VR vill að lægstu laun verði skattfrjáls

Stærsta stéttarfélag landsins vill að persónuafsláttur verði endurskoðaður til samræmis við launavísitölu frá árinu 1990 og að bundið verði í lög að hann fylgi launavísitölu.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Auglýsing

Stjórn VR, stærsta stétt­ar­fé­lags lands­ins, segir að mark­mið félags­ins í kom­andi kjara­samn­ingum verði að lægstu laun verði skatt­frjáls. Það á að gera með þvi að hækka per­sónu­af­slátt sem muni í kjöl­farið auka kaup­mátt lægstu launa og milli­tekju­hópa umtals­vert. Þetta kemur fram í ályktun stjórnar VR sem sam­þykkt var á stjórn­ar­fundi stétt­ar­fé­lags­ins í gær.

Í álykt­un­inni er farið fram á að fjár­hæð per­sónu­af­sláttar muni fylgi launa­vísi­tölu og að það verði bundið í lög. „Stjórn VR beinir þeim til­mælum til stjórn­valda að end­ur­skoða fjár­hæð per­sónu­af­sláttar til sam­ræmis við launa­vísi­tölu frá árinu 1990 í fjár­laga­frum­varpi fyrir árið 2018. Í kom­andi kjara­samn­ingum er mik­il­vægt að horft sé til fram­tíðar og launa­fólki verði tryggður stöð­ug­leiki og raun­veru­leg kaup­mátt­ar­aukn­ing. Mik­il­vægur þáttur í því er að festa með lögum að per­sónu­af­sláttur fylgi launa­vísi­tölu.

Auglýsing

Mark­mið okkar er að lægstu laun verði skatt­frjáls með hækkun per­sónu­af­sláttar og sem mun auka kaup­mátt lægstu launa og milli­tekju­hópa umtals­vert. Hækkun per­sónu­af­sláttar verður ein af aðal­kröfum félags­ins fyrir kom­andi kjara­samn­inga.“

For­sæt­is­ráð­herra segir vinnu­mark­aðslíkanið ónýtt

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra fjall­aði um kom­andi kjara­við­ræður í stefnu­ræðu sinni í gær. Hann sagði að stærsta ein­staka efna­hags­­vanda­­málið á Íslandi væri það, að reynd væri vinn­u­­mark­aðslík­an­ið, sem unnið væri eft­ir, ónýtt. Nú væri mik­il­vægt að alir sem kæmu að kjara­við­ræð­um, tækju höndum saman um að horfa til þess hversu mikið svig­­rúmið til launa­hækk­­ana án þess að það bitn­aði á sam­keppn­is­hæfni þjóð­­ar­­bús­ins. „Framundan eru mik­il­vægir samn­ingar á vinn­u­­mark­aði. Allir aðilar verða að rísa undir þeirri ábyrgð sem á þeim hvílir með sama hætti. Aug­­ljóst er að ábyrgð fylgir því að semja, en rétt­­ur­inn til að semja ekki er einnig vand­­með­­far­inn. Þegar farið er út af spor­inu í kjara­við­ræðum á Íslandi með samn­ingum sem þykja ekki sam­ræm­­ast stöð­ug­­leika hefst sam­­kvæm­is­­leikur sem við gætum kall­að: Hver er söku­dólg­­ur­inn? 

En það er allt of mikil ein­­földun að skella skuld­inni á kröf­u­­gerð laun­þega, ein­staka atvinn­u­rek­end­­ur, eða eftir atvikum rík­­is­­stjórn eða sveit­­ar­­fé­lög sem látið hafa undan þrýst­ingi um samn­inga, þegar aðferða­­fræðin við að leiða fram nið­­ur­­stöðu er jafn gölluð og raun ber vitni.  Leitin að söku­dólgnum beinir sjónum frá aðal­­at­rið­inu. Vinn­u­­mark­aðslíkanið er í raun ónýtt. Þetta eru stór orð. En hver getur mót­­mælt þessu þegar hver höndin er uppi á móti ann­­arri, nær engin sam­vinna til staðar og skipu­lagið til­­vilj­ana­­kennt og breyt­i­­legt frá einum kjara­við­ræðum til þeirra næstu.  Þetta er stærsti ein­staki veik­­leiki íslenskra efna­hags­­mála um þessar mund­ir,“ sagði Bjarni. 

Áhrif Bláu plánetunnar láta á sér kræla
Eftir frumsýningu heimildaþátta BBC um lífríkið í hafinu hefur fólk í Bretlandi og víðar tekið við sér og ákveðin vitundarvakning virðist hafa átt sér stað. Sir David Attenborough segist vera furðulostinn yfir viðbrögðunum.
Kjarninn 23. júní 2018
Mænusótt snýr aftur
Þrátt fyrir jákvæð teikn á lofti um að mænusótt myndi brátt heyra sögunni til þá bárust þau tíðindi fyrir skömmu að veiran hefði greinst í Venesúela.
Kjarninn 23. júní 2018
Sama hver lausnin á vandamálum leigumarkaðsins er mun ekkert breytast nema að afstaða Íslendinga til húsnæðisleigu breytist.
Hvernig er hægt að gera leigumarkaðinn öruggari?
Leigumarkaðurinn á Íslandi er óstöðugur og hefur hækkað hratt á undanförnum árum. Hvaða ástæður liggja að baki því og hvernig getum við bætt hann að mati sérfræðinga?
Kjarninn 23. júní 2018
Tíu staðreyndir um strákana okkar
Strákarnir okkar hafa vakið mikla athygli á heimsmeistaramótinu í Rússlandi, hvort sem er fyrir glæsilega frammistöðu, miðað við og án höfðatölu, útlit Rúriks eða skemmtilega aðdáendur. Kjarninn tók saman tíu tölulegar staðreyndir um strákana okkar.
Kjarninn 23. júní 2018
HB Grandi
Ekkert verðmat á HB Granda í kjölfar tilboðs
Ekkert greiningarfyrirtæki í landinu hefur útbúið verðmat eða greiningu á HB Granda síðan Guðmundur Kristjánsson keypti stóran hlut í félaginu, samkvæmt fréttum Morgunblaðsins.
Kjarninn 23. júní 2018
Ahmed Musa, leikmaður nígeríska karlalandsliðsins í fótbolta
Nígeríumenn í skýjunum og Argentínubúar vongóðir
Nígerískir miðlar eru hæstánægðir með landsliðsmanninn sinn Ahmed Musa og vonarglæta hefur kviknað hjá Argentínumönnum um að komast upp úr riðlinum í eftir tap strákanna okkar fyrr í dag.
Kjarninn 22. júní 2018
Hæðir og lægðir á Twitter - Stemmningin snerist úr ofsagleði í angist
Twitter lætur sitt aldrei eftir liggja þegar þjóðin horfir saman á sjónvarpið, hvort sem um er að ræða íþróttaviðburði, söngvakeppnir eða íslenskar bíómyndir eða þáttaseríur. Mínúturnar 90 voru erfiðar þjóðarsálinni í dag.
Kjarninn 22. júní 2018
Ísland tapaði fyrir Nígeríu - Verðum að vinna Króatíu
Svekkjandi tap í Volgograd hjá strákunum okkar gegn Nígeríu 2-0. Íslenska liðið, sem náði sér aldrei á strik í leiknum, verður því að vinna Króatíu á þriðjudag. Annars er þetta búið spil.
Kjarninn 22. júní 2018
Meira úr sama flokkiInnlent