Norski olíusjóðurinn nemur nú 21 milljón á hvern Norðmann

Norski olíusjóðurinn á nú að um 1,3 prósent af öllum skráðum hlutabréfum í heiminum.

norges_sjmatrnd_prosjekt_sverige_foto_yrjanbertelsen_002-1.jpg
Auglýsing

Norski olíu­sjóð­ur­inn hefur vaxið jafnt og þétt und­an­far­inn miss­eri og eru eignir hans nú komnar yfir eitt þús­und millj­arða Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 107 þús­und millj­örðum króna.

Um 96 pró­sent af eignum sjóðs­ins eru geymdar í eignum utan Nor­egs.

Ótrú­legar stærðir

Upp­hæðin nemur um 21 milljón króna, miðað við núver­andi gengi Banda­ríkja­dals gagn­vart krónu (107), á hvern íbúa Nor­egs. Íbúar lands­ins eru 5,1 millj­ón.

Auglýsing

Til sam­an­burðar eru eignir íslenska líf­eyr­is­sjóða­kerf­is­ins um 3700 millj­arðar króna, eða sem nemur um 10,8 millj­ónum króna á hvern Íslend­ing.

Norð­menn eru hins vegar líka með líf­eyr­is­kerfi, sem er alveg ótengt olíu­sjóðn­um. Hann er vara­sjóður þjóð­ar­innar fyrir fram­tíð­ina. 

Norsk stjórn­völd hafa þó örlítið - í hlut­falli við heild­ar­eignir - tekið fé úr sjóðnum til að byggja upp inn­viði heima fyr­ir.

Heild­ar­um­fang áætl­unar Norð­manna þegar kemur að innvið­um, sam­göngu­mann­virkjum ekki síst, nemur 1.064 millj­örðum norskra króna eða sem nemur um 15 þús­und millj­örðum íslenskra króna. Áætl­un­in, sem er til 10 ára, miðar að því ekki síst að und­ir­búa norskt sam­fé­lag undir miklar tækni­breyt­ing­ar. Þannig verður vega­kerfið stór­bætt, hafnir nútíma­vædd­ar, byggt upp 5G kerfi til auð­velda inn­leið­ingu á gervi­greind­ar­tækni og ýmsu fleiru. Fjár­magn í þessi verk­efni verður meðal ann­ars sótt í sjóð­inn, en aðeins með því að láta hluta af inn­streym­inu sem fer í sjóð­inn að öllu jöfnu, renna í rík­is­sjóð Nor­egs og þaðan í áætl­un­ina.

Norski olíu­sjóð­ur­inn er stærsti fjár­fest­inga­sjóður sinnar teg­undar í heim­in­um. Hann er í eigu norska rík­is­ins, en er með sjálf­stæða stjórn sem heyrir undir Seðla­banka Nor­egs og fjár­mála­ráðu­neyt­ið.

Einn áhrifa­mesti maður heims

Æðsti yfir­maður sjóðs­ins er Yngve Slyngstad, 54 ára gam­all hag­fræð­ingur frá Nor­egi. Hann hefur í tvígang verið á lista For­bes yfir hund­rað áhrifa­mesta fólk heims, þá númer 72 og 74, vegna starfa sinna fyrir sjóð­inn.

Umfang sjóðs­ins er með ólík­ind­um, miðað við það að hann er í eigu smá­þjóð­ar. Hann á 1,3 pró­sent af öllum skráðum hluta­bréfum í heim­in­um, sam­kvæmt umfjöllun Fin­ancial Times, en inn­streymið í sjóð­inn kemur úr olíu­auð­lindum Nor­egs. Hagn­aður olíu­fyr­ir­tæk­is­ins Statoil er skatt­lagður beint um 78 pró­sent, en norska ríkið á tæp­lega 70 pró­sent hlut í fyr­ir­tæk­inu á móti einka­fjár­festum og er félagið skráð á markað í Nor­egi. Stór hluti þeirra sem eiga ríf­lega 30 pró­sent hluta­bréf­anna á móti norska rík­inu eru líf­eyr­is­sjóðir í Nor­egi og aðrir norskir fjár­fest­inga­sjóð­ir.

Olíuævintýri Norðmanna, sem hófst á sjötta áratug síðustu aldar, hefur gert Noreg að einu ríkasta landi í heimi.

Hagn­að­ur­inn af olíu­auð­lind­unum rennur síðan í norska olíu­sjóð­inn, sem ávaxtar hann eftir fjár­fest­inga­stefnu sinni á alþjóða­mörk­uð­um. Sjóð­ur­inn er áhrifa­mik­ill fjár­festir í öllum helstu geir­um. Hann hefur ávaxt­ast að með­al­tali um 3,3 pró­sent á ári, á síð­ustu árum.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Leggja fram ólíkar breytingar á erfðafjárskatti
Fjármálaráðherra og þingmenn Viðreisnar hafa lagt fram tvö ólík frumvörp um breytingar á lögum um erfðafjárskatt. Mikill munur er á frumvörpunum en annað tekur meðal annars mið af skattstofni dánarbúsins en hitt af arfgreiðslum hvers erfingja fyrir sig.
Kjarninn 18. október 2019
Kristbjörn Árnason
Koxgráa spillingar þjóðfélagið Ísland!
Leslistinn 18. október 2019
Punktur Punktur
Punktur Punktur
Punktur Punktur – Nr. 5 Guðmundur Atli Pétursson - ljósahönnuður hjá RÚV.
Kjarninn 18. október 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Stóraukin áhersla á náttúruvernd
Kjarninn 18. október 2019
Molar
Molar
Molar – Lækkanir, Austin Texas og Guðmundur Jaki
Kjarninn 18. október 2019
Seðlabankinn dæmdur til að veita blaðamanni Fréttablaðsins upplýsingar
Seðlabanki Íslands var í morgun dæmdur til að afhenda blaðamanni Fréttablaðsins upplýsingar um samning sem Már Guðmundsson, þáverandi seðlabankastjóri, gerði við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans.
Kjarninn 18. október 2019
Ísland á gráa listann vegna peningaþvættis
Ísland hefur verið sett á gráa lista FATF ásamt Mongólíu og Simbabve. Aðgerðir sem ráðist hefur verið í síðastliðið eitt og hálft ár reyndust ekki nægjanlegar.
Kjarninn 18. október 2019
Helgi Magnússon eignast allt Fréttablaðið – Jón Þórisson nýr ritstjóri
Fjárfestirinn Helgi Magnússon hefur keypt þann hluta í Torgi, útgáfufélagi Fréttablaðsins, sem hann átti ekki fyrir. Til stendur að sameina Fréttablaðið og Hringbraut.
Kjarninn 18. október 2019
Meira úr sama flokkiErlent