Hrósar dómsmálaráðherra fyrir frammistöðu í málefnum hælisleitenda

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins segir ekkert ómannúðlegt sé í flokknum. Pólitískir andstæðingar hafi snúið út úr orðum hennar um hælisleitendur.

inga sæland 2.8.2017
Auglýsing

Inga Sæland, for­maður Flokks fólks­ins, segir póli­tíska and­stæð­inga sína snúa út úr orðum sínum um hæl­is­leit­end­ur. Það sé ekk­ert í stefnu Flokks fólks­ins sem sé ómann­úð­legt. Hún hrósar Sig­ríði And­er­sen dóms­mála­ráð­herra fyrir að hafa hraðað máls­með­ferð hæl­is­leit­enda og fagnar nýrri reglu­gerð, sem tók gildi um síð­ustu mán­aða­mót, sem fellir meðal ann­ars niður þjón­ustu við hæl­is­leit­endur frá öruggum upp­runa­ríkjum þegar ákvörðun um synjun umsóknar liggur fyr­ir, ef umsóknin er „ber­sýni­lega til­hæfu­laus“. 

Í reglu­gerð­inni segir einnig að útlend­ingur eigi „ekki rétt á fram­færslufé eftir að hann dregur umsókn sína um alþjóð­lega vernd til baka eða þegar fram­kvæmd­ar­hæf ákvörðun um synjun liggur fyr­ir.“ Þetta kom fram í við­tali við Ingu í Silfr­inu á RÚV í dag.

Leigu­bílar og tann­læknar

Þar var Inga spurð út í ummæli sín um að ekki væri hægt að eyða sömu krón­unni tvisvar og af hverju hún hefði valið að nota hæl­is­leit­endur sem dæmi um mála­flokk sem óþarfa pen­ingum hefði verið eytt í.

Auglýsing

Inga svar­aði því til að um væri að ræða ummæli sem hefðu verið á Face­book síðu hennar í rúmar tvær mín­útur áður en að hún hefði áttað sig á að þau væru óheppi­lega orð­uð. Þau hafi póli­tískir and­stæð­ingar hennar nýtt sér, enda sé hræðsla vegna mik­ils fylgis Flokks fólks­ins í könn­un­um, en hann mælist með 10,6 pró­sent fylgi í síð­ustu Gallup-könn­un. „Það er ekk­ert í Flokki fólks­ins sem er ómann­ú­leg­t,“ sagði Inga.

Í færsl­unni sagði hún orð­rétt: „Hæl­is­leit­endur sem for­dæmin sýna að munu ekki fá hæli hér. Hæl­is­leit­endur sem hafa frían leigu­bíl, (vilja frekar taka leigu­bíl en nota strætó) Bónu­skort, debet­kort (með inn­eign frá ísl. rík­inu) fría lækn­is­þjón­ustu, hús­næði, tann­lækni, sál­fræð­ing, og fl. og fl.“

Inga hefur hins vegar látið sam­bæri­leg ummæli falla á öðrum vett­vangi og nýleg­ar. Hún sagði í við­tali við Útvarp Sögu í lið­inni viku að núver­andi meiri­hluti í Reykja­vík­­­ur­­borg hafi tekið hæl­­is­­leit­endur fram yfir fjöl­­skyldur sem búi í borg­inni þegar kemur að hús­næð­is­­mál­­um. Hún sagð­ist fyrst og síð­­­ast vilja taka á þessum aðstæðum „þannig að upp­­­fylla þær skyldur sveit­­ar­­fé­lags­ins að ala önn fyrir þeim borg­­urum sem eru hér fyr­­ir. Það er algjör­­lega síð­­asta sort að hér skuli jafn­­vel vera mæður sem þora ekki að leita til félags­­­þjón­ust­unnar af því að þeim er aðal­­­lega boðið að koma sér fyrir á gist­i­heim­ili og að taka börnin þeirra og setja þau í fóst­­ur. Ég segi, númer eitt,tvö og þrjú verðum við að taka utan um hjartað í sam­­fé­lag­inu sem er fjöl­­skyldan og styðja það með ráðum og dáðum eins og lög­­bundið er.“

Þar sagði hún einnig að hæl­­is­­leit­endum væri mis­­munað á kostnað eldri borg­­ara. Eldri borg­­arar hefðu ekki ráð á því að leita sér lækn­is­hjálpar á sama tíma og hæl­­is­­leit­endur fái fría tann­lækna­­þjón­­ustu. „Er það ekki mis­­munum þegar einir fá en aðrir ekki? Er þá verið að etja sam­an­?[...]„Hæl­­is­­leit­endur sem for­­dæmin sýna að munu ekki fá hæli hér. Hæl­­is­­leit­endur sem hafa frían leig­u­bíl, ( vilja frekar taka leig­u­bíl en nota strætó ) Bón­u­skort, debet­kort ( með inn­­­eign frá ísl. rík­­inu ) fría lækn­is­­þjón­ustu, hús­næði, tann­lækni, sál­fræð­ing, og fl. og fl.“

Bryn­hildur Bolla­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi Rauða kross­ins á Íslandi, skrif­aði grein á Kjarn­ann í kjöl­farið þar sem hún upp­lýsti um að tann­lækna­þjón­usta hæl­is­leit­enda fælist í því að annað hvort væri tennur dregnar út eða þeim væru boðin verkja­lyf. Börn á meðal hæl­is­leit­enda fengu í und­an­tekn­ing­ar­til­vikum að láta gera við tennur ef þau veru með tann­pínu. Hæl­is­leit­endum stæði ekki til boða frír leigu­bíl nema þar sem um alvar­­leg veik­indi hafi verið að ræða, en ekki svo alvar­­leg að sjúkra­bíl þyrfti til. Og þau búsetu­úr­ræði sem stæðu hæl­is­leit­endum til boða væru „þannig að um 100 manns búa sam­an, um 30 her­bergi á gangi sem 2-3 deila eða jafn­­vel heil fjöl­­skylda saman í her­bergi, sem er hvorki stórt né íburð­­ar­­mik­ið.“

Hafnar Borg­arl­inu og vill mis­læg gatna­mót

Inga sagði að hús­næð­is­mál yrðu mjög ofar­lega á baugi hjá Flokki fólks­ins í kom­andi sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um, þar sem hún mun að öllum lík­indum vera odd­viti flokks­ins í Reykja­vík. Það þyrfti að eyða biðlistum eftir félags­legu hús­næði, en rúm­lega eitt þús­und manns bíða eftir slíku í Reykja­vík sem er þó það sveit­ar­fé­lag sem býður upp á lang­flestar félags­legar íbúð­ir, bæði að raun­tölu og hlut­falls­lega.

Inga vill bregð­ast við hús­næð­is­vand­anum með stór­auk­inni upp­bygg­ingu í efri byggðum Reykja­víkur og gagn­rýnir harð­lega þétt­ingu byggð­ar. Hún nefndi upp­bygg­ingu Breið­holts­ins og verka­manna­bú­staða­kerfið sem dæmi um fyr­ir­myndir í þessum efn­um.

Aðspurð um hvernig hún ætl­aði að fjár­magna þessi umfangs­miklu verk­efni þá nefndi hún sér­stak­lega að hætta ætti við Borg­ar­línu, sem myndi kosta tíu sinnum meira en að koma gatna­kerf­inu í við­un­andi horf með mis­lægum gatna­mótum og öðrum við­halds­fram­kvæmd­um. Áætlað er að Borg­ar­línan muni kosta allt að 70 millj­arða króna og að sá kostn­aður muni dreifast á öll sveit­ar­fé­lög höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Inga sagði í Silfr­inu að kostn­að­ur­inn við að koma vega­kerf­inu í borg­inni „í lag“ væri 10-12 millj­arðar króna.

Inga sagði einnig að líf­eyr­is­sjóðir og rík­is­sjóður ættu að taka þátt í kostn­aði við upp­bygg­ingu á nýju félags­legu hús­næði.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir
Á konudaginn: Nokkur orð um vinnu-konur vegna orða borgarstjóra um heimsreisur
Kjarninn 23. febrúar 2020
Flugferðum var aflýst í stórum stíl á mörgum Kanarí-eyjanna í dag.
Hví er sandbylur á Kanarí?
Mikil röskun á flugi. Viðburðum aflýst og skólum lokað. Skyggni lítið. Hvað er eiginlega að gerast á Kanarí-eyjum?
Kjarninn 23. febrúar 2020
Eftir sex daga verkfall mátti sjá í miðbæ Reykjavíkurborgar yfirfullar ruslatunnur.
Áhrifa verkfalls farið að gæta í miðborginni – Rusl flæðir úr tunnum
Verkfall Eflingar hefur ekki einungis áhrif á velferðarþjónustu í Reykjavíkurborg heldur má sjá, eftir vikuverkfall, að sorp er farið að safnast upp á götum borgarinnar.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Kristbjörn Árnason
Efling sýnir klærnar og boðar samúðarverkföll
Leslistinn 23. febrúar 2020
Ilmbanki íslenskra jurta
Safnað fyrir uppsetningu Ilmsýningar Nordic angan í Álafosskvos á Karolina fund.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Auður Jónsdóttir og Auður Laxness.
Samtvinnuð örlög kynslóða
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Auður og Auður, sýningu eftir Auði Jónsdóttur sem sýnd er í Landnámssetrinu.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Bjarni Bendiktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni um bankasöluna: Þetta er algjörlega rakið mál
Fjármálaráðherra hefur áhyggjur af stöðu stóriðjufyrirtækja á Íslandi, flest eigi þau í miklum rekstrarvandræðum. Hann segir ekkert hafa verið rætt að selja Landsbankann enda sé talið mikilvægt að ríkið eigi kerfislega mikilvægan banka.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Bjarni Bendiktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni: Okkur hefur tekist stórkostlega að bæta lífskjörin á Íslandi
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir það kosta blóð, svita og tár að komast til valda. Hann vill halda áfram að leiða flokkinn enda ekkert merkilegra eða skemmtilegra en að móta framtíð lands og þjóðar.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent