Björn Ingi staðfestir samstarf við Sigmund Davíð

Björn Ingi Hrafnsson hefur staðfest að boðað framboð sem hann vann að muni ganga til liðs við nýja hreyfingu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.

Björn Ingi Hrafnsson, aðaleigandi og útgefandi DV
Auglýsing

Björn Ingi Hrafns­son, fyrr­ver­andi útgef­andi og aðal­eig­andi Pressunn­ar, hefur til­kynnt að boðað fram­boð til Alþingis sem hann vann að því að stofna muni ganga til liðst við nýja stjórn­mála­hreyf­ingu Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra. Sig­mundur Davíð til­kynnti um það á sunnu­dag að hann hefði yfir­gefið Fram­sókn­ar­flokk­inn og myndi stofna nýjan flokk utan um sjálfan sig. 

Björn Ingi hefur áður tekið þátt í stjórn­mál­um. Hann starf­aði sem aðstoð­­ar­­maður ráð­herra Fram­­sókn­­ar­­flokks­ins um skeið og sat í borg­­ar­­stjórn Reykja­víkur fyrir hönd flokks­ins. Björn Ingi segir í stöðu­upp­færslu á Face­book að hann hafi fengið ótrú­lega mikil og jákvæð við­brögð við til­kynn­ingu sinni um að til stæði að stofna nýtt borg­ara­lega sinnað fram­boð. „Nú hefur Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son sagt sig úr Fram­sókn­ar­flokknum og boðað nýja stjórn­mála­hreyf­ingu. Í því fel­ast vatna­skil að mínu mati. Ég fagna því mjög að við Íslend­ingar fáum aftur tæki­færi til að kynn­ast fram­tíð­ar­sýn hans sem stjórn­málafor­ingja, enda geta flestir verið sam­mála um þann mikla árangur sem náð­ist fyrir land og þjóð undir hans for­ystu á sínum tíma.

Fremur en að dreifa kröftum fram­fara­sinn­aðs fólks tel ég mik­il­vægt að sam­eina það með sam­vinnu að leið­ar­ljósi. Sam­vinnu­fólk ætlar því glað­beitt að ganga til liðs við nýja miðju­hreyf­ingu Sig­mundar Dav­íðs -- því það er verk að vinna og skammur tími til stefn­u.“

Mun vera með lista­bók­staf­inn M

Lík­legt er talið að flokkur Sig­mundar Dav­íðs muni heita Mið­flokk­ur­inn og að lista­bók­stafur hans verði M. Stuðn­ings­menn Sig­mundar Dav­íðs eru þegar byrj­aðir að safna með­mæl­endum og að fá fólk til að vera á fram­boðs­lista. Engin stefnu­skrá hefur hins vegar verið birt, enn sem komið er. 

Sig­mundur Davíð til­kynnti um brott­hvarf sitt úr Fram­sókn­ar­flokknum í um 3.500 orða bréfi til flokks­manna sem hann birti á heima­síðu sinni um síð­ustu helgi. Bréfið var birt 90 mín­útum áður en að auka­kjör­dæm­is­þing Fram­sókn­ar­manna, þar sem taka átti ákvörðun um val á lista, hófst.

Í bréf­inu fór hann í löngu máli yfir atlögur gegn sér. Sig­mundur Davíð sagð­ist hafa treyst Sig­urði Inga Jóhanns­syni, for­manni Fram­sókn­ar­flokks­ins, „fyrir fjöregg­inu mínu“ þegar hann sam­þykkti að segja af sér sem for­sæt­is­ráð­herra í apríl 2016 og taldi sig hafa lof­orð upp á vas­ann um að Sig­urður Ingi myndi ekki fara gegn hon­um. Í kjöl­farið hafi hins vegar verið gerðar sex til­raunir til að fella hann, og það hafi loks tek­ist í byrjun októ­ber 2016, þegar Sig­urður Ingi var kjör­inn for­maður flokks­ins. 

Tengsl Björns Inga og Sig­mundar Dav­íðs mið­punktur fjár­kúg­un­ar­máls

Í nóv­em­ber 2014 keypti Pressan, sem Björn Ingi stýrði á þeim tíma, meir­hluta í útgáfu­fé­lag­inu DV. Ekk­ert var gefið upp um hverjir hefðu fjár­magnað þau kaup utan þess að hluti hafi verið greiddur með selj­enda­lán­i. 

Í byrjun júní 2015 greindi Vísir frá því að tvær konur hefðu verið hand­­teknar fyrir að reyna að kúga fé út úr Sig­­mundi Davíð Gunn­laugs­­syni, þáver­andi for­­sæt­is­ráð­herra. Kon­­urnar heita Hlín Ein­­ar­s­dóttir og Malín Brand og eru syst­­ur. Sam­­kvæmt reyfara­­kenndri frá­­­sögn fjöl­miðla áttu þær að hafa sent hand­­skrifað bréf heim til Sig­­mundar Dav­­íðs þar sem þess var kraf­ist að hann greiddi þeim um átta millj­­ónir króna. Ann­­ars myndu upp­­lýs­ingar sem áttu að vera við­­kvæmar fyrir hann að verða gerðar opin­ber­­ar. Málið var strax til­­kynnt til lög­­­reglu sem réðst í umfangs­­miklar aðgerðir sem leiddu til þess að syst­­urnar voru hand­­tekn­ar, og síðar dæmd­ar. 

Auglýsing
Upp­lýs­ing­arnar sem hótað var að gera opin­berar snérust, að sögn Vís­­is.is, um fjár­­hags­­leg tengsl Sig­­mundar Dav­­íðs og Björns Inga. Stundin sagði að upp­­lýs­ing­­arnar væru tölvu­­póstur sem farið hefði á milli for­­sæt­is­ráð­herra og Björns Inga í tengslum við kaupin á DV á árinu 2014.­ Upp­­lýs­ing­­arnar snér­ust um að ­­Sig­­mundur Davíð eða aðilar tengdir honum hafi haft aðkomu að því að Pressan ehf. hafi fengið lána­­fyr­ir­greiðslu hjá MP banka sem notuð hafi verið til kaupanna.

Björn Ingi birti stöð­u­­upp­­­færslu á Face­­book sama dag og málið kom upp til að bregð­­ast við þessum ásök­un­­um. Þar sagði hann Sig­­mund Davíð ekki hafa fjár­­­magnað kaup Pressunnar á DV og að hann ætti ekki hlut í blað­inu. Þar sagði hann einnig: „Ég er harmi sleg­inn yfir fregnum dags­ins. Hugur minn er hjá þeim sem um sárt eiga að binda vegna þessa máls. For­­sæt­is­ráð­herra fjár­­­magn­aði ekki kaup Pressunnar á DV. Hann á ekki hlut í blað­inu. Að öðru leyti óska ég eftir því að tekið sé til­­lit til þess að hér er mann­­legur harm­­leikur á ferð­inni og að aðgát skuli höfð í nær­veru sál­­ar.“

Sig­­mundur Davíð sendi frá sér yfir­­lýs­ingu um málið skömmu síð­­­ar. Þar sagði hann að bréf hafi verið sent á heim­ili hans, í umslagi merkt eig­in­­konu hans. Þar hafi verið skrifað að ef Sig­­mundur Davíð myndi ekki greiða nokkrar millj­­ónir króna myndu fjöl­miðlar fá upp­­lýs­ingar sem ættu að reyn­­ast honum skað­­leg­­ar. Hann segir að af bréf­inu að ráða virð­­ast umræddar upp­­lýs­ingar byggja á get­­gátum og sög­u­­sögn­­um. Í yfir­­lýs­ing­unni segir einnig: "Vegna frétta sem birst hafa um málið í dag með vísan til hót­­an­anna er rétt að taka fram að ég hef engin fjár­­hags­­leg tengsl við Björn Inga Hrafns­­son, né hef ég komið að kaupum Vef­­pressunnar á DV á nokkurn hátt. ­­Fjöl­­skyldu minni er veru­­lega brugðið vegna þess­­ara atburða. Ég vil hvetja til hóf­stilltrar umræðu um málið og minni á að grun­aðir ger­endur eiga ætt­­ingja og vini sem liðið geta fyrir umfjöll­un­ina."

Nær allir miðlar Pressunnar voru seldir til félags í eigu Sig­urðar G. Guð­jóns­sonar lög­manns fyrr í þessum mán­uði og við það fór Björn Ingi út úr rekstri fjöl­miðla­sam­stæð­unn­ar. Kröfu­hafar Pressunnar vinna nú að því að setja félagið í þrot og verður ein slík beiðni tekin fyrir í héaðs­dómi 5. októ­ber næst­kom­andi. Hugur þeirra stendur til að rifta sölu fjöl­miðl­anna þegar gjald­þrot hefur verið stað­fest og skipta­stjóri skip­aður yfir búið.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Djúpu sporin hennar Merkel
Heil kynslóð hefur alist upp með Angelu Merkel á valdastóli. Á sextán ára valdatíma hefur hún fengist við risavaxin vandamál og leyst þau flest en ein krísan stendur eftir og það er einmitt sú sem Merkel-kynslóðin hefur mestar áhyggjur af.
Kjarninn 26. september 2021
Fyrstu tölur á landsvísu, eins og þær voru settar fram í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 árið 1991, sýndu mikla yfirburði fjórflokksins. Rótgrónu flokkarnir hafa síðan gefið eftir.
„Fjórflokkurinn“ hefur aðeins einu sinni fengið minna fylgi í alþingiskosningum
Samanlagt fylgi rótgrónustu stjórnmálaafla landsins, fjórflokksins, var 64,2 prósent í kosningunum í gær. Það er ögn lægra hlutfall greiddra atkvæða en í kosningunum 2017, en hærra en árið 2016.
Kjarninn 26. september 2021
Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokks ræða saman aður en kappræður hefjast á RÚV. Mögulega um jafnt vægi atkvæða á milli flokka, en þó ólíklega.
Framsókn græddi þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokks vegna atkvæðamisvægis
Vegna misvægis atkvæða á milli flokka fékk Framsóknarflokkurinn einn auka þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokksins, ef horft er til fylgis flokkanna á landsvísu. Þetta er í þriðja sinn frá árinu 2013 sem þessi skekkja kemur Framsókn til góða.
Kjarninn 26. september 2021
Formenn flokka sem náðu manni inn á þing, fyrir utan formann Miðflokksins, ræddust við í Silfrinu í morgun.
Bjarni: Ekki mitt fyrsta útspil að gera kröfu um stól forsætisráðherra
Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja ætla að ræða saman strax í dag enda eðlilegt að hefja samtalið þar, við fólkið „sem við höfum vaðið skafla með og farið í gegnum ólgusjó,“ líkt og formaður Sjálfstæðisflokksins orðaði það.
Kjarninn 26. september 2021
Lenya Rún Tha Karim, frambjóðandi Pírata, er yngsti þingmaður sögunnar sem nær kjöri. Hún verður 22 ára í desember
26 nýliðar taka sæti á þingi
Um þriðjungur þingmanna sem taka sæti á Alþingi eru nýliðar. Stór hluti þeirra býr hins vegar yfir talsverðri þingreynslu en yngsti þingmaður Íslandssögunnar tekur einnig sæti á þingi.
Kjarninn 26. september 2021
Þær voru víst 30 en ekki 33, konurnar sem náðu kjöri. Píratar missa eina konu, Samfylking eina og Vinstri græn eina.
Konur enn færri en karlar á Alþingi
Í morgun leit út fyrir að Alþingi Íslendinga yrði í fyrsta skipti í sögunni skipað fleiri konum en körlum á því kjörtímabili sem nú fer í hönd. Eftir endurtalningu er staðan allt önnur: 30 konur náðu kjöri en 33 karlar.
Kjarninn 26. september 2021
Kosningum lokið: Sigurður Ingi í lykilstöðu til að mynda ríkisstjórn og á nokkra möguleika
Ríkisstjórnin ríghélt í kosningunum í gær og fjölgaði þingmönnum sínum, þrátt fyrir að samanlagt heildarfylgi hennar hafi ekki vaxið mikið. Framsókn og Flokkur fólksins unnu stórsigra en frjálslynda miðjan beið skipbrot.
Kjarninn 26. september 2021
Friðrik Jónsson
Níu áskoranir á nýju kjörtímabili
Kjarninn 26. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent