Faðir forsætisráðherra ábyrgðist dæmdan barnaníðing

Benedikt Sveinsson biðst afsökunar í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag.

Hæstiréttur
Auglýsing

Bene­dikt Sveins­son, faðir Bjarna Bene­dikts­sonar for­sæt­is­ráð­herra og for­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins, var einn þeirra sem skrif­uðu undir með­mæla­bréf með upp­reist æru Hjalta Sig­ur­jóns Hauks­son­ar.

Hjalti fékk fimm og hálfs árs fang­els­is­dóm árið 2004 fyrir gróf og ítrekuð kyn­ferð­is­brot gegn stjúp­dóttur sinni. Brotin voru framin meðan stúlkan var fimm til sautján ára göm­ul.

Bene­dikt stað­festir þetta í yfir­lýs­ingu.

Auglýsing

Yfir­lýs­ingin er eft­ir­far­andi.

Í ljósi alls þess sem fram hefur komið að und­an­förnu vil ég biðja þá sem um sárt eiga að binda vegna máls Hjalta Sig­ur­jóns Hauks­son­ar, afsök­unar á því að hafa ljáð honum atbeina við umsókn um upp­reist æru.

Hjalti Sig­ur­jón Hauks­son var um tíma tengdur kunn­ingja­fólki okkar hjóna frá skóla­ár­um. Hann hefur í nokkur skipti leitað aðstoðar hjá mér, fyrst og fremst vegna fjár­hags­mála eða í tengslum við atvinnu­leit. Engin önnur tengsl hafa verið á milli okk­ar.

Á síð­asta ári leit­aði Hjalti til mín um með­mæli vegna upp­reistar æru. Hann kom til mín með bréf, til­búið til und­ir­rit­un­ar. Ég skrif­aði undir bréfið og hef ekki vitað af mál­inu síð­an, fyrr en það kom til opin­berrar umfjöll­unar nú í sum­ar. Ég ræddi ekki með­mæla­bréfið við nokkurn mann, hvorki í stjórn­kerf­inu né ann­ars stað­ar, og hef aldrei verið spurður frekar út í mál­ið. Allur aðdrag­andi og umbún­aður máls­ins var sá að verið væri að ganga frá forms­at­riði fyrir umsókn til stjórn­sýsl­unn­ar.

Ég hef aldrei litið svo á að upp­reist æru væri annað en laga­legt úrræði fyrir dæmda brota­menn til að öðl­ast að nýju til­tekin borg­ara­leg rétt­indi. Sá hugur bjó ekki að baki að rétta stöðu Hjalta gagn­vart fórn­ar­lambi hans. Hjalta hef ég sagt að horfast í augu við gjörðir sínar og iðr­ast þeirra.

Það sem átti hér að vera lítið góð­verk við dæmdan mann hefur snú­ist upp í fram­hald harm­leiks brota­þola. Á því biðst ég enn og aftur afsök­un­ar.

Gögn verða birt

Dóms­mála­ráðu­neyt­inu hefur verið gert, með úrskurði Úrskurð­ar­nefndar um upp­lýs­ing­ar­mál - eftir að frétta­stofa RÚV kærði þangað neitun ráðu­neyt­is­ins um að afhenda gögn - að birta upp­lýs­ingar um þá sem votta ábyrga hegð­un. Til stendur að birta upp­lýs­ingar um votta þeirra sem hafa fengið upp­reista æru, allt frá 1995, að því er ráðu­neytið hefur stað­fest.

Öryggisráðið samþykkir 30 daga vopnahlé í Sýrlandi
Neyðarástand er víða í Sýrlandi eftir blóðuga borgarastyrjöld árum saman.
24. febrúar 2018
Líf, Elín og Þorsteinn leiða lista VG í Reykjavík.
Líf, Elín og Þorsteinn leiða hjá VG í Reykjavík
Forvali Vinstri grænna lauk í dag. Þau Líf Magneudóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir og Þorsteinn V. Einarsson skipa þrjú efstu sætin. Kosið var um fimm efstu sæti á lista og greiddu tæplega 500 atkvæði í valinu.
24. febrúar 2018
Ólafur Helgi Jóhansson
Lestur, læsi og lesskilningur – grundvallaratriði náms
24. febrúar 2018
Klikkið
Klikkið
Klikkið – Varðandi stöðu Hugarafls og Geðheilsu Eftirfylgdar
24. febrúar 2018
„Þetta eru allt íslensk börn“
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir það markmið sitt að börn af erlendum uppruna sem búa á Íslandi hafi sömu tækifæri í íslensku skólakerfi og önnur börn.
24. febrúar 2018
Þórður Snær Júlíusson
Höfum við ekki tíma til að sinna námi barnanna okkar?
24. febrúar 2018
Stóru málin
Stóru málin
Stóru málin – Reykvísk stjórnsýsla er eins og pítsa sem maður fær aldrei
24. febrúar 2018
Þórdís býður sig fram í varaformann Sjálfstæðisflokksins
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, býður sig fram til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins fer fram 16. - 18. mars þar sem kosið verður um forystu flokksins.
24. febrúar 2018
Meira úr sama flokkiInnlent