#dómsmál#stjórnarkreppa

Faðir forsætisráðherra ábyrgðist dæmdan barnaníðing

Benedikt Sveinsson biðst afsökunar í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag.

Bene­dikt Sveins­son, faðir Bjarna Bene­dikts­sonar for­sæt­is­ráð­herra og for­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins, var einn þeirra sem skrif­uðu undir með­mæla­bréf með upp­reist æru Hjalta Sig­ur­jóns Hauks­son­ar.

Hjalti fékk fimm og hálfs árs fang­els­is­dóm árið 2004 fyrir gróf og ítrekuð kyn­ferð­is­brot gegn stjúp­dóttur sinni. Brotin voru framin meðan stúlkan var fimm til sautján ára göm­ul.

Bene­dikt stað­festir þetta í yfir­lýs­ingu.

Auglýsing

Yfir­lýs­ingin er eft­ir­far­andi.

Í ljósi alls þess sem fram hefur komið að und­an­förnu vil ég biðja þá sem um sárt eiga að binda vegna máls Hjalta Sig­ur­jóns Hauks­son­ar, afsök­unar á því að hafa ljáð honum atbeina við umsókn um upp­reist æru.

Hjalti Sig­ur­jón Hauks­son var um tíma tengdur kunn­ingja­fólki okkar hjóna frá skóla­ár­um. Hann hefur í nokkur skipti leitað aðstoðar hjá mér, fyrst og fremst vegna fjár­hags­mála eða í tengslum við atvinnu­leit. Engin önnur tengsl hafa verið á milli okk­ar.

Á síð­asta ári leit­aði Hjalti til mín um með­mæli vegna upp­reistar æru. Hann kom til mín með bréf, til­búið til und­ir­rit­un­ar. Ég skrif­aði undir bréfið og hef ekki vitað af mál­inu síð­an, fyrr en það kom til opin­berrar umfjöll­unar nú í sum­ar. Ég ræddi ekki með­mæla­bréfið við nokkurn mann, hvorki í stjórn­kerf­inu né ann­ars stað­ar, og hef aldrei verið spurður frekar út í mál­ið. Allur aðdrag­andi og umbún­aður máls­ins var sá að verið væri að ganga frá forms­at­riði fyrir umsókn til stjórn­sýsl­unn­ar.

Ég hef aldrei litið svo á að upp­reist æru væri annað en laga­legt úrræði fyrir dæmda brota­menn til að öðl­ast að nýju til­tekin borg­ara­leg rétt­indi. Sá hugur bjó ekki að baki að rétta stöðu Hjalta gagn­vart fórn­ar­lambi hans. Hjalta hef ég sagt að horfast í augu við gjörðir sínar og iðr­ast þeirra.

Það sem átti hér að vera lítið góð­verk við dæmdan mann hefur snú­ist upp í fram­hald harm­leiks brota­þola. Á því biðst ég enn og aftur afsök­un­ar.

Gögn verða birt

Dóms­mála­ráðu­neyt­inu hefur verið gert, með úrskurði Úrskurð­ar­nefndar um upp­lýs­ing­ar­mál - eftir að frétta­stofa RÚV kærði þangað neitun ráðu­neyt­is­ins um að afhenda gögn - að birta upp­lýs­ingar um þá sem votta ábyrga hegð­un. Til stendur að birta upp­lýs­ingar um votta þeirra sem hafa fengið upp­reista æru, allt frá 1995, að því er ráðu­neytið hefur stað­fest.

Viltu styrkja sjálfstæða íslenska fjölmiðlun?
Lesendur Kjarnans geta kosið að greiða fast mánaðarlegt framlag til fjölmiðilsins til að efla starfsemi hans enn frekar. Markmiðið er upplýstari, gagnrýnni og málefnalegri umræða. Hjálpið okkur við að ná því markmiði með því að ganga til liðs við Kjarnasamfélagið.
Meira úr sama flokkiInnlent