Björn Ingi staðfestir samstarf við Sigmund Davíð

Björn Ingi Hrafnsson hefur staðfest að boðað framboð sem hann vann að muni ganga til liðs við nýja hreyfingu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.

Björn Ingi Hrafnsson, aðaleigandi og útgefandi DV
Auglýsing

Björn Ingi Hrafns­son, fyrr­ver­andi útgef­andi og aðal­eig­andi Pressunn­ar, hefur til­kynnt að boðað fram­boð til Alþingis sem hann vann að því að stofna muni ganga til liðst við nýja stjórn­mála­hreyf­ingu Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra. Sig­mundur Davíð til­kynnti um það á sunnu­dag að hann hefði yfir­gefið Fram­sókn­ar­flokk­inn og myndi stofna nýjan flokk utan um sjálfan sig. 

Björn Ingi hefur áður tekið þátt í stjórn­mál­um. Hann starf­aði sem aðstoð­­ar­­maður ráð­herra Fram­­sókn­­ar­­flokks­ins um skeið og sat í borg­­ar­­stjórn Reykja­víkur fyrir hönd flokks­ins. Björn Ingi segir í stöðu­upp­færslu á Face­book að hann hafi fengið ótrú­lega mikil og jákvæð við­brögð við til­kynn­ingu sinni um að til stæði að stofna nýtt borg­ara­lega sinnað fram­boð. „Nú hefur Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son sagt sig úr Fram­sókn­ar­flokknum og boðað nýja stjórn­mála­hreyf­ingu. Í því fel­ast vatna­skil að mínu mati. Ég fagna því mjög að við Íslend­ingar fáum aftur tæki­færi til að kynn­ast fram­tíð­ar­sýn hans sem stjórn­málafor­ingja, enda geta flestir verið sam­mála um þann mikla árangur sem náð­ist fyrir land og þjóð undir hans for­ystu á sínum tíma.

Fremur en að dreifa kröftum fram­fara­sinn­aðs fólks tel ég mik­il­vægt að sam­eina það með sam­vinnu að leið­ar­ljósi. Sam­vinnu­fólk ætlar því glað­beitt að ganga til liðs við nýja miðju­hreyf­ingu Sig­mundar Dav­íðs -- því það er verk að vinna og skammur tími til stefn­u.“

Mun vera með lista­bók­staf­inn M

Lík­legt er talið að flokkur Sig­mundar Dav­íðs muni heita Mið­flokk­ur­inn og að lista­bók­stafur hans verði M. Stuðn­ings­menn Sig­mundar Dav­íðs eru þegar byrj­aðir að safna með­mæl­endum og að fá fólk til að vera á fram­boðs­lista. Engin stefnu­skrá hefur hins vegar verið birt, enn sem komið er. 

Sig­mundur Davíð til­kynnti um brott­hvarf sitt úr Fram­sókn­ar­flokknum í um 3.500 orða bréfi til flokks­manna sem hann birti á heima­síðu sinni um síð­ustu helgi. Bréfið var birt 90 mín­útum áður en að auka­kjör­dæm­is­þing Fram­sókn­ar­manna, þar sem taka átti ákvörðun um val á lista, hófst.

Í bréf­inu fór hann í löngu máli yfir atlögur gegn sér. Sig­mundur Davíð sagð­ist hafa treyst Sig­urði Inga Jóhanns­syni, for­manni Fram­sókn­ar­flokks­ins, „fyrir fjöregg­inu mínu“ þegar hann sam­þykkti að segja af sér sem for­sæt­is­ráð­herra í apríl 2016 og taldi sig hafa lof­orð upp á vas­ann um að Sig­urður Ingi myndi ekki fara gegn hon­um. Í kjöl­farið hafi hins vegar verið gerðar sex til­raunir til að fella hann, og það hafi loks tek­ist í byrjun októ­ber 2016, þegar Sig­urður Ingi var kjör­inn for­maður flokks­ins. 

Tengsl Björns Inga og Sig­mundar Dav­íðs mið­punktur fjár­kúg­un­ar­máls

Í nóv­em­ber 2014 keypti Pressan, sem Björn Ingi stýrði á þeim tíma, meir­hluta í útgáfu­fé­lag­inu DV. Ekk­ert var gefið upp um hverjir hefðu fjár­magnað þau kaup utan þess að hluti hafi verið greiddur með selj­enda­lán­i. 

Í byrjun júní 2015 greindi Vísir frá því að tvær konur hefðu verið hand­­teknar fyrir að reyna að kúga fé út úr Sig­­mundi Davíð Gunn­laugs­­syni, þáver­andi for­­sæt­is­ráð­herra. Kon­­urnar heita Hlín Ein­­ar­s­dóttir og Malín Brand og eru syst­­ur. Sam­­kvæmt reyfara­­kenndri frá­­­sögn fjöl­miðla áttu þær að hafa sent hand­­skrifað bréf heim til Sig­­mundar Dav­­íðs þar sem þess var kraf­ist að hann greiddi þeim um átta millj­­ónir króna. Ann­­ars myndu upp­­lýs­ingar sem áttu að vera við­­kvæmar fyrir hann að verða gerðar opin­ber­­ar. Málið var strax til­­kynnt til lög­­­reglu sem réðst í umfangs­­miklar aðgerðir sem leiddu til þess að syst­­urnar voru hand­­tekn­ar, og síðar dæmd­ar. 

Auglýsing
Upp­lýs­ing­arnar sem hótað var að gera opin­berar snérust, að sögn Vís­­is.is, um fjár­­hags­­leg tengsl Sig­­mundar Dav­­íðs og Björns Inga. Stundin sagði að upp­­lýs­ing­­arnar væru tölvu­­póstur sem farið hefði á milli for­­sæt­is­ráð­herra og Björns Inga í tengslum við kaupin á DV á árinu 2014.­ Upp­­lýs­ing­­arnar snér­ust um að ­­Sig­­mundur Davíð eða aðilar tengdir honum hafi haft aðkomu að því að Pressan ehf. hafi fengið lána­­fyr­ir­greiðslu hjá MP banka sem notuð hafi verið til kaupanna.

Björn Ingi birti stöð­u­­upp­­­færslu á Face­­book sama dag og málið kom upp til að bregð­­ast við þessum ásök­un­­um. Þar sagði hann Sig­­mund Davíð ekki hafa fjár­­­magnað kaup Pressunnar á DV og að hann ætti ekki hlut í blað­inu. Þar sagði hann einnig: „Ég er harmi sleg­inn yfir fregnum dags­ins. Hugur minn er hjá þeim sem um sárt eiga að binda vegna þessa máls. For­­sæt­is­ráð­herra fjár­­­magn­aði ekki kaup Pressunnar á DV. Hann á ekki hlut í blað­inu. Að öðru leyti óska ég eftir því að tekið sé til­­lit til þess að hér er mann­­legur harm­­leikur á ferð­inni og að aðgát skuli höfð í nær­veru sál­­ar.“

Sig­­mundur Davíð sendi frá sér yfir­­lýs­ingu um málið skömmu síð­­­ar. Þar sagði hann að bréf hafi verið sent á heim­ili hans, í umslagi merkt eig­in­­konu hans. Þar hafi verið skrifað að ef Sig­­mundur Davíð myndi ekki greiða nokkrar millj­­ónir króna myndu fjöl­miðlar fá upp­­lýs­ingar sem ættu að reyn­­ast honum skað­­leg­­ar. Hann segir að af bréf­inu að ráða virð­­ast umræddar upp­­lýs­ingar byggja á get­­gátum og sög­u­­sögn­­um. Í yfir­­lýs­ing­unni segir einnig: "Vegna frétta sem birst hafa um málið í dag með vísan til hót­­an­anna er rétt að taka fram að ég hef engin fjár­­hags­­leg tengsl við Björn Inga Hrafns­­son, né hef ég komið að kaupum Vef­­pressunnar á DV á nokkurn hátt. ­­Fjöl­­skyldu minni er veru­­lega brugðið vegna þess­­ara atburða. Ég vil hvetja til hóf­stilltrar umræðu um málið og minni á að grun­aðir ger­endur eiga ætt­­ingja og vini sem liðið geta fyrir umfjöll­un­ina."

Nær allir miðlar Pressunnar voru seldir til félags í eigu Sig­urðar G. Guð­jóns­sonar lög­manns fyrr í þessum mán­uði og við það fór Björn Ingi út úr rekstri fjöl­miðla­sam­stæð­unn­ar. Kröfu­hafar Pressunnar vinna nú að því að setja félagið í þrot og verður ein slík beiðni tekin fyrir í héaðs­dómi 5. októ­ber næst­kom­andi. Hugur þeirra stendur til að rifta sölu fjöl­miðl­anna þegar gjald­þrot hefur verið stað­fest og skipta­stjóri skip­aður yfir búið.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent