Tæplega sex af hverjum tíu segja mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá

Nær allir væntanlegir kjósendur Samfylkingar og Pírata segja mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá, en einungis 15 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokks.

alþingi dómkirkjan austurvöllur
Auglýsing

Alls segj­ast 56 pró­sent aðspurðra að þeim þyki mik­il­vægt að fá nýja stjórn­ar­skrá á næsta kjör­tíma­bili. 23,5 pró­sent lands­manna þykir málið lít­il­vægt og 20,5 pró­sent eru ekki með afger­andi skoðun á því. Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR.

Stuðn­ingur við nýja stjórn­ar­skrá er meiri höf­uð­borg­ar­svæð­inu en á lands­byggð­inni og mestur hjá stuðn­ings­fólki Pírata og Sam­fylk­ing­ar. Ein­ungis 15 pró­sent af stuðn­ings­mönnum Sjálf­stæð­is­flokks telja hins vegar mik­il­vægt að fá nýja stjórn­ar­skrá á næsta kjör­tíma­bili.

Munur á afstöðu eftir aldri og tekjum

Stuðn­ingur við nýja stjórn­ar­skrá er mestur hjá elstu og yngstu kjós­end­un­um. Þá er meiri stuðn­ingur við hana eftir því sem laun eru lægri en meiri­hluti er þó fyrir henni í öllum tekju­hóp­um. Þannig segj­ast 64 pró­sent þeirra sem eru með laun undir 400 þús­und krónum á mán­uði telja mik­il­vægt að fá nýja stjórn­ar­skrá en 51 pró­sent þeirra sem eru með yfir milljón krónur á mán­uði í tekj­ur. 

Auglýsing

Stuðn­ing­ur­inn mun meiri hjá konum en körl­um. Alls segj­ast 64 pró­sent kvenna að það þurfi nýja stjórn­ar­skrá á næsta kjör­tíma­bili en 50 pró­sent karla. 

Mik­ill munur hjá stuðn­ings­mönnum flokka

92 pró­sent stuðn­ings­manna Pírata telja mik­il­vægt að Íslend­ingar fái nýja stjórn­ar­skrá á næsta kjör­tíma­bili og 91 pró­sent stuðn­ings­manna Sam­fylk­ing­ar. Alls segja 76 pró­sent stuðn­ings­manna Vinstri grænna að það sé mik­il­vægt. Innan Fram­sókn­ar­flokks­ins segja 40 pró­sent að það þurfi nýja stjórn­ar­skrá en 36 pró­sent telja að það sé lít­il­vægt. Hjá Við­reisn er afstaðan sam­bæri­leg, 39 pró­sent eru fylgj­andi henni en 36 pró­sent telja mál­efnið lít­il­vægt. And­staðan er mest afger­andi innan Sjálf­stæð­is­flokks. Þar eru ein­ungis 15 pró­sent aðspurðra fylgj­andi nýrri stjórn­ar­skrá en 46 pró­sent telja málið lít­il­vægt.

Könn­unin var fram­kvæmd dag­anna 26-28. sept­em­ber og var úrtakið handa­hófs­kennt val á ein­stak­lingum 18 ára og eldri úr hópi álits­gjafa MMR. Alls svör­uðu 1.012 manns könn­un­inni.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinunn Olína vill verða útvarpsstjóri
Magnús Geir Þórðarson tók nýverið við hlutverki Þjóðleikhússtjóra og því bíður það stjórnar RÚV að ráða nýjan útvarpsstjóra.
Kjarninn 6. desember 2019
Nýtt fjölmiðlafrumvarp komið fram – Endurgreiðsluhlutfall lækkað í 18 prósent
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur birt nýtt frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla. Endurgreiðsluhlutfall verður lækkað en frekar. Það átti upphaflega að vera 25 prósent en verður 18 prósent.
Kjarninn 6. desember 2019
Sýknað og refsing milduð í Glitnismáli
Löng málsmeðferð leiddi til þess að refsing var skilorðsbundin. Tveir af fimm áfrýjuðu fyrri niðurstöðu til Landsréttar.
Kjarninn 6. desember 2019
Nú sé kominn tími til að bregðast við
Ný skýrsla Umhverfisstofnunar Evrópu er komin út.
Kjarninn 6. desember 2019
Bjarki Þór Grönfeldt
Rauði múrinn gliðnar
Kjarninn 6. desember 2019
Jón Atli Benediktsson
Jón Atli sækist eftir því að vera áfram rektor HÍ
Embætti rektors hefur verið auglýst laust til umsóknar fyrir tímabilið 1. júlí 2020 til 30. júní 2025.
Kjarninn 6. desember 2019
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Jafnréttismiðuð fyrirtæki greiði lægra tryggingagjald
Þingmenn úr þremur flokkum hafa lagt til að fyrirtæki með jafnara kynjahlutfall í stjórnunarstöðum greiði lægra tryggingagjald. Markmiðið er að fjölga konum í stjórnunarstöðum og þar með draga úr óleiðréttum launamun kynjanna.
Kjarninn 6. desember 2019
Hafa aldrei lánað meira til húsnæðiskaupa en í október
Tvö met voru sett í útlánum lífeyrissjóða til sjóðsfélaga sinna í október 2019. Í fyrsta lagi lánuðu þeir 26 prósent meira en þeir höfðu gert í fyrri metmánuði og í öðru lági voru útlánin 45 prósent fleiri en nokkru sinni áður innan mánaðar.
Kjarninn 6. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent