her landsins er í viðbragðsstöðu.
Kjarnorkuvopnatilraun Norður-Kóreu í nótt er í það minnsta fimm sinnum öflugri en sú síðasta en sjötta kjarnorkuvopnatilraun þarlendra stjórnvalda var gerð í nótt. Skjálftinn frá kjarnorkusprengingunni mældist 6,3 stig.
Upptök skjálftans eru sögð hafa verið í norðurhluta Norður-Kóreu en þar er helsta eldflaugatilraunasvæði landsins, Punggye-ri.
Talið er að miðað við stærð skjálftans í september hafi sprengjan verið um 10 kílótonn. Það er tæplega tvöföld stærð síðustu kjarnorkuvopnatilraunar Norður-Kóreu en heldur minni en atómsprengjan sem Bandaríkjamenn létu falla á Hiroshima en sú var 15 kílótonn.