Tæplega sex af hverjum tíu segja mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá

Nær allir væntanlegir kjósendur Samfylkingar og Pírata segja mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá, en einungis 15 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokks.

alþingi dómkirkjan austurvöllur
Auglýsing

Alls segj­ast 56 pró­sent aðspurðra að þeim þyki mik­il­vægt að fá nýja stjórn­ar­skrá á næsta kjör­tíma­bili. 23,5 pró­sent lands­manna þykir málið lít­il­vægt og 20,5 pró­sent eru ekki með afger­andi skoðun á því. Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR.

Stuðn­ingur við nýja stjórn­ar­skrá er meiri höf­uð­borg­ar­svæð­inu en á lands­byggð­inni og mestur hjá stuðn­ings­fólki Pírata og Sam­fylk­ing­ar. Ein­ungis 15 pró­sent af stuðn­ings­mönnum Sjálf­stæð­is­flokks telja hins vegar mik­il­vægt að fá nýja stjórn­ar­skrá á næsta kjör­tíma­bili.

Munur á afstöðu eftir aldri og tekjum

Stuðn­ingur við nýja stjórn­ar­skrá er mestur hjá elstu og yngstu kjós­end­un­um. Þá er meiri stuðn­ingur við hana eftir því sem laun eru lægri en meiri­hluti er þó fyrir henni í öllum tekju­hóp­um. Þannig segj­ast 64 pró­sent þeirra sem eru með laun undir 400 þús­und krónum á mán­uði telja mik­il­vægt að fá nýja stjórn­ar­skrá en 51 pró­sent þeirra sem eru með yfir milljón krónur á mán­uði í tekj­ur. 

Auglýsing

Stuðn­ing­ur­inn mun meiri hjá konum en körl­um. Alls segj­ast 64 pró­sent kvenna að það þurfi nýja stjórn­ar­skrá á næsta kjör­tíma­bili en 50 pró­sent karla. 

Mik­ill munur hjá stuðn­ings­mönnum flokka

92 pró­sent stuðn­ings­manna Pírata telja mik­il­vægt að Íslend­ingar fái nýja stjórn­ar­skrá á næsta kjör­tíma­bili og 91 pró­sent stuðn­ings­manna Sam­fylk­ing­ar. Alls segja 76 pró­sent stuðn­ings­manna Vinstri grænna að það sé mik­il­vægt. Innan Fram­sókn­ar­flokks­ins segja 40 pró­sent að það þurfi nýja stjórn­ar­skrá en 36 pró­sent telja að það sé lít­il­vægt. Hjá Við­reisn er afstaðan sam­bæri­leg, 39 pró­sent eru fylgj­andi henni en 36 pró­sent telja mál­efnið lít­il­vægt. And­staðan er mest afger­andi innan Sjálf­stæð­is­flokks. Þar eru ein­ungis 15 pró­sent aðspurðra fylgj­andi nýrri stjórn­ar­skrá en 46 pró­sent telja málið lít­il­vægt.

Könn­unin var fram­kvæmd dag­anna 26-28. sept­em­ber og var úrtakið handa­hófs­kennt val á ein­stak­lingum 18 ára og eldri úr hópi álits­gjafa MMR. Alls svör­uðu 1.012 manns könn­un­inni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB.
ESB þrýstir á Biden til að setja tæknifyrirtækjunum þröngar skorður
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fagnaði í gær innsetningu Joe Biden í embætti Bandaríkjaforseta, en hvatti til aukins samstarfs milli ríkjanna við að takmarka vald stóru tæknifyrirtækjanna.
Kjarninn 21. janúar 2021
ESA hefur verið með augun á íslensku leigubílalöggjöfinni allt frá árinu 2017.
ESA boðar samningsbrotamál út af íslensku leigubílalöggjöfinni
Þrátt fyrir að frumvarp um breytingar á lögum liggi fyrir Alþingi sendi Eftirlitsstofnun EFTA íslenskum stjórnvöldum bréf í dag og boðar að mögulega verði farið í mál út af núgildandi lögum, sem brjóti gegn EES-samningnum.
Kjarninn 20. janúar 2021
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sór embættiseið sinn fyrr í dag.
Biden: „Það verður enginn friður án samheldni“
Joe Biden var svarinn í embætti forseta Bandaríkjanna fyrr í dag. Í innsetningarræðu sinni kallaði hann eftir aukinni samheldni meðal Bandaríkjamanna svo að hægt yrði að takast á við þau erfiðu verkefni sem biðu þjóðarinnar.
Kjarninn 20. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson
Mikið fagnaðarefni að „nýfasistinn og hrottinn Donald Trump“ láti af embætti
Þingflokksformaður Pírata fagnar brotthvarfi Donalds Trump úr embætti Bandaríkjaforseta og bendir á að uppgangur nýfasisma geti átt sér stað ef við gleymum því að það sé mögulegt.
Kjarninn 20. janúar 2021
Frá miðstjórnarfundi hjá Alþýðusambandi Íslands í febrúar árið 2019.
Segja skorta á röksemdir fyrir sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Miðstjórn ASÍ mótmælir harðlega áformum um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, segir flýti einkenna ferlið og telur að ekki hafi verið færðar fram fullnægjandi röksemdir fyrir sölunni.
Kjarninn 20. janúar 2021
Gosi – ævintýri spýtustráks
Öll viljum við vera alvöru!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um sýninguna Gosi – ævintýri spýtustráks sem sýnd er í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 20. janúar 2021
Á nýrri tölfræðisíðu sem sett var í loftið í dag má fylgjast með framgangi bólusetningar gegn COVID-19 hér á landi.
Tæplega 500 manns hafa þegar fengið tvær sprautur
Búið er að gefa rúmlega 40 prósent af Íslendingum yfir 90 ára aldri a.m.k. einn skammt af bóluefni og tæp 13 prósent þeirra sem eru 80-89 ára. Ný tölfræðisíða um bólusetningu hefur verið sett í loftið á vefnum covid.is.
Kjarninn 20. janúar 2021
Ágúst Ólafur Ágústsson.
Ágúst Ólafur verður ekki í framboði fyrir Samfylkinguna í næstu kosningum
Annar oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkur verður ekki á lista hennar í komandi þingkosningum. Hann bauðst til að taka annað sætið á lista en meirihluti uppstillingarnefndar hafnaði því.
Kjarninn 20. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent