Segir Sjálfstæðisflokkinn hafa verið veika hlekkinn í ríkisstjórninni

Fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins segir flokkinn ábyrgan fyrir því að ríkisstjórnin féll, ekki samstarfsflokkanna. Þingmenn hafi ekki getað staðið við stjórnarsáttmálann og ráðherrar hans hafi klúðrað lykilmálum.

Þorsteinn Pálsson.
Þorsteinn Pálsson.
Auglýsing

Þor­steinn Páls­son, fyrr­ver­andi for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins og áhrifa­maður innan Við­reisn­ar, segir að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hafi ekki getað staðið við stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­innar sem féll fyrr í mán­uð­inum né það sem Bjarni Bene­dikts­son, for­maður flokks­ins, hafði samið við sam­starfs­flokk­anna um. „Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn var veiki hlekk­ur­inn í þessu stjórn­ar­sam­starf­i.“ Þetta kemur fram í við­tali við Þor­stein í þætt­inum Rit­stjór­arnir sem er á dag­skrá sjón­varps­stöðv­ar­innar Hring­brautar í kvöld.

Þar segir Þor­steinn: „Það voru þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins sem nán­ast í öllum málum hlupu út og suð­ur. Þeir gátu ekki staðið við stjórn­ar­sátt­mál­ann og gátu ekki staðið við það sem for­maður flokks­ins hafði samið um við aðra í rík­is­stjórn­inni. Það var líka ráð­herra Sjálf­stæð­is­flokks­ins sem klúðr­aði mál­inu sem felldi loks rík­is­stjórn­ina - og sami ráð­herra hafði raunar áður klúðrað skipun dóm­ara við nýtt milli­dóms­stig. Og nú hefur for­ystu­maður innan þing­flokks­ins upp­lýst að þing­menn hans hafi verið búnir að ákveða það að fella fjár­laga­frum­varpið og þar með rík­is­stjórn­ina fyrir jól.“

Gagn­rýndi flokk­inn líka harð­lega í sumar

Þetta eru ekki fyrstu gagn­rýnu ummæli Þor­steins á þessu ári um flokk­inn sem hann veitti eitt sinn for­mennsku.  Í sumar skrif­aði hann  grein  á Kjarn­ann  þar sem hann sagði Við­reisn og Bjarta fram­tíð vera að koma stórum málum á dag­skrá. „Með hæfi­­legri ein­­földun má segja að við myndun þess­­arar stjórnar hafi Sjálf­­stæð­is­­flokk­­ur­inn aðeins farið fram á skatta­­lækk­­­anir en óbreytt ástand að öðru leyti. Við­reisn og Björt fram­­tíð vildu setja á dag­­skrá breyt­ingar í land­­bún­­að­­ar­­mál­um, nýjar hug­­myndir um veiði­leyfagjöld, rót­tæka end­­ur­­skipan á gjald­mið­ils- og pen­inga­­málum og þjóð­­ar­at­­kvæði um hvort halda eigi áfram aðild­­ar­við­ræðum við Evr­­ópu­­sam­­band­ið,“ skrif­aði Þor­steinn. Þessi skrif fóru ekki vel í Sjálf­stæð­is­menn.

Auglýsing

Mörg erfið mál voru framundan

Rík­is­stjórn Bjarna Bene­dikts­son­ar, sem var sam­steypu­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks, Við­reisnar og Bjartrar fram­tíð­ar, sprakk aðfara­nótt 15. sept­em­ber vegna alvar­legs trún­að­ar­brests. Björt fram­tíð sleit sam­starf­inu í kjöl­far þess að í jós kom að faðir for­­sæt­is­ráð­herra, Bene­dikt Sveins­­son, skrif­aði undir með­­­mæla­bréf með beiðni Hjalta Sig­­ur­jóns Hauks­­son­ar, sem er dæmdur barn­a­níð­ing­ur, um að hann fengi upp­­reist æru. Sam­tals voru 87 pró­­sent stjórn­­­ar­­manna hjá Bjartri fram­­tíð hlynntir því að slíta sam­­starf­inu. Sjálf­stæð­is­menn hafa gagn­rýnt litlu flokk­anna fyrir að hafa skort styrk til að standa í lapp­irnar við erf­iðar aðstæður og ásakað þá um að hafa látið bága stöðu í skoð­ana­könn­unum taka sig á taug­um.

Tölu­verð tog­streita hafði þó verið í stjórn­ar­sam­starf­inu frá upp­hafi og mörg mál sem upp komu reynd­ust rík­is­stjórn­inni erf­ið. Má þar nefna skýrslu­mál Bjarna Bene­dikts­son­ar, sjó­manna­verk­fall­ið, skipun dóm­ara við Lands­rétt og lausn á erf­iðri stöðu sauð­fjár­bænda.

Á kom­andi vetri stóð svo til að takast á um lyk­il­kerf­is­breyt­ingar í íslensku sam­fé­lagi. Um land­bún­að­ar­kerfið og hvort ráð­ast ætti í upp­kaup á offram­leiðslu fyrir rík­is­fé, um breyt­ingar á gjald­töku í sjáv­ar­út­vegi og end­ur­skoðun á umgjörð pen­inga­mála- og gjald­miðla­stefn­unn­ar. Þá var fjár­laga­frum­varp rík­is­stjórn­ar­innar veru­lega umdeilt, sér­stak­lega innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Allt voru þetta mál sem myndu reyna veru­lega á saumana sem héldu rík­is­stjórn­inni sam­an.

Þegar rík­is­stjórnin sprakk glímdi hún við for­dæma­lausar óvin­sældir ef miðað er við þann stutta tíma sem hún hafði set­ið. Ein­ungis 27 pró­sent þjóð­ar­innar sagð­ist styðja hana og þær óvin­sældir bitn­uðu fyrst og síð­ast á litlu flokk­unum tveim­ur, Bjartri fram­tíð og Við­reisn.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skin og skúrir í Kauphöllinni á tímum COVID
Samkomulag lífeyrissjóðanna um að fjárfesta innanlands virðist halda lífi í Kauphöllinni, en gengi skráðra félaga þar hefur verið misjafnt á síðustu sex mánuðum.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Bilið breikkar milli banka og lífeyrissjóða í útlánum til húsnæðiskaupa
Júní var umsvifaminnsti mánuður í útlánum til húsnæðiskaupa hjá lífeyrissjóðum en meira var greitt upp af lánum þeirra heldur en þeir lánuðu út. Ný óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum námu alls 31 milljarði króna hjá bönkunum í júní.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Gylfi Zoega
Voru gerð mistök í sumar?
Kjarninn 15. ágúst 2020
Sjö ný innanlandssmit – fækkar í sóttkví
Fjöldi virkra smita eykst aftur eftir að hafa fækkað um 8 í fyrradag.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Aukin ferðagleði Íslendinga virðist hafa hjálpað til við að halda neyslunni upp hér á landi
Aukin velta Íslendinga bætti upp fyrir rúman helming af tapinu vegna ferðamanna
Aukin innlend eftirspurn hefur vegið þungt á móti samdrætti í útfluttri ferðaþjónustu, samkvæmt minnisblaði frá fjármálaráðuneytinu.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Höfuðstöðvar Neytendastofu í Borgartúni.
Grímur sem ekki uppfylla kröfur hafa verið teknar úr sölu
Neytendastofa fylgist með grímumarkaðnum á Íslandi, nú þegar spurn eftir grímum er í hæstu hæðum. Dæmi eru um að grímur til sölu uppfylli ekki lágmarkskröfur og það vill Neytendastofa alls ekki.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Hundruð milljarða mögulegur ávinningur af því að forðast harðar sóttvarnaaðgerðir
Stjórnvöld hafa lagt mat á efnahagsleg áhrif þess að opna landið og borið það saman við ábatann af því að hleypa ferðamönnum inn.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Fjöldi erlenda ríkisborgara starfar við mannvirkjagerð á Íslandi.
Atvinnuleysi útlendinga á Íslandi komið yfir 20 prósent
Heildaratvinnuleysi á Íslandi mældist 8,8 prósent um síðustu mánaðamót. Atvinnuleysi er miklu hærra á meðal erlendra ríkisborgara en íslenskra. Rúmlega helmingur allra atvinnulausra útlendinga eru frá Póllandi.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent