Á 32 ára afmæli skjálftans mikla í Mexíborg, sem var upp á 8 á Richter-kvarða og olli gífurlegri eyðileggingu og manntjóni, reið jarðskjálfti upp á 7,1 yfir borgina í dag.
Í skjálftanum árið 1985 létust yfir 5 þúsund manns, en samkvæmt frásögnum af vettvangi nú þá er fjöldi fólks fastur undir braki og byggingum sem hafa hrunið að hluta eða öllu leyti.
Æfingar á viðbrögðum við jarðskjálftum stóðu yfir í borginni þegar skjálftinn varð, nú undir kvöld, en yfirvöld í Mexíkó höfðu varað við því að mikil spenna væri á mælum sem benti til þess að jarðskjálftar gætu mögulega komið fram á næstu dögum eða vikum.
Að minnsta kosti 42 eru látnir, en hjálparstarf stendur nú yfir víða um borgina, samkvæmt fréttum breska ríkisútvarpsins BBC.
Upptök skjálftans eru sjö kílómetra vestur af bænum Chiautla de Tapia í Pueblaríki, í nágrenni Mexíkóborgar. Íbúar í borginni eru 8,8 milljónir.