Fækka þarf sveitarfélögum og festa lágmarksíbúafjölda í lög

Tillögur á vegum starfshóps um eflingu sveitarstjórnarstigsins voru lagðar fram í sumar. Í þeim kemur fram að fækka verði sveitarfélögum og hækka lágmarksíbúafjölda í þremur þrepum til ársins 2026.

Akureyri – Rúmlega 18.000 manns búa í sveitarfélaginu.
Akureyri – Rúmlega 18.000 manns búa í sveitarfélaginu.
Auglýsing

Fækka þarf sveit­ar­fé­lögum og skil­greina þau verk­efni sem sveit­ar­fé­lag verði að geta sinnt eitt og óstutt. Einnig verður að hækka lág­mark­s­í­búa­fjölda í þremur þrepum á árunum 2019 til 2026 og festa hann í lög. Þetta kemur fram í til­lögum starfs­hóps um efl­ingu sveit­ar­stjórn­ar­stigs­ins sem settar voru fram í júlí síð­ast­liðn­um. Frá þessu er greint á vef RÚV

Ólöf Nor­dal, þáver­andi inn­an­rík­is­ráð­herra, kynnti á sam­ráðs­fundi ríkis og sveit­ar­fé­laga haustið 2015 að hún hefði hug á að setja á lagg­irnar nýja nefnd til að skoða leiðir til efl­ingar sveit­ar­stjórn­ar­stig­ins. Í lok árs 2015 skip­aði hún fimm manna verk­efn­is­stjórn sem fékk það hlut­verk að greina íslenska sveit­ar­stjórn­ar­stigið og skil­greina bæði tæki­færi og leiðir til að styrkja það enn frek­ar. 

Þá vakti athygli starfs­hóps­ins að sveit­ar­stjórn­ar­fólk hafnar algjör­lega hug­myndum um þriðja stjórn­sýslu­stig­ið, þ.e. að mynda stjórn­sýslu­stig milli sveit­ar­fé­laga og rík­is.

Auglýsing

Sam­kvæmt til­lög­unum myndi hækkun lág­marks íbúa­fjölda fara fram í þremur þrep­um. Þann 1. jan­úar 2019 tækju gildi lög þess efnis að 1. jan­úar 2026 skuli lág­mark­s­í­búa­fjöldi sveit­ar­fé­laga vera 1.000 íbú­ar. Gef­inn verði aðlög­un­ar­tími þannig að 1. jan­úar 2020 skuli lág­mark­s­í­búa­fjöldi vera 250 íbúar og 1. jan­úar 2022 skuli lág­mark­s­í­búa­fjöldi vera 500 íbú­ar. 

Fyrsta skrefið að sam­eina sveit­ar­fé­lög

Jón GunnarssonÍ við­tali við RÚV segir Jón Gunn­ars­son, sam­göngu­ráð­herra, að hann telji að allir geti verið sam­mála um að fyrsta skrefið sem lagt er til í þess­ari skýrslu verði stig­ið, þ.e. að ekk­ert sveit­ar­fé­lag verði með færri en 250 íbúa. Honum finn­ist liggja í augum uppi að sveit­ar­fé­lag með innan við 250 íbúa sé varla í stakk búið til að sinna þeim skyldum sem á það eru lagð­ar. Einnig geti land­fræði­legar aðstæður verið þannig að sam­ein­ing sé ómögu­leg og að taka þurfi til­lit til þess. Sveit­ar­fé­lögin eru nú 74 en 14 þeirra upp­fylla ekki þau lág­marks­skil­yrði sem lögð eru til fyrir árið 2020.

Jón seg­ist hall­ast að því að ákvörðun um sam­ein­ingu sveit­ar­fé­laga liggi hjá íbúum þeirra en í skýrsl­unni er lagt til að sam­ein­ingar sveit­ar­fé­laga sem komi til vegna lög­bund­ins lág­mark­s­í­búa­fjölda sveit­ar­fé­laga verði ekki bornar undir íbúa í atkvæða­greiðslu. 

Þarf sjálf­bæran rekstur og þjón­ustu

Í til­lög­unum kemur fram að til þess að ná því mark­miði að efla sveit­ar­stjórn­ar­stigið þurfi þjón­usta og rekstur að geta staðið undir sér í sveit­ar­fé­lög­in. Starfs­hóp­ur­inn leggur til að hluti af tekjum Jöfn­un­ar­sjóðs sveit­ar­fé­laga verði nýttur til að auð­velda sam­ein­ingu, t.d. þannig að ólík fjár­hags­staða sveit­ar­fé­laga komi ekki í veg fyrir sam­ein­ingu. Sam­hliða fækkun sveit­ar­fé­laga verði haf­ist handa við gerð lang­tíma stefnu­mót­unar til 20 ára fyrir sveit­ar­stjórn­ar­stigið í sam­tali og sam­ráði beggja stjórn­sýslu­stiga þar sem vinnan grund­vall­ast á fækkun sveit­ar­fé­laga í þrep­um. 

Fjár­mögnun sveit­ar­fé­laga skuli stuðla að hag­kvæmu skipu­lagi sveit­ar­stjórn­ar­stigs­ins og afnema þurfi alla fjár­hags­lega hvata sem vinna gegn sam­ein­ingu sveit­ar­fé­laga. Einnig þurfi stjórn­völd að taka mark­viss­ari þátt í verk­efn­inu um styrk­ingu sveit­ar­stjórn­ar­stigs­ins og fjár­festa í því. 

Stækka sveit­ar­fé­lög áður en verk­efni verði flutt til

Starfs­hóp­ur­inn leggur til að verk­efni verði flutt til sveit­ar­fé­laga. Það sé mik­il­vægt að stíga fyrsta skrefið að fækkun og stækkun sveit­ar­fé­laga áður en rætt verður um breytta verka­skipt­ingu ríkis og sveit­ar­fé­laga með til­flutn­ingi verk­efna. Verk­efni verði flutt þegar skipu­lag sveit­ar­stjórn­ar­stigs­ins leyfi og lögð verði áhersla á að ákvörðun um fjár­mögn­un, ábyrgð og skyldur ríkis og sveit­ar­fé­laga, hvors um sig, liggi fyr­ir.

Einnig er lagt til að ábyrgð sveit­ar­fé­laga á opin­berum fjár­málum og sam­spili þeirra við hag­stjórn verði styrkt. Greiðslur rík­is­sjóðs í Jöfn­un­ar­sjóð eða fram­lög úr Jöfn­un­ar­sjóði verði breyti­leg eftir stöðu hag­kerf­is­ins, lækki þegar aðrir tekju­stofnar eru sterkir og hækki þegar aðrir tekju­stofnar eru veik­ir. Eftir því sem umfang sveit­ar­stjórn­ar­stigs­ins eykst, því mik­il­væg­ari verður ábyrgð þess á opin­berum fjár­málum og sam­spili við hag­stjórn. 

Vilja efla sam­tal milli íbúa og kjörna full­trúa

Enn­fremur er ráð­lagt í til­lög­unum að sérstök höf­uð­borg­ar­stefna verði mótuð í sam­vinnu við Reykja­vík­ur­borg og önnur sveit­ar­fé­lög. Þetta sé mik­il­vægt ekki síst í því ljósi að í sveit­ar­stjórn­ar­lögum er ekk­ert kveðið á um hverjar skyldur höf­uð­borgar Íslands eigi að ver­a. 

Verk­efn­is­stjórn leggur til að sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neytið og sveit­ar­fé­lög leiti leiða til að efla leið sam­tala og sam­ráðs íbúa og kjör­inna full­trúa. Mark­miðið sé að auka virkni og aðkomu íbúa við ákvarð­ana­töku og stefnu­mótun í stað íbúa­kosn­inga. End­ur­skoða þurfi ákvæði sveit­ar­stjórn­ar­laga hvað þetta varð­ar.

Vinna mun halda áfram

Sam­göngu­ráð­herr­ann segir jafn­framt í fyrr­nefndu við­tali að vinna muni halda áfram með til­lög­urnar þrátt fyrir að ekki verði af frum­varpi sem stóð til að leggja fram í haust. Þrátt fyrir breyttar aðstæður á þingi muni Gunnar Ein­ars­son, bæj­ar­stjóri í Garða­bæ, fara fyrir hópi sem nú tekur við. Koma verði í ljós hvort þær til­lögur kom­ist áfram. Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Milljónir hektara af regnskógum í Indónesíu og Malasíu hafa verið ruddir síðustu ár til vinnslu pálmaolíu.
Vilja takmarka notkun pálmaolíu í íslenskri framleiðslu
Pálmaolía er þrisvar sinnum verri en jarðefnaeldsneyti þegar kemur að losun gróðurhúsalofttegunda. Notkun hennar sem eldsneyti hefur aukist síðustu ár og hópur þingmanna vill banna hana í lífdísil og takmarka í allri framleiðslu á Íslandi.
Kjarninn 27. október 2020
Óróinn kokkaður upp inni á skrifstofu SA
„Sú hætta er raunverulega fyrir hendi að ungt fólk finni ekkert að gera eftir nám. Við getum þá siglt inn í aðstæður sem eru svipaðar og í sunnanverðri Evrópu þar sem atvinnuleysi ungs fólks er gríðarlegt.“ Þetta segir Þórunn Sveinbjarnardóttir.
Kjarninn 27. október 2020
Lilja Alfreðsdóttir
Fjárfesting í fólki og nýsköpun ræður úrslitum
Kjarninn 27. október 2020
Nær helmingur atvinnulausra er undir 35 ára
Atvinnuleysi yngri aldurshópa er töluvert meira en þeirra eldri, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar og Hagstofu. Munurinn er enn meiri þegar tekið er tillit til atvinnulausra námsmanna.
Kjarninn 27. október 2020
Gunnþór B. Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar.
Samherja-blokkin bætir enn við sig kvóta – heldur nú á 17,5 prósent
Útgerð í eigu Síldarvinnslunnar hefur keypt aðra útgerð sem heldur á 0,36 prósent af heildarkvóta. Við það eykst aflahlutdeild þeirra útgerðarfyrirtækja sem tengjast Samherjasamstæðunni um sama hlutfall.
Kjarninn 26. október 2020
Björn Gunnar Ólafsson
Uppskrift að verðbólgu
Kjarninn 26. október 2020
Flóttafólk mótmælti í mars á síðasta ári.
Flóttafólk lýsir slæmum aðstæðum í búðunum á Ásbrú
Flóttafólk segir Útlendingastofnun hafa skert réttindi sín og frelsi með sóttvarnaaðgerðum. Stofnunin segir þetta misskilning og að sótt­varna­ráð­staf­anir mæl­ist eðli­lega mis­vel fyrir. Hún geri sitt besta til að leiðrétta allan misskilning.
Kjarninn 26. október 2020
Aðalbygging Háskóla Íslands
Sögulegur fjöldi nemenda í HÍ
Skráðum nemendum í Háskóla Íslands fjölgaði um tæplega 2 þúsund á einu ári. Aldrei hafa jafnmargir verið skráðir við skólann frá stofnun hans.
Kjarninn 26. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent