Skrifstofuflakk Áslaugar mun kosta um milljón

Engir dagpeningar verða greiddir, Herjólfur tekinn til Vestmannaeyja og kostnaði við starfsaðstöðu haldið í algjöru lágmarki er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra flytur skrifstofa sína um landið í haust.

Áslaug Arna á skrifstofu í húsnæði Rastar á Hellissandi þar sem í fyrra var opnað samvinnurými.
Áslaug Arna á skrifstofu í húsnæði Rastar á Hellissandi þar sem í fyrra var opnað samvinnurými.
Auglýsing

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, háskóla-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra, mun á næstu vikum færa skrif­stofu sína frá einum bæ í annan og bjóða íbúum á hverjum stað til spjalls. Einnig eru fyr­ir­tækja­heim­sóknir hluti af dag­skránni og íbúa­fundir fyr­ir­hug­aðir á ein­hverjum stað­anna. Ferða­lagið hófst í Snæ­fellsbæ þann 18. ágúst og lýk­ur, í þess­ari fyrstu lotu, á Akra­nesi í lok októ­ber. Þá mun ráð­herra hafa starfað á tíu stöðum á land­inu. „Það var ótrú­lega kraft­mikið að sitja á Hell­issandi með Snæ­fells­jökul útum glugg­ann og sinna þaðan starfi mínu á dög­un­um," segir Áslaug. „Ég fékk skrif­stofu á Röstinni sem er sam­vinnu­rými í Snæ­fellsbæ og fékk ein­stakt tæki­færi til að kynn­ast sam­fé­lag­inu á fjöl­breyttan máta og ræða mál­efni ráðu­neyt­is­ins.“

Auglýsing

Ráðu­neytið áætlar að kostn­aður vegna verk­efn­is­ins á þessu ári verði rúm­lega ein milljón króna. Gist­ing er dýr­asti kostn­að­ar­lið­ur­inn, um 437 þús­und krón­ur, og kostn­aður við aug­lýs­ingar í bæj­ar- og á sam­fé­lags­miðlum kemur þar á eftir en hann er áætl­aður um 350 þús­und, án virð­is­auka. Flutn­ingur skrif­stof­unnar til Ísa­fjarðar verður dýrast­ur, áætl­aður um 184 þús­und krón­ur. Þar á eftir fylgja Akur­eyri (176 þús) og Múla­þing (167 þús).

Ráðherra ásamt bæjarfulltrúum í Snæfellsbæ.

Fram­tak Áslaugar hefur mælst vel fyrir en hug­myndin fædd­ist er hún var að hugsa hvernig ráðu­neyti sem væri búið til árið 2022 myndi starfa. „Með þessu kynn­ist ég enn betur starf­semi sem teng­ist ráðu­neyt­inu um allt land og fæ tæki­færi til að prófa að starfa ann­ars staðar en í Reykja­vík,“ sagði ráð­herr­ann er hún kynnti áform sín.

Frá því að nýtt háskóla-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyti tók til starfa í febr­úar hefur það verið opið fyrir störfum óháð stað­setn­ingu. Í því felst að starf­semi ráðu­neyt­is­ins er ekki bundin við einn ákveð­inn stað þrátt fyrir að aðal­starfs­stöð þess sé í Reykja­vík. Þannig geta starfs­menn ráðu­neyt­is­ins unnið að heiman eða frá þeim stað á land­inu sem best hentar hverju sinni. Ráð­herr­ann er þar engin und­an­tekn­ing og með því að stað­setja skrif­stofu Áslaugar víðs vegar um landið telur hún gef­ast mik­il­vægt tæki­færi til auk­innar tengsla­mynd­unar og sam­starfs við háskóla, stofn­an­ir, fyr­ir­tæki, sveit­ar­fé­lög og ein­stak­linga um land allt.

Sundurliðuð kostnaðaráætlun vegna verkefnisins. Aðeins kostnaður við auglýsingar er án virðisaukaskatts.

„Starfs­menn ráðu­neyt­is­ins munu ekki fylgja ráð­herra í þessu verk­efni utan aðstoð­ar­manns en aðstoð­ar­maður fylgir ávallt ráð­herra í ferðum bæði inn­an- og utan­lands, hvort sem um er að ræða ferð til að flytja aðeins eitt ávarp eða lengri dvöl á borð við það verk­efni sem hér um ræð­ir,“ segir Hrafn­hildur Helga Öss­ur­ar­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi ráðu­neyt­is­ins, í skrif­legu svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um kostnað við verk­efn­ið. Bíl­stjóri verður með í för á stöðum þangað sem ráð­herra ferð­ast á bíl. Eng­inn auka­legur kostn­aður mynd­ast þó fyrir ráðu­neytið vegna akst­urs þar sem bíl­stjóri er á föstum launum hjá Stjórn­ar­ráð­inu. „Dag­pen­ingar eru ekki greidd­ir,“ segir Hrafn­hildur Helga, heldur verður greitt eftir reikn­ing­um. Engin aðkeypt vinna er í tengslum við verk­efn­ið.

Gert er ráð fyrir að morg­un­matur sé inni­fal­inn í gist­ingu þar sem við á. Ráð­herra, aðstoð­ar­maður og bíl­stjóri, þegar hann er með í för, fá hádeg­is- og kvöld­mat greiddan eftir reikn­ingum eftir því sem við á.

Ráðu­neytið hefur mjög fáa fer­metra til afnota

Mis­jafnt er eftir stöðum hvort skrif­stofu­rými verður leigt. Stefnt er að því að nýta aðstöðu hjá und­ir­stofn­unum ráðu­neyt­is­ins eða starfs­stöðvum því tengdu eða að nýta sam­vinnu­rými, þekk­ing­ar­setur og/eða klasa undir skrif­stofur ráð­herra. Ráðu­neytið greiðir hins vegar fyrir leigu á vinnu­að­stöðu, sé þess þörf, og er nú aðeins gert ráð fyrir kostn­aði við þá leigu í Mos­fells­bæ. „Í þessu sam­bandi er ástæða til að minna á að ráðu­neytið hefur ekki enn fengið eigin aðstöðu í Reykja­vík en hefur afnot af rými í Arn­ar­hvoli,“ segir Hrafn­hildur Helga. „Ekk­ert ráðu­neyti er með jafn fáa fer­metra til afnota.“

Í hverju bæj­ar­fé­lagi býður ráð­herra íbú­um, félögum og fyr­ir­tækjum til við­tals auk þess sem hún er í vissum til­vikum einnig með opna fundi. Til að upp­lýsa um þá við­burði eru birtar aug­lýs­ingar í bæj­ar­blöðum og/eða á sam­fé­lags­miðl­um. Áætl­aður aug­lýs­inga­kostn­aður er mið­aður við verð aug­lýs­inga í svip­aðri stærð í bæj­ar­blöðum eða á vef­síðum bæj­ar­miðla hvers lands­hluta fyrir sig.

Í svari Hrafn­hildar minnir hún á að aðeins sé um áætlun að ræða þar sem verk­efnið er stutt á veg komið og raun­kostn­aður því óljós.

Áætl­aður kostn­aður eftir stað­setn­ingu skrif­stofa ráð­herr­ans

Snæ­fells­bær, 18. ágúst: 131.495

Mos­fells­bær, 29. ágúst: 92.000

Árborg, 5. sept­em­ber: 20.112

Hafn­ar­fjörð­ur, 12. sept­em­ber: 48.000

Múla­þing, 22. sept­em­ber: 166.880

Akur­eyri, 28. sept­em­ber: 176.180

Ísa­fjörð­ur, 10. októ­ber: 183.680

Reykja­nes­bær, 13. októ­ber: 88.350

Vest­manna­eyj­ar, 20. októ­ber: 122.500

Akra­nes, 27. októ­ber: 31.000

Sam­an­lagður kostn­aður við ákveðna þætti allra heim­sókn­anna

Gist­ing: 436.900

Vinnu­að­staða: 44.000

Flug­/­ferja: 146.240

Bíl­stjóri: 0

Fæði: 79.500

Aug­lýs­ing­ar: 353.557 (án VSK)

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent