Tæplega sex af hverjum tíu segja mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá

Nær allir væntanlegir kjósendur Samfylkingar og Pírata segja mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá, en einungis 15 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokks.

alþingi dómkirkjan austurvöllur
Auglýsing

Alls segj­ast 56 pró­sent aðspurðra að þeim þyki mik­il­vægt að fá nýja stjórn­ar­skrá á næsta kjör­tíma­bili. 23,5 pró­sent lands­manna þykir málið lít­il­vægt og 20,5 pró­sent eru ekki með afger­andi skoðun á því. Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR.

Stuðn­ingur við nýja stjórn­ar­skrá er meiri höf­uð­borg­ar­svæð­inu en á lands­byggð­inni og mestur hjá stuðn­ings­fólki Pírata og Sam­fylk­ing­ar. Ein­ungis 15 pró­sent af stuðn­ings­mönnum Sjálf­stæð­is­flokks telja hins vegar mik­il­vægt að fá nýja stjórn­ar­skrá á næsta kjör­tíma­bili.

Munur á afstöðu eftir aldri og tekjum

Stuðn­ingur við nýja stjórn­ar­skrá er mestur hjá elstu og yngstu kjós­end­un­um. Þá er meiri stuðn­ingur við hana eftir því sem laun eru lægri en meiri­hluti er þó fyrir henni í öllum tekju­hóp­um. Þannig segj­ast 64 pró­sent þeirra sem eru með laun undir 400 þús­und krónum á mán­uði telja mik­il­vægt að fá nýja stjórn­ar­skrá en 51 pró­sent þeirra sem eru með yfir milljón krónur á mán­uði í tekj­ur. 

Auglýsing

Stuðn­ing­ur­inn mun meiri hjá konum en körl­um. Alls segj­ast 64 pró­sent kvenna að það þurfi nýja stjórn­ar­skrá á næsta kjör­tíma­bili en 50 pró­sent karla. 

Mik­ill munur hjá stuðn­ings­mönnum flokka

92 pró­sent stuðn­ings­manna Pírata telja mik­il­vægt að Íslend­ingar fái nýja stjórn­ar­skrá á næsta kjör­tíma­bili og 91 pró­sent stuðn­ings­manna Sam­fylk­ing­ar. Alls segja 76 pró­sent stuðn­ings­manna Vinstri grænna að það sé mik­il­vægt. Innan Fram­sókn­ar­flokks­ins segja 40 pró­sent að það þurfi nýja stjórn­ar­skrá en 36 pró­sent telja að það sé lít­il­vægt. Hjá Við­reisn er afstaðan sam­bæri­leg, 39 pró­sent eru fylgj­andi henni en 36 pró­sent telja mál­efnið lít­il­vægt. And­staðan er mest afger­andi innan Sjálf­stæð­is­flokks. Þar eru ein­ungis 15 pró­sent aðspurðra fylgj­andi nýrri stjórn­ar­skrá en 46 pró­sent telja málið lít­il­vægt.

Könn­unin var fram­kvæmd dag­anna 26-28. sept­em­ber og var úrtakið handa­hófs­kennt val á ein­stak­lingum 18 ára og eldri úr hópi álits­gjafa MMR. Alls svör­uðu 1.012 manns könn­un­inni.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent