Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, hyggist halda blaðamannafund í Valhöll í dag. Blaðamannafundurinn hefst klukkan 16:30.
Á meðan virðast allir bíða eftir því hvað Bjarni hyggist gera næst en hann hefur ekki gefið neina yfirlýsingu síðan Björt framtíð ákvað að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu í gærkvöldi, fyrir utan það að segjast vilja ræða margt við fjölmiðlana.
Þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins lauk í Valhöll rétt fyrir klukkan tvö í dag, eftir að hafa staðið í tæpar þrjár klukkustundir.
Viðmælendur Kjarnans úr stjórnarandstöðuflokkum á Alþingi segjast allir vera að bíða eftir því hvað Bjarni Benediktsson hefur að segja um stöðuna sem upp er komin í stjórnmálunum. Þangað til verði var hægt að ákveða neitt um næstu skref.
„Er þetta ekki svona pólískur dagur? Það eru allir bara að bíða eftir öllum,“ sagði einn viðmælandi Kjarnans.
Auglýsing