Inga Sæland: Hælisleitendur teknir fram yfir fjölskyldur í borginni

Formaður Flokks fólksins segir að það sé mismunun að eldri borgarar, sem hafi greitt skatta á Íslandi alla sína tíð hafi ekki efni á læknisþjónustu á sama tíma og hælisleitendur fá fría tannlæknaþjónustu.

inga sæland 2.8.2017
Auglýsing

Inga Sæland, for­maður Flokks fólks­ins, segir að núver­andi meiri­hluti í Reykja­vík­ur­borg hafi tekið hæl­is­leit­endur fram yfir fjöl­skyldur sem búi í borg­inni þegar kemur að hús­næð­is­mál­um. Hún seg­ist fyrst og síð­ast vilja taka á þessum aðstæðum „þannig að upp­fylla þær skyldur sveit­ar­fé­lags­ins að ala önn fyrir þeim borg­urum sem eru hér fyr­ir. Það er algjör­lega síð­asta sort að hér skuli jafn­vel vera mæður sem þora ekki að leita til félags­þjón­ust­unnar af því að þeim er aðal­lega boðið að koma sér fyrir á gisti­heim­ili og að taka börnin þeirra og setja þau í fóst­ur. Ég segi, númer eitt,tvö og þrjú verðum við að taka utan um hjartað í sam­fé­lag­inu sem er fjöl­skyldan og styðja það með ráðum og dáðum eins og lög­bundið er.“

Þetta kom fram í við­tali við Ingu á Útvarpi Sögu í gær.

Þar segir hún einnig að hæl­is­leit­endum væri mis­munað á kostnað eldri borg­ara. Eldri borg­arar hefðu ekki ráð á því að leita sér lækn­is­hjálpar á sama tíma og hæl­is­leit­endur fái fría tann­lækna­þjón­ustu. „Er það ekki mis­munum þegar einir fá en aðrir ekki? Er þá verið að etja sam­an­?“, spurði Inga.

Auglýsing

Seg­ist ekki etja hópum saman en að þeim sé mis­munað

Inga hefur verið legið undir ámæli fyrir að etja saman ann­ars vegar eldri borg­urum og öryrkjum og hins vegar hæl­is­leit­end­um. Þar hefur sér­stak­lega verið vísað í pistil sem hún skrif­aði á Face­book-­síðu Flokks fólks­ins 24. febr­úar síð­ast­lið­inn, en eyddi síð­ar.

Þar sagði m.a.: „Í þessu ofsa­veðri búa ein­hverjir með­bræður okkar í hjól­hýsum í Laug­ar­dalnum og enn aðrir eru algjör­lega án nokk­urs skjóls. Þetta eru þeir sem eru efna­hags­legir flótta­menn í eigin landi, fátæk­astir í orðs­ins fyllstu merk­ingu og eiga virki­lega bág­t.“ Síðan spurði Inga hvort að það væri ásætt­an­legt að staðan væri svona á meðan að hæl­is­leit­endur flykkt­ust sem aldrei fyrr til lands­ins. Í færsl­unni sagði hún einnig: „„Hæl­is­leit­endur sem for­dæmin sýna að munu ekki fá hæli hér. Hæl­is­leyt­endur sem hafa frían leigu­bíl, ( vilja frekar taka leigu­bíl en nota strætó ) Bónu­skort, debet­kort ( með inn­eign frá ísl. rík­inu ) fría lækn­is­þjón­ustu, hús­næði, tann­lækni, sál­fræð­ing, og fl. og fl.“ Að lokum varp­aði hún fram þeirri spurn­ingu hvort ekki mætti nýta það fjár­magn sem færi í að „halda uppi þessu fólki“ í það að „huga að okkar eigin bræðrum sem býa hér við bág og algjör­lega óvið­un­andi kjör?“

Inga hefur hins vegar marg­sinnis vísað því á bug að hún etji saman hæl­is­leit­endum við aðra þjóð­fé­lags­hópa hér­lend­is. Það gerði hún til að mynda í við­tali við DV í síð­asta mán­uði.

Inga ræddi það í við­tal­inu við Útvarp Sögu og sagð­ist aftur ekki vera að etja hópum sam­an, heldur væri hún að tala um mis­mun­un. „Ég skil ekki til­hneig­ing­una að segja að verið sé að etja saman hópum [...]þetta heitir klár­lega mis­mun­un. Það er verið að mis­muna eldri borg­urum sem eru hættir að vinna[...]er verið að etja saman þjóð­fé­lags­hóp­um, ann­ars veg­ar[...]eldri borg­urum á Íslandi, sem hafa greitt hér skatta og skyldur alla sína tíð og hafa ekki ráð á því einu sinni að leita sér hjálp­ar, lækn­is­fræði­legrar hjálp­ar, er verið að etja saman hópum við annan hóp sem eru hæl­is­leit­endur sem eru að koma frá öruggu landi, milli­lenda hér í X-langan tíma en eru síðan sendir heim, en geta verið í fríum tann­lækna­þjón­ustum á kostnað akkúrat þess borg­ara? Kall­ast þetta að etja sam­an? Ef við sjáum og vitum að sömu krón­unni verður ekki eytt tvisvar? [...]Er það ekki mis­munum þegar einir fá en aðrir ekki? Er þá verið að etja sam­an?“

Myndi fá sjö þing­menn

Flokkur fólks­ins er það stjórn­mála­afl sem hefur verið að mæl­ast með mesta fylg­is­aukn­ingu á und­an­förnum vik­um. Í síð­asta Þjóð­ar­púlsi Gallup, sem var gerður opin­ber um helg­ina, kom til dæmis fram að stuðn­ingur við flokk­inn mæld­ist 10,6 pró­sent. Það er nán­ast sama fylgi og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn mælist með og meira fylgi en Sam­fylk­ing­in, Við­reisn og Björt fram­tíð mæl­ast með. Yrði þetta nið­ur­staða kosn­inga myndi Flokkur fólks­ins fá sjö þing­menn. Flokk­­­ur­inn fékk 3,5 pró­­­sent atkvæða í síð­­­­­ustu kosn­­­ing­­um og sá árangur tryggði honum fjár­fram­lög úr rík­is­sjóði. Næst verður kosið árið 2020 nema að boðað verði til kosn­­­inga fyrir þann tíma.

Flokkur fólks­ins ætlar að bjóða fram í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingum næsta vor og Inga hefur þegar til­kynnt að hún ætli að vera odd­viti flokks­ins í Reykja­vík. Í við­tal­inu við Útvarp Sögu fjall­aði hún um nokkur mál­efni sem heyra undir sveit­ar­stjórn­ar­stig­ið. Þar sagð­ist hún vera ósam­mála hug­myndum um Borg­ar­línu, lokun neyð­ar­brautar Reykja­vík­ur­flug­vall­ar, skóla- og leik­skóla­stefnu borg­ar­innar og þeirri hús­næð­is­stefnu sem sé þar rek­in.

Líkti sér við Marie Le Pen

Í byrjun ágúst sagði Inga í sam­tali við frétta­­stofu RÚV að hún væri sátt við að vera kölluð popúlisti. „Ég hef ákveðið að taka jákvæða pól­inn í hæð­ina og segja, ja popúlisti er bara svona ein­hver svaka­­­lega vin­­­sæll. En ég veit nátt­úru­­­lega hvað hug­takið er útbreitt fyr­­­ir. Ég er senn­i­­­lega svona Mar­ine Le Pen týpa sem er verið að mála mig af þeim sem munu hvort sem er aldrei kjósa flokk­inn. Af okkur stafar ógn vegna þess að við erum boð­beri breyt­inga. Við erum ein­læg og heið­­­ar­­­leg og við vinnum af hug­­­sjón og við ætlum að halda því áfram og við erum bara sátt við að vera popúlist­­­ar. Ég ætla að segja að það þýði bara það að vera vin­­­sæll í dag.“

Mar­ine Le Pen er fyrr­ver­andi for­­­maður frönsku Þjóð­­­fylk­ing­­­ar­innar (f. Front National) og var for­­­seta­fram­­­bjóð­andi hennar fyrr á þessu ári. Þar náði hún í aðra umferð en tap­aði fyrir Emmanuel Macron. Í kosn­­­­inga­bar­átt­unni lagði Le Pen áherslu á að vilja tak­­­­marka fjölda inn­­­­flytj­enda sem Frakk­land tæki á móti og sagð­ist ætla að halda þjóð­­­­ar­at­­­­kvæða­greiðslu um fram­­­­tíð Frakk­lands í Evr­­­­ópu­­­­sam­­­­band­inu.

Inga vakti líka athygli fyrir grein sem hún skrif­aði í Morg­un­­­blaðið í júní, í kjöl­far þess að sér­­­­­sveit lög­­­regl­unnar hafði verið vopnuð á nokkrum við­­­burðum sem haldnir voru í Reykja­vík. Í grein­inni sagði hún að Íslend­ingar þyrftu að við­­­ur­­­kenna þá ógn sem fylgj­endur öfga-íslams bera með sér. Að forð­­­ast þá umræðu væri hrein og klár og afneit­un. „Sér­­­­­sveit lög­­­regl­unnar undir alvæpni sýnir sig á almanna­­­færi og það án þess að hætt­u­­­stig sé aukið opin­ber­­­lega. Hvað vita þeir sem við vitum ekki? Hvers vegna vill eng­inn taka umræð­una um ástandið í Evr­­­ópu og þá stað­­­reynd að Ísland til­­­heyrir henni, þótt eng­inn hafi verið sprengdur eða myrtur hér í hryðju­verka­árás enn sem komið er? Það er kom­inn tími til að taka umræð­una og löngu kom­inn tími til að taka á árásum þeirra sam­landa okkar sem vilja og munu kalla okkur öllum illum nöfn­­um. Þeirra sömu og vilja breiða út faðm­inn og bjarga öllum heim­in­­­um.“ Mik­il­vægt væri að fella sig ekki á bak við „rétt­­­trún­­­að­­­ar­­­kenn­ing­­­ar“ og treysta því að hryðju­verkaógnin komi ekki til Íslands.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Losun frá umferð og úrgangi dregst saman
Kjarninn 30. september 2020
Kergja innan hluthafahóps Eimskips nær suðupunkti
Óánægja með fyrirferð stærsta eigandans, dramatík í kringum stjórnarkjör og yfirtökuskyldu sem var svo felld úr gildi og slök rekstrarframmistaða sem leiddi af sér fall á markaðsvirði Eimskips hafði leitt til kergju á meðal lífeyrissjóða.
Kjarninn 30. september 2020
Hópuppsögn hjá Icelandair Group
Icelandair Group, sem sótti sér 23 milljarða króna í nýtt hlutafé fyrr í mánuðinum, hefur sagt upp 88 manns.
Kjarninn 29. september 2020
Búast má við mikilli innspýtingu í opinberum fjárfestingum, samkvæmt Íslandsbanka
Mikill samdráttur í ár en hraður viðsnúningur
Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir töluvert meiri samdrætti en Seðlabankinn gerir ráð fyrir í ár. Hins vegar er búist við „skarpri viðspyrnu“ á næsta og þarnæsta ári.
Kjarninn 29. september 2020
PAR á nú innan við tvö prósent í Icelandair
Bandarískur fjárfestingasjóður sem keypti stóran hlut í Icelandair í vor og varð að stærsta einkafjárfesti félagsins er ekki lengur með stærstu eigendum þess.
Kjarninn 29. september 2020
Bjarni Már Magnússon
Basic að birta
Kjarninn 29. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Samtök atvinnulífsins segja ekki upp kjarasamningum
Eftir að stjórnvöld kynntu 25 milljarða króna aðgerðarpakka í morgun ákvað framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins að atkvæðagreiðsla um Lífskjarasamninginn myndi ekki fara fram. Kjarasamningar gilda því áfram.
Kjarninn 29. september 2020
Vísindamennirnir telja að enn eigi töluverður fjöldi eftir að greinast með COVID-19 í þessari bylgju faraldursins.
Um 300 til 1.100 gætu smitast á næstu þremur vikum
Í þriðju bylgju faraldurs COVID-19, sem hófst 11. september, hafa 506 greinst með sjúkdóminn. Vísindamenn við Háskóla Íslands spá því að næstu daga haldi áfram að greinast 20-40 ný smit á dag.
Kjarninn 29. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent