Fjöldi þeirra sem fá vaxtabætur hefur hrunið

Vaxtabótakerfið er ónýtt að mati ASÍ. 28 prósent einhleypra fasteignaeigenda með húsnæðislán fá vaxtabætur, miðað við 69 prósent árið 2009.

7DM_3297_raw_170627.jpg húsnæði fólk hús fasteign hús reykjavík
Auglýsing

Hús­næð­is­kerfið gerir ekki ráð fyrir hærra hús­næð­is­verði og hærri vaxta­gjöld­um, að því er fram kemur í rann­sókn hag­deildar ASÍ. Hlut­fall ein­hleypra fast­eigna­eig­enda með hús­næð­is­lán sem fá vaxta­bætur er komið niður í 28 pró­sent, miðað við 69 pró­sent árið 2009.

„Fólk sem er að koma inn á hús­næð­is­mark­að­inn hefur því þurft að skuld­setja sig meira en vaxta­bóta­kerfið hefur ekki fylgt þeirri þróun og gerir ekki ráð fyrir hærra hús­næð­is­verði og hærri vaxta­gjöld­um,“ segir í frétt á vef ASÍ.

Kjarn­inn greindi frá því í síð­asta mán­uði að vaxta­bætur hafa sam­tals lækkað um 7,7 millj­arða króna síðan árið 2010 og þeim fjöl­skyldum sem fá þær hefur fækkað um rúm­lega 30 þús­und á saman tíma. Á sama tíma og sífellt færri fá vaxta­bætur vegna íbúð­ar­hús­næðis þá hafa fast­eigna­gjöld, sem sveit­ar­fé­lög leggja á, hækkað um 50 pró­sent vegna gríð­ar­legra hækk­ana á hús­næð­is­verði. Sam­an­dregið hafa því bóta­greiðslur til hús­næð­is­eig­enda hríð­lækkað og skattar á hús­næð­is­eig­endur hækkað umtals­vert.

Vaxta­bætur sem hlut­fall af launum ein­stæðra for­eldra með laun við neðri fjórð­ungs­mörk, sem skulda 80 pró­sent í 100 fer­metra íbúð, eru orðnar að engu. Árið 2009 var hlut­fallið 16 pró­sent og árið 1998 var það 12 pró­sent.

Auglýsing

„Laun hafa hækkað en á sama tíma hafa skerð­ingar vegna tekna auk­ist í vaxta­bóta­kerf­inu og vaxta­bæt­urnar sjálfar hafa ekki fylgt launa­þróun heldur staðið í stað,“ segir enn fremur á vef ASÍ. Í til­fell­inu þar sem hlut­fall vaxta­bóta af launum er orðið 0 pró­sent er fyrst og fremst um að kenna eigna­skerð­ingu, að mati ASÍ, „því kerfið í dag tekur ekki til­lit til hækk­andi hús­næð­is­verðs og gerir ekki ráð fyrir að ein­stæðir for­eldrar þurfi stærra hús­næði en þeir sem búa ein­ir.“

„Óhætt er að tala um eðl­is­breyt­ingu á kerf­in­u,“ segir ASÍ sem hefur mót­mælt stefnu rík­is­stjórn­ar­innar um ein­földun á hús­næð­is­stuðn­ings­kerf­inu og fækkun þeirra sem eiga rétt á vaxta­bót­um. ASÍ segir þetta grafa undan félags­legum stöð­ug­leika með ófyr­ir­séðum afleið­ingum fyrir kjara­samn­inga á vinnu­mark­aði.

Isavia mátti kyrrsetja vél ALC úr flota WOW air
Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu úr héraði, að Isavia hafi verið í fullum rétti að kyrrsetja vél úr flota WOW air.
Kjarninn 24. maí 2019
Magnús Halldórsson
Aðkallandi að hagræða í bankakerfinu
Kjarninn 24. maí 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Nemendur hafa áskað grunnskólakennara með slæmum afleiðingum
Kjarninn 24. maí 2019
Skýrsla um neyðarlánið kemur á mánudag klukkan 16
Skýrsla um afdrif neyðarláns Seðlabanka Íslands til Kaupþings, og hvernig unnið var úr veðinu sem tekið var vegna lánsins, verður birt á mánudaginn klukkan 16.
Kjarninn 24. maí 2019
Bann við notkun svartolíu innan íslenskrar landhelgi
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að reglugerðarbreytingu sem bannar notkun svartolíu innan íslenskrar landhelgi.
Kjarninn 24. maí 2019
Pottersen
Pottersen
Pottersen 16. þáttur: Harry fer í bað
Kjarninn 24. maí 2019
Skattakóngar eða -drottningar verða ekki opinberaðar af skattinum
Ríkisskattstjóri mun ekki senda út upplýsingar til fjölmiðla um þá 40 einstaklinga sem greiða hæstu skattana, líkt og hann hefur gert árum saman. Ástæðan er ákvörðun Persónuverndar í máli gegn Tekjur.is.
Kjarninn 24. maí 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Huawei missir Android og ARM leyfi, nýjar Macbook Pro tölvur komnar á markað og Game of Thrones Galaxy Fold á leiðinni
Kjarninn 24. maí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent