Hrósar dómsmálaráðherra fyrir frammistöðu í málefnum hælisleitenda

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins segir ekkert ómannúðlegt sé í flokknum. Pólitískir andstæðingar hafi snúið út úr orðum hennar um hælisleitendur.

inga sæland 2.8.2017
Auglýsing

Inga Sæland, for­maður Flokks fólks­ins, segir póli­tíska and­stæð­inga sína snúa út úr orðum sínum um hæl­is­leit­end­ur. Það sé ekk­ert í stefnu Flokks fólks­ins sem sé ómann­úð­legt. Hún hrósar Sig­ríði And­er­sen dóms­mála­ráð­herra fyrir að hafa hraðað máls­með­ferð hæl­is­leit­enda og fagnar nýrri reglu­gerð, sem tók gildi um síð­ustu mán­aða­mót, sem fellir meðal ann­ars niður þjón­ustu við hæl­is­leit­endur frá öruggum upp­runa­ríkjum þegar ákvörðun um synjun umsóknar liggur fyr­ir, ef umsóknin er „ber­sýni­lega til­hæfu­laus“. 

Í reglu­gerð­inni segir einnig að útlend­ingur eigi „ekki rétt á fram­færslufé eftir að hann dregur umsókn sína um alþjóð­lega vernd til baka eða þegar fram­kvæmd­ar­hæf ákvörðun um synjun liggur fyr­ir.“ Þetta kom fram í við­tali við Ingu í Silfr­inu á RÚV í dag.

Leigu­bílar og tann­læknar

Þar var Inga spurð út í ummæli sín um að ekki væri hægt að eyða sömu krón­unni tvisvar og af hverju hún hefði valið að nota hæl­is­leit­endur sem dæmi um mála­flokk sem óþarfa pen­ingum hefði verið eytt í.

Auglýsing

Inga svar­aði því til að um væri að ræða ummæli sem hefðu verið á Face­book síðu hennar í rúmar tvær mín­útur áður en að hún hefði áttað sig á að þau væru óheppi­lega orð­uð. Þau hafi póli­tískir and­stæð­ingar hennar nýtt sér, enda sé hræðsla vegna mik­ils fylgis Flokks fólks­ins í könn­un­um, en hann mælist með 10,6 pró­sent fylgi í síð­ustu Gallup-könn­un. „Það er ekk­ert í Flokki fólks­ins sem er ómann­ú­leg­t,“ sagði Inga.

Í færsl­unni sagði hún orð­rétt: „Hæl­is­leit­endur sem for­dæmin sýna að munu ekki fá hæli hér. Hæl­is­leit­endur sem hafa frían leigu­bíl, (vilja frekar taka leigu­bíl en nota strætó) Bónu­skort, debet­kort (með inn­eign frá ísl. rík­inu) fría lækn­is­þjón­ustu, hús­næði, tann­lækni, sál­fræð­ing, og fl. og fl.“

Inga hefur hins vegar látið sam­bæri­leg ummæli falla á öðrum vett­vangi og nýleg­ar. Hún sagði í við­tali við Útvarp Sögu í lið­inni viku að núver­andi meiri­hluti í Reykja­vík­­­ur­­borg hafi tekið hæl­­is­­leit­endur fram yfir fjöl­­skyldur sem búi í borg­inni þegar kemur að hús­næð­is­­mál­­um. Hún sagð­ist fyrst og síð­­­ast vilja taka á þessum aðstæðum „þannig að upp­­­fylla þær skyldur sveit­­ar­­fé­lags­ins að ala önn fyrir þeim borg­­urum sem eru hér fyr­­ir. Það er algjör­­lega síð­­asta sort að hér skuli jafn­­vel vera mæður sem þora ekki að leita til félags­­­þjón­ust­unnar af því að þeim er aðal­­­lega boðið að koma sér fyrir á gist­i­heim­ili og að taka börnin þeirra og setja þau í fóst­­ur. Ég segi, númer eitt,tvö og þrjú verðum við að taka utan um hjartað í sam­­fé­lag­inu sem er fjöl­­skyldan og styðja það með ráðum og dáðum eins og lög­­bundið er.“

Þar sagði hún einnig að hæl­­is­­leit­endum væri mis­­munað á kostnað eldri borg­­ara. Eldri borg­­arar hefðu ekki ráð á því að leita sér lækn­is­hjálpar á sama tíma og hæl­­is­­leit­endur fái fría tann­lækna­­þjón­­ustu. „Er það ekki mis­­munum þegar einir fá en aðrir ekki? Er þá verið að etja sam­an­?[...]„Hæl­­is­­leit­endur sem for­­dæmin sýna að munu ekki fá hæli hér. Hæl­­is­­leit­endur sem hafa frían leig­u­bíl, ( vilja frekar taka leig­u­bíl en nota strætó ) Bón­u­skort, debet­kort ( með inn­­­eign frá ísl. rík­­inu ) fría lækn­is­­þjón­ustu, hús­næði, tann­lækni, sál­fræð­ing, og fl. og fl.“

Bryn­hildur Bolla­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi Rauða kross­ins á Íslandi, skrif­aði grein á Kjarn­ann í kjöl­farið þar sem hún upp­lýsti um að tann­lækna­þjón­usta hæl­is­leit­enda fælist í því að annað hvort væri tennur dregnar út eða þeim væru boðin verkja­lyf. Börn á meðal hæl­is­leit­enda fengu í und­an­tekn­ing­ar­til­vikum að láta gera við tennur ef þau veru með tann­pínu. Hæl­is­leit­endum stæði ekki til boða frír leigu­bíl nema þar sem um alvar­­leg veik­indi hafi verið að ræða, en ekki svo alvar­­leg að sjúkra­bíl þyrfti til. Og þau búsetu­úr­ræði sem stæðu hæl­is­leit­endum til boða væru „þannig að um 100 manns búa sam­an, um 30 her­bergi á gangi sem 2-3 deila eða jafn­­vel heil fjöl­­skylda saman í her­bergi, sem er hvorki stórt né íburð­­ar­­mik­ið.“

Hafnar Borg­arl­inu og vill mis­læg gatna­mót

Inga sagði að hús­næð­is­mál yrðu mjög ofar­lega á baugi hjá Flokki fólks­ins í kom­andi sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um, þar sem hún mun að öllum lík­indum vera odd­viti flokks­ins í Reykja­vík. Það þyrfti að eyða biðlistum eftir félags­legu hús­næði, en rúm­lega eitt þús­und manns bíða eftir slíku í Reykja­vík sem er þó það sveit­ar­fé­lag sem býður upp á lang­flestar félags­legar íbúð­ir, bæði að raun­tölu og hlut­falls­lega.

Inga vill bregð­ast við hús­næð­is­vand­anum með stór­auk­inni upp­bygg­ingu í efri byggðum Reykja­víkur og gagn­rýnir harð­lega þétt­ingu byggð­ar. Hún nefndi upp­bygg­ingu Breið­holts­ins og verka­manna­bú­staða­kerfið sem dæmi um fyr­ir­myndir í þessum efn­um.

Aðspurð um hvernig hún ætl­aði að fjár­magna þessi umfangs­miklu verk­efni þá nefndi hún sér­stak­lega að hætta ætti við Borg­ar­línu, sem myndi kosta tíu sinnum meira en að koma gatna­kerf­inu í við­un­andi horf með mis­lægum gatna­mótum og öðrum við­halds­fram­kvæmd­um. Áætlað er að Borg­ar­línan muni kosta allt að 70 millj­arða króna og að sá kostn­aður muni dreifast á öll sveit­ar­fé­lög höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Inga sagði í Silfr­inu að kostn­að­ur­inn við að koma vega­kerf­inu í borg­inni „í lag“ væri 10-12 millj­arðar króna.

Inga sagði einnig að líf­eyr­is­sjóðir og rík­is­sjóður ættu að taka þátt í kostn­aði við upp­bygg­ingu á nýju félags­legu hús­næði.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hvítir karlar fóru „á veiðar“ og skutu svartan pilt
„Það er svartur maður að hlaupa niður götuna,“ segir móður og másandi maður við neyðarlínuna. Nokkrum mínútum síðar liggur ungur karlmaður í blóði sínu á götunni. Hann hafði verið skotinn þrisvar.
Kjarninn 27. maí 2020
Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar.
Sláandi niðurstöður könnunar kalli á afgerandi viðbrögð af hálfu forseta Alþingis
Þingflokksformaður Viðreisnar segir að sú staða sem uppi er á Alþingi sé ekki eingöngu óboðleg þeim einstaklingum sem um ræðir, heldur sverti ímynd Alþingis og hafi hamlandi áhrif á getu og vilja fólks til þess að starfa á vettvangi stjórnmálanna.
Kjarninn 27. maí 2020
Úlfar Þormóðsson
Hvurs er hvað?
Kjarninn 27. maí 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Ríkissjóður fær 76 milljarða króna lánaða á 0,625 prósent vöxtum
Nálægt sjöföld umframeftirspurn var eftir því að kaupa skuldabréfaútgáfu íslenska ríkisins. Af þeim mikla áhuga leiddi til þess að hægt var að fá enn lægri vexti en stefnt hafði verið að.
Kjarninn 27. maí 2020
Úr Hæstarétti Íslands.
Benedikt Bogason nýr varaforseti Hæstaréttar
Hæstaréttardómarar kusu sér nýjan varaforseta á fundi sem haldinn var í dag.
Kjarninn 27. maí 2020
Margrét Pála Valdimarsdóttir kann því vel að vinna heima.
Aukin afköst í fjarvinnu og meiri frítími
Að þurfa ekki að keyra til vinnu og að getað tekið æfingu í stofunni eru meðal þeirra kosta sem Margrét Pála Valdimarsdóttir, ráðgjafi hjá Íslandsbanka, sér við fjarvinnu. Starfsfólks bankans mun héðan í frá að jafnaði vinna heima einn dag í viku.
Kjarninn 27. maí 2020
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Langfæstir ánægðir með Kristján Þór
Mest ánægja er með störf Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra en minnst með störf sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kjarninn 27. maí 2020
Bjarni Benediktsson hefur lagt fram frumvarp um breytingu á lögum um opinber fjármál.
Óvíst að efnahagsleg óvissa verði minni í haust en nú
Frumvarp fjármálaráðherra gerir ráð fyrir að endurskoðuð fjármálastefna og uppfærð fjármálaáætlun verði lögð fram á sama tíma og fjárlög 1. október. Fjármálaráð gerir athugasemd við að stefnumörkunin færist öll á einn tímapunkt.
Kjarninn 27. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent