Norski olíusjóðurinn nemur nú 21 milljón á hvern Norðmann

Norski olíusjóðurinn á nú að um 1,3 prósent af öllum skráðum hlutabréfum í heiminum.

norges_sjmatrnd_prosjekt_sverige_foto_yrjanbertelsen_002-1.jpg
Auglýsing

Norski olíu­sjóð­ur­inn hefur vaxið jafnt og þétt und­an­far­inn miss­eri og eru eignir hans nú komnar yfir eitt þús­und millj­arða Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 107 þús­und millj­örðum króna.

Um 96 pró­sent af eignum sjóðs­ins eru geymdar í eignum utan Nor­egs.

Ótrú­legar stærðir

Upp­hæðin nemur um 21 milljón króna, miðað við núver­andi gengi Banda­ríkja­dals gagn­vart krónu (107), á hvern íbúa Nor­egs. Íbúar lands­ins eru 5,1 millj­ón.

Auglýsing

Til sam­an­burðar eru eignir íslenska líf­eyr­is­sjóða­kerf­is­ins um 3700 millj­arðar króna, eða sem nemur um 10,8 millj­ónum króna á hvern Íslend­ing.

Norð­menn eru hins vegar líka með líf­eyr­is­kerfi, sem er alveg ótengt olíu­sjóðn­um. Hann er vara­sjóður þjóð­ar­innar fyrir fram­tíð­ina. 

Norsk stjórn­völd hafa þó örlítið - í hlut­falli við heild­ar­eignir - tekið fé úr sjóðnum til að byggja upp inn­viði heima fyr­ir.

Heild­ar­um­fang áætl­unar Norð­manna þegar kemur að innvið­um, sam­göngu­mann­virkjum ekki síst, nemur 1.064 millj­örðum norskra króna eða sem nemur um 15 þús­und millj­örðum íslenskra króna. Áætl­un­in, sem er til 10 ára, miðar að því ekki síst að und­ir­búa norskt sam­fé­lag undir miklar tækni­breyt­ing­ar. Þannig verður vega­kerfið stór­bætt, hafnir nútíma­vædd­ar, byggt upp 5G kerfi til auð­velda inn­leið­ingu á gervi­greind­ar­tækni og ýmsu fleiru. Fjár­magn í þessi verk­efni verður meðal ann­ars sótt í sjóð­inn, en aðeins með því að láta hluta af inn­streym­inu sem fer í sjóð­inn að öllu jöfnu, renna í rík­is­sjóð Nor­egs og þaðan í áætl­un­ina.

Norski olíu­sjóð­ur­inn er stærsti fjár­fest­inga­sjóður sinnar teg­undar í heim­in­um. Hann er í eigu norska rík­is­ins, en er með sjálf­stæða stjórn sem heyrir undir Seðla­banka Nor­egs og fjár­mála­ráðu­neyt­ið.

Einn áhrifa­mesti maður heims

Æðsti yfir­maður sjóðs­ins er Yngve Slyngstad, 54 ára gam­all hag­fræð­ingur frá Nor­egi. Hann hefur í tvígang verið á lista For­bes yfir hund­rað áhrifa­mesta fólk heims, þá númer 72 og 74, vegna starfa sinna fyrir sjóð­inn.

Umfang sjóðs­ins er með ólík­ind­um, miðað við það að hann er í eigu smá­þjóð­ar. Hann á 1,3 pró­sent af öllum skráðum hluta­bréfum í heim­in­um, sam­kvæmt umfjöllun Fin­ancial Times, en inn­streymið í sjóð­inn kemur úr olíu­auð­lindum Nor­egs. Hagn­aður olíu­fyr­ir­tæk­is­ins Statoil er skatt­lagður beint um 78 pró­sent, en norska ríkið á tæp­lega 70 pró­sent hlut í fyr­ir­tæk­inu á móti einka­fjár­festum og er félagið skráð á markað í Nor­egi. Stór hluti þeirra sem eiga ríf­lega 30 pró­sent hluta­bréf­anna á móti norska rík­inu eru líf­eyr­is­sjóðir í Nor­egi og aðrir norskir fjár­fest­inga­sjóð­ir.

Olíuævintýri Norðmanna, sem hófst á sjötta áratug síðustu aldar, hefur gert Noreg að einu ríkasta landi í heimi.

Hagn­að­ur­inn af olíu­auð­lind­unum rennur síðan í norska olíu­sjóð­inn, sem ávaxtar hann eftir fjár­fest­inga­stefnu sinni á alþjóða­mörk­uð­um. Sjóð­ur­inn er áhrifa­mik­ill fjár­festir í öllum helstu geir­um. Hann hefur ávaxt­ast að með­al­tali um 3,3 pró­sent á ári, á síð­ustu árum.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Ekki æskilegt að einblína á fjölgun starfa í ferðaþjónustu í hálaunalandi eins og Íslandi
Prófessor í hagfræði segir að ferðaþjónusta sé grein sem þrífist best í löndum þar sem vinnuafl er ódýrt. Endurreisn ferðaþjónustu í sömu mynd og áður sé því varla æskileg, enda hafi hún að uppistöðu verið mönnum með innfluttu vinnuafli.
Kjarninn 1. júní 2020
Barnabætur og sérstakur barnabótaauki skilaði 15 milljörðum til barnafjölskyldna
Íslenska barnabótakerfið hefur verið harðlega gagnrýnt undanfarin ár fyrir að vera fyrst og fremst nokkurs konar fátækrahjálp við tekjulágar fjölskyldur. Tekjutengdu bæturnar hækkuðu lítillega í fyrra og sérstakur barnabótaauki var greiddur út á föstudag.
Kjarninn 1. júní 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, er annar forstjóra Samherja.
Sjávarútvegsfyrirtæki fengu 175 milljónir króna úr hlutabótaleiðinni
Tvö dótturfyrirtæki Samherja skera sig úr á meðal sjávarútvegsfyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina. Alls voru 245 starfsmenn þeirra settir á leiðina. Samstæðan ætlar að endurgreiða ríkissjóði greiðslurnar sem hún fékk.
Kjarninn 1. júní 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Tölum íslensku við útlendinga
Kjarninn 1. júní 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Fyrirtækin sem ætla að endurgreiða hlutabætur fá reikning í vikunni
Stöndug fyrirtæki sem nýttu sér hlutabótaleiðina, en hafa óskað eftir því að fá að endurgreiða það sem þau fengu úr ríkissjóði í gegnum hana, munu fá send skilaboð í vikunni um hvað þau skulda og hvernig þau eiga að borga.
Kjarninn 1. júní 2020
Landamæri margra landa opna á nýjan leik á næstunni. En ferðamennska sumarsins 2020 verður með öðru sniði en venjulega.
Lokkandi ferðatilboð í skugga hættu á annarri bylgju
Lægri skattar, niðurgreiðslur á ferðum og gistingu, ókeypis gisting og læknisaðstoð ef til veikinda kemur eru meðal þeirra aðferða sem lönd ætla að beita til að lokka ferðamenn til sín. Á sama tíma vara heilbrigðisyfirvöld við hættunni á annarri bylgju.
Kjarninn 1. júní 2020
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Glæpur og refsing: Skipta kyn og kynþáttur máli?
Kjarninn 1. júní 2020
Minkar eru ræktaðir á búum víða um heim, m .a. á Íslandi, vegna feldsins.
Menn smituðust af minkum
Fólk er talið hafa borið kórónuveiruna inn í minkabú í Hollandi. Minkarnir sýktust og smituðu svo að minnsta kosti tvo starfsmenn. Engin grunur hefur vaknað um kórónuveirusmit i minkum eða öðrum dýrum hér á landi.
Kjarninn 1. júní 2020
Meira úr sama flokkiErlent