Gylfi skoraði tvisvar og Ísland sigraði Úkraínu

Ísland hélt áfram tapleysi sínu á heimavelli í kvöld og yfirspilaði Úkraínu. Liðið hefur ekki tapað leik heima frá því í júní 2013 og situr nú á toppi riðils síns ásamt Króatíu þegar tveir leikir eru eftir. Enn eitt skrefið stigið í átt að HM í Rússlandi.

Gylfi Sigurðsson skoraði tvívegis í kvöld.
Gylfi Sigurðsson skoraði tvívegis í kvöld.
Auglýsing

Ísland sigr­aði Úkra­ínu með tveimur mörkum gegn engu á Laug­ar­dals­velli í kvöld. Gylfi Sig­urðs­son, lang­dýr­asti knatt­spyrnu­maður Íslands­sög­unn­ar, skor­aði bæði mörkin í síð­ari hálf­leik. Liðið lék einn sinn besta hálf­leik í sög­unni í síð­ari hálf­leik í kvöld og skap­aði sér hvert færið á fætur öðru.

Ísland var í þriðja sæti rið­ils­ins fyrir leik­inn, stigi á eftir Úkra­ínu og þremur á eftir Króa­tíu sem lék á sama tíma úti gegn Tyrkj­um. Liðið átti ein­ungis tvo leiki eftir að þessum lokn­um, gegn Kos­óvó og Tyrkj­um, og því var algjör­lega nauð­syn­legt að vinna til að halda draum­inum um að spila á HM í Rúss­landi næsta sumar lif­andi. Ísland hafði ekki tapað á heima­velli í rúm fjögur ár, frá 7. júní 2013, og það átti alls ekk­ert að verða nein breyt­ing þar á í kvöld.

Tvær breyt­ingar voru gerðar á liði Íslands. Kári Árna­son var lát­inn víkja úr vörn­inni fyrir Sverri Inga Inga­son og Jón Daði Böðv­ars­son tók stöðu Alfreðs Finn­boga­sonar í sókn­inni. Ísland virt­ist vera að spila 4-4-2 með Gylfa Sig­urðs­son í fram­herja­stöðu við hlið Jóns Daða. Það var breyt­ing frá Finna­leikn­um, og leiknum fræga gegn Króa­tíu, þar sem liðið spil­aði mest­megnis 4-5-1.  Marco Van Basten, einn besti evr­ópski fram­herji sem spilað hefur (fyrir utan Tony Cottee), var mættur í heið­urs­stúk­una. Og fyrir framan hana stóð Andriy Shevchenko, stór­kost­legur fram­herji. Það var not­ar­legt að sitja á milli þeirra.

Auglýsing

Fyrstu mín­út­urnar voru mestu lætin við þann enda „einu sinni nýju“ stúkunn­ar, þeirrar sem er nær Val­bjarn­ar­velli, en í horni henn­ar, því sem er nær Laug­ar­dals­laug, voru stuðn­ings­menn Úkra­ínu geymd­ir. Þar voru líka tugir lög­reglu­manna enda höfðu fund­ist steinar og hnífar á stuðn­ings­mönnum Úkra­ínu­manna við leit á þeim fyrir leik­inn. í byrjun leiks mátti sjá lög­reglu­menn hlaupa fram og til baka við hlið stúkunnar án þess að það væri sýni­legt að þeir væru í ein­hverjum eig­in­legum erinda­gjörð­um.

Á níundu mín­útu leiks­ins sýndi Jón Daði Böðv­ars­son ástæð­una fyrir því að hann er val­inn í byrj­un­ar­lið lands­liðs­ins þegar hann djöfl­að­ist upp kant­inn og átti frá­bæra lága fyr­ir­gjöf inn í teig­inn sem Birkir Bjarna­son fékk á silf­ur­fati en gat ekki skilað annað en fram hjá. Úkra­ínu­menn brun­uðu upp og áttu strax fínt færi, en bolt­inn end­aði á hlaupa­braut­inni.

Á 22. mín­útu kom næsta dauða­færi. Bolt­inn barst á Gylfa á fjær­stöng sem var stað­settur á mark­teig, tók hann niður og kom sér í betra skot­færi í stað þess að skjóta í fyrsta, en varn­ar­maður komst fyrir skot­ið.

Það var áhuga­vert að sjá löngu inn­köst íslenska liðs­ins, sem eru fyrir löngu orðin hálf­gert vöru­merki fyrir fal­lega ljóta fót­bolt­ann sem liðið spil­ar. Síð­ast­lið­inn ár hefur kerfið ítrekað verið það að Aron Einar Gunn­ars­son, fyr­ir­liði og fyrr­ver­andi hand­bolta­skytta, grýtir bolt­anum inn á nær­stöng­ina þar sem Kári Árna­son var mættur til að flikka honum áfram. Í dag var eng­inn Kári til staðar og eng­inn annar tók upp stöð­una hans þegar Ísland fékk inn­köst. Þess í stað komu hlaup utan að velli inn í teig­inn þegar Aron kastaði, sem skil­uðu litlu.

Á 41. mín­útu datt annar línu­vörð­ur­inn. Það var í lagi með hann, þannig að það var í lagi að hlægja.

Sam­an­dregið frekar dapur fyrri hálf­leik­ur, þrátt fyrir tvö dauða­færi. Vörnin traust, Aron Einar mjög góður en Gylfi að mestu týndur og kant­menn­irnir slak­ir.

Seinni hálf­leikur

Það verður ekki sagt að seinni hálf­leik­ur­inn hafi byrjað rólega. Ísland komst upp vinstra meg­in, Emil Hall­freðs­son kom honum fyr­ir, Jóhann Berg Guð­munds­son keyrði á mark­mann Úkra­ínu og bolt­inn ein­hvern veg­inn féll fyrir Gylfa Sig­urðs­son sem þurfti bara að stýra honum óáreittur í markið af nokk­urra metra færi. Eitt-núll og Úkra­ínu­menn­irnir brjál­aðir þar sem þeir vildu fá dæmt brot á Jóhann Berg. Allt eins og það átti að vera.

Ef ein­hver átti von á því að þetta myndi kveikja í slöku liði Úkra­ínu þá varð sá fyrir sárum von­brigð­um. Ísland átti leik­inn næstu mín­útur og skap­aði nokkrar hættu­legar stöð­ur. Birkir Bjarna­son leit allt í einu út fyrir að vera eins og Ryan Giggs. En auð­vitað með miklu síð­ara hár.

Emil Hall­freðs­son braut heimsku­lega af sér á 53. mín­útu á stað sem var mjög svip­aður þeim og Finnar skor­uðu frá í síð­asta leik. Skotið úr auka­spyrn­unni var fast en beint á Hannes Þór Hall­dórs­son sem boxaði það í burtu.

Flott upp­spil með hæl­send­ingum og „overlappi“ á hægri kant­inum skil­aði því að Birkir Már Sæv­ars­son fékk sirka fimm til­raunir til að koma bolt­anum fyrir á 57. mín­útu. Á end­anum barst hann út fyrir teig­inn þar sem bolt­inn var lagður fyrir Emil Hall­freðs­son sem var óra­langt frá því að hitta á markið úr til­raun sinni. Það verður samt sem áður að segj­ast að Emil var frá­bær lengst af í síð­ari hálf­leikn­um. Vann ítrekað bolt­ann, skil­aði honum frá­bær­lega frá sér og skap­aði hættu­legar sókn­ar­stöður. Á 63. mín­útu kom hann bolt­anum á Gylfa í opnu svæði á miðjum vall­ar­helm­ingi Úkra­ínu, sem sendi til hliðar á Jóhann Berg. Hann kom sér í skot­stöðu skammt fyrir utan víta­teig­inn en skotið hafn­aði í utan­verðri stöng­inni.

Annað markið kom á 65. mín­útu og var stór­kost­legt. Frá­bært upp­spil, hnit­miðuð send­ing frá Jóhanni Berg inn fyr­ir, Emil klof­aði yfir hana og hún end­aði hjá Jóni Daða inni í teign­um, hann lagði hann fyrir Gylfa sem afgreiddi bolt­ann í fyrsta í hægra horn­ið.

Og þetta var ekk­ert hætt. Frá­bær fyr­ir­gjöf frá Birki Bjarna­syni á 68. mín­útu lenti á koll­inum á Birni Berg­mann Sig­urð­ar­syni, sem var nýkom­inn inn á fyrir Jón Daða, en skall­inn fór rétt yfir.

Íslenska liðið var svo gott á þessum kafla að lög­reglan þétti rað­irnar fyrir framan úkra­ínsku stuðn­ings­menn­ina. Svona til að vera klár ef það yrði eitt­hvað vesen.

Og á 75. mín­útu bár­ust þau tíð­indi að Tyrkir væru komnir yfir gegn Króa­tíu. Yrðu það loka­tölur þá væri staðan sú í riðl­inum að Ísland og Króa­tía væru í efstu tveimur sæt­unum með 16 stig, en Tyrkir og Úkra­ína í næstu tveimur með 14. Og tvær umferðir eftir þar sem Ísland myndi m.a. spila við Tyrki úti og Úkra­ína og Króa­tía myndu mæt­ast í Kænu­garði.

Hörður Björg­vin Magn­ús­son fékk send­ingu á fjær­stöng­ina eftir auka­spyrnu á 77. mín­útu sem er gjör­sam­lega óskilj­an­legt að hann skil­aði ekki í autt markið fyrir framan sig. Ísland skipti Ólafi Inga Skúla­syni og Alfreð Finn­boga­syni inn á í rusl­tíma til að drepa sek­úndur undir lok­in. Gylfi Sig­urðs­son fékk heið­urs­skipt­ingu og allt varð vit­laust á vell­in­um. Eftir þrjár við­bót­armín­útur var loks flautað af. Enn ein frá­bær frammi­staða Íslands á heima­velli stað­reynd. 

Stór­kost­legur leikur hjá öllu íslenska lið­inu, sér­stak­lega í síð­ari hálf­leik. Það er lík­ast til besti hálf­leikur sem íslenska karla­lands­liðið hefur nokkru sinni leik­ið. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fosshótel Hellnar er hluti af Íslandshótelum.
722 samtals sagt upp hjá tveimur hótelum og Bláa lóninu
Samtals var 722 starfsmönnum sagt upp í þremur stærstu hópuppsögnum maímánaðar; hjá Bláa lóninu, Flugleiðahóteli og Íslandshóteli. Vinnumálastofnun bárust 23 tilkynningar um hópuppsagnir í maí.
Kjarninn 4. júní 2020
Reynt að brjótast inn í tölvukerfi Reiknistofu bankanna
Brotist var inn í ysta netlag og eru engar vísbendingar um að komist hafi verið inn í kerfi Reiknistofu bankanna og viðskiptavina.
Kjarninn 4. júní 2020
Kristbjörn Árnason
Núverandi ríkisstjórn er ein alvarlegustu mistök stjórnmálanna hin síðustu ár
Leslistinn 4. júní 2020
Kóralrifið mikla hefur fölnað mikið á undanförnum árum.
Kóralrifið mikla heldur áfram að fölna
Fölnun Kóralrifsins mikla í mars síðastliðnum er sú umfangsmesta hingað til. Febrúar síðastliðinn var heitasti mánuður á svæðinu síðan mælingar hófust.
Kjarninn 4. júní 2020
Náttúrufegurð Færeyja er eitt helsta aðdráttarafl eyjanna.
Færeyingar opna landamærin „sérstaklega fyrir Íslendinga“
„Kæru frændur, nú er rétti tíminn til að heimsækja Færeyjar,“ stendur í skilaboðum frá færeyska flugfélaginu Atlantic Airways til íslensku þjóðarinnar.
Kjarninn 4. júní 2020
8 mínútur og 46 sekúndur leystu úr læðingi sársauka margra kynslóða
Ólgan í Bandaríkjunum snýst ekki aðeins um þær átta mínútur og 46 sekúndur sem lögreglumaður hélt hné sínu að hálsi George Floyds þar til hann lést. Hún á rætur í þjáningum margra kynslóða fólks er býr enn við misrétti sem er samgróið hugarfari valdhafa.
Kjarninn 4. júní 2020
Intenta segist í stakk búið til að taka við verkefnum sem Capacent sinnti áður
Ingvi Þór Elliðason, ráðgjafi og framkvæmdastjóri Intenta, sem fyrrverandi starfsmenn Capacent stofnuðu skömmu fyrir gjaldþrot fyrirtækisins, segir Intenta með þekkingu og getu til að taka við verkefnum sem Capacent sinnti áður.
Kjarninn 4. júní 2020
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur aðsetur í Húsi verslunarinnar
Tæp tíu prósent útistandandi sjóðfélagalána LIVE í greiðsluhléi
Sjóðfélagalán í greiðsluhléi nema samtals ellefu milljörðum króna. Til samanburðar námu útistandandi sjóðfélagalán Lífeyrissjóðs verzlunarmanna við lok árs 2019 rúmum 120 milljörðum. Ávöxtun sjóðsins á fyrstu fjórum mánuðum ársins er áætluð 3,5 prósent.
Kjarninn 3. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent