Fjöldi þeirra sem fá vaxtabætur hefur hrunið

Vaxtabótakerfið er ónýtt að mati ASÍ. 28 prósent einhleypra fasteignaeigenda með húsnæðislán fá vaxtabætur, miðað við 69 prósent árið 2009.

7DM_3297_raw_170627.jpg húsnæði fólk hús fasteign hús reykjavík
Auglýsing

Hús­næð­is­kerfið gerir ekki ráð fyrir hærra hús­næð­is­verði og hærri vaxta­gjöld­um, að því er fram kemur í rann­sókn hag­deildar ASÍ. Hlut­fall ein­hleypra fast­eigna­eig­enda með hús­næð­is­lán sem fá vaxta­bætur er komið niður í 28 pró­sent, miðað við 69 pró­sent árið 2009.

„Fólk sem er að koma inn á hús­næð­is­mark­að­inn hefur því þurft að skuld­setja sig meira en vaxta­bóta­kerfið hefur ekki fylgt þeirri þróun og gerir ekki ráð fyrir hærra hús­næð­is­verði og hærri vaxta­gjöld­um,“ segir í frétt á vef ASÍ.

Kjarn­inn greindi frá því í síð­asta mán­uði að vaxta­bætur hafa sam­tals lækkað um 7,7 millj­arða króna síðan árið 2010 og þeim fjöl­skyldum sem fá þær hefur fækkað um rúm­lega 30 þús­und á saman tíma. Á sama tíma og sífellt færri fá vaxta­bætur vegna íbúð­ar­hús­næðis þá hafa fast­eigna­gjöld, sem sveit­ar­fé­lög leggja á, hækkað um 50 pró­sent vegna gríð­ar­legra hækk­ana á hús­næð­is­verði. Sam­an­dregið hafa því bóta­greiðslur til hús­næð­is­eig­enda hríð­lækkað og skattar á hús­næð­is­eig­endur hækkað umtals­vert.

Vaxta­bætur sem hlut­fall af launum ein­stæðra for­eldra með laun við neðri fjórð­ungs­mörk, sem skulda 80 pró­sent í 100 fer­metra íbúð, eru orðnar að engu. Árið 2009 var hlut­fallið 16 pró­sent og árið 1998 var það 12 pró­sent.

Auglýsing

„Laun hafa hækkað en á sama tíma hafa skerð­ingar vegna tekna auk­ist í vaxta­bóta­kerf­inu og vaxta­bæt­urnar sjálfar hafa ekki fylgt launa­þróun heldur staðið í stað,“ segir enn fremur á vef ASÍ. Í til­fell­inu þar sem hlut­fall vaxta­bóta af launum er orðið 0 pró­sent er fyrst og fremst um að kenna eigna­skerð­ingu, að mati ASÍ, „því kerfið í dag tekur ekki til­lit til hækk­andi hús­næð­is­verðs og gerir ekki ráð fyrir að ein­stæðir for­eldrar þurfi stærra hús­næði en þeir sem búa ein­ir.“

„Óhætt er að tala um eðl­is­breyt­ingu á kerf­in­u,“ segir ASÍ sem hefur mót­mælt stefnu rík­is­stjórn­ar­innar um ein­földun á hús­næð­is­stuðn­ings­kerf­inu og fækkun þeirra sem eiga rétt á vaxta­bót­um. ASÍ segir þetta grafa undan félags­legum stöð­ug­leika með ófyr­ir­séðum afleið­ingum fyrir kjara­samn­inga á vinnu­mark­aði.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Nú sé kominn tími til að bregðast við
Ný skýrsla Umhverfisstofnunar Evrópu er komin út.
Kjarninn 6. desember 2019
Bjarki Þór Grönfeldt
Rauði múrinn gliðnar
Kjarninn 6. desember 2019
Jón Atli Benediktsson
Jón Atli sækist eftir því að vera áfram rektor HÍ
Embætti rektors hefur verið auglýst laust til umsóknar fyrir tímabilið 1. júlí 2020 til 30. júní 2025.
Kjarninn 6. desember 2019
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Jafnréttismiðuð fyrirtæki greiði lægra tryggingagjald
Þingmenn úr þremur flokkum hafa lagt til að fyrirtæki með jafnara kynjahlutfall í stjórnunarstöðum greiði lægra tryggingagjald. Markmiðið er að fjölga konum í stjórnunarstöðum og þar með draga úr óleiðréttum launamun kynjanna.
Kjarninn 6. desember 2019
Hafa aldrei lánað meira til húsnæðiskaupa en í október
Tvö met voru sett í útlánum lífeyrissjóða til sjóðsfélaga sinna í október 2019. Í fyrsta lagi lánuðu þeir 26 prósent meira en þeir höfðu gert í fyrri metmánuði og í öðru lági voru útlánin 45 prósent fleiri en nokkru sinni áður innan mánaðar.
Kjarninn 6. desember 2019
Pexels
Íslendingar kaupa sífellt meira á alþjóðlegum netverslunardögum
Gífurleg aukning hefur orðið í fjölda póstsendinga hjá Póstinum í kjölfar stóru alþjóðlegu netverslunardaganna á síðustu árum. Alls hefur fjöldi innlendra sendinga aukist um 140 prósent frá árinu 2015.
Kjarninn 6. desember 2019
Íbúðalánasjóður getur gjaldfellt lán eða breytt lánskjörum hjá þeim sem ætla að græða
Íbúðalánasjóður hefur gripið til aðgerða gagnvart félögum sem rekin eru með arðsemissjónarmiði en hafa tekið lán hjá sjóðnum sem ætluð eru fyrir óhagnaðardrifin leigufélög.
Kjarninn 6. desember 2019
Aramco með verðmiðann 205.700.000.000.000
Olíufyrirtæki Aramco verður langsamlega verðmætasta skráða hlutafélag í heiminum. Um 1,5 prósent hlutafjár í félaginu var selt, miðað við verðmiða upp á 1.700 milljarða Bandaríkjadala.
Kjarninn 6. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent