#menningarmál

Harpa tapaði 669 milljónum í fyrra

Þrátt fyrir mikið tap af rekstri, er rekstrargrundvöllur Hörpu nú talinn betri en hann var.

Harpa tap­aði 669 millj­ónum króna í fyrra og versn­aði afkoman um 129 millj­ónir milli ára. Þrátt fyrir þessa nið­ur­stöðu er það mat stjórnar og stjórn­enda, að rekstr­ar­grund­völl­ur­inn til fram­tíðar hafi batnað mik­ið. 

Þetta kemur fram í frétta­til­kynn­ingu frá Hörpu­. ,,Eins og fram kemur í árs­upp­gjöri árs­ins 2016 var tap­rekstur sam­stæð­unnar um 670 mkr. Þetta eru gríð­ar­leg von­brigði og skrif­ast á nokkra þætti í móð­ur­fé­lag­inu, m.a. háan útleigu­kostn­að, háan ­rekstr­ar­kostnað fast­eign­ar­innar og alltof há fast­eigna­gjöld,“ segir Guð­finna Bjarna­dótt­ir, frá­far­andi for­maður stjórn­ar.

Í árs­reikn­ingi kemur fram að tekjur af starf­sem­inni hafi auk­ist um 215 millj­ónir króna milli ára eða um 21 pró­sent. Tekjur vegna útleigu fyrir tón­list­ar­við­burði og aðrar skemmt­an­ir, svo sem árs­há­tíðir og fundi, eru þar vega­miklar, en þær hækk­uðu um 180 millj­ónir króna milli ára og voru 778 millj­ón­ir. „Þar vógu tekjur af ráð­stefnum þyngst eða 25%, þá af list­við­burðum eða 19% og vegna fastra leigj­enda þ.e. Sin­fón­íu­hljóm­sveitar Íslands og Íslensku óper­unnar 14%. ­Með sér­stöku fram­lagi eig­enda til rekstrar sem námu 13% af tekjum voru heild­ar­tekj­ur ­sam­stæð­unnar alls 1.472 millj­ón­ir. ­Rekstr­ar­gjöldin uxu hins vegar enn meira eða um 319 millj­ón­ir. Af því hækk­að­i hús­næð­is­kostn­aður um 88 millj­ónir Launa­kostn­aður hækk­aði um 50 millj­ónir eða um 11% á milli ára og er það á pari við með­al­talið í þróun launa­vísi­tölu á þessu tíma­bili. Hjá ­sam­stæð­unni voru 117 á launa­skrá í 52 stöðu­gildum og fjölg­aði stöðu­gildum um 3 á milli­ ára,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Auglýsing

Eign­irnar eru metnar á rúm­lega 20 millj­arða, en sér­stak­lega er vikið að því í til­kynn­ingu að Harpan skili miklum verð­mætum inn í þjóð­ar­búið í formi blóm­legrar menn­ing­ar­starf­semi og starf­semi sem skapi gjald­eyr­is­tekjur fyrir þjóð­ar­bú­ið.

Eitt af því sem hefur verið mikið deilu­mál, er hvernig skuli meta fast­eigna­gjöld Hörpu­nn­ar. Í til­kynn­ingu frá Höp­unni segir að nú sé þess beðið að Þjóð­skrá end­ur­meti fast­eigna­mat vegna árs­ins 2016. „Hæsti­réttur dæmdi í fast­eigna­gjalda­máli Hörpu þann 25. febr­úar 2016 og talið var að ­dóm­ur­inn myndi leiða til umtals­verðrar lækk­unar fast­eigna­gjalda, jafn­vel í kring um 50%. Í með­förum Þjóð­skrár, sem skil­aði nið­ur­stöðum sínum átta mán­uðum síð­ar, var út­færslan önnur en dómur Hæsta­réttar sagði til um. Nið­ur­stöðu Þjóð­skrár var and­mælt af hálfu Hörpu og kom svo svar aftur frá Þjóð­skrá í lok árs um að nið­ur­staðan mynd­i standa. Stjórn Hörpu áfrýj­aði nið­ur­stöðu Þjóð­skrár til yfir­fast­eigna­mats­nefndar í jan­úar 2017 3 sem skil­aði sínum úrskurði 31. ágúst sl. um einu og hálfu ári eftir að dóm­ur­inn féll í Hæsta­rétti. Yfir­fast­eigna­mats­nefnd hafnar því að nota megi sér­tækan svæð­is­stuðul fyr­ir­ Hörpu­svæð­ið. Þetta gæti þó breyst til fram­tíðar þegar svæðið bygg­ist upp. Ekki er fall­ist á rök Hörpu um ofmat á tón­leika- og ráð­stefnu­söl­unum – sem eru metnir fjór­falt verð­mæt­ari en versl­unar- og skrif­stofu­hús­næði né heldur um virði bíla­stæða sem Harpa taldi veru­lega ofmetin af Þjóð­skrá. ­Með úrskurði sínum felldi yfir­fast­eigna­mats­nefnd fast­eigna­matið frá 2016 úr gildi og ­Þjóð­skrá falið að vinna nýtt mat. Málið er því aftur komið í hendur Þjóð­skrár og óvíst er ­með fram­vindu þess og þar með end­an­lega nið­ur­stöðu og áhrif á rekstur Hörpu,“ segir í til­kynn­ing­unn­i. 

Á göngu við Hörpuna.

Nokkrar breyt­ingar urðu á stjórn Hörpu þar sem Guð­finna S. Bjarna­dótt­ir, Ásta Möller og Kjartan Örn Ólafs­son hafa látið af störf­um. Ný stjórn var kjörin á fund­inum en í henni sitja Arna Schram, Árni Geir Páls­son, Birna Haf­stein, Vil­hjálmur Egils­son og Þórður Sverr­is­son sem ­tekur við sem for­maður stjórn­ar. 

Ríkið á 54 pró­sent hlut í Hörpu­nni, á móti 46 pró­sent hlut Reykja­vík­ur­borg­ar.

Viltu styrkja sjálfstæða íslenska fjölmiðlun?
Lesendur Kjarnans geta kosið að greiða fast mánaðarlegt framlag til fjölmiðilsins til að efla starfsemi hans enn frekar. Markmiðið er upplýstari, gagnrýnni og málefnalegri umræða. Hjálpið okkur við að ná því markmiði með því að ganga til liðs við Kjarnasamfélagið.
Meira úr sama flokkiInnlent