Segir Sjálfstæðisflokkinn hafa verið veika hlekkinn í ríkisstjórninni

Fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins segir flokkinn ábyrgan fyrir því að ríkisstjórnin féll, ekki samstarfsflokkanna. Þingmenn hafi ekki getað staðið við stjórnarsáttmálann og ráðherrar hans hafi klúðrað lykilmálum.

Þorsteinn Pálsson.
Þorsteinn Pálsson.
Auglýsing

Þor­steinn Páls­son, fyrr­ver­andi for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins og áhrifa­maður innan Við­reisn­ar, segir að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hafi ekki getað staðið við stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­innar sem féll fyrr í mán­uð­inum né það sem Bjarni Bene­dikts­son, for­maður flokks­ins, hafði samið við sam­starfs­flokk­anna um. „Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn var veiki hlekk­ur­inn í þessu stjórn­ar­sam­starf­i.“ Þetta kemur fram í við­tali við Þor­stein í þætt­inum Rit­stjór­arnir sem er á dag­skrá sjón­varps­stöðv­ar­innar Hring­brautar í kvöld.

Þar segir Þor­steinn: „Það voru þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins sem nán­ast í öllum málum hlupu út og suð­ur. Þeir gátu ekki staðið við stjórn­ar­sátt­mál­ann og gátu ekki staðið við það sem for­maður flokks­ins hafði samið um við aðra í rík­is­stjórn­inni. Það var líka ráð­herra Sjálf­stæð­is­flokks­ins sem klúðr­aði mál­inu sem felldi loks rík­is­stjórn­ina - og sami ráð­herra hafði raunar áður klúðrað skipun dóm­ara við nýtt milli­dóms­stig. Og nú hefur for­ystu­maður innan þing­flokks­ins upp­lýst að þing­menn hans hafi verið búnir að ákveða það að fella fjár­laga­frum­varpið og þar með rík­is­stjórn­ina fyrir jól.“

Gagn­rýndi flokk­inn líka harð­lega í sumar

Þetta eru ekki fyrstu gagn­rýnu ummæli Þor­steins á þessu ári um flokk­inn sem hann veitti eitt sinn for­mennsku.  Í sumar skrif­aði hann  grein  á Kjarn­ann  þar sem hann sagði Við­reisn og Bjarta fram­tíð vera að koma stórum málum á dag­skrá. „Með hæfi­­legri ein­­földun má segja að við myndun þess­­arar stjórnar hafi Sjálf­­stæð­is­­flokk­­ur­inn aðeins farið fram á skatta­­lækk­­­anir en óbreytt ástand að öðru leyti. Við­reisn og Björt fram­­tíð vildu setja á dag­­skrá breyt­ingar í land­­bún­­að­­ar­­mál­um, nýjar hug­­myndir um veiði­leyfagjöld, rót­tæka end­­ur­­skipan á gjald­mið­ils- og pen­inga­­málum og þjóð­­ar­at­­kvæði um hvort halda eigi áfram aðild­­ar­við­ræðum við Evr­­ópu­­sam­­band­ið,“ skrif­aði Þor­steinn. Þessi skrif fóru ekki vel í Sjálf­stæð­is­menn.

Auglýsing

Mörg erfið mál voru framundan

Rík­is­stjórn Bjarna Bene­dikts­son­ar, sem var sam­steypu­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks, Við­reisnar og Bjartrar fram­tíð­ar, sprakk aðfara­nótt 15. sept­em­ber vegna alvar­legs trún­að­ar­brests. Björt fram­tíð sleit sam­starf­inu í kjöl­far þess að í jós kom að faðir for­­sæt­is­ráð­herra, Bene­dikt Sveins­­son, skrif­aði undir með­­­mæla­bréf með beiðni Hjalta Sig­­ur­jóns Hauks­­son­ar, sem er dæmdur barn­a­níð­ing­ur, um að hann fengi upp­­reist æru. Sam­tals voru 87 pró­­sent stjórn­­­ar­­manna hjá Bjartri fram­­tíð hlynntir því að slíta sam­­starf­inu. Sjálf­stæð­is­menn hafa gagn­rýnt litlu flokk­anna fyrir að hafa skort styrk til að standa í lapp­irnar við erf­iðar aðstæður og ásakað þá um að hafa látið bága stöðu í skoð­ana­könn­unum taka sig á taug­um.

Tölu­verð tog­streita hafði þó verið í stjórn­ar­sam­starf­inu frá upp­hafi og mörg mál sem upp komu reynd­ust rík­is­stjórn­inni erf­ið. Má þar nefna skýrslu­mál Bjarna Bene­dikts­son­ar, sjó­manna­verk­fall­ið, skipun dóm­ara við Lands­rétt og lausn á erf­iðri stöðu sauð­fjár­bænda.

Á kom­andi vetri stóð svo til að takast á um lyk­il­kerf­is­breyt­ingar í íslensku sam­fé­lagi. Um land­bún­að­ar­kerfið og hvort ráð­ast ætti í upp­kaup á offram­leiðslu fyrir rík­is­fé, um breyt­ingar á gjald­töku í sjáv­ar­út­vegi og end­ur­skoðun á umgjörð pen­inga­mála- og gjald­miðla­stefn­unn­ar. Þá var fjár­laga­frum­varp rík­is­stjórn­ar­innar veru­lega umdeilt, sér­stak­lega innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Allt voru þetta mál sem myndu reyna veru­lega á saumana sem héldu rík­is­stjórn­inni sam­an.

Þegar rík­is­stjórnin sprakk glímdi hún við for­dæma­lausar óvin­sældir ef miðað er við þann stutta tíma sem hún hafði set­ið. Ein­ungis 27 pró­sent þjóð­ar­innar sagð­ist styðja hana og þær óvin­sældir bitn­uðu fyrst og síð­ast á litlu flokk­unum tveim­ur, Bjartri fram­tíð og Við­reisn.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fiskurinn úr sjónum skilar tæpum 20 milljörðum krónum meira
Frá byrjun október í fyrra og út september síðastliðinn jókst aflaverðmæti íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja um 15,4 prósent miðað við sama tímabil árið áður. Virði þess afla sem fluttur var til útlanda til verkunar jókst um 40 prósent.
Kjarninn 8. desember 2019
Jólahryllingssögur
Ingi Þór Tryggvason hefur skrifað bókaseríu um jólahrylling. Fyrsta sagan fjallar um strák sem horfir á Grýlu taka kærustu sýna og ákveður fara á eftir tröllinu og reyna bjarga stelpunni. Hann safnar fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 8. desember 2019
Þórarinn Hjaltason.
Endurskoðuð áhrif Borgarlínu á umferð
Kjarninn 8. desember 2019
Stefnir í áframhaldandi samdrátt fjórflokksins
Fylgi fjórflokksins, bakbeinsins í íslenskum stjórnmálum, hefur dregist hratt saman á skömmum tíma. Fylgið hefur minnkað umtalsvert í síðustu þremur kosningum og kannanir sýna að sú þróun virðist ekki á undanhaldi. Þvert á móti.
Kjarninn 8. desember 2019
Sjávarútvegsfyrirtæki áttu 709 milljarða um síðustu áramót
Frá hruni hefur hagur allra sjávarútvegsfyrirtækja landsins batnað um hátt í 500 milljarða króna. Eigið fé þeirra hefur tífaldast frá árinu 2010 og það jókst um 28,8 milljarða króna í fyrra. Veiðigjöld hafa hins vegar lækkað.
Kjarninn 8. desember 2019
Færeyingar og fréttin sem ekki mátti segja
Færeyingar eru milli steins og sleggju vegna fyrirhugaðs samnings við kínverska fjarskiptafyrirtækið Huawei um nýtt 5G háhraðanet. Bandaríkjamenn þrýsta á Færeyinga að semja ekki við Huawei og óttast að kínversk stjórnvöld nýti sér Huawei til njósna.
Kjarninn 8. desember 2019
Nýtt merki þjóðkirkjunnar sem var komið fyrir á nýjum húsakynnum Biskupsstofu að Katrínatúni 4 síðastliðinn miðvikudag.
Um 132 þúsund landsmenn standa utan þjóðkirkjunnar
Þeim landsmönnum sem skráðir eru í þjóðkirkjuna hefur fækkað umtalsvert síðastliðinn áratug. Auk þess hefur henni ekki tekist að ná inn þeim tæplega 44 þúsund nýju Íslendingum sem hafa anna hvort fæðst eða flutt hafa til landsins á tímabilinu.
Kjarninn 7. desember 2019
Samfélag Namibíumanna í Bandaríkjunum afhendir sendiherra Íslands þar í landi yfirlýsingu sína.
Vilja að Samherji skili peningunum til namibísku þjóðarinnar
Samfélag Namibíumanna í Bandaríkjunum gera verulega athugasemd við ummæli Bjarna Benediktssonar um hver ástæðan fyrir Samherjamálinu sé. Þau vilja að Ísland biðji Namibíu afsökunar og að Samherji skili peningum til namibísku þjóðarinnar.
Kjarninn 7. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent