Ráðuneytið segir Róbert Downey ekki hafa fengið sérmeðferð

Dómsmálaráðuneytið segir að 44 prósent þeirra sem hafa fengið uppreista æru hafi fengið hana innan fimm ára frá afplánun refsinga. Mál Róberts Downey sé því ekki einsdæmi.

Sigríður Andersen er dómsmálaráðherra.
Sigríður Andersen er dómsmálaráðherra.
Auglýsing

Dóms­mála­ráðu­neytið segir að af þeim 32 ein­stak­lingum sem hafi fengið upp­reist æru frá árinu 1995 hafi 14 fengið hana innan fimm ára frá því að afplánun þeirra á fang­els­is­dómum lauk. Hinir sóttu um upp­reist æru eftir að fimm ár höfðu liðið frá afplánun refs­inga. „Engum var hafnað á grund­velli þess að við­kom­andi upp­fyllti ekki skil­yrði um fimm árin,“ segir í frétt ráðu­neyt­is­ins.

Ástæða þess að fréttin er birt er sú að í fjöl­miðlaum­fjöllun í kjöl­far nýupp­kveð­ins úrskurðar úrskurð­ar­nefndar um upp­lýs­inga­mál hefur verið fjallað um að Róbert Dow­ney, dæmdur kyn­ferð­is­brota­maður sem fékk upp­reist æru á síð­asta ár, hafi fengið und­an­þágu frá almennri reglu um veit­ingu upp­reist æru. Sú und­an­þága hafi falist í því að umsókn hans hafi verið tekin til með­ferðar hjá dóms­mála­ráðu­neyt­inu þrátt fyrir að ekki væru liðin fimm ár frá því að hann lauk afplán­un. Róbert Dow­ney hlaut þriggja ára fang­els­is­dóm árið 2008 fyrir kyn­ferð­is­brot gegn fjórum barn­ungum stúlk­um. Hann hóf afplánun í febr­úar 2009.

Auglýsing

Í frétt ráðu­neyt­is­ins segir að sam­kvæmt ára­langri stjórns­sýslu­venju „hefur upp­reist æru verið veitt með vísan til 3. mgr. 85. gr. almennra hegn­ing­ar­laga sem heim­ilar þegar sér­stak­lega stendur á að veita upp­reist æru þegar 2 ár eru liðin frá afplánun refs­ing­ar. Í máli því sem úrskurður nefnd­ar­innar tók til var ekki um að ræða sér­með­ferð á máli við­kom­andi umsækj­enda. Þvert á móti fékk mál hans sömu með­ferð og önnur mál sam­bæri­leg mál und­an­farna ára­tugi.

Frá árunum 1995-2017 fengu 32 upp­reist æru. Af þeim eru 14 sem fengu upp­reist æru innan fimm ára eða 44 pró­sent Hin­ir, þ.e. 18 ein­stak­ling­ar, sóttu um upp­reist æru eftir að fimm ár höfðu liðið frá afplánun refs­inga. Engum var hafnað á grund­velli þess að við­kom­andi upp­fyllti ekki skil­yrði um fimm árin.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
Eigingirni - spilling - vald
Leslistinn 3. ágúst 2020
Guðmundur Hauksson
Jóga er meira en bara teygjur og stellingar
Kjarninn 3. ágúst 2020
Inga Dóra Björnsdóttir
Heimsmaðurinn Halldór Kiljan Laxness, sem aldrei varð frægur og ríkur í Ameríku
Kjarninn 3. ágúst 2020
Tekjur Kjarnans jukust og rekstrarniðurstaða í takti við áætlanir
Rekstur Kjarnans miðla, útgáfufélags Kjarnans, skilaði hóflegu tapi á árinu 2019. Umfang starfseminnar var aukið á því ári og tekjustoðir hafa styrkst verulega síðustu misseri.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: „Jújú, það er önnur bylgja hafin“
Sóttvarnalæknir segir að það sé hægt að sammælast um að kalla það ástand sem Ísland stendur frammi fyrir nýja bylgju. Það segi sig sjálft að aukning sé á tilfellum. Landlæknir segir tækifærið til að ráða niðurlögum ástandsins vera núna.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Til stendur að breyta rukkun fargjalda í strætó með þeim hætti að sala fargjalda verður einungis utan vagna.
Hægt verður að leggja févíti á þá farþega sem borga ekki í strætó
Fyrirhugaðar eru breytingar á fyrirkomulagi fargjalda í Strætó sem mun leiða til þess að sala fargjalda verður ekki lengur í boði í vögnunum sjálfum. Farþegar sem greiða ekki fargjald, eða misnota kerfið með öðrum hætti, verða beittir févíti.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Átta ný innanlandssmit og fjölgar um yfir hundrað í sóttkví
Af 291 sýni sem greint var á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær reyndust átta jákvæð. Alls eru nú 80 í einangrun og 670 í sóttkví.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Ávöxtur olíupálma. Úr kjarnanum er unnin ljós, gegnsæ pálmaolía en einnig er hægt að vinna svokallaða rauða pálmaolíu úr ávextinum sjálfum.
Yfirvöld í Malasíu reyna að bæta ímynd pálmaolíu
„Pálmaolía er guðsgjöf“ er slagorð sem yfirvöld í Malasíu ætla að nota til að reyna að lappa upp á ímynd pálmaolíunnar. Ræktun pálmaolíu ógnar lífríki í regnskógum víða um heim og hefur varan mætt andstöðu til að mynda í Evrópu.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent