VR vill að lægstu laun verði skattfrjáls

Stærsta stéttarfélag landsins vill að persónuafsláttur verði endurskoðaður til samræmis við launavísitölu frá árinu 1990 og að bundið verði í lög að hann fylgi launavísitölu.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Auglýsing

Stjórn VR, stærsta stétt­ar­fé­lags lands­ins, segir að mark­mið félags­ins í kom­andi kjara­samn­ingum verði að lægstu laun verði skatt­frjáls. Það á að gera með þvi að hækka per­sónu­af­slátt sem muni í kjöl­farið auka kaup­mátt lægstu launa og milli­tekju­hópa umtals­vert. Þetta kemur fram í ályktun stjórnar VR sem sam­þykkt var á stjórn­ar­fundi stétt­ar­fé­lags­ins í gær.

Í álykt­un­inni er farið fram á að fjár­hæð per­sónu­af­sláttar muni fylgi launa­vísi­tölu og að það verði bundið í lög. „Stjórn VR beinir þeim til­mælum til stjórn­valda að end­ur­skoða fjár­hæð per­sónu­af­sláttar til sam­ræmis við launa­vísi­tölu frá árinu 1990 í fjár­laga­frum­varpi fyrir árið 2018. Í kom­andi kjara­samn­ingum er mik­il­vægt að horft sé til fram­tíðar og launa­fólki verði tryggður stöð­ug­leiki og raun­veru­leg kaup­mátt­ar­aukn­ing. Mik­il­vægur þáttur í því er að festa með lögum að per­sónu­af­sláttur fylgi launa­vísi­tölu.

Auglýsing

Mark­mið okkar er að lægstu laun verði skatt­frjáls með hækkun per­sónu­af­sláttar og sem mun auka kaup­mátt lægstu launa og milli­tekju­hópa umtals­vert. Hækkun per­sónu­af­sláttar verður ein af aðal­kröfum félags­ins fyrir kom­andi kjara­samn­inga.“

For­sæt­is­ráð­herra segir vinnu­mark­aðslíkanið ónýtt

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra fjall­aði um kom­andi kjara­við­ræður í stefnu­ræðu sinni í gær. Hann sagði að stærsta ein­staka efna­hags­­vanda­­málið á Íslandi væri það, að reynd væri vinn­u­­mark­aðslík­an­ið, sem unnið væri eft­ir, ónýtt. Nú væri mik­il­vægt að alir sem kæmu að kjara­við­ræð­um, tækju höndum saman um að horfa til þess hversu mikið svig­­rúmið til launa­hækk­­ana án þess að það bitn­aði á sam­keppn­is­hæfni þjóð­­ar­­bús­ins. „Framundan eru mik­il­vægir samn­ingar á vinn­u­­mark­aði. Allir aðilar verða að rísa undir þeirri ábyrgð sem á þeim hvílir með sama hætti. Aug­­ljóst er að ábyrgð fylgir því að semja, en rétt­­ur­inn til að semja ekki er einnig vand­­með­­far­inn. Þegar farið er út af spor­inu í kjara­við­ræðum á Íslandi með samn­ingum sem þykja ekki sam­ræm­­ast stöð­ug­­leika hefst sam­­kvæm­is­­leikur sem við gætum kall­að: Hver er söku­dólg­­ur­inn? 

En það er allt of mikil ein­­földun að skella skuld­inni á kröf­u­­gerð laun­þega, ein­staka atvinn­u­rek­end­­ur, eða eftir atvikum rík­­is­­stjórn eða sveit­­ar­­fé­lög sem látið hafa undan þrýst­ingi um samn­inga, þegar aðferða­­fræðin við að leiða fram nið­­ur­­stöðu er jafn gölluð og raun ber vitni.  Leitin að söku­dólgnum beinir sjónum frá aðal­­at­rið­inu. Vinn­u­­mark­aðslíkanið er í raun ónýtt. Þetta eru stór orð. En hver getur mót­­mælt þessu þegar hver höndin er uppi á móti ann­­arri, nær engin sam­vinna til staðar og skipu­lagið til­­vilj­ana­­kennt og breyt­i­­legt frá einum kjara­við­ræðum til þeirra næstu.  Þetta er stærsti ein­staki veik­­leiki íslenskra efna­hags­­mála um þessar mund­ir,“ sagði Bjarni. 

Öryggisráðið samþykkir 30 daga vopnahlé í Sýrlandi
Neyðarástand er víða í Sýrlandi eftir blóðuga borgarastyrjöld árum saman.
24. febrúar 2018
Líf, Elín og Þorsteinn leiða lista VG í Reykjavík.
Líf, Elín og Þorsteinn leiða hjá VG í Reykjavík
Forvali Vinstri grænna lauk í dag. Þau Líf Magneudóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir og Þorsteinn V. Einarsson skipa þrjú efstu sætin. Kosið var um fimm efstu sæti á lista og greiddu tæplega 500 atkvæði í valinu.
24. febrúar 2018
Ólafur Helgi Jóhansson
Lestur, læsi og lesskilningur – grundvallaratriði náms
24. febrúar 2018
Klikkið
Klikkið
Klikkið – Varðandi stöðu Hugarafls og Geðheilsu Eftirfylgdar
24. febrúar 2018
„Þetta eru allt íslensk börn“
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir það markmið sitt að börn af erlendum uppruna sem búa á Íslandi hafi sömu tækifæri í íslensku skólakerfi og önnur börn.
24. febrúar 2018
Þórður Snær Júlíusson
Höfum við ekki tíma til að sinna námi barnanna okkar?
24. febrúar 2018
Stóru málin
Stóru málin
Stóru málin – Reykvísk stjórnsýsla er eins og pítsa sem maður fær aldrei
24. febrúar 2018
Þórdís býður sig fram í varaformann Sjálfstæðisflokksins
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, býður sig fram til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins fer fram 16. - 18. mars þar sem kosið verður um forystu flokksins.
24. febrúar 2018
Meira úr sama flokkiInnlent