Gylfi skoraði tvisvar og Ísland sigraði Úkraínu

Ísland hélt áfram tapleysi sínu á heimavelli í kvöld og yfirspilaði Úkraínu. Liðið hefur ekki tapað leik heima frá því í júní 2013 og situr nú á toppi riðils síns ásamt Króatíu þegar tveir leikir eru eftir. Enn eitt skrefið stigið í átt að HM í Rússlandi.

Gylfi Sigurðsson skoraði tvívegis í kvöld.
Gylfi Sigurðsson skoraði tvívegis í kvöld.
Auglýsing

Ísland sigr­aði Úkra­ínu með tveimur mörkum gegn engu á Laug­ar­dals­velli í kvöld. Gylfi Sig­urðs­son, lang­dýr­asti knatt­spyrnu­maður Íslands­sög­unn­ar, skor­aði bæði mörkin í síð­ari hálf­leik. Liðið lék einn sinn besta hálf­leik í sög­unni í síð­ari hálf­leik í kvöld og skap­aði sér hvert færið á fætur öðru.

Ísland var í þriðja sæti rið­ils­ins fyrir leik­inn, stigi á eftir Úkra­ínu og þremur á eftir Króa­tíu sem lék á sama tíma úti gegn Tyrkj­um. Liðið átti ein­ungis tvo leiki eftir að þessum lokn­um, gegn Kos­óvó og Tyrkj­um, og því var algjör­lega nauð­syn­legt að vinna til að halda draum­inum um að spila á HM í Rúss­landi næsta sumar lif­andi. Ísland hafði ekki tapað á heima­velli í rúm fjögur ár, frá 7. júní 2013, og það átti alls ekk­ert að verða nein breyt­ing þar á í kvöld.

Tvær breyt­ingar voru gerðar á liði Íslands. Kári Árna­son var lát­inn víkja úr vörn­inni fyrir Sverri Inga Inga­son og Jón Daði Böðv­ars­son tók stöðu Alfreðs Finn­boga­sonar í sókn­inni. Ísland virt­ist vera að spila 4-4-2 með Gylfa Sig­urðs­son í fram­herja­stöðu við hlið Jóns Daða. Það var breyt­ing frá Finna­leikn­um, og leiknum fræga gegn Króa­tíu, þar sem liðið spil­aði mest­megnis 4-5-1.  Marco Van Basten, einn besti evr­ópski fram­herji sem spilað hefur (fyrir utan Tony Cottee), var mættur í heið­urs­stúk­una. Og fyrir framan hana stóð Andriy Shevchenko, stór­kost­legur fram­herji. Það var not­ar­legt að sitja á milli þeirra.

Auglýsing

Fyrstu mín­út­urnar voru mestu lætin við þann enda „einu sinni nýju“ stúkunn­ar, þeirrar sem er nær Val­bjarn­ar­velli, en í horni henn­ar, því sem er nær Laug­ar­dals­laug, voru stuðn­ings­menn Úkra­ínu geymd­ir. Þar voru líka tugir lög­reglu­manna enda höfðu fund­ist steinar og hnífar á stuðn­ings­mönnum Úkra­ínu­manna við leit á þeim fyrir leik­inn. í byrjun leiks mátti sjá lög­reglu­menn hlaupa fram og til baka við hlið stúkunnar án þess að það væri sýni­legt að þeir væru í ein­hverjum eig­in­legum erinda­gjörð­um.

Á níundu mín­útu leiks­ins sýndi Jón Daði Böðv­ars­son ástæð­una fyrir því að hann er val­inn í byrj­un­ar­lið lands­liðs­ins þegar hann djöfl­að­ist upp kant­inn og átti frá­bæra lága fyr­ir­gjöf inn í teig­inn sem Birkir Bjarna­son fékk á silf­ur­fati en gat ekki skilað annað en fram hjá. Úkra­ínu­menn brun­uðu upp og áttu strax fínt færi, en bolt­inn end­aði á hlaupa­braut­inni.

Á 22. mín­útu kom næsta dauða­færi. Bolt­inn barst á Gylfa á fjær­stöng sem var stað­settur á mark­teig, tók hann niður og kom sér í betra skot­færi í stað þess að skjóta í fyrsta, en varn­ar­maður komst fyrir skot­ið.

Það var áhuga­vert að sjá löngu inn­köst íslenska liðs­ins, sem eru fyrir löngu orðin hálf­gert vöru­merki fyrir fal­lega ljóta fót­bolt­ann sem liðið spil­ar. Síð­ast­lið­inn ár hefur kerfið ítrekað verið það að Aron Einar Gunn­ars­son, fyr­ir­liði og fyrr­ver­andi hand­bolta­skytta, grýtir bolt­anum inn á nær­stöng­ina þar sem Kári Árna­son var mættur til að flikka honum áfram. Í dag var eng­inn Kári til staðar og eng­inn annar tók upp stöð­una hans þegar Ísland fékk inn­köst. Þess í stað komu hlaup utan að velli inn í teig­inn þegar Aron kastaði, sem skil­uðu litlu.

Á 41. mín­útu datt annar línu­vörð­ur­inn. Það var í lagi með hann, þannig að það var í lagi að hlægja.

Sam­an­dregið frekar dapur fyrri hálf­leik­ur, þrátt fyrir tvö dauða­færi. Vörnin traust, Aron Einar mjög góður en Gylfi að mestu týndur og kant­menn­irnir slak­ir.

Seinni hálf­leikur

Það verður ekki sagt að seinni hálf­leik­ur­inn hafi byrjað rólega. Ísland komst upp vinstra meg­in, Emil Hall­freðs­son kom honum fyr­ir, Jóhann Berg Guð­munds­son keyrði á mark­mann Úkra­ínu og bolt­inn ein­hvern veg­inn féll fyrir Gylfa Sig­urðs­son sem þurfti bara að stýra honum óáreittur í markið af nokk­urra metra færi. Eitt-núll og Úkra­ínu­menn­irnir brjál­aðir þar sem þeir vildu fá dæmt brot á Jóhann Berg. Allt eins og það átti að vera.

Ef ein­hver átti von á því að þetta myndi kveikja í slöku liði Úkra­ínu þá varð sá fyrir sárum von­brigð­um. Ísland átti leik­inn næstu mín­útur og skap­aði nokkrar hættu­legar stöð­ur. Birkir Bjarna­son leit allt í einu út fyrir að vera eins og Ryan Giggs. En auð­vitað með miklu síð­ara hár.

Emil Hall­freðs­son braut heimsku­lega af sér á 53. mín­útu á stað sem var mjög svip­aður þeim og Finnar skor­uðu frá í síð­asta leik. Skotið úr auka­spyrn­unni var fast en beint á Hannes Þór Hall­dórs­son sem boxaði það í burtu.

Flott upp­spil með hæl­send­ingum og „overlappi“ á hægri kant­inum skil­aði því að Birkir Már Sæv­ars­son fékk sirka fimm til­raunir til að koma bolt­anum fyrir á 57. mín­útu. Á end­anum barst hann út fyrir teig­inn þar sem bolt­inn var lagður fyrir Emil Hall­freðs­son sem var óra­langt frá því að hitta á markið úr til­raun sinni. Það verður samt sem áður að segj­ast að Emil var frá­bær lengst af í síð­ari hálf­leikn­um. Vann ítrekað bolt­ann, skil­aði honum frá­bær­lega frá sér og skap­aði hættu­legar sókn­ar­stöður. Á 63. mín­útu kom hann bolt­anum á Gylfa í opnu svæði á miðjum vall­ar­helm­ingi Úkra­ínu, sem sendi til hliðar á Jóhann Berg. Hann kom sér í skot­stöðu skammt fyrir utan víta­teig­inn en skotið hafn­aði í utan­verðri stöng­inni.

Annað markið kom á 65. mín­útu og var stór­kost­legt. Frá­bært upp­spil, hnit­miðuð send­ing frá Jóhanni Berg inn fyr­ir, Emil klof­aði yfir hana og hún end­aði hjá Jóni Daða inni í teign­um, hann lagði hann fyrir Gylfa sem afgreiddi bolt­ann í fyrsta í hægra horn­ið.

Og þetta var ekk­ert hætt. Frá­bær fyr­ir­gjöf frá Birki Bjarna­syni á 68. mín­útu lenti á koll­inum á Birni Berg­mann Sig­urð­ar­syni, sem var nýkom­inn inn á fyrir Jón Daða, en skall­inn fór rétt yfir.

Íslenska liðið var svo gott á þessum kafla að lög­reglan þétti rað­irnar fyrir framan úkra­ínsku stuðn­ings­menn­ina. Svona til að vera klár ef það yrði eitt­hvað vesen.

Og á 75. mín­útu bár­ust þau tíð­indi að Tyrkir væru komnir yfir gegn Króa­tíu. Yrðu það loka­tölur þá væri staðan sú í riðl­inum að Ísland og Króa­tía væru í efstu tveimur sæt­unum með 16 stig, en Tyrkir og Úkra­ína í næstu tveimur með 14. Og tvær umferðir eftir þar sem Ísland myndi m.a. spila við Tyrki úti og Úkra­ína og Króa­tía myndu mæt­ast í Kænu­garði.

Hörður Björg­vin Magn­ús­son fékk send­ingu á fjær­stöng­ina eftir auka­spyrnu á 77. mín­útu sem er gjör­sam­lega óskilj­an­legt að hann skil­aði ekki í autt markið fyrir framan sig. Ísland skipti Ólafi Inga Skúla­syni og Alfreð Finn­boga­syni inn á í rusl­tíma til að drepa sek­úndur undir lok­in. Gylfi Sig­urðs­son fékk heið­urs­skipt­ingu og allt varð vit­laust á vell­in­um. Eftir þrjár við­bót­armín­útur var loks flautað af. Enn ein frá­bær frammi­staða Íslands á heima­velli stað­reynd. 

Stór­kost­legur leikur hjá öllu íslenska lið­inu, sér­stak­lega í síð­ari hálf­leik. Það er lík­ast til besti hálf­leikur sem íslenska karla­lands­liðið hefur nokkru sinni leik­ið. 

Gjaldtaka vegna fiskeldis dugar ekki fyrir kostnaði við bætta stjórnsýslu og eftirlit
Þeir fjármunir sem rekstraraðilar fiskeldis eiga að greiða fyrir afnot af hafsvæðum í íslenskri lögsögu á næsta ári eru minni en það sem ríkissjóður ætlar að setja í bætta stjórnsýslu og eftirlit með fiskeldi.
Kjarninn 19. september 2019
Seðlabanki Bandaríkjanna lækkar vexti og segir óvissu í heimsbúskapnum
Þetta er önnur lækkunin á skömmum tíma, en þar áður höfðu vextir ekki lækkað í áratug.
Kjarninn 18. september 2019
Innlendar eignir nú 72 prósent af eignum lífeyrissjóða
Lífeyrissjóðir landsmanna hafa stækkaðir mikið í eignum talið, á undanförnum árum. Innlán sjóðanna nema tæplega 170 milljörðum.
Kjarninn 18. september 2019
Bergþór Ólason orðinn nefndarformaður á ný
Nýr formaður umhverfis- og samgöngunefndar var kjörinn í dag með tveimur atkvæðum.
Kjarninn 18. september 2019
Íslendingar endurvinna minnst á Norðurlöndunum
Magn heimilisúrgangs á hvern íbúa hér á landi hefur aukist með hverju ári frá hruni og náði magnið nýju hámarki árið 2017 með rúmlega 650 kílóum á hvern íbúa. Jafnframt endurvinna Íslendingar minnst af heimilissorpi af öllum Norðurlöndunum.
Kjarninn 18. september 2019
Takmarka þarf notkun á reiðufé í spilakössum til að stöðva peningaþvætti
Í aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti er lagt til að lögum verði breytt þannig að nafnlausir spilarar í spilakössum geti ekki sett háar fjárhæðir í þá, tekið þær síðan út sem vinninga og látið leggja þær inn á sig sem löglega vinninga.
Kjarninn 18. september 2019
Leggj­a enn og aftur fram frum­­varp um refs­ing­ar við tálm­un
Umdeilt tálmunarfrumvarp hefur verið lagt fram á ný á Alþingi.
Kjarninn 18. september 2019
Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent